Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 39 hún var höfðingi heim að sækja. Enn þann dag í dag furða raunar margir sig á því, hvar hún hafði pláss fyrir allar kræsingarnar sem hún lagði á borð fyrir gesti í litla eldhúsinu sínu, þegar þá bar að garði í Stigahlíðinni. Ekki minnkaði gestrisnin þegar hún flutti heimili sitt að Dalbraut, en þar undi hún sér einkar vel og vildi hvergi annars staðar vera. Það var gott að sækja Svövu heim og við erum öll ríkari af því að hafa fengið að kynnast henni, megi hún hvíla í friði. Hörður Vilberg Lárusson, Vilborg Hildur Baldursdóttir, Unnur Ásta Harðardóttir, Kristjana Sigurharðardóttir. Gróa föðursystir mín er látin, 90 ára að aldri. Gróa var einstök kona sem öllum þótti vænt um. Hún var hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom og hafði mikinn „húmor“ eins og systkini hennar, sem öll eru látin. Gróu man ég aldrei eftir öðru vísi en glaðlegri og hláturmildri konu, hún sá alltaf björtu hliðarnar á öllum málum. Ég minnist fjölskylduboð- anna þegar ég var ungur drengur og man eftir því hve tilhlökkunin var mikil þegar von var á Gróu í heim- sókn og ég tala nú ekki um Mumma bróður hennar, því þá voru sagðar margar sögur og mikið hlegið og maður hreifst með. Í gamla daga þegar konurnar voru heimavinnandi og höfðu m.a tíma til að baka var Gróa á heimavelli. Þær voru ófáar terturnar sem hún bakaði og var alltaf glæsilegt kaffiborð hjá henni enda var hún oft kölluð „tertuGróa“ af systkinum sínum. Gróa var gift öðlingsmanni, Karli Vigfússyni sem var henni mikil hjálparhella. Hann var rólegur og yfirvegaður og hafði smá „bremsu“ á Gróu þegar hún var komin á flug. Gróa missti mikið þeg- ar Karl lést langt um aldur fram. En með sinni bjartsýni á lífið og glað- værð tókst henni að yfirstíga allar hindranir. Hún fór meðal annars út á vinnumarkaðinn sem hún hafði ekki gert áður og gerðist gæslukona á barnaleikvelli, en börn hændust mjög að Gróu og naut hún sín vel í því starfi og var vinsæl meðal barnanna. Gróa bjó lengi ein í Stiga- hlíðinni, en hin síðari ár bjó hún að Dalbraut 27. Þar var hún vinsæl meðal starfsfólks og heimilismanna, þar sem hún smitaði alla með sinni glaðværð. Þar tók Gróa mikinn þátt í félagslífinu og spilaði mikið fé- lagsvist sem hún var sérfræðingur í. Ég hafði það fyrir sið að hringja í Gróu einstaka sinnum þegar hún bjó á Dalbrautinni til að vita hvernig hún hefði það og eins til að ræða gömlu dagana. Oftast þegar Gróa svaraði þá sagði hún „Er þetta Lár- us, bíddu ég ætla að lækka sjón- varpið“ þá kom hún til baka skelli- hlæjandi og spurði „Hvað er að frétta“. Eftir hvert símtal sá maður hlutina í öðru ljósi, hve allt var bjart og skemmilegt. Á allra síðustu mán- uðum á meðan Gróa lifði þá var það hennar takmark að halda upp á 90 ára afmælið sitt og bað hún mig að sjá um veitingarnar, og það átti að vera nóg af öllu og glæsilegt. Þessu takmarki náði Gróa og var yndislegt að sjá og heyra hve ánægð hún var. Þegar þessu takmarki hennar var náð í mars sl. þá var eins og henni hefði fundist nóg komið því hún lést hinn 27. maí sl. Nú fær Gróa vonandi