Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SAMHERJI Í ÞÝSKALANDI
Samherji á Akureyri og stærstu
hluthafar félagsins hafa fest kaup á
þýsku sjávarútvegsfyrirtæki sem
vinnur og selur frystar sjávaraf-
urðir. Eftir kaupin verður til stærsta
sjávarútvegsfyrirtæki Evrópu.
Áætluð framleiðsla og sala er um 70
þúsund tonn og áætluð velta um 20
milljarðar króna.
Baugur býður í Hamleys
Soldier Limited, nýstofnað dótt-
urfélag Baugs, hefur gert yfirtöku-
tilboð í bresku leikfangaversl-
unarmiðstöðina Hamleys. Tilboðið
er alls upp á 5,8 milljarða króna og
er mun hærra en þekkist á yfirtöku-
tilboðum hér á landi. Ef yfirtöku-
tilboðið nær fram að ganga mun
Baugur eignast ráðandi hlut í fyr-
irtækinu, um 90%.
Hitta fulltrúa BNA á Íslandi
Fulltrúar Íslands og Bandaríkj-
anna munu hittast hér á landi á
næstunni til að ræða framtíð Banda-
ríkjahers á landinu, að sögn Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra. Þetta
var ákveðið á grundvelli bréfaskrifta
milli hans og George W. Bush
Bandaríkjaforseta nýverið. Viðræð-
urnar munu hefjast næstkomandi
mánudag í Reykjavík.
Jäättenmäki segir af sér
Anneli Jäätt-
eenmäki sagði
af sér embætti
forsætisráð-
herra Finn-
lands í gær, að-
eins tveimur
mánuðum eftir
að hún varð
fyrst kvenna til
að gegna emb-
ættinu. Er hún
sökuð um að
hafa logið að þinginu og þjóðinni um
hvernig trúnaðarskjöl úr utanrík-
isráðuneytinu komust í hendur
hennar fyrir kosningar.
Ráðgjafi Saddams í haldi
Hernámsliðið í Írak hefur hand-
tekið nánasta ráðgjafa og samstarfs-
mann Saddams Husseins, Abid
Hamid Mahmud.
!"
STARFSFÓLKI við sjávarútveg
hefur fækkað töluvert á síðustu 7
árum. Árið 1995 störfuðu 16.000
manns við fiskveiðar og fiskvinnslu
samkvæmt upplýsingum í Útvegi
fyrir árið 2002. Þá var hlutfall
vinnuafls sjávarútvegs af heildar-
vinnuafli 11,3%.
Þetta ár voru sjómenn 7.000 en
9.000 störf voru í fiskvinnslunni.
Tæp 5% vinnuaflsins voru við fisk-
veiðar en 6,4% við fiskvinnsluna.
Starfsfólki við sjávarútveg hefur
síðan fækkað jafnt og þétt og í fyrra
störfuðu samtals 11.700 manns við
útveginn. 5.300 voru á sjó og hafði
þá fækkað um 1.700 á sjö árum. Við
vinnsluna störfuðu 6.400, 2.600
færri en árið 1995. Hlutfall sjávar-
útvegsins af heildarvinnuafli var þá
komið niður í 7,5%, 3,4% voru við
veiðar og 4,1% við vinnsluna. Skýr-
ingin á þessari fækkun liggur að
miklu leyti í samdrætti í sjávarút-
vegi vegna minnkandi aflaheimilda
en einnig aukinnar sjálfvirkni í
vinnslunni.
Vinnustundir eru að meðatali
fleiri í hverri viku í sjávarútvegi en
að meðaltali í öllum atvinnugrein-
um. Meðaltal síðustu 5 ára í heildina
er um 43 stundir, en í sjávarútvegi
eru þær ríflega 50, en hefur þó
fækkað lítillega og voru 47,8 á við-
miðunartímabilinu í fyrra. Vinnu-
stundirnar eru flestar við sjó-
mennsku, ríflega 60 á viku en í
fiskvinnslu eru þær í kringum 47.
Fólk virðist starfa litlu skemur
að meðaltali í sjávarútvegi en í öðr-
um atvinnugreinum. Meðalaldur í
öllum atvinnugreinum er í kringum
átta ár, en heldur lægri í sjávar-
útvegi. Þannig var meðaltalið 2002
8 ár í öllum atvinnugreinum, en 7,8 í
sjávarútvegi. Þar af var meðal-
starfsaldur við veiðar 9,4 ár en að-
eins 6,4 í fiskvinnslu.
Færri vinna við sjávarútveginn
19. júní 2003
Fiskeldinu í Mjóafirði vex fiskur
um hrygg. Framsal aflaheimilda í
Noregi og staðsetning fiskiskipanna
Landiðogmiðin
Sérblað um sjávarútveg
úrverinu
RÁÐGJAFARNEFND Alþjóða hafrann-
sóknaráðsins hefur lagt til mun meiri veiði á
þorski í Barentshafi á næsta ári, en hún lagði
til fyrir þetta ár. Ráðlegging nefndarinnar er
að veiðin fari ekki yfir 398.000 tonn, en það er
nánast sami afli og Rússar og Norðmenn
ákváðu að veiða á árinu. Þá leggur nefndin til
aukningu á veiði ufsa og ýsu en vill að þorsk-
veiðar á grunnslóð meðfram strönd Noregs
frá Stað til Finnmerkur verði bannaðar.
Of mikið veiðiálag
Ráðgjafarnefndin metur stofninn utan líf-
fræðilegrar hættu og að hrygningarstofninn
sé það sömuleiðis. Samt telur nefndin að
veiðiálag sé of mikið. Veiðarnar hafi á árunum
1997 til 2000 tekið of hátt hlutfall úr stofn-
inum. Þá kemur fram að árgangurinn frá
árinu 2001 sé slakur og árgangurinn 2002 sé í
meðallagi. Stærstur hluti hrygningarstofns-
ins er fiskur sem er að hrygna í fyrsta sinn.
Norsk-rússneska fiskveiðinefndin hefur
komið sér saman um nýtingarreglu fyrir
þorsk og ýsu í Barentshafi. Samkvæmt henni
verður leyfilegur hámarksafli 435.000 til
486.000 tonn. Þar liggur ekki fyrir hvort regl-
an mun til langs tíma samsvara varúðarregl-
unni. Ráðgjafarnefndin leggur til minni kvóta
í varúðarskyni. Því leggur nefndin til að afl-
inn verði ekki meiri en 398.000 tonn en á síð-
asta ári lagði hún til að aflinn færi ekki yfir
305.000 tonn Nefndin metur stöðuna svo að
við veiðar á 398.000 tonnum muni hrygning-
arstofninn vaxa í 858.000 tonn, við 435.000
tonna veiði verði hann 830.000 tonn og verði
veidd 486.000 tonn, verði hrygningarstofninn
788.000 tonn.
Ráðgjafarnefndin telur stöðu ufsa í Bar-
entshafi góða og leggur til að leyfilegur afli
verði 186.000 tonn á næsta ári. Svipaða sögu
er að segja af ýsunni í Barentshafi, en þar tel-
ur nefndin ráðlegt að veiða ekki meira en
120.000 tonn en allri síðustu árgangar eru
taldir sterkir.
Nefndin telur stöðu þorsks á grunnslóð við
Noreg afar slæma. Allir síðustu árgangar séu
slakir og nýliðun hafi verið lítil. Tvöföldun á
veiðum árið 2002 hafi leitt til þess að hrygn-
ingarstofninn sé í sögulegu lágmarki og því
verði að stöðva veiðar til að byggja stofninn
upp að nýju.
623.000 tonna kvóti?
Samkvæmt mælingum ráðgjafarnefndarinn-
ar er hrygningarstofn þorsks í Barentshafi
með allra stærsta móti. Nýtingarregla Rússa
og Norðmanna leyfir þeim að veiða allt að
486.000 tonn, sem yrði aukning um 90.000
tonn frá þessu ári. Nú heimilar nýtingarregl-
an þessum þjóðum að veiða 395.000 tonn,
90.000 tonnum meira en ráðgjafarnefndin
lagði til.
Í norsku sjávarútvegsblöðunum Fiskaren
og Fiskeribladet er mikið fjallað um þessa
góðu stöðu þriggja helztu nytjastofna í Bar-
entshafi. Þar kemur skýrt fram að líkur séu á
því að leyfilegur afli verði langt umfram ráð-
leggingar annað árið í röð. Rússneskir út-
gerðarmenn hafa krafizt þess að kvóti þessa
árs verði þegar aukinn í ljósi hinnar sterku
stöðu stofnsins. Rússneski fiskifræðingurinn
Vladimir Borisov segir í samtali við Fisk-
eribladet að líklega hafi fiskveiðidánarstuðull
síðustu ára verið mun hærri en áður var talið
eða allt að 0,7. Verði hann leyfður svo hár á
næsta ári þýði það 623.000 tonna þorskkvóta.
