Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Glæsilegt einbýli í Laugardalnum Glæsilegt einbýlishús við Sunnuveg. Húsið er 255 fm með innbyggðum bílskúr og skipt- ist í forstofu, hol m. mikilli lofthæð, samliggj- andi stofur auk arinstofu, eldhús, þvotta- herb. með nýlegum innréttingum, nýlega endurnýjað gestaw.c., fimm svefnherbergi, fataherb. og baðherb. innaf hjónaherbergi og baðherbergi á svefngangi. Vandaðar innrétt- ingar og gólfefni. Stórar suðursvalir. Falleg ræktuð lóð. Frábær staðsetning á kyrr- látum og fallegum stað í Laugardalnum. Húsið er teiknað af Vífli Magnússyni arki- tekt. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. „BJARTIR dagar“ nefnist lista- og menningarhátíð sem nú stendur yfir í Hafnarfirði og er haldin í tilefni af því að 95 ár eru liðin síðan bærinn hlaut kaupstaðarréttindi. Á hátíðinni er boðið upp á ýmsa listræna við- burði, tónleika, dans, leikrit, kvik- myndir og myndlistarsýningar. Menningarmiðstöð Hafnarfjarðar, Hafnarborg, á einnig 20 ára afmæli og í því tilefni er sýning í aðalsal menningarmiðstöðvarinnar á hluta af þeim listaverkum sem Hafnarborg hefur áskotnast á tímabilinu. Um 20 íslenskir og erlendir listamenn eiga verk á sýningunni sem spanna rúm- lega hálfrar aldar tímabil. Lítið hefur verið sýnt úr safneign Hafnarborgar og velti ég því fyrir mér hvort sýn- ingin sé lýsandi dæmi um þá tegund myndlistar sem þar sé að finna eða hvort áþekk verk hafi sérstaklega verið valin saman. Mikið til eru þetta listaverk byggð á abstrakt express- jónískum grunni og norrænni lands- lagshefð. Verkin eru jarðbundin og formföst og tjáningarmiðlar hefð- bundnir, mestmegnis málverk að undanskildri „Tímavél“ Braga Ás- geirssonar frá árunum 1972–78, sem er aðallega gerð úr tilbúnum hlutum, og fáeinum höggmyndum úr grjóti, steypu og marmara. Steinsteypus- kúlptúr Sóleyjar Eiríksdóttur, „Staða“, þykir mér bera af högg- myndunum, en af málverkunum vil ég nefna „Komposisjón“ eftir Karl Kvaran frá árinu 1952, drungalegt en skrautlegt málverk án titils eftir Jón Óskar Hafsteinsson frá 1991 sem kallast svo á við mjúkar hvítar línur í Byobu skerm frá 2001 eftir Yoichi Onagi og tvö málverk eftir Ei- rík Smith vekja einnig athygli mína. Annað þeirra er abstrakt frá árinu 1964, sem forvitnilegt er að skoða í samhengi við málverk Bjarna Sigur- björnssonar, „Óskilgreint ekkert“, frá árinu 2000. Hitt verkið er frá árinu 1969 og tilheyrir stuttu tímabili í myndlistarferli Eiríks þegar hann er að færast frá abstraksjóninni yfir í fígúrasjónina. Sýningin er hin prýðilegasta. Sam- setning á listaverkum heilsteypt og hrynjandi þéttur og óbrotinn. Fjölbreytt en mistækt Sömu sögu er ekki að segja um heildarmynd sýningarinnar „Ram- belta“ sem er á jarðhæð Hafnarborg- ar, í Sverrissal og Apóteki. Níu myndlistarmenn af „yngri kynslóð- inni“, þau Erling T.V. Klingenberg, Högni Sigurðsson, Elva Dögg Krist- insdóttir, Þóra Þórisdóttir, Gunnar Þór Víglundsson, Guðný Rósa Ingi- marsdóttir, Úlfur Grönvold, Ólafur Árni Ólafsson og Libia Pérez de Siles de Castro, eiga verk á sýningunni. Listaverkin eru fjölbreytt og mörg hver hin ágætustu. En listamennirn- ir eru misjafnlega virkir í myndlist- inni og metnaður að baki verkanna misræmur. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvers vegna þessi tiltekni hópur listamanna er saman kominn á sýningu í tilefni af lista- og menning- arhátíð í Hafnarfirði. Í fréttatilkynn- ingu segir reyndar að listamennirnir eigi það sameiginlegt „að hafa öll sest á sína fyrstu rambeltu í Hafn- arfirði“, en það segir mér óskaplega lítið. Verk Þóru Þórisdóttur er nokkuð umfangsmikið á sýningunni. Það nefnist „Kirkja með 2.000 augu“ og er smíðað í Noregi á árunum 1998– 1999. Umfangið er 25 fermetra rými sem sýningargestur getur gengið inn í og þá lokað sig af ásamt 2.000 fjöl- földuðum vatnslitaaugum. Hefur Þóra límt augun á þríhyrningