Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 9
ÞAÐ stuðningskerfi sem fatlaðir búa
við í dag er ekki nógu gott vegna
þess að svæðisskrifstofur fatlaðra
eiga í raun að hafa eftirlit með eigin
starfsemi. Þetta kom m.a. fram á
fundi um sem Mannréttindaskrif-
stofa Íslands stóð fyrir í vikunni í til-
efni árs fatlaðra.
Halldór Gunnarsson, félagsráð-
gjafi og formaður Landssamtakanna
Þroskahjálpar, ræddi um réttinda-
gæslu og tilraunir til úrbóta og
Brynhildur Flóvenz lögfræðingur
fjallaði um réttaröryggi fatlaðra út
frá sjónarhóli lögfræðinnar. Í ræðu
hennar kom fram mikilvægi réttar-
öryggis fyrir fatlaða. „Fatlaðir eru
minnihlutahópur sem er gjarnan
háður opinberri þjónustu vegna fötl-
unar sinnar og á því mikið undir
þeim réttar- og stjórnsýslureglum
og hefðum sem gilda hjá hinu opin-
bera,“ sagði hún meðal annars.
Brynhildur og Halldór töluðu
bæði um galla þess stuðningskerfis
sem fatlaðir búa við í dag. Svæðis-
skrifstofur fatlaðra eiga að gæta
hagsmuna þeirra en um leið veita þá
þjónustu sem fatlaðir þurfa á að
halda. Þær eiga með öðrum orðum
að hafa eftirlit með eigin starfsemi.
Síðastur talaði Magnús Korntop
frá sjónarhóli fatlaðs manns um
gömul og ný viðhorf í garð fatlaðra.
Magnús var kynntur sem maðurinn
með reynsluna en hann gerði að um-
talsefni hversu oft mannréttindi fatl-
aðra eru fótum troðin. Hann lagði
ríka áherslu á að ekki ætti að fjalla
um málefni þroskahamlaðra án
þeirra þátttöku: Ekkert um okkur –
án okkar.
Réttaröryggi og réttargæsla fatlaðra
Eftirlit með
eigin starfsemi
REYKJAVÍKURBORG hækkaði ný-
lega fjárframlög til einkaskóla í
Reykjavík um þriðjung til þess að
mæta erfiðri stöðu þeirra. Edda Huld
Sigurðardóttir, skólastjóri Ísaks-
skóla, fagnar þessari hækkun og seg-
ist líta svo á að hún sé stórt skref í þá
átt að laga rekstur skólans. „Í Ísaks-
skóla eru u.þ.b. 150 börn á skóla-
skyldualdri og samningurinn nær til
þeirra. Hér eru einnig yfir 90 börn í 5
ára bekk og við höfum fengið greitt
með þeim eins og um hálfsdagsvistun
á leikskóla væri að ræða en langflest
eru börnin hjá okkur allan daginn.“
Edda segir að úr þessu þurfi að bæta,
og hafi borgaryfirvöld tekið vel í það.
Ætti þá staða skólans að batna til
muna. „Við verðum þó langt frá því að
safna einhverjum auði og munum
áfram þurfa að velta hverri krónu
tvisvar. Allt er þetta þó háð því að
borgin hjálpi okkur með fortíðar-
vandann og var þeim þætti vísað til
borgarráðs.“ Edda segist treysta því
að þar verði tekið skynsamlega á mál-
um. „Síðan er spurning hvað ná-
grannasveitarfélögin gera í framhald-
inu. Það eru nemendur úr þeim í
öllum fimm einkaskólunum og það
stendur til að fara á fund bæjarstjór-
anna og viðra stöðuna.“
Skólastjóri Ísaksskóla
Aukin fjárframlög til
einkaskóla vel þegin
Skólavörðustíg 8
10% kynningarafsláttur
af Lapponia skart - maí og júní
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Bankastræti 14, sími 552 1555
Úrval af fallegum
buxum fyrir sumarfríið
Ferðafatnaður
Buxur - peysur - úlpur
- bolir og vesti
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00.
20-50% afsláttur
Mikið úrval af handmáluðum ljósum og stittum
Opið virka daga kl. 11-18, laugardag kl. 11-15.
Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545.
Sumartilboð
Munið 25% afsláttarhengið
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
lau. kl. 10—16
ÚTSALA - ÚTSALA
Dæmi um verð: Áður: Nú:
Peysa m/v-háls 6.900 3.900
Hlýrabolur 2.400 1.400
Toppur m/mynstri 3.000 1.800
Bómullarpeysa m/rennilás 5.700 2.900
Samkvæmisbolur 5.300 2.900
Bolur 2.600 1.600
Gallajakki 5.100 2.900
Velúrjakki 6.300 3.800
Pils 2.600 1.600
Samkvæmispils 6.900 3.900
Buxur 5.700 2.900
Sumarkjóll 4.900 2.900
...og margt margt fleira
40—50% afsláttur
Síðumúla 13, sími 568 2870,
108 Reykjavík.
Opið frá kl.10.00-18.00
Verslun fyrir konur, Mjódd, sími 557 5900
Léttir sumarjakkar,
úrval af kvartbuxum
og sætir bolir
á frábæru verði
Verið velkomnar
Heilsudrekinn
Kínversk heilsulind
Ármúla 17a
Sími 553 8282
www.heilsudrekinn.isKung Fu
Laugavegi 52, sími 562 4244
Eina verslunin á Íslandi sem selur vörur frá Rosenthal
Moon; hönnður Jasper Morrison
Brúðhjónalistar
Laugavegi 46, sími 561 4465
Opið mán.-fös. frá kl. 10-18,
langan laugardag frá kl. 10-17.
Hrásilkið
er komið
aftur!
Náttúruhvítt
og drapplitað
Mörkinni 6 - Sími 588 5518
Fallegar
regnkápur
frá kr. 4.900
Hattar og húfur