Meiri þorskur í Barentshafi
Staða þorsks, ýsu og ufsa góð og er lögð til
aukin veiði í öllum tegundunum á næsta ári
Morgunblaðið/RAX
Þorskstofninn í Barentshafi er á góðri upp-
leið, þrátt fyrir verulega veiði umfram ráð-
leggingar Alþjóða hafrannsóknaráðsins.
INNFLUTNINGUR á rækju til
vinnslu hefur aukizt mjög mikið und-
anfarin ár. Á síðasta ári voru flutt
inn 35.800 tonn af rækju til vinnslu,
en það er nærri 6.000 tonna aukning
frá árinu áður. Árið 1997 voru aðeins
flutt inn um 1.500 tonn. Verðmæti
þessa innflutnings nam ríflega 4
milljörðum króna á síðasta ári.
Meira af botnfiski
Alls voru flutt inn 161.000 tonn af
fiski til vinnslu að verðmæti 5,9 millj-
arðar króna. Megnið af því var upp-
sjávarfiskur, 117.000 tonn að verð-
mæti tæplega 940 milljónir króna.
Uppistaðan í þessum fiskafla er
loðna, um 109.000 tonn. Af botnfiski
voru flutt inn tæplega 8.000 tonn að
verðmæti 880 milljónir króna. Þetta
er meira en tvöfalt meira af botnfiski
en flutt var inn árið 2001, en þá var
magnið 2.800 tonn. Það var hins veg-
ar mun meira árið 1997, en þá flutt-
um við inn 18.600 tonn af fiski til
vinnslu, nær eingöngu þorsk.
Mest í bræðslu
Á síðasta ári fóru 119.000 tonn til
vinnslu innan lands, en ríflega 41.000
tonn voru fryst úti á sjó og endur-
unnin til útflutnings hér á landi,
mest megnis rækja og þorskur.
Megnið af afla erlendra skipa hér á
landi í fyrra fór í mjöl og lýsi, enda
mest uppsjávarfiskur. Þannig fóru
116.000 tonn í bræðslu, en 43.400
tonn voru fryst, tæplega 700 tonn
fóru í salt og 10 tonn fóru til neyzlu
innan lands.
Mikil aukning í inn-
flutningi á rækju
35.800 tonn flutt inn í fyrra, 6.000 tonnum meira en 2001
FISKISTOFA svipti 16 báta
veiðileyfi í maímánuði. Bátarnir
voru ýmist sviptir leyfinu vegna
afla umfram heimildir eða vegna
vanskila á afladagbókum. Bátarnir
sem fiskuðu umfram heimildir fá
leyfið aftur þegar aflamarksstaða
þeirra hefur verið lagfærð, en
svipting vegna vanskila á afla-
dagbókum stendur í tvær vikur.
Eftirtaldir bátar voru sviptir
leyfinu vegna afla umfram heim-
ildir: Sædís ÍS, Gullfaxi GK, Fönix
VE, Anton GK, Höfrungur BA,
Garpur HU og Beta VE.
Eftirtaldir voru sviptir veiðileyfi
vegna vanskila á afladagbók: Máni
GK, gná NS, Brynjar BA, Gullfari
HF, Guðrún GK, Mummi GK, Birta
Dís ÍS, Jórunn ÍS og Marvin NS.
16 sviptir
veiðileyfi
FRANZ Fischler, sem
fer með sjávarútvegsmál
innan Evrópusambands-
ins hefur enn á ný sent
frá sér viðvörun vegna
slæmrar stöðu fiski-
stofna innan lögsögu EB.
Viðvörunin er til fiskveiðinefndar Evrópuþingsins og kemur í kjölfar ráð-
legginga Alþjóðahafrannsóknaráðsins og ábendinga um afar slæma stöðu.
Hann telur stöðuna, einkum í Norðursjó, jafnvel enn verri en áður var
talið. Sérstaklega eigi það við þorskinn í Norðursjó og aðliggjandi haf-
svæðum. Hann segir að komið geti til þess að grípa þurfi til afar harka-
legra aðgerða til að vernda stofninn. Alþjóðahafrannsóknaráðið telur
nauðsynlegt að grípa til tafarlausra aðgerða til uppbyggingar stofnsins áð-
ur en staðan verði svo slæm að ekkert verði eftir til að byggja upp.
