Morgunblaðið - 06.06.2003, Page 42

Morgunblaðið - 06.06.2003, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Bílstjórar og gröfumenn Bílstjórar og gröfumenn óskast. Bæði er um afleysingu og fastráðningu að ræða. Upplýsingar í síma 565 3140 eða 899 2303. Klæðning ehf. Æskulýðsfulltrúi ÆSKR Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og vestra aug- lýsa lausa til umsóknar stöðu æskulýðsfulltrúa ÆSKR, æskulýðssambands kirkjunnar í Reykja- víkurprófastsdæmum, frá og með 1. september 2003. Ráðið er í starfið til tveggja ára. Í starfinu felst eftirfarandi: Almenn skrifstofustörf, sam- skipti við æsklýðsfélög og leiðtoga prófasts- dæmanna, skipulagning dagskrárliða ÆSKR auk annarra sérverkefna. Óreglulegur vinnu- tími. Hæfniskröfur: Háskólamenntun eða sambæri- leg menntun æskileg, sjálfstæð vinnubrögð, góð samskiptahæfni, tölvukunnátta. Gerðar eru kröfur um reynslu af starfi í kristilegu æsku- lýðsstarfi og lifandi áhuga á boðun fagnaðarer- indisins innan Þjóðkirkju Íslands. Umsóknir skilist á skrifstofu Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, Hallgrímskirkju, 101 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 20. júní 2003. Spennandi starf fyrir lyfjafræðing í Stykkishólmi Stykkishólms Apótek óskar eftir að ráða lyfja- fræðing til starfa sem fyrst í stöðu lyfsala. Starfið felst m.a. í að bera ábyrgð á faglegum rekstri apóteksins og að unnið sé eftir lögum, reglugerðum og þeim skilyrðum sem lyfsölu- leyfi setur. Einnig að sjá um daglegan rekstur lyfsölu, starfsmannastjórnun, faglegt eftirlit með starfseminni og standa skil á öllum þeim upplýsingum og skýrslum sem opinberir aðilar krefjast. Hæfniskröfur: Háskólapróf í lyfjafræði (Cand pharm) með gilt starfsleyfi og þriggja ára reynsla úr apóteki er nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitir Ingimundur Pálsson, lyfsali Stykkishólms Apóteks (apotek@lyfsalan.is) í síma 438 -1141. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Stykkishólms Apótek Lágafellsskóli í Mosfellsbæ Laus störf Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi með öflugu starfsfólki í glæsi- legum, vel búnum skóla þar sem ríkir góður starfsandi. Við auglýsum laus til umsóknar eftirtalin störf: 1. Heimilisfræðikennsla á yngsta stigi og miðstigi. 2. Smíði og hönnun á yngsta stigi og miðstigi. 3. Enska í 6.—8. bekk, 2/3 staða. 4. Myndmennt á yngsta stigi og miðstigi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Allar upp- lýsingar um störfin gefa Jóhanna Magnús- dóttir skólastjóri í s. 525 9200 og 896 8230 og Sigríður Johnsen skólastjóri í s. 525 9200 og 896 8210. 5. Staða skólaritara 80% starf. Við leitum að starfsmanni með góða íslensku- og tölvukunnáttu og hæfni í mannlegum samskiptum. Þekking á forritinu Stund- vísi er æskileg. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfs- mannafélags Mosfellsbæjar og LN. Upplýsingar um starfið gefur Edda Hrings- dóttir skrifstofufulltrúi í s. 525 9200. Umsóknarfrestur um störfin er til 16. júní. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu skólans við Lækjarhlíð, Mosfellsbæ og skal umsóknum skilað á sama stað. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Framhaldsaðalfundur Frjálsa flugmannafélagsins verður haldinn í Sunnusal Hótels Sögu, 1. hæð í suðurenda, í kvöld, föstudaginn 6. júní, kl. 19.00. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga. 3. Önnur mál. Stjórnin. HÚSNÆÐI Í BOÐI Hveragerði: Húsnæði í boði Á besta stað í Hveragerði er hús til leigu fljót- lega í 6-12 mánuði, kaup á því síðar gætu komið til greina. Yndislegt útsýni, engin hús, sem skyggja á. Heitur pottur og verönd, stór garður. 5 herbergi, tvö stór, þvottahús o.s.frv. Leigist með eða án húsgagna. Stór nýr bílskúr með kaldri geymslu og háalofti.Yndislegur síamsköttur fylgir því miður ekki með. Meðmæli varðandi greiðslugetu og umgengni skilyrði. Hafið samband í síma 483 4092, 663 4092 eða í netfang eva22@mi.is . TIL LEIGU Húsnæði til leigu 452 fm mjög gott húsnæði í Síðumúla 37 til leigu. Laust nú þegar. Verslunarhæð 267 fm og kjallari (jarðhæð) 185 fm. Húsnæðið er ný- innréttað og uppfyllir allar kröfur. Tölvutenglar, „patch panelar“, símkerfi, góð starfsmannaað- staða, innkeyrsludyr, góð lýsing o.fl. Sjón er sögu ríkari. Upplýsingar veitir Reynir í síma 892 3236. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Ólafsvegi 1, Ólafsfirði, sem hér segir á eftirfarandi eign: Múlavegur 3a, þingl. eig. SecoNor ehf., gerðarbeiðandi Ólafsfjarðar- kaupstaður, fimmtudaginn 12. júní 2003 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Ólafsfirði, 4. júní 2003. TILKYNNINGAR Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum, samkvæmt lögum nr. 106/ 2000 um mat á umhverfisáhrifum. Sjóvarnir innan við Skipasmíðastöð Njarð- víkur, við Seylubakka, við Kópu hjá Stapakoti og frá Narfakoti að fyrirhuguð- um garði yfir Njarðvík, Reykjanesbæ. Hringvegur 1-d9. Svínahraun - Hveradala- brekka, Sveitarfélaginu Ölfusi. Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulags- stofnunar: www.skipulag.is . Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 4. júlí 2003. Skipulagsstofnun. Mosfellsbær Tillaga að breytingu á deiliskipulagi athafnalóð- ar Háholts 7 í Mosfellsbæ Á fundi bæjarstjórnar þann 21. maí 2003 var samþykkt kynning á tillögu að breyt- ingu á deiliskipulagi athafnalóðar Háholts 7 í Mosfellsbæ í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/ 1997 með síðari breytingum. Breytingin fellst í stækkun á lóð og skil- greiningu á byggingarreit. Á lóðinni verð- ur heimill hótel- og veitingarekstur. Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2 í afgreiðslunni á fyrstu hæð frá 6. júní til 7. júlí nk. Jafnframt má kynna sér hana á heimasíðu Mosfellsb- æjar, www.mos.is. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist skipulagsnefnd Mos- fellsbæjar fyrir 21. júlí nk. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri miðvikudaginn 11. júní 2003 k. 13.00: Breiðamörk 1C, Hveragerði, fastanr. 221-0055, þingl. eig. Lykilhótel hf., gerðarbeiðendur Hörn Harðardóttir, Ragna Gerður Jóelsdóttir, Sigurbjörg S. Sveinsdóttir og Tollstjóraembættið. Sýslumaðurinn á Selfossi, 5. júní 2003. SMÁAUGLÝSINGAR EINKAMÁL Rúml. fertugur Norðmaður í góðu formi — sem hefur áhuga á líkamsrækt, siglingum og úti- vist, á bjálkakofa við vatn og ein- nig við Trysilfjellet, 2 báta, bíl og innanhússsundlaug — óskar að kynnast fallegri íslenskri konu milli tvítugs og þrítugs. Skrifið á ensku/norsku til: Ragnar Nordli, Nordåsveien 12, 1708 Sarpsborg, Noregi. FÉLAGSLÍF Hvítasunnumót í Herkastalanum. Ræðumenn Peter og Rut Baron- owsky. Mótsgjald kr. 3.000. Í kvöld kl. 20.00 Lofgjörðarsamkoma. Laugard. 7. júní kl. 16 og 17 Biblíutímar. Kl. 20.00 Bæn og lofgjörð. Sunnud. 8. júní kl. 11.00 Hátíðarsamkoma. Kl. 15.30 Bíblíulestur. Kl. 20.00 Samkoma. Mánud. 9. júní kl. 11.00 Helgunarsamkoma. ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.