að hitta Kalla sinn og systkini og þá er ég viss um að það verður glatt á hjalla og mikið hlegið. En ég er ekki eins viss um að terturnar verði bak- aðar oftar. Ég kveð nú Gróu föð- ursystur mína með söknuði, sem mér þótti svo vænt um og gaf svo mikið af sér og eitt er ég viss um eft- ir að hafa kynnst henni, að hláturinn lengir lífið. Ég votta fjölskyldu Gróu samúð mína. Guð geymi minninguna um Gróu Svövu Helgadóttur. Lárus Loftsson. ✝ Vilborg Eiríks-dóttir fæddist á Sandaseli í Meðal- landi í V-Skaftafells- sýslu 23. desember 1912. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðviku- daginn 28. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinbjörg Orms- dóttir, f. 23. október 1889, d. 3. júní 1990, og Eiríkur Jónsson, bóndi, oddviti og símstöðvastjóri í Sandgerði, f. 21. janúar 1884, d. 22. ágúst 1940. Vilborg ólst upp í stórum systkinahópi og var elst 12 systkina, en þau eru Sóley, f. 10. júlí 1914, d. 26. janúar 1915; Jón- ína Sóley, f. 9. júlí 1915, d. 12. maí 1920; Júlíus Kristinn, f. 1. júlí 1916; Gunnhildur Fjóla, f. 3. júní 1919; Jón, f. 28. febrúar 1921, d. 22. mars 1988; Sveinbjörn, f. 25. ágúst 1923; Eiríkur, f. 8. nóvember 1925; Sigrún Lilja, f. 29. desember 1927; Sigurður K., f. 8. september 1929; Hildur, f. 25. janúar 1932; Óskar Reynir, f. 13. janúar 1935. Hinn 15. júlí 1933 giftist Vilborg Erlendi Sigurðssyni skipstjóra, f. 15. júlí 1907, d. 27. september 1970. Saman eignuðust Vilborg og Erlendur sex börn sem eru: 1) Magnús Guðjón, f. 3. mars 1934, d. 1. apríl sama ár: 2) Ágústa Sigríð- ur, húsfreyja í Keflavík, f. 23. apríl 1935, gift Birgi Kristni Sigurðs- syni Scheving kjötiðnaðarmanni. Þeirra börn eru: a) Sigmar Schev- ing, f. 26. nóvember 1971, eigin- kona hans er Linda Helgadóttir, f. 6. janúar 1976, og eiga þau einn son. b) Davíð Scheving, f. 26. maí 1975, sambýliskona hans er Harpa Frímannsdóttir, f. 13. janúar 1976. Orlowski, f. 14. maí 1959, og eiga þau þrjú börn. c) Martin Einars- son, f. 17. maí 1962, og á hann þrjú börn. d) Rúnar Einarsson, f. 22. febrúar 1965, eiginkona hans er Mary Einarsson, f. 13. maí 1972, og eiga þau þrjú börn. Fyrir á Nancy þrjá syni. Þeir eru: e) Bob Hale, f. 15. júlí 1957, og á hann eina dótt- ur. f) Larry Hale, f. 25. júlí 1959, d. 22.febrúar 1980. g) Shawn Hale, f. 29. maí 1968; 5) Eiríkur Svein- björn, f. 13. febrúar 1941. Eiríkur á einn son með fyrrverandi eigin- konu sinni, Áslaugu Arnar, f. 12. júní 1947, a) Vilberg, f. 4. ágúst 1976, sambýliskona hans er Heið- rún B. Sigmarsdóttir, f. 28. mars 1977. Uppeldisdóttir Eiríks er b) Sigurbjörg Ósk Stefánsdóttir, f. 21. nóvember 1967, sambýlismað- ur hennar er Guðbjartur Sævars- son, f. 28. febrúar 1965, og eiga þau tvö börn; 6) Sigurður málari, f. 5. febrúar 1947, kvæntur Ólöfu Maríu Sverrisdóttur Olsen versl- unarmanni, f. 21. apríl 1950. Þeirra börn eru: a) Erlendur, f. 10. október 1970, sambýliskona hans er Íris Arthúrsdóttir, f. 1. septem- ber 1969, og eiga þau þrjú börn. b) Guðmundur Már, f. 8. maí 1972. c) Rúnar Þór, f. 16. júní 1980. Vilborg bjó í Meðallandi fyrsta árið en þá flutti fjölskyldan