Svíar hafa hótað algjöru þorskveiðibanni í Eystrasalti, en Fischler er á
móti slíkum einhliða aðgerðum. Þær fari á svig við lög EB og mismuni
sænskum fyrirtækjum. Hann telur einnig að bann Svía muni ekki skila ár-
angri, þar sem það fjalli ekki um aðra stofna sem við söguna koma. Hins
vegar geti það verið skynsamlegt að loka stórum svæðum í Eystrasalti fyr-
ir veiðum og mikilvægast sé að vernda ungviðið.
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Slæm staða fiskistofna
VEL hefur gengið að byggja upp
fiskstofna við Bandaríkin. Sam-
kvæmt skýrslu um stöðu fiskstofna
þar hefur tekizt að byggja upp
einn stofn til viðbótar, fjórar teg-
undir hafa verið teknar af lista yf-
ir ofveiddar tegundir og 70 fisk-
stofnar af 86 sem sem taldir hafa
verið ofveiddir halda áfram að
braggast undir eftirliti og áætlun
yfirvalda.
Byggja upp
fiskstofna
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 32
Erlent 12/15 Minningar 33/37
Höfuðborgin 16 Skák 41
Akureyri 18 Bréf 40
Suðurnes 20 Kirkjustarf 38
Landið 22/23 Dagbók 42/43
Neytendur 24 Fólk 48/53
Listir 25/26 Bíó 50/53
Menntun 29 Ljósvakamiðlar 54
Forystugrein 28 Veður 55
* * *
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B
Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun
getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar
ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á
skjótanháttflegarnau›synleggögn liggja fyrir.
Haf›u sambandvi› rá›gjafaGlitnis e›akíktuáwww.glitnir.isogfá›ua›sto›
vi›a›veljafláfjármögnunarlei›semhentarbest.
Glitnir traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja.
F T
T
E
R F E T
O
T P
E
O
P
E Sér›u atvinnutæki›
sem flig langar í?
– traustur samstarfsa›ili í fjármögnun
G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a nd sbanka K i r k j u s and i 1 5 5 Rey k j a v í k g l i t n i r . i s s ím i 4 40 4400
TALSVERT miklar breyting-
ar verða á samsetningu úrvals-
vísitölu Kauphallar Íslands nú
um næstu mánaðamót þegar
fjögur ný félög koma inn í vísi-
töluna.
Þau fjögur félög sem nú koma
ný inn eru: Fjárfestingarfélagið
Straumur, Grandi og Fjarskipti
og Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna. Félögin eru öll að koma í
fyrsta skipti inn í úrvalsvísitöl-
una fyrir utan Granda sem var
síðast í vísitölunni fyrrihluta árs
2001.
Ekkert þeirra er með mark-
aðsvirði yfir tíu milljarða króna
en þegar síðast var valið í úr-
valsvísitöluna var einungis eitt
félag með markaðsvirði undir tíu
milljörðum, Tryggingamiðstöðin,
sem nú er dottin út úr vísitöl-
unni.
Markaðsvirðið hækkar
Samanlagt markaðsvirði félag-
anna 15 sem mynda úrvalsvísi-
töluna nú er 345.265 milljónir
króna. Markaðsvirði þeirra fé-
laga sem mynduðu vísitöluna 1.
janúar 2003 til 1. júlí 2003 var
324.116 milljónir króna þannig
að á heildina litið hefur markaðs-
virði félaga í úrvalsvísitölunni
hækkað um rúmlega 21 milljarð
á milli tímabila.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallar Íslands, segir að
þrátt fyrir að markaðsvirði nýju
félaganna sé lægra en 10 millj-
arðar þá er markaðsvirði þeirra
félaga sem nú munu mynda vísi-
töluna meira en þeirra félaga
sem hafa verið í vísitölunni und-
anfarna sex mánuði.
Eins er markaðsvirði tveggja
stærstu fyrirtækjanna tæpir
sextíu milljarðar, Kaupþing Bún-
aðarbanki og Pharmaco. Þegar
síðast var valið inn í úrvalsvísi-
töluna var ekkert félag með
markaðsvirði yfir 50 milljarða.
