Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS Nota›ir bílar Porsche 996 carrera 2 Fyrst skrá›ur: 07/2000 Ekinn: 14.700 km 6 gíra beinskiptur, „Aero spoilerkit“, le›ur, 18" felgur, loftkæling, sóllúga ofl. Ver› 7.900.000 kr. Uppl. hjá Lexus í síma 570 5400. Til sölu ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 2 13 84 06 /2 00 2 ÍSTAK og Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) áttu lægsta tilboðið í bygg- ingu stöðvarhúss Kárahnjúkavirkj- unar í Fljótsdal en tilboð í verkið voru opnuð í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem fyrirtækin tvö taka saman þátt í útboði en að tilboðinu stóðu jafnframt tvö erlend fyrirtæki, Hochtief frá Þýskalandi og Pihl & Sön frá Danmörku, og nefndist hópurinn Fosskraft JV. Tilboð hópsins hljóðaði upp á 8,6 milljarða króna og var um milljarði lægra en tilboð þýska fyrirtækisins Bilfinger Berger AG. Ítalska fyrirtækið Impregilo, sem sér um gerð stíflu og aðrennslisganga virkjunarinnar, átti hins vegar hæsta tilboðið, 15,3 milljarða. Öll tilboðin í gerð stöðvarhússins voru yfir kostnaðaráætlun Lands- virkjunar sem gerði ráð fyrir kostn- aði upp á 6,5 milljarða króna. Tilboð einnig opnuð í fallgöng og vél- og rafbúnað Tilboð voru að auki opnuð í tvo aðra verkþætti virkjunarinnar, vél- og rafbúnað annars vegar og stál- fóðrun fallganga hins vegar. Lands- virkjun óskaði eftir að bjóðendur skiluðu inn tveimur útfærslum á til- boðum í byggingu stöðvarhússins og einnig í stálfóðrun fallganganna en útfærslur voru ólíkar eftir því hvort fallgöngin eru lóðrétt eða hallandi. Við útboð í vél- og rafbún- að virkjunarinnar skiluðu hins veg- ar öll fyrirtæki frávikstilboðum. Tilboð í stálfóðrun fallganga voru flest á sama bili en austurríska fyr- irtækið VA Tech Hydro og Mont- avar frá Slóveníu áttu lægstu til- boðin, um 2,9 milljarða króna. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, tók fram í samtali við Morgunblaðið að í ýmsum tilboðum hefðu verið frá- vik og tilboð um afslátt. Fara þyrfti ofan í þær hugmyndir og þau atriði sem fyrirtækin byggðu á áður en ákvörðun yrði tekin um hvaða til- boðum yrði tekið. Sama ætti við um tilboð í vél- og rafbúnað en þar gæti hönnun vélanna, ending þeirra og afköst skipt máli og haft þau áhrif að lægsta tilboðið yrði ekki fyrir valinu. Sameiginlegt tilboð frá General Electric í Noregi og Kanada og til- boð frá Alstom Power í Svíþjóð reyndust lægst í vél- og rafbúnað en bæði tilboðin voru um 6,8 millj- arðar króna. Eiginlegt tilboð Gen- eral Electric var upp á 7,3 millj- arða en fyrirtækið bauð afslátt þannig að endanlegt tilboð varð jafnhátt tilboði sænska fyrirtæk- isins. Þorsteinn sagði að fjárhagsáætl- un Landsvirkjunar vegna útboð- anna stæðist í heildina. Lægsta til- boð í byggingu stöðvarhússins væri að vísu tveimur milljörðum hærra en gert hafði verið ráð fyrir en á móti kæmi að lægsta tilboð í vél- og rafbúnað væri tveimur milljörðum lægra en kostnaðaráætlun kveður á um. Landsvirkjun myndi nú yfir- fara tilboðin og að því loknu yrði endanleg ákvörðun tekin. Tilboð í stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar opnuð í gær Ístak og ÍAV saman með lægsta tilboð Morgunblaðið/Golli Fulltrúar Landsvirkjunar sjást hér opna eitt þeirra tilboða sem bárust. F.v. Örn Marinósson, Þorbergur Halldórsson, Björn Stefánsson og Agnar Olsen.            !"#  $ %!"&' & ( ( !)*+ ( &                ! " #$  !   ! %&' (   ) *             + +*,  &'' -  ! .) !  /)  $ 0 %&12! -134      $ &  4  24    ! $ 0 %&5%& 62-1  !   755 28, '29 ,    5 % %4!  % :! ;'  ' !    )<=/> 0& -4    #    . = >   ?@  ?@    A B C B %,        , D D D  B C B C D  -,-   A  C  %,      A  A , * >EF B C B B D  * „ÞETTA hefði getað farið mjög illa en ég slapp vel og verð vonandi ekki frá vinnu í meira en þrjá mán- uði,“ segir Þorleifur Gíslason fjall- göngumaður sem féll í klettum í Kýrdal í Hengli fyrir viku með þeim afleiðingum að hann hryggbrotnaði og fótbrotnaði. Þorleifur var á ferð með tveimur félögum sínum í góðu veðri að kvöldi uppstigningardags, þegar slysið varð. „Við vorum í göngutúr og vorum á leið yfir bjarg þegar ég missti handfestuna og hrapaði eina sex til sjö metra. Ég lenti á klettum í hlíðinni, valt síðan aðeins áfram en stöðvaðist á milli syllu og kletts. Hefði ég ekki stöðvað þarna hefði ég oltið um fjóra metra í viðbót en síðan var um 20 metra brekka nið- ur í dalbotninn. Strákarnir hjálpuðu mér upp á sylluna og þar þurfti ég að bíða í um klukkutíma eftir að- stoð, en þyrlan kom um tveimur tímum eftir slysið.“ Gerði allt rétt Að sögn Þorleifs var þetta slys sem hefði getað komið fyrir alla. „Við gerðum allt rétt, en slysin gera ekki boð á undan sér. Við vor- um þrír á ferð, svo einn gæti verið hjá slösuðum manni og annar farið eftir hjálp ef á þyrfti að halda, vel útbúnir og vanir. En svo gerist þetta allt í einu og biðin eftir þyrl- unni var vægast sagt erfið, þó sjúkraflutningamenn hafi búið vel um mig á bretti. Mér var kalt og mér leið illa.“ Þorleifur er 24 ára og hyggur á nám í rafmagnstæknifræði við Tækniháskólann í haust, en segir að slysið hafi sett strik í reikninginn. „Ég ætlaði að vinna svo ég þyrfti ekki að taka lán vegna námsins en það verður ekkert um vinnu í sum- ar.“ Fjallgöngumaður verður frá vinnu í þrjá mánuði vegna slyss Hefði getað farið mjög illa en ég slapp vel Morgunblaðið/Kristinn Þorleifur Gíslason fjallgöngumaður hefur verið á bæklunardeild Landspít- ala – háskólasjúkrahúss í rúma viku en fer heim í dag. LÖGREGLAN í Reykjavík rann- sakar nú eitthvert umfangsmesta barnaklámsmál sem komið hefur til kasta lögreglu hér á landi. Við húsleit hjá tæplega fertugum karl- manni fann lögreglan á fjórða hundrað myndbandsspólur, yfir 200 DVD-mynddiska og tvær tölv- ur sem innihéldu klámmyndir í tugþúsundatali. Rannsóknarlög- reglumenn hafa ekki komist yfir að kanna allt efnið en meginhluti þess virðist vera barnaklám. Á nokkrum myndbandsspólum sést maðurinn í kynferðislegum athöfn- um með ungmennum en ekki hefur verið skorið úr um hvort þau séu undir lögræðisaldri. Reyna að hafa uppi á ungmennunum Hörður Jóhannesson yfirlög- regluþjónn segir að ábending hafi borist til embættisins um að ákveðinn aðili hafi á spjallrásum á Netinu reynt að tæla til sín börn og unglinga. Málið var kannað og í síðustu viku var maðurinn hand- tekinn og jafnframt gerð húsleit á heimili hans. „Í fórum hans fannst óhemju magn sem við teljum að sé að mestum hluta barnaklám en það á eftir að rannsaka nánar,“ segir Hörður. Á nokkrum myndbandsspólum eru upptökur af manninum þar sem hann sést eiga í kynferðisleg- um athöfnum, ekki þó samförum, með ungmennum en Hörður segir að ekki hafi verið leitt í ljós hversu gömul þau voru þegar upptökurn- ar voru gerðar. Sumar upptökurn- ar séu nokkurra ára gamlar og því ljóst að hugsanlegt brot hafi staðið í nokkur ár. Reynt verður að ná sambandi við ungmennin sem mað- urinn hefur hugsanlega brotið gegn. Aðspurður segir Hörður að þetta sé umfangsmesta barna- klámsmál sem komið hefur til kasta lögreglu hér á landi, sé litið til þess mikla magns sem lagt var hald á. Við yfirheyrslur játaði maðurinn að eiga myndefnið og hafa safnað því. Brot mannsins eru því upplýst að þessu leyti. Mynd- unum á tölvunum hlóð hann niður af Netinu en Hörður segir að tölv- urnar hafi verið „yfirfullar“ af klámefni. Spólurnar og mynd- diskana hafi hann orðið sér úti um með ýmsu móti. Ekki leikur grun- ur á að maðurinn hafi stundað dreifingu á barnaklámi. Varsla barnakláms varðar allt að 2 ára fangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum. Umfangsmesta barnaklámsmál sem komið hefur upp PERSÓNUVERND hefur úrskurð- að að dómsmálaráðuneytinu hafi verið óheimilt að miðla upplýsingum um meðlim í Falun Gong til Flug- leiða og sendiráða Íslands í því skyni að hindra komu hans til landsins. Viðkvæmar upplýsingar Að mati Persónuverndar höfðu skrár um félagsmenn í Falun Gong að geyma viðkvæmar persónuupp- lýsingar í skilningi laga þótt gerð slíkra skráa og frekari notkun þeirra geti verið lögmæt. Þá vitnar Per- sónuvernd í reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu um að dreifing lögreglu á upplýsingum til annarra stofnana og einkaaðila sé henni heimil sé hún nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir alvarlega og aðsteðjandi hættu á röskun á allsherjarreglu og öryggi. Varðandi tengsl dómsmálaráð- herra og lögreglu segir í úrskurði Persónuverndar að í 4. gr. lögreglu- laga segi að dómsmálaráðherra sé æðsti yfirmaður lögreglunnar í land- inu og að ríkislögreglustjóri fari með málefni lögreglu í umboði hans. Í 9. gr. laganna sé hins vegar talið upp hverjir séu handhafar lögregluvalds og er dómsmálaráðherra ekki þeirra á meðal. Að mati Persónuverndar verður ákvæðið ekki túlkað þannig að dómsmálaráðherra hafi sömu heimild og lögregla hefur til vinnslu og miðlunar persónuupplýsinga. Því fellst Persónuvernd ekki á að dóms- málaráðherra, og þar með dóms- málaráðuneytið, hafi haft heimild til þess að miðla til Flugleiða upp- lýsingum um lífs- eða stjórnmála- skoðanir félaga í Falun Gong í þeim tilgangi að hindra komu hans til landsins. Úrskurður Persónuverndar Óheimilt að miðla upplýsingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.