til Vík- ur í Mýrdal. Þriggja ára flutti Vil- borg suður með sjó og settist fjöl- skyldan fyrst að á Stafnesi. Vilborg bjó í Miðneshreppi til 21 árs aldurs og vann m.a. á símstöð- inni hjá föður sínum sem sendill og símamær. Þá fluttist hún til Kefla- víkur og bjó lengst af með Erlendi, eiginmanni sínum, á Suðurgötu 23 þar sem þau bjuggu saman alla tíð. Eftir fráfall Erlends fór Vilborg aftur út á vinnumarkaðinn og vann lengst af á leikskólanum Tjarnarseli eða allt þar til hún náði 70 ára aldri. Síðasta aldarfjórðung bjó Vilborg á Hringbraut 70 í Keflavík. Útför Vilborgar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ágústa átti tvö börn fyrir hjónaband, þau eru: c) Erlendur Karlsson, f. 15. desem- ber 1956, eiginkona hans er Elísabet Andr- ésdóttir, f. 29. október 1956, og eiga þau tvö börn. d) Vilborg Sig- ríður Tryggvadóttir, f. 26. apríl 1967, eig- inmaður hennar er Christopher Mac- Nealy, f. 6. nóvember 1971, og eiga þau eina dóttur; 3) Þóra, hús- freyja á Húsavík, f. 17. maí 1936, gift Hreiðari Jósteins- syni sjómanni, f. 28. mars 1933. Þeirra börn eru: a) Erla Vilborg, f. 26. mars 1954, eiginmaður hennar er Már Eyfjörð Höskuldsson, f. 14. maí 1957, og eiga þau fimm börn og fjögur barnabörn. b) Jósteinn Þór Hreiðarsson, f. 24. september 1955, eiginkona hans er Guðrún Gunnarsdóttir, f. 26. apríl 1959, og eiga þau þrjú börn. c) Magnús Guðjón Hreiðarsson, f. 12. janúar 1958, eiginkona hans er Oddfríður Dögg Reynisdóttir, f. 27. mars 1958, og eiga þau tvær dætur og þrjú barnabörn. d) Sigmundur Hreiðarsson, f. 23. júní 1961, eig- inkona hans er Steinunn Birna Völundardóttir, f. 9. nóvember 1961, og eiga þau tvo syni; 4) Einar málari, f. 18. október 1939, giftur Nancy Erlendsson, f. 24. septem- ber 1938. Saman eiga þau: a) Erik Erlendsson, f. 5. september 1971, eiginkona hans er Judy Erlends- son, f. 29. apríl 1972, og eiga þau þrjá drengi. Fyrir á Einar þrjú börn með fyrri eiginkonu sinni, Láru Eygló Martinsdóttur, f. 12. júlí 1943. Þau eru: b) Guðrún Vil- borg Orlowski, f. 4. janúar 1960, eiginmaður hennar er Vincent Elsku amma. Fréttir af andláti þínu komu mér mjög á óvart, þrátt fyrir að þú hefðir verið komin á tíræð- isaldurinn. Ég átti ekki von á því að það væri komið að því að þú kveddir þennan heim, því það var ýmislegt sem ég átti eftir að segja þér. Þrátt fyrir veikindi þín undanfarin misseri varstu samt alltaf hress og vel með á nótunum. Þú varst góð amma sem alltaf var gott að koma í heimsókn til. Það var ætíð létt yfir þér og gleðilegt að hitta þig. Þegar komið var í heimsókn á Hringbrautina var alltaf allt góðgæti tínt fram og ekki tekið í mál að maður væri ekki svangur. Bestar voru flat- kökurnar sem þú bakaðir af þinni al- kunnu snilld og öllum þótti svo góðar. Gaman var að tala við þig um daginn og veginn og þótti mér skemmtilegt hversu glettinn húmor þú hafðir. Þegar ég var yngri og kom í heim- sókn hafðir þú ætíð nægan tíma til að spila og spjalla við okkur krakkana og man ég sérstaklega eftir því þegar við spiluðum Ólsen við eldhúsborðið á Hringbrautinni. Á þeim tíma kom ég oft í heimsókn með Eika og Vilbergi og fengum við alltaf góðan viður- gjörning. Saman fórum við nokkrum sinnum norður á Húsavík í heimsókn til Þóru dóttur þinnar, og var þar ávallt glatt á hjalla. Þú varst mjög umburðarlynd í þeim veikindum sem hrjáð hafa þig nú seinni árin og tókst því með jafn- aðargeði líkt og öllu öðru. Samskipti þín við fjölskylduna skiptu þig miklu máli, bæði við systkini þín sem og börn og barnabörn. Eiríkur, sonur þinn, var daglegur gestur á Hring- brautinni þar sem þið elduðuð saman. Hann og móðir mín önnuðust þig af mikilli gæsku allt fram á síðasta dag, en fjarlægðir annarra ættingja hindr- uðu að heimsóknir þeirra gætu orðið tíðari. Þó vil ég sérstaklega geta náins sambands þín og Fjólu systur þinnar, en þið töluðust við í síma daglega. Þegar þú dvaldist á sjúkrahúsinu heimsóttu Eiríkur og móðir mín þig reglulega og hafa daglegar heim- sóknir þeirra eflaust stytt stundirnar þar, ásamt góðri umönnun starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem verður seint fullþakkað. Nú er komið að kveðjustund og veit ég að þið afi hafið hist á ný. Söknuður- inn er mikill, en góðar minningar um góða ömmu munu lifa áfram í hjörtum okkar sem eftir lifum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Þinn, Davíð Scheving. Elsku amma. Ást þín, umhyggju- semi, hlýja, glaðlyndi og það öryggi sem þú hefur alla tíð gefið mér, er nokkuð sem ég ávallt ber innra með mér, fyllir mig af ró og vellíðan og hughreystir mig á erfiðum stundum. Bernskuárin á Suðurgötunni með þér og afa eru mér sérstaklega kær og minnisstæð. Fjölskyldumáltíðin á sunnudögunum, soðnu fiskibollurnar fyrir okkur afa, mjólkurhristingurinn og vöfflurnar á Hressingarskálanum, sumarferðalögin um allt land og Húsavíkurferðirnar. Það er ekki ein- kennilegt að ég kynnti mig sem Er- lendur Karlsson Sigurðsson, þegar ég sem lítill snáði svaraði í símann á Suð- urgötunni. Fyrsta minningin sem ég á um þig var að vísu nokkuð áhrifa- mikil fyrir lítinn strák. Það var þegar ég var þriggja ára. Þú fórst með mig inn á klósettið beint á móti eldhúsinu, tókst af mér snuðið og sturtaðir því síðan niður. Hvað ég var reiður út í þig þá! En þetta bar tilætlaðan árang- ur, ég hætti að nota snuð og lærði að klára mig án þess. Það verður tómlegt án þín, amma mín. Að geta hvorki heimsótt þig á Hringbrautinni eða heyrt rödd þína í símanum á eftir að verða erfitt og söknuðurinn stór. Vertu sæl, elsku amma. Þinn Erlendur (Lindi). Elsku besta amma mín. Mig langar í nokkrum orðum að kveðja þig og þakka þér fyrir allt saman. Ég á svo bágt með að trúa því að þú sért farin frá okkur, farin til afa. Ég gat ekki einu sinni kvatt þig og kysst þig bless, elsku amma mín, áður en þú lagðir af stað í þessa löngu för. Eina huggunin er að ég veit að afi tók mjög vel á móti þér og þér líður miklu betur núna. Það er svo langt síðan ég sá þig síð- ast, sumarið 2002, og Sandra Ösp náði varla að kynnast þér. Ég þakka þér kærlega fyrir allt sem þú kenndir mér og gerðir fyrir mig í gegnum árin, allar góðu stund- irnar sem við áttum saman, þó þær hafi verið allt of fáar síðan ég flutti ut- an árið 1996. Það var alltaf svo gaman að koma til þín á þitt hlýja heimili og alltaf var góðgæti á borðum. Þú hafðir svo gam- an af því að elda fyrir mig fiskirönd með bleikri sósu, uppáhaldið mitt. Og flatkökurnar þínar voru þær bestu í heimi. Það var meiri háttar að fá að gista hjá þér sem stelpa, sitja við eldhús- borðið með þér, spila á spil saman eða leggja kapla. Manstu þegar þú fórst með mér eitt skiptið til Reykjavíkur að kaupa föt og konan í versluninni kallaði þig mömmu mína. Hvað þú varst ánægð með það. Ég er svo þakklát fyrir að fá að kynnast þér. Þú varst svo hlýleg, góð og róleg manneskja. Svo jákvæð á lífið og tilveruna og vildir alltaf öllum svo vel. Ég var að undirbúa að skrifa á bata- kort fyrir þig hinn 27. maí sl. og ætlaði að senda það til þín með mynd af Söndru Ösp. Í staðinn er ég að skrifa kveðjuorð til þín. Elsku amma mín, megi góður Guð geyma þig og hjálpa okkur öllum á þessari erfiðu stundu. Missir okkar er mikill. Hrein í máli, hlý í svörum hugljúf orð af þínum vörum góðvild þína í anda örum alltaf mátti heyra og sjá, gott var þér að gista hjá. (G. J.) Hvíl í friði. Ég elska þig. Þín Sigga Vigga, eins og þú kallaðir mig oft. Vilborg Sigríður. Elsku amma mín. Það er skrítin til- hugsun að þú sért farin frá okkur, þó ég sé viss um að þú munir halda áfram að fylgjast með okkur öllum. Þrátt fyrir að þú værir komin á tíræðisald- urinn og búin að vera lasin upp á síð- kastið átti ég ekki von á að þú fengir kallið strax. En nú ertu komin til afa og veit ég að hann hefur tekið vel á móti þér. Þrátt fyrir veikindi þín síð- ustu ár heyrði ég þig aldrei kvarta og tókstu veikindum þínum með miklu jafnaðargeði. En umburðarlyndi, jafn- aðargeð og glaðværð er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa til þín. Þrátt fyrir sorgina og söknuðinn síðustu daga hafa margar góðar minn- ingar skotið upp kollinum. Alltaf var gott að koma í heimsókn á Hring- brautina og fá bestu flatkökur í heimi. Það var alltaf tekið vel á móti manni en heimsóknirnar hefðu líklegast mátt vera fleiri. Eftir að Andri fæddist var líka gaman að koma í heimsókn, þó hann hafi bara viljað vera inni í eldhúsi því honum fannst lætin í stofuklukk- unni of mikil. Hann spyr mikið um langömmu sína en veit að hún er kom- in til Guðs þar sem henni líður vel. Elsku amma, með þessum orðum kveð ég þig og ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Hvíl í friði, Þinn Sigmar Scheving. VILBORG EIRÍKSDÓTTIR Elsku amma mín, þú þraukaðir lengi meðal vor, þú sýndir mikinn dug og þor, ánægð varst þú alla tíð, alltaf varst þú góð og blíð. Þinn Jóhann Karl Hallsson. HINSTA KVEÐJA VILHJÁLMUR SIGFÚSSON frá Ytri-Hlíð, verður jarðsunginn frá Hofskirkju laugardaginn 7. júní kl. 11.00 Aðstandendur. SIGRÍÐUR HERDÍS HELGADÓTTIR, Hafnarbraut 26, Höfn, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 4. júní. Minningarathöfn í Reykjavík og jarðarför á Höfn auglýst síðar. Heimir Þór Gíslason, Helga Nína Heimisdóttir, Hrafn Margeir Heimisson, Sigurþór Albert Heimisson, Gísli Björn Heimisson og aðrir ættingjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.