Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 17 AÐ minnsta kosti 18 manns létu lífið þegar kona sprengdi sig í loft upp við strætisvagn í bænum Mozdok í Norður-Ossetíu í gær- morgun. Norður-Ossetía er í suð- urhluta Rússlands og er nágranna- hérað Tétsníu þar sem Rússar og aðskilnaðarsinnar hafa háð blóðugt stríð á undanliðnum árum. Farþegar rútunnar voru 40 tals- ins, rússneskir starfsmenn flug- hersins sem voru á leið til vinnu í herstöð rétt hjá. Lögregluyfirvöld í Tétsníu segja að konan, sem leit út fyrir að vera um fertugt og var klædd hvítum læknabúningi, hafi veifað til rút- unnar rétt áður en hún lagði af stað. Talið er að markmið hennar hafi verið að komast inn í herstöðina en er ökumaður neitaði að hleypa henni inn í rútuna mun hún að hafa hrópað „Guð er æðri“ áður en hún sprengdi sprengju- belti sem hún hafði fest um sig miðja. Fimm hinna látnu voru kon- ur en 13 karlar. Í gær voru enn 13 særðir á sjúkrahúsi þar af 7 alvar- lega. Samtök hófsamra tétsneskra að- skilnaðarsinna undir forystu Asl- ans Maskhadovs hafa neitað aðild að tilræðinu og fordæmt það. Téts- neskir aðskilnaðarsinnar hafa á síðustu vikum staðið fyrir árásum á rússnesk skotmörk, m.a. voru tvær sjálfsmorðsárásir gerðar á þremur dögum í maí sem kostuðu 78 manns lífið. Sjálfsmorðsárás í N-Osset- íu varð 18 manns að bana Sleptsovsk. AFP. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ÞÝSKI stjórn- málamaðurinn Jürgen Mölle- mann, fyrrver- andi vara- formaður Frjálslynda demókrata- flokksins, lést í fallhlífarstökki í gærmorgun. Möllemann sætti umfangsmikilli rannsókn vegna meintra fjársvika og fyrr í gær hafði þýska þingið samþykkt að létta af honum þinghelgi. Til stóð að gera húsleit á 25 stöðum í Þýskalandi, Liechtenstein, Lúx- emborg og Spáni vegna rann- sóknarinnar. Lögregla segir að Möllemann hafi látist þegar hann stökk í fallhlíf yfir bænum Marl í Þýskalandi. Hann var í hópi níu kunningja sinna og stökk út úr flugvél í fjögur þúsund metra hæð yfir bænum Marl í Þýska- landi. Fallhlíf hans opnaðist ekki. Möllemann neyddist til að segja af sér sem varaformaður Frjálslynda demókrataflokksins eftir að flokkurinn beið afhroð í þingkosningum í Þýskalandi sl. haust. Ritstjórar hætta BANDARÍSKA dagblaðið The New York Times greindi frá því í gær í netútgáfu sinni að aðalrit- stjórar dagblaðsins, Howell Raines og Gerald Boyd, hefðu sagt upp störfum í kjölfar rann- sóknar innan blaðsins. Rann- sókn hefur farið fram á um- fangsmikilli sviksemi og ritstuldi Jayson Blairs, blaðamanns þess, í tengslum við tugi stórra fréttafrásagna. Blaðið segir að Joseph Lelyveld, sem er fyrr- verandi ritstjóri þess, verði ráð- inn ritstjóri til bráðabirgða. „Howell og Gerald hafa lagt fram uppsagnarbréf sín og ég hef samþykkt uppsögn þeirra,“ sagði Arthur Sulzberger, stjórn- arformaður útgáfufyrirtækis blaðsins. Hann sagði dapurlegt að taka við uppsagnarbréfi frá Boyd og Raines en taldi það blaðinu fyrir bestu. Ritstjórarnir voru einkum gagnrýndir fyrir að leyfa Blair að annast skrif um leyniskyttu, sem lét til skarar skríða á Wash- ington-svæðinu í fyrra. Frétta- stjórar höfðu þá þegar gagnrýnt aðferðir Blairs og mælt með því að hann yrði stöðvaður. Dætur fá ekki hæli TALSMAÐUR Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að ekki kæmi til álita að veita eiginkonu Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, og dætrum þeirra tveim- ur hæli í Bretlandi. Dagblaðið Sun skýrði frá því í gær að dætur Saddams, þær Raghad og Rana, vonuðust til að geta sest að í Leeds-borg ásamt börnum sínum tíu. Frændi Saddams býr þar í borg. Daily Mail greindi frá því að Sajida, eiginkona Saddams, hygðist einnig sækja um hæli í Bretlandi. Talsmaður Blairs lýsti yfir því að ættmenni forsetans fyrrver- andi gætu ekki gert sér nokkrar vonir um hælisvist í Bretlandi. Þetta fólk kynni að hafa tengst mannréttindabrotum í Írak. STUTT Möllemann látinn Jürgen Möllemann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.