Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 37
Árið 1957 skildust leiðir okkar
Hilmars, en þá flutti ég til Glasgow
til þess að stofna þar og veita for-
stöðu söluskrifstofu Flugfélags Ís-
lands hf. En vinátta okkar var söm
og áður og ennþá man ég að eina
persónulega heillaskeytið, sem ég
fékk, þegar skrifstofan var opnuð,
var frá Hilmari Sigurðssyni. Einnig
þróuðust málin þannig að ef ég
þurfti að leysa einhver mál á Íslandi,
sem ég gat ekki komið við að gera
sjálfur, var oftar en ekki leitað til
Hilmars. Hann tók slíku kvabbi allt-
af vel og leysti málin eftir bestu
getu. Oft kostaði slíkt bæði tíma og
vinnu, sem dæmi má nefna að þegar
við fluttum heim fann hann fyrir
okkur íbúðarhúsnæði, sem við síðan
festum kaup á og kunnum vel við.
Stöku sinnum gátum við gert honum
greiða á okkar slóðum og þótti okkur
vænt um það.
Hlutirnir æxluðust þannig að
Hilmar ákvað að hætta afskiptum af
flugmálum og haslaði sér völl á öðr-
um vettvangi, og þegar ég kom heim
til Íslands aftur tók ég við starfi hans
hjá Flugfélagi Íslands þótt það væri
með nokkuð breyttum formerkjum.
Ekki hittumst við Hilmar oft síð-
ustu árin en þegar svo bar við var
handabandið alltaf jafnhlýlegt og
það fyrsta.
Kæri vinur, við Hulda þökkum þér
samfylgdina og biðjum góðan guð að
gæta þín á nýjum slóðum. Við send-
um eftirlifandi konu Hilmars, Val-
gerði Bjarnadóttur, dætrum þeirra,
barnabörnum og öðrum ástvinum
innilegar samúðarkveðjur.
Einar Helgason.
Mörg ár eru nú liðin frá því að ég
heyrði nafna míns fyrst getið, löngu
áður en vinátta tókst með okkur.
Alla tíð síðan hef ég einungis heyrt
hans getið að góðu einu.
Atvikin höguðu því þannig að við
áttum samleið í Oddfellowreglunni
þar sem við vorum samtíða um nokk-
urt skeið í yfirstjórn. Samstarf okk-
ar þar leiddi til kunningsskapar og
þá komu í ljós sameiginleg áhugamál
sem efldu með okkur vináttu og góð-
an félagsskap. Það var og er viðtekin
venja að þeir sem gegna forystu-
störfum innan Oddfellowreglunnar
fari annaðhvert ár í heimsókn til
stúkna Reglunnar úti á landi. Þetta
er gert í tvennum tilgangi: að kynn-
ast félögum er búa úti um landið og
eins að kynna ýmis nýmæli í starfi.
Slíkar ferðir fórum við nafnarnir all-
nokkrar í gegnum tíðina. Í ferðunum
var Hilmar góður félagi og bæði
gagn og gaman af að vera samvistum
við hann hvar sem við komum.
Margt var þá skrafað og til gamans
gert á milli þess sem alvara reglu-
starfsins knúði á um annað. Þannig
efldust kynni okkar og fram kom til
að mynda að við deildum áhuga á
bókalestri. Bárum við oft saman
bækur okkar. Í einni ferðinni kom
það í ljós að Hilmar nafni var mikill
bridge-spilamaður og hafði af því
mikla ánægju. Hann hafði stofnaði
til sérstaks bridge-hóps og spilaði
reglulega. Er við ræddum þetta nán-
ar kom fram að hópnum hans var
eins og vill verða í þessari íþrótt oft-
ar en ekki manns vant. Hafði af þeim
sökum farið minna fyrir spila-
mennsku en að var stefnt. Er ekki að
sökum að spyrja að ég kom að spila-
borðinu með honum og félögum hans
og höfum við síðan átt góðar stundir
saman reglulega, allt til þessa, er nú
skiljast leiðir.
Ég kveð með söknuði góðan vin og
votta eiginkonu hans og fjölskyldu
innilega samúð mína og okkar spila-
félaganna.
Hilmar Garðarsson.
