Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SENDINEFND Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins telur aðlögun efnahagslífsins hafa heppnast vel hér á landi en bend- ir um leið á ýmis atriði sem sérstak- lega þurfi að gæta að á komandi ár- um. Meðal þessara atriða eru miklar erlendar skuldir þjóðarbúsins, hætta á þenslu vegna stóriðjuframkvæmda og áframhaldandi markaðsvæðing og styrking stofnana og regluverks, sér- staklega í ríkisfjármálum. Þá segir sendinefndin að slaki ætti að hverfa snemma á næsta ári og að þegar litið sé fram á veg muni Seðlabankinn þurfa að hækka vexti vegna væntan- legrar uppsveiflu í hagkerfinu. Huga þarf að skuldastöðu þjóðarbúsins Sendinefndin var stödd hér á landi í tvær vikur, en slíkar heimsóknir eru árlegur viðburður í nánast öllum 184 aðildarríkjum Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Í áliti sínu segir sendinefnd- in að framvinda efnahagsmála und- anfarið ár staðfesti að ójafnvægi sem myndast hafi í uppsveiflunni í þjóð- arbúskapnum í lok síðasta áratugar sé að baki. Nýtt hagvaxtarskeið virð- ist vera framundan eftir minniháttar samdrátt. Stjórnvöld eigi hrós skilið fyrir vel heppnaða aðlögun efnhags- lífsins, sem sé ekki síst að þakka framsýnni hagstjórn yfir nokkurra ára skeið sem hafi miðað að stöðug- leika og ýtt undir hagvöxt. Sveigjanleiki í efnahagslífinu sé að þakka kerfisbreytingum frá því snemma á síðasta áratug. Meðal já- kvæðra breytinga er nefnt aukið frelsi á fjármagnsmarkaði og í fjár- magnshreyfingum, bætt staða ríkis- fjármála, einkavæðing og aukið sjálf- stæði Seðlabankans ásamt því að tekið hafi verið upp verðbólgumark- mið. Auk þess er frumkvæði og fyr- irbyggjandi eftirlit hins nýlega stofn- aða Fjármálaeftirlits talið hafa átt mikilvægan þátt í að vinna bug á veik- leikum á fjármálamarkaði á árunum 2000 og 2001. Í álitinu segir að stjórnvöld þurfi sérstaklega að huga að skuldastöðu þjóðarbúsins við útlönd. Ofþensla síð- ustu ára hafi leitt til mikillar erlendr- ar skuldasöfnunar og hreinar skuldir hafi um síðustu áramót numið 80% af vergri landsframleiðslu, einkum vegna skuldsetningar einkageirans. Þetta sé hæsta hlutfall meðal þróaðra ríkja. Sendinefndin telur að stefna beri að því að auka þjóðhagslegan sparnað og minnka skuldir jafnt og þétt. Aðhald verði aukið í ríkisfjármálum Í álitinu er einnig varað við því að væntanlegar stóriðjuframkvæmdir muni auka þrýsting á takmarkaðar auðlindir, um leið og þær auki hag- vöxt og stöðugleika vegna aukinnar fjölbreytni í útflutningsatvinnuveg- um. Sendinefndin telur nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að koma í veg fyrir of- hitnun og of mikla hækkun raun- gengis krónunnar. Til að ná þessu fram þurfi að hemja eftirspurn, eink- um með aðhaldi í ríkisfjármálum, en þannig sé hægt að draga úr annars nauðsynlegri hækkun vaxta og létta þrýstingi af gengi krónunnar. Bent er á að þrátt fyrir að staða ríkisfjármála sé í meginatriðum góð og skuldir hins opinbera litlar hafi halli á hinu op- inbera aukist greinilega á síðustu ár- um, bæði vegna óhagstæðra efna- hagsskilyrða og útgjaldaauka umfram áform og eru launagreiðslur í heilbrigðis- og menntamálum sér- staklega nefndar til sögunnar. Sendinefndin hvetur til þess að stjórnvöld setji sér metnaðarfull markmið í ríkisfjármálum til nokk- urra ára og fagnar varfærnislegum áformum um skattalækkanir í stefnu- yfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Lögð er áhersla á að ríkisútgjöld verði lækkuð áður en skattar verði lækkaðir. Til að efla aðhald í ríkisfjármálum og auka gagnsæi, eru stjórnvöld hvött til að miða fjárlagagerð við nokkur ár í senn. Ýmis þróuð hag- kerfi, þar með talið á Norðurlöndum, hafi beitt slíkum aðferðum með góð- um árangri. Með hliðsjón af vexti útgjalda rík- isins umfram áform á síðustu árum og þörf á áframhaldandi aðhaldi telur sendinefndin gagnlegt að auka hlut einkaaðila við að veita almannaþjón- ustu og efla tengsl milli þjónustu- gjalda, sem mætti tekjutengja, og raunverulegs kostnaðar við þjón- ustuna þar sem kostnaði hætti til að fara úr böndum. Heilbrigðis- og menntageirinn eru sérstaklega nefndir í þessu sambandi, auk þess sem lægri styrkir til landbúnaðar myndu draga úr þrýstingi á fjárlög. Í álitinu segir einnig að áframhald- andi markaðsvæðing og styrking stofnana og regluverks, sérstaklega í ríkisfjármálum, sé forsenda fyrir því að hægt verði að grípa ný hagvaxt- artækifæri og auka enn aðlögunar- hæfni og sveigjanleika íslenska hag- kerfisins. Slakinn ætti að hverfa á næsta ári Sendinefndin telur að slaki í nýt- ingu framleiðsluþátta ætti að hverfa snemma á næsta ári og að hagvöxtur muni fara vaxandi, en áætlað sé að hann verði 21⁄4% á þessu ári. Þó séu til skamms tíma áhættuþættir sem haft geti neikvæð áhrif á hagvöxt, svo sem að hagvöxtur erlendis, einkum í Evr- ópu, verði hægari en spáð sé. Fram kemur að verði aðhalds gætt í ríkisfjármálum ætti lítils háttar styrking raungengis, sem að hluta virðist þegar komin fram, að duga til mótvægis við væntanlega eftirspurn- araukningu. Um leið gætu vergar er- lendar skuldir lækkað niður fyrir 100% af vergri landsframleiðslu árið 2008, en þær hafi um síðustu áramót verið 130% landsframleiðslunnar. Að- aláhættan verði áfram fólgin í ofhitn- un og versnandi samkeppnishæfni við útlönd, einkum ef eignaverð hækki óhóflega eða óraunhæfar væntingar myndist um auknar tekjur. Varað við útlánaaukningu Íbúðalánasjóðs Sendinefnd Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins telur að Seðlabankinn hafi beitt vöxtum sínum lipurlega við að ná verðbólgunni undir verðbólgu- markmiðið og lýst er stuðningi við þá tiltölulega hlutlausu peningamála- stefnu sem nú sé rekin. Hún samrým- ist þensluáhrifum vaxandi innlendrar eftirspurnar og aðhaldsáhrifum styrkingar krónunnar. Landsfram- leiðsla sé líklega undir getu, saman- ber tímabundinn vöxt atvinnuleysis, en aukning í smásölu, veltu kredit- kortafyrirtækja og fleiri þátta bendi til þess að neysla muni vaxa í ár. Í álitinu segir að þegar litið sé fram á veg þurfi Seðlabankinn að hækka vexti vegna væntanlegrar uppsveiflu í hagkerfinu og vaxtastefnan þurfi að vera aðhaldssöm næstu misseri. Þó hvíli það aðallega á ríkisfjármálum og annarri stefnu stjórnvalda að við- halda jafnvægi í þjóðarbúskapnum meðan á stóriðjuframkvæmdum stendur. Í þessu sambandi varar sendinefndin við hugmyndum um út- lánaaukningu Íbúðalánasjóðs sem gæti grafið undan lausafjárstýringu Seðlabankans, valdið hærri raunvöxt- um og raungengi og hækkað íbúða- verð ef henni verði ekki haldið innan strangra marka. Í álitinu er bent á að Íbúðalána- sjóður sé undanþeginn varúðar- reglum sem gildi á öðrum sviðum fjármálastarfsemi, svo sem um eig- infjárhlutfall, útlánaafskriftir og fleira. Sendinefndin leggur til að starfsemi Íbúðalánasjóðs sæti við- miðum sem byggist á almennum var- úðarreglum um starfsemi fjármála- stofnana. Lagt er til að stjórnvöld íhugi að færa meginhluta íbúðalána í áföngum yfir í bankakerfið þannig að á endanum sinni Íbúðalánasjóður ein- ungis félagslegum íbúðalánum. Bent er á að bankar hafi á síðustu árum bætt eiginfjárstöðu sína, en að sparisjóðirnir eigi við rammari reip að draga en viðskiptabankarnir, enda hlutfall vanskila og afskrifta af heild- arúlánum hærra hjá þeim. Í álitinu segir að rétt sé að fylgjast gaumgæfi- lega með starfsemi þeirra sparisjóða sem slakast standa til að tryggja að þeir bæti bæði stjórnun og fjárhags- lega stöðu sína, þrátt fyrir að rekstur þeirra hafi hverfandi kerfislæga þýð- ingu. Hvatt til afnáms styrkja og kvóta í landbúnaði Þá hvetur sendinefnd Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins til að stjórnvöld setji sér metnaðarfull markmið um aukið viðskiptafrelsi. Ísland viðhafi mestu hindranir sem þekkist meðal þróaðra ríkja í viðskiptum með land- búnaðarafurðir og þetta sé á kostnað neytenda. Skref hafi verið stigin í frjálsræðisátt varðandi viðskipti með landbúnaðarvörur, teknar hafi verið upp beingreiðslur til bænda í stað framleiðslustyrkja og teknar hafi ver- ið upp niðurgreiðslur í stað árstíða- bundinna tolla á innfluttar landbún- aðarafurðir, sem leitt hafi til lægra útsöluverðs. Sendinefndin hvetur til þess að bæði framleiðslustyrkir og innflutningskvótar verði lagðir af og þess í stað verði bændur tímabundið styrktir með beingreiðslum. Álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Varað við skuldastöðu þjóðarbúsins Morgunblaðið/Kristinn Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar í nýju áliti sínu við hugmyndum um útlánaaukningu Íbúðalánasjóðs og leggur til að stjórnvöld hugi að því að flytja meginhluta íbúðalána í áföngum yfir í bankakerfið. Kerfisbreytingar og aðlögun efna- hagslífsins hafa gengið vel en ýmislegt má enn færa til betri vegar SEÐLABANKI Evrópu lækkaði í gær vexti sína um 0,5%, niður í 2,0%. Seðlabanki Svíþjóðar lækk- aði vexti sína einnig um 0,5%, nið- ur í 3,0%, en Englandsbanki hélt vöxtum sínum óbreyttum í 3,75%. Willem F. Duisenberg, banka- stjóri Seðlabanka Evrópu, segir ákvörðunina tekna vegna þess að útlit fyrir stöðugt verðlag hafi batnað mikið frá því vextir voru síðast lækkaðir í mars á þessu ári. Hann segir að hagvöxtur á evru- svæðinu verði líklega mjög lítill á fyrri hluta þessa árs og nú sé gert ráð fyrir minni hagvexti á þessu ári og því næsta en væntingar hafi verið um áður. Vaxtalækkunin í Evrópu kom ekki á óvart, því margir sérfræð- ingar á fjármálamarkaði höfðu spáð því að vextir yrðu lækkaðir á vaxtaákvörðunarfundi bankans í gær. Financial Times segir að sér- fræðingar á fjármálamarkaði hafi fagnað vaxtalækkuninni, en hefur eftir hagfræðingi hjá HSBC-bank- anum að hann hefði viljað sjá meiri lækkun og fyrr. Bankinn spái því að vextir verði lækkaðir áfram og að þeir verði komnir nið- ur í 1,25% snemma á næsta ári. Vaxtamunurinn hefur litlu breytt um hækkun gengis Birgir Ísleifur Gunnarsson, for- maður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, segist í fljótu bragði ekki sjá að vaxtalækkunin á evrusvæð- inu muni hafa áhrif á vaxtaákvarð- anir hér á landi. „Það sem þeir eru að glíma við í Evrópu er alveg þveröfugt við það sem við sjáum fram á að við þurfum að glíma við,“ segir Birgir Ísleifur og bend- ir á að stöðnun ríki í efnahagslíf- inu þar og að jafnvel sé talað um hættu á verðhjöðnun í Þýskalandi. Þar sé því verið að reyna að koma hjólum efnahagslífsins í gang. Hér sé meiri hætta á að hjólin snúist of hratt en of hægt. Spurður um áhrifin af vaxtamun milli Íslands og evrusvæðisins segir Birgir Ísleifur að það eigi eftir að koma í ljós hvernig þetta muni skila sér inn í vaxtamuninn. Hann segir einnig að vaxtamun- urinn milli Íslands og annarra landa hafi ekki gegnt stóru hlut- verki í hækkun gengis krónunnar nú. Þar hafi aðallega verið um það að ræða að spákaupmenn hafi horft til væntanlegs aukins inn- streymis gjaldeyris vegna stór- iðjuframkvæmdanna og hafi verið að veðja á gengishækkun af þeim sökum. Vextir á evrusvæðinu lækkaðir um 0,5% Seðlabankastjóri telur vaxtalækk- unina ekki hafa áhrif á vexti hér BIRGIR Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, segist í flestu vera sammála niðurstöðum sendi- nefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Við erum mjög ánægð með skýrsluna að þessu sinni. Hún staðfestir það sem við höfum verið að segja um þróunina að undanförnu og styður okkar stefnu eins og hún hefur verið og eins og hún er í peningamálum,“ segir Birgir Ísleifur Gunnarsson. Álitið styður peninga- stefnu Seðlabankans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.