Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                             !" # $  %  "! & & " BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í AÐDRAGANDA alþingiskosning- anna 10. maí sl. gengu sægreifar fram á fjölmiðlavöllinn, með fremsta í flokki Davíð og Halldór sem upp- fræddu mig sauð- heimskan almúga- manninn um þá staðreynd að yrði hróflað við grunn- skipulagi kvóta- kerfisins, þá yrði ofurvá fyrir dyr- um, landsbyggðin legðist í rúst og, einfaldlega, að efnahagskerfi lands- manna mundi hrynja sem spilaborg. (Samanber Raufarhöfn nú 29.5. 03. og Stykkishólm fyrr í vetur.) Spilaborg okkar heitir Króna, þar sem gull- trygging krónunnar er þorskur, ýsa, loðna, síld og aðrar fisktegundir sem veiðast við Íslandsstrendur, sem sagt höfuðbaktrygging gjaldmiðils okkar. „En sniðugir erum við Íslendingar“ (tilv. Spaugstofan), við höfum úthlut- að til fárra manna Gulltryggingu Krónunnar, til einkaávöxtunar, sér- eignar, og erfðaréttar! Stórútgerðar- fyrirtæki geta selt frá sér Gullkíló á 1000 kr, eða leigt frá sér til leiguliða á 150 kr/kg.Veiðiskylda nú er 50% þannig að útgerðir geta leigt helming úthlutunar Viðbótarkvóta sem vænt- anlega verður 30.000 tonn. Þorsk og 20.000 tonn ýsu, ef Guð og vilji leyfa, geta stórútgerðir selt fyrir ca. 50 milljarða eða leigt 50% fyrir tæpa 4 milljarða. Kvótalitlar útgerðir leigja á 150 kr/kg sem þýðir að 1000 tonn leigjast á 150 milljónir á ári. Sé þessi verðlagning færð yfir á húsaleigu- markaðinn og tekið dæmi af húsnæði sem kostar 20 milljónir yrði það leigt á 3 milljónir á ári eða 250.000 kr. á mán! Getur það nokkur maður? Kvótalitlar útgerðir sem leigja kvóta á 150 kr/kg draga leigugjöld fyrst frá aflaverðmæti, sem skerðir laun sjó- manna amk.um helming, öllum til ar- mæðu og skammar, og er einnig lög- brot. Bankarnir hafa þakksamlega tekið við veðum beint í sameign þjóð- arinnar, Gulltryggingu krónunnar, gegn 205 milljarða lánum til útgerð- arfyrirtækja. En komi sá dagur að sjávarlífkerfið við Ísland breytist, vegna hita, strauma, mengunar eða ætisskorts, svo að aflahrun verði, þá munu staðreyndir og spár Davíðs og Halldórs rætast. Skemmst er að minnast Kanada. Hver verður ábyrg- ur fyrir hruni efnahagskerfisins þann daginn? Þrátt fyrir staðreyndir og spár Davíðs og Halldórs leyfi ég mér að koma fram með nýja lausn og breytingar á grunnskipulagi kvóta- kerfisins og sérstaklega vegna hins bráða vanda nú fáeinum dögum eftir Alþingiskosningar. Í fyrsta lagi: STRAX verði bætt við 30.000 tonnum af þorski og 20.000 tonnum af ýsu. Út- hlutað verði til sjávarþorpa (sveitar- félaga) sem eru ca 45 hringinn í kring um landið og meðtalin Rvík og Ak- ureyri. Þessi viðbótarkvóti verði fest- ur í sveitarfélaginu og aðeins veiddur af sjósóknurum með lögheimili á við- komandi stað og með fiskiskip á eigin kennitölu, skráð á staðnum. Sjávarút- vegsráðuneytið sér um úthlutun beint til útgerðarmanna. Sveitarfélög fá allt að 10% afnotagjald af söluverði land- aðs afla og rennur það í sveitarsjóð. Bankar verði beðnir um að innheimta afnotagjald, þar sem öll viðskipti með landaðan afla verða gagnsæ, þ.e. í gegn um markað/markaðstengd. Við- bótarkvótinn verði helst veiddur af króka- og línubátum, vistvænar veið- ar. Til glöggvunar er hér dæmi: Sjáv- arþorp sem fengi 1000 tonna kvóta, þyrfti ca.10-15 handfæra-/línubáta til að anna veiðum, þar með 30 manns við veiðar (30 fjölskyldufeður), annað eins eða meira við vinnslu og þjónustu í landi. Ca 80 manns hefðu atvinnu vegna þessa! Sé þetta dæmi uppfært, eru um 4000 störf að minnsta kosti við veiðar, vinnslu og þjónustu sem bæt- ast við á landsvísu. Betri afkoma sveitarfélaga sem og veruleg fækkun atvinnulausra á Íslandi þar sem nú eru um 6000 manns atvinnulaus og fer vaxandi með skólafólki sem er að koma á vinnumarkað. Tryggari bú- setukostir um allt land. Nýliðun vel möguleg í sjávarútvegi. Víst er að fá- tækt mun minnka. Ég trúi að lands- menn verði eitthvað sáttari við kvóta- kerfið ef slíkar breytingar eiga sér stað, og miða ég við að kvóti til sjáv- arþorpa verði aldrei minni en 25% af heild eftir árið 2003. Raufarhafnarbúar og Stykkis- hólmsbúar, baráttukveðjur. Valdið er hjá ykkur og landsmönn- um öllum. BIRGIR SÆMUNDSSON, Fosstúni 14, 800 Selfossi. Ný lausn! Frá Birgi Sæmundssyni Birgir Sæmundsson VÆNTANLEGUR er samningur um sameiginlegt efnahagssvæði Ís- lands og Færeyja, sem Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra hefur gert, samanber grein í Morgun- blaðinu 24. maí síðastliðinn. Sagt er að þetta sé viðamesti samningur sem Íslendingar hafa gert við nokkurt land. Þetta er í sjálfu sér samruni landanna (og ef til vill í framtíðinni sameiginlegt Alþingi). Fyrst svo er komið með samning þennan, sem undirritaður verður formlega í Fær- eyjum seinna í sumar, þá spyr ég af ákaflega miklum áhuga, hvort ekki verði gerður sams konar samningur um samruna einnig við Grænland? Sem sagt samruni landanna þriggja: Íslands, Grænlands og Færeyja, þessara Norðvesturlanda. Græn- lendingum gætum við Íslendingar veitt bæði skipahafnir vegna íslagna meðfram ströndum lands þeirra, og einnig flughafnir vegna veðurfarsins þar. Mér finnst þess vegna, að þeir fé- lagarnir Davíð og Halldór ættu að senda Grænlendingum orðsendingu um samruna nú þegar, um þessa spennandi hluti – framtíðarskipan landanna. PÁLL HANNESSON, Ægisíðu 86, Reykjavík. Samruni Norðvest- urlandanna þriggja Frá Páli Hannessyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.