Kveðja frá
Oddfellowreglunni
Merkur félagi Oddfellowreglunn-
ar, Hilmar Ó. Sigurðsson, er nú
snögglega fallinn frá. Með honum er
genginn sannur og heilsteyptur fé-
lagi er ávallt vann að heill Reglunn-
ar. Er Hilmar lést hafði hann starfað
í 47 ár samfleytt frá því hann gekk
Reglunni á hönd og allan þann tíma
meira og minna í forystuhlutverki,
síðast sem stórféhirðir hennar um 14
ára skeið frá 1981 til 1995.
Það var ánægjulegt að starfa með
Hilmari og kynnast áhugamálum
hans. Á ferðalögum okkar erlendis
og hérlendis var hann hafsjór fróð-
leiks og kímni og hafði sérstakan
hæfileika til að gera samverustundir
eftirminnilegar.
Þakklæti mitt og félaga fyrir liðn-
ar samverustundir er efst í huga á
þessari sorgarstundu um leið og
samúðarkveðjur frá okkur Sigríði
beinast til Valgerðar, eftirlifandi eig-
inkonu Hilmars, og fjölskyldu með
þeirri vissu að minningin um góðan
dreng muni ylja þeim um hjartaræt-
ur, því að Hilmar var fyrst og fremst
ávallt hinn sanni og kæri
fjöldskyldufaðir.
Genginn er góður drengur og
sannur Oddfellowi. Blessuð sé minn-
ing hans.
Geir Zoëga.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 37
✝ Jón Benedikts-son fæddist á Ísa-
firði 10. ágúst 1916.
Hann lést á Elliheim-
ilinu Grund fimmtu-
daginn 29. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
Jóns voru Benedikt
Guðmundsson hús-
gagnasmíðameistari
í Reykjavík, f. 22.
apríl 1892 á Litlu-
Þverá í Fremri-
Torfustaðahreppi í
V-Hún., d. 1. nóvem-
ber 1971, og Guðrún
Sigríður Jónsdóttir
húsmóðir, f. 30. mars 1885 á Mið-
Hvoli í Mýrdal, d. 4. febrúar 1978.
Systkini Jóns eru: Stúlka sem dó á
fyrsta aldursári, Guðmundur
Benediktsson, f. 1920, d. 29. maí
2000, og Unnur Hróðný Benedikts-
dóttir, f. 1924.
Hinn 21. nóvember 1942 kvænt-
ist Jón Jóhönnu Hannesdóttur, f.
22. október 1915 á Hellissandi, d.
26. maí 2001. Börn þeirra eru; Ólaf-
ur, f. 13. september 1943, lögfræð-
ingur, Benedikt, f. 6. júní 1946,
verkfræðingur, Gunnar Steinn, f.
Aleksei Arbuzov og „Köttur úti í
mýri“ eftir Andrés Indriðason og
hann tók þátt í gerð leikmyndar-
innar við barnaleikritið „Ferðin til
tunglsins“. Fyrir framlag sitt að
leikhúsmálum hlaut hann menn-
ingarverðlaun Þjóðleikhússins árið
1975.
Ungur lærði Jón að mála hjá
Finni Jónssyni, síðar lærði hann
höggmyndalist hjá Ásmundi
Sveinssyni og átti langan og litrík-
an feril sem myndhöggvari. Hann
hélt nokkrar einkasýningar, þá
fyrstu árið 1957, og einnig tók
hann þátt í fjölda samsýninga bæði
hérlendis og erlendis. Verk Jóns
þróuðust á sjötta áratugnum frá
hálffígúratífum formum í óhlut-
læga list. Þá gerði hann margvís-
legar tilraunir með form og efni.
Jón vann verk sín í tré, stein, ýmsa
málma og jafnvel einstök verk í
plastefni. Höggmyndir Jóns eru í
eigu safna, stofnana, fyrirtækja og
einstaklinga hérlendis. Margar
mynda hans eru einnig í eigu er-
lendra aðila þar sem myndir hans
seldust oft á samsýningum sem
hann tók þátt í erlendis, m.a. á
Norðurlöndum, Þýskalandi og í
Bandaríkjunum. Jón Benediktsson
var heiðursfélagi í Félagi íslenskra
myndlistarmanna.
Útför Jóns fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
18. apríl 1951, líffræð-
ingur, og Margrét, f.
22. nóvember 1953,
myndlistarmaður.
Jón lauk húsgagna-
smíði hjá Björgvin
Hermannssyni árið
1938. Að námi loknu
hóf hann störf á verk-
stæði föður síns, en
síðar rak hann hús-
gagnaverslun og verk-
stæði á Laufásvegi 18a
í Reykjavík um tíma
ásamt bróður sínum,
Guðmundi Benedikts-
syni. Húsgagnasmíði
þeirra, sem byggði að mestu á
þeirra eigin hönnun, þótti nýstár-
leg en þeir bræður tileinkuðu sér
nýjungar sem voru að gerast í hús-
gagnalist á þeim tíma í Evrópu,
ekki síst á Norðurlöndum.
Jón starfaði um árabil sem form-
listamaður Þjóðleikhússins og
minnast margir leikmuna hans úr
leikritum Þjóðleikhússins, m.a. úr
leikriti Matthíasar Jochumssonar
um Jón Arason. Sem leikmyndir
sem hann gerði má nefna við leik-
ritið „Gamaldags kómedía“ eftir
Afi er skrítinn og sköllóttur karl
með skinnhúfu og tekur í nefið.
Bleksterkt kaffi og brennivín
er það besta sem honum er gefið.
Þessi vísa er ein af þeim fyrstu sem
við systkinin lærðum og afi kenndi
okkur. Við héldum í raun bæði að
þessi vísa væri um hann.
Það má eiginlega segja um hann
afa okkar að hann hafi getað allt,
hann gat smíðað allt, búið til og gert
við alla hluti.
Afi sá hluti og verur úr umhverfinu
í steinum, hólum, skýjum og þvílíku
þannig að allt lifnaði við í kringum
okkur og við fórum að horfa með öðr-
um augum á þessa hversdaglegu hluti
og gerum enn.
Það var alltaf þannig þegar við
systkinin vorum með afa að hann virt-
ist hafa allan tímann í heiminum fyrir
okkur. Hann var mjög jafnlyndur og
rólegur og fékk okkur alltaf alvöru
verkefni. Þegar við vorum með afa og
ömmu þurftum við ekki dót heldur
fengum við að hjálpa til við að þvo bíl-
inn, elda matinn, veiða, hlaða veggi,
gróðursetja og gera alvöru hluti sem
alltaf var jafngaman að gera með
þeim enda komu þau alltaf fram við
okkur sem jafningja.
Þegar afi var að vinna í Þjóðleik-
húsinu fengum við stundum að koma
til hans og var það mikið ævintýri,
enda sáum við þar aðra veröld verða
til þegar hann var að útbúa hinar
ýmsu leikmyndir og allt var töfrum
líkast. Afi fékk okkur þá eitthvað til
að skoða og setti okkur í einhver
verkefni á meðan hann var að vinna
þannig að við urðum aldrei vör við það
að afi væri í vinnunni og þyrfti að
vinna sitt verk.
Afi var mikið náttúrubarn og hafði
bæði gaman af dýrum og plöntum og
lagði mikinn metnað í rósaræktun í
blómaskálanum. Á sumrin þegar bý-
flugurnar fóru að koma inn í bústað-
inn tók afi þær alltaf í lófana og
hleypti þeim út. Í eitt skiptið voru
þær orðar þrjár og þegar afi var að
bera síðustu fluguna út stakk hún
hann. Hann var steinhissa enda búinn
að gera þetta í mörg ár án þess að
vera nokkru sinni stunginn. Þessa
sögu höldum við mikið upp á og finnst
hún lýsa afa svo vel. Önnur saga sem
lýsir afa vel er þegar eitt sinn kom
rjúpnafjölskylda inn í blómaskálann
og afi og amma vildu ekki styggja
þær, svo þau fóru út úr bústaðnum og
leyfðu rjúpunum að valsa um þar til
þær fóru út aftur.