Heldur minni velta
Aftur á móti hefur velta félag-
anna sem mynda úrvalsvísitöl-
unna minnkað í Kauphöllinni úr
51.024 milljónum króna í 47.811
milljónir króna.
Eins og greint hefur verið frá
í Morgunblaðinu þurfti að grípa
til sérstakra ráðstafana við á val
á félögunum nú vegna þeirrar
óvenjulegu stöðu sem nú er, það
er að yfirtökutilboð er á nokkr-
um félögum á Aðallista. Þessi fé-
lög eru Baugur Group, Ker, sem
var afskráð í lok maí, Íslenski
hugbúnaðarsjóðurinn, Íslenskir
aðalverktakar og Olíuverslun Ís-
lands. Þau félög sem fara úr vísi-
tölunni um næstu mánaðamót
eru: Baugur Group, Ker, Trygg-
ingamiðstöðin og Búnaðarbank-
inn sem í síðasta mánuði samein-
aðist Kaupþingi.
Við það að Baugur Group fari
úr úrvalsvísitölunni verður ekk-
ert félag sem kemur úr vísitölu
þjónustu og verslunar í vísitöl-
unni. Við breytingarnar á vísitöl-
unni nú koma inn félög úr tveim-
ur nýjum atvinnugreinavísi-
tölum. Fjárfestingarfélagið
Straumur sem kemur úr vísitölu
hlutabréfasjóða og fjárfestingar-
félaga og Fjarskipti sem kemur
úr vísitölu upplýsingatækni.
Eins og fram hefur komið
mun skráðum félögum í Kaup-
höll Íslands fækka talsvert á
næstunni.
Að sögn Þórðar er þetta ekki
áhyggjuefni þó að eftirsjá sé í
stórum félögum líkt og Baugi
Group. Aftur á móti hefur ekki
verið mikil velta með sum þeirra
félaga sem eru á útleið og eign-
arhald þeirra oft mjög þröngt.
„Í sjálfu sér er ekki annað um
það að segja að við leggjum
áherslu á að það sé virk og
nægjanlega traust verðmyndun í
þeim félögum sem eru í Kaup-
höllinni,“ segir Þórður.
Aukin umsvif og velta
Að hans sögn er ekki eftir miklu
að slægjast fyrir Kauphöllina né
fjárfesta og hluthafa ef eignar-
hald er of þröngt eða veltan lítil í
þeim félögum sem skráð eru á
markað. „Þetta hefur verið al-
þjóðleg tilhneiging, að félögum í
Kauphöllum hefur fækkað. Það
eru þrjár grunnástæður fyrir
þessu. Í fyrsta lagi fara litlu fé-
lögin út meðal annars vegna
þess kostnaðar sem fylgir því að
vera í kauphöll. Í öðru lagi ef
eignarhald er orðið mjög þröngt,
blokkamyndun og þar af leiðandi
lítil viðskipti. Þriðja ástæðan,
sem er líka mjög algeng, eru
samrunar fyrirtækja. Þá helst
inni í Kauphöllinni samanlagt
virði fyrirtækjanna eins og gerð-
ist með sameiningu Kaupþings
og Búnaðarbanka,“ segir Þórð-
ur.
Hann segir að veltan og um-
svif með hlutabréf í Kauphöllinni
hafa aukist þrátt fyrir fækkun
félaga. Þessi félög séu að sækja
um 500 milljarða á markaðnum
sem er um 60-65% af landsfram-
leiðslu og er það hærra hlutfall
heldur en í kauphöllum í Noregi
og Danmörku. Aftur á móti sé
hlutfallið hærra í Svíþjóð.
Færri en stærri
Markaðsvirði félaganna fjögurra sem koma ný inn í úrvalsvísitölu Aðallista Kauphallar
Íslands um næstu mánaðamót er í öllum tilvikum undir tíu milljörðum króna
#
$%&&'%&
(%(
) '*+
) ,-.+
( !!
'('(
01234!#+ ,- 5&%6 7.%8
"6 2-!#"
96"
5'+%:% ; <=>'/4?%
<.%=
<= &%
=/%!(!#&<% :%
@!=%-
<
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
REKSTRARHAGNAÐUR Hamleys
fyrir skatta á árinu 2002 nam 5,4 millj-
ónum punda, eða 664 milljónir króna, en
rekstrarárinu lauk 27. mars sl. Hagnaður
ársins á undan fyrir skatta nam 3,7 millj-
ónum punda og hækkar því á milli ára um
45%.
Hagnaður félagsins eftir skatta nam 3,2
milljónum punda.
Tekjur félagsins á tímabilinu námu 51,8
milljónum punda, miðað við 45,9 milljónir
árið áður. Skuldir félagsins voru 8,1 millj-
ón punda í lok tímabilsins en voru 10,4
milljónir árið áður.
Reksturinn hefur batnað
Rekstur Hamleys hefur batnað umtalsvert
á síðustu þremur árum. Á uppgjörsárinu
sem lauk í mars 2000 var hagnaður félags-
ins til samanburðar aðeins 27.000 pund,
eða rúmar þrjár milljónir króna en árið
þar áður var tap á rekstrinum.
Simon Burke, forstjóri keðjunnar, sem
talinn er vera ábyrgur fyrir jákvæðum
umskiptum félagsins, segir í tilkynning-
unni að í ljósi erfiðleika í verslun á árinu,
meðal annars vegna Íraksstríðs og fækk-
unar ferðamanna, endurspegli afkoman
styrk fyrirtækisins.
Í afkomutilkynningu fyrirtækisins til
Kauphallarinnar í London segir að félagið
muni halda áfram að einbeita sér að sínum
tveimur aðalverkefnum, Hamleys vöru-
merkinu og Bear Factory verslununum.
Styrkja á stöðu Bear Factory enn frekar í
Bretlandi og stefnt er að hröðum vexti er-
lendis með Franchise fyrirkomulagi. Enn
fremur á að halda áfram að styrkja flagg-
skip félagsins, hina sögufrægu Hamleys
verslun á Regent Street, sem og að
styrkjar enn frekar Hamleys Direct en
Hamleys Direct stendur fyrir sölu á
Hamleys vörum um Netið og í gegnum
vörulista.
V I Ð S K I P T I
Hamleys
hagnast
45% meira
Styrkja á stöðu Bear Factory
enn frekar í Bretlandi
S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I
Úti er ævintýri
Samuel Waksal stofnandi ImClone 10
Róttækar lagabreytingar
Ný lög um verðbréfa- og fjárfestingarsjóði 11
YFIRTÖKUR INNAN-
LANDS SEM UTAN
SKIPULAGSSTOFNUN hefur með
úrskurði sínum fallist á færslu Hring-
brautar í Reykjavík. Úrskurðinn má
kæra til umhverfisráðherra en frest-
ur til þess rennur út 23. júlí næstkom-
andi.
Fyrirhugað er að Reykjavíkurborg
og Vegagerðin hefji framkvæmdir í
lok þessa árs og verði þeim lokið að
mestu árið 2005. Um er að ræða
færslu brautarinnar frá Þorfinnstjörn
í vestri, suður fyrir Umferðarmið-
stöðina og Læknagarð og loks undir
brúna á Bústaðavegi og að Rauðarár-
stíg. Einnig verða gerð ljósastýrð og
mislæg gatnamót og hringtorg. Fram
hefur komið að meginmarkmiðið með
færslu Hringbrautarinnar er að sam-
eina Landspítalalóðina beggja vegna
brautarinnar og færa meginstrauma
umferðar frá spítalanum.
Skipulagsstofnun bárust umsagnir
frá fimm stofnunum en á kynningar-
tíma framkvæmdarinnar bárust sex
athugasemdir, flestar frá einstakling-
um.
Gripið verði til mótvægis-
aðgerða í Vatnsmýrinni
Stofnunin telur að með fyrirhuguð-
um mótvægisaðgerðum við Miklu-
braut 16 og á Landspítalalóð verði
áhrif framkvæmda á hljóðstig við
Eskihlíð og Mjóuhlíð annars vegar og
á spítalalóðinni hins vegar óveruleg
og hávaði innan viðmiðunarmarka.
Áhrifin verði áfram veruleg austan
gatnamóta Hringbrautar/Miklu-
brautar og Snorrabrautar/Bústaða-
vegar og nauðsynlegt að farið verði
eftir ákvæðum reglugerðar um há-
vaða.
Auk boðaðra mótvægisaðgerða tel-
ur Skipulagsstofnun æskilegt að
Reykjavíkurborg grípi til ráðstafana
til mótvægis við rask á búsvæðum
fugla af völdum færslu Hringbrautar.
Fer stofnunin fram á að lokið verði við
að girða verndarsvæðið í Vatnsmýri
af með síkjum, í samræmi við deili-
skipulag Háskólasvæðis, eða að öðr-
um kosti ráðist í endurskipulagningu
á verndarsvæðinu umhverfis Vatns-
mýrartjörn og afmörkun þess og að-
gangstakmörkun í samráði við Um-
hverfisstofnun, til að stuðla að
auknum þéttleika varps innan svæð-
isins.
Þá telur Skipulagsstofnun að fram-
kvæmdin muni ekki hafa í för með sér
veruleg áhrif á flugumferð, fornleifar
og vatnafar. Áhrif verði einnig óveru-
leg á loftgæði, verði fylgst með styrk
svifryks á framkvæmdasvæði og
brugðist við varasömum styrk svif-
ryks með viðeigandi aðgerðum.
Skipulagsstofnun fellst
á færslu Hringbrautar
SAMFYLKINGIN heldur í dag op-
inn flokksstjórnarfund þar sem Öss-
ur Skarphéðinsson, formaður flokks-
ins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarfulltrúi flytja ávörp. Á fund-
inum verður tekin fyrir tillaga frá
forystu flokksins um stofnun nefnd-
ar um framtíðarstefnumörkun jafn-
aðarmanna. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins mun tillaga flokks-
forystunnar fela í sér að Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir verði formaður í
fimm eða sjö manna nefnd sem hefur
víðtækt hlutverk varðandi stefnu-
mótun flokksins.
Ingibjörgu Sól-
rúnu falið að
stýra framtíðar-
stefnumótun
VERÐMÆTI fiskaflans fyrir fyrstu
fimm mánuði ársins, á föstu verði
ársins 2001, lækkaði um 7,2% miðað
við sama tímabil árið 2002 sam-
kvæmt upplýsingum Hagstofunnar.
Heildarafli íslenskra fiskiskipa
var 143.406 tonn í maímánuði í ár,
sem er 4,9 prósent hærri en í maí í
fyrra. Nokkuð dró úr botnfiskafla,
sem minnkaði um 7,8 prósent og
þorskafli dróst einnig nokkuð saman.
Flatfiskaflinn jókst verulega milli
ára, fór úr 5.130 tonnum í 6.204 tonn,
um 21 prósent. Síldarafli í ár er rétt
tæplega tvöfalt meiri í maí í ár en á
sama tíma í fyrra, 27.000 tonn miðað
við tæplega 14.000 tonn í maí 2002.
Verðmæti fisk-
aflans minnkar
TALSVERT hefur borið á innbrot-
um og þjófnuðum í Seljahverfi und-
anfarnar tvær vikur og hefur lög-
reglan handtekið nokkra einstak-
linga í tengslum við málin og fylgst
sérstaklega með hverfinu. Mest er
um að brotist sé inn í geymslur fjöl-
býlishúsa og bifreiðir, en yfirleitt
hefur litlu verið stolið að sögn lög-
reglu. Einkennandi fyrir innbrotin
er að þau eru framin um hábjartan
dag. Hefur lögreglan grun um að
fylgst sé með húsum í hverfinu svo
þjófarnir geti sætt færis þegar eng-
inn er heima, en flest innbrotin hafa
uppgötvast þegar fólk kemur heim
til sín í lok vinnudags. Þeir sem
handteknir hafa verið eru aðallega
ungt fólk og hafa sumir ítrekað kom-
ið við sögu lögreglu að sögn Ómars
Smára Ármannssonar aðstoðaryfir-
lögregluþjóns. Hvetur hann íbúa til
að hjálpast að við nágrannagæslu
t.d. með því að þeir sem eru heima á
daginn, skrái hjá sér bílnúmer og
óeðlilegar mannferðir eftir því sem
kostur er og láti lögreglu vita.
Innbrota-
hrina í
Seljahverfi
STJÓRN Barnageðlæknafélags Ís-
lands segir stöðuna í geðheilbrigð-
isþjónustu fyrir börn og unglinga að
mestu óbreytta, þrátt fyrir umræðu
og fögur fyrirheit í vetur ásamt
auknum fjárveitingum. Stjórn fé-
lagsins hefur sent heilbrigðisráð-
herra og landlækni bréf þar sem lýst
er yfir áframhaldandi áhyggjum af
stöðu og þróun mála. Jón Kristjáns-
son heilbrigðisráðherra mun kalla
talsmenn BGFÍ á sinn fund í dag,
fimmtudag, til að fara yfir stöðuna.
Stjórn BGFÍ segir í bréfi sínu
mikilvægt að ráðherra efni loforð
um stjórnsýsluúttekt á barna- og
unglingageðdeild LSH. Einnig að
efnd verði loforð ráðuneytis um að
skipa nefnd í samstarfi við barna-
geðlæknafélagið. Segir enn fremur
að með öllu óskiljanlegt sé hví þess-
um áformum hafi ekki verið hrint í
framkvæmd þrátt fyrir að allir virð-
ist hafa skilning á því að málaflokk-
urinn eigi við mikinn vanda að
stríða.
Í bréfinu segir að tæplega 30
börn, 12 ára og yngri, bíði eftir inn-
lögn á barnageðdeild og sé sú staða
algjörlega óviðunandi.
„Lagði mig fram um að
bregðast við málinu“
Jón Kristjánsson undrast þau
vinnubrögð stjórnar BGFÍ að tjá
gremju sína í fjölmiðlum í stað þess
að snúa sér beint til heilbrigðisráðu-
neytisins. „Það var sett í gang und-
irbúningsvinna í vetur og allar heim-
ildir sjúkrahúsanna voru fyrir hendi
til að gera úrbætur í þessum mála-
flokki. Ef stjórn BGFÍ finnst hægt
ganga hefði talsmönnum hennar
verið í lófa lagið að hafa samband við
mig persónulega í stað þess að fara
beint í fjölmiðla. Ég lagði mig fram
um það í vetur að bregðast við mál-
inu og ég hef áhuga á því að aðgerðir
sem þá voru ákveðnar nái fram að
ganga. Ég er tilbúinn að vinna að því
með BGFÍ eins og öðrum aðilum
sem koma að málinu.“
Stjórn Barnageðlæknafélags Íslands sendir heilbrigðisyfirvöldum bréf
Tæplega 30 börn bíða eftir
innlögn á barnageðdeild
NÝTT safnahús Ísfirðinga var opnað formlega
hinn 17. júní og ber heitið Safnahúsið Eyrartúni,
en er í daglegu tali kallað sjúkrahúsið, eftir þeirri
starfsemi sem lengst af hefur verið stunduð í hús-
inu.
Í húsinu er starfrækt bókasafn, ljósmyndasafn,
héraðsskjalasafn og listasafn. Auk þess er í húsinu
aðstaða fyrir þá sem hafa áhuga á að stunda
rannsóknir á gögnum safnsins í Vilmundarstofu,
sem nefnd er eftir Vilmundi Jónssyni, fyrrv. land-
lækni.
Það var Sturla Böðvarsson samgönguráðherra
sem opnaði húsið við hátíðlega athöfn á þjóðhátíð-
ardeginum að viðstöddu fjölmenni. Kristján Magn-
ússon listmálari verður með sýningu á verkum
sínum í listasafni safnahússins í sumar.
Húsið ætti að nýtast bæði heimamönnum og
ferðamönnum, að sögn Jóhanns Hinrikssonar, for-
stöðumanns safnahússins. Einnig hafa Vestur-
Íslendingar sem hafa áhuga á að rekja ættir sínar
sótt í safnið með því að senda starfsmönnum
tölvupóst og fá upplýsingar.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Jónas Tómasson tónskáld lék á þverflautu við opnun Safnahússins á Ísafirði.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Inga
S. Ólafsdóttir, formaður menningarmálanefndar Ísa-
fjarðarbæjar, og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra
við innganginn á Safnahúsinu.
Nýtt safnahús Ísfirðinga opnað
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
Handfrjáls búnaður í bíla
fyrir flestar gerðir GSM síma.
Ísetning á staðnum.
FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI
SÍMI 555 6025 • www.kia.is
K IA ÍSLAND
Bílar sem borga sig!
S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2
S í m i 5 4 0 1 5 0 0
w w w. l y s i n g . i s
LÝSING
Alhliða
lausn í
bílafjármögnun
NÝIR JEPPAR VESTRA
BÍLASKATTUR ÓBREYTTUR
NISSAN Í KÍNA
TOYOTA EFLIST
SCHUMACHER-BRÆÐUR
DEILT Á STIGAKERFI
ALDARAFMÆLI FRUMHERJA
KEMST FORD Á RÉTTAN KJÖL?