Afi var mikið fyrir að segja sögur
og var mikill sögumaður. Þegar við
vorum yngri þá sagði hann okkur oft
þjóðsögur uppi í bústað en svo sagði
hann okkur líka oft sögur af því þegar
hann var ungur og var að læra mynd-
list hjá Ásmundi og Finni og þegar
hann ferðaðist erlendis og kunni ekki
tungumálið en bjargaði sér á því að
teikna upp það sem hann þurfti
hverju sinni. Maður fékk aldrei nóg af
sögunum hans afa.
Á Grund var afi ekki með mikið af
listaverkunum sínum í kringum sig en
hann var með möppu sem í voru ljós-
myndir af hluta þeirra verka sem
hann gerði í gegnum tíðina og var allt-
af jafn gaman að skoða þessa möppu
með honum og heyra sögurnar í
kringum verkin hans.
Afi var svo mörgum kostum gædd-
ur. Þegar við vorum lítil langaði okk-
ur að vera eins og hann og langar enn.
Björn og Guðrún Birna
(Bjössi og Gunda).
Elsku afi. Í þann mund sem þú
kvaddir þennan heim þá vorum við,
ég, Gummi og Einar, rétt að koma á
Þingvelli og þegar við fengum þær
sorgarfréttir þá vorum við stödd fyrir
utan bústaðinn ykkar ömmu. Við
gengum niður að vatni og prufuðum
að veiða. Það gekk nú reyndar ekki
vel en Gummi varð þó var. Veðrið var
virkilega fallegt, vatnið var hér um bil
alveg slétt og sólin skein sínu bjart-
asta. Þú áttir hug okkar allan þennan
dag.
Ég var alltaf svo stolt af því að eiga
þig sem afa. Þar sem listaverk þín
voru sagði ég öllum að afi minn hefði
gert þetta og allir sögðu hvað þetta
væri flott. Ég reyndi alltaf að fá vin-
konur mínar til að fara í Stjörnubíó
þar sem ég vissi af listaverkum þínum
og benti alltaf á þau og sagði þeim að
afi minn hefði gert þau og þær dáðust
allar að þeim.
Þetta var orðið erfitt hjá þér síð-
ustu stundirnar en þú varst með svo
stórt og gott hjarta sem hélt alltaf
áfram.
Það var alltaf jafn gaman að koma
til ykkar ömmu bæði á Freyjugötuna
og upp í bústað og hvar sem þið vor-
uð.
Þú varst fyrir mér frábær afi og
frábær listamaður. Þú munt alltaf
eiga stórt sess í hjarta mínu.
Þín
Valgerður Gréta.
Jón Benediktsson, mágur minn,
var kvæntur systur minni Jóhönnu,
sem lést 2001. Hann hefur nú lokið
göngu sinni í þessu lífi. Hann var upp-
haflega lærður húsgagnasmiður, síð-
an kaupmaður sem verslaði með
bróður sínum Guðmundi á Laufásvegi
18a með húsgögn og listrænar vörur,
m.a. frá Finnlandi. Jafnframt gerðist
hann myndlistarmaður, en hugur
hans stóð alla tíð til þess. Síðustu árin
sem hann var starfandi, var hann all-
mörg ár við Þjóðleikhúsið sem leik-
myndasmiður, vel kunnandi og hag-
leikssmiður þar yfirleitt, og var vel
liðinn þar sem annars staðar. Ferða-
og útilífsmaður var Jón alla tíð mikill,
og stunduðu þau hjónin meðan þau
lifðu útivistarflíf í sumarbústað á
landi sínu á Þingvöllum, þar sem við
Laufey kona mín komum oft með
Guðmundi bróður Jóns. Þeir áttu þar
bústaðarhús saman. Þær stundir sem
við Lulla kona mín dvöldum þar, voru
jafnan ánægjulegar og kærleiksríkar,
ásamt samveru þar í bústaðnum með
börnum þeirra hjóna, Ólafi, Margréti,
Benedikt og Gunnari, sem getið er
nánar um hér að framan í formála.
Nánari samskipti og kunningsskap
höfðum við við þau hjónin er þau
bjuggu á Laufásveginum; kvöld-
stundir oft um helgar fyrr á árum og
var þá gjarnan aðeins lyft glasi af því
tilefni; ánægjulegt mjög í þá tíð.
Æðruleysi sýndi Jón jafnan í veik-
indum sínum á Vistheimilinu Grund
undir það síðasta. Eftir lifir því minn-
ing um þau hjónin, Jón mág og Hönnu
systur. Börnum þeirra og fjölskyldu
þeirra sendi ég innilegustu samúð og
kveðjur vegna fráfalls Jóns Ben.
Páll Hannesson.
JÓN
BENEDIKTSSON
minni og ekki er langt síðan að hún
hljóp upp og niður stigann í Björk.
Amma hafði ósköp gaman af því
að sauma út og hafði ég á orði við
hana nú í apríl að hún gæti nú bara
farið að halda handavinnusýningu.
Ég sagðist nú bara ekki skilja
hvernig hún færi að því að telja
svona út, kona sem hefði ekki sjón
nema á öðru auganu. Hún vildi
ekki gera mikið úr því, sagðist
bara nota lampa með stækkunar-
gleri. Þau eru líka ófá handverkin
sem hún hefur verið að gefa
Hrannari og Sigrúnu að ógleymd-
um öllum ullarsokkunum sem hún
prjónaði á þau.
En nú er amma búin að hitta afa
aftur. Amma missti mikið þegar afi
dó. Alltaf var svo gott að koma til
þeirra og á ég þeim báðum svo
margt að þakka. Þau gerðu mikið
fyrir mig og mun ég seint gleyma
öllum ferðunum með þeim þegar
þau voru að segja mér hvað fjöllin í
firðinum hétu og svo gönguferð-
unum inn í sveit. Bæði voru þau
mjög trúuð og man ég enn þegar
amma og afi voru að kenna mér
bænir þegar ég var lítil.
Amma fylgdist ávallt grannt með
barnabörnunum sínum og höfðu
þau gaman af því að hitta hana og
spila við hana, því hún hafði alla tíð
mjög gaman af því að spila og ráða
krossgátur.
Hrannar hafði orð á því þegar
hann frétti af láti langömmu sinn-
ar: „Mamma ég skil ekki af hverju
langamma er dáin, hún var alltaf
svo hress.“ En ég sagði að það
væri gott að eiga svona góðar
minningar um hana.
Mig langar líka til að þakka
Gunnari fyrir allt það sem hann
gerði fyrir ömmu.
Minningarnar um þig og afa eiga
ávallt eftir að lifa með okkur. Takk
fyrir allt saman. Blessuð sé minn-
ing þín.
Jónína.
Nú er hún amma okkar búin að
fá hvíldina eftir langan vinnudag.
Hún var orðin mjög lasin undir það
síðasta, þó að hún vildi ekki gera
mikið úr því. Þegar við hittumst
um páskana var hún hress að
vanda og hafði á orði að nú þyrfti
hún ekki að gera nokkurn skap-
aðan hlut, því að það væri stjanað
við sig á dvalarheimilinu Uppsölum
og það gerði fjölskyldan líka. En
hún átti það svo sannarlega skilið
eftir allt það sem hún var búin að
gefa af sér.
Það er ótrúlegt hvað hún amma
var vel með á nótunum, komin und-
ir nírætt eftir allt það erfiði sem
hennar kynslóð mátti búa við. Hún
fylgdist vel með fjölskyldu sinni og
hafði mjög gaman af því að hitta
yngsta fólkið, sem á erfitt með að
skilja að hún langamma skuli vera
farin og búin að hitta afa á ný.
Við vorum svo lánsöm að búa í
næsta húsi við afa og ömmu þegar
við vorum börn, en varla leið sá
dagur að við kæmum ekki í Björk
og fengjum eitthvert góðgæti og
þar vorum við ávallt umvafin ást og
umhyggju. Elsku amma, hafðu
þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir
okkur. Blessuð sé minning þín.
Árni og Þorgerður.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
JÓNÍNA ÓSKARSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum Hringbraut miðviku-
daginn 4. júní.
Björgvin Eðvarðsson,
Jóna Björgvinsdóttir, Júlíus Geir Geirsson,
Þorbjörg Ósk Björgvinsdóttir, Sigursteinn Guðmundsson,
Sólveig S. Björgvinsdóttir,
Arnþór Björgvinsson,
Sigurður Björgvinsson, Ólöf Jónsdóttir,
Guðlaugur Björgvinsson, Jóhanna Ósk Friðriksdóttir
og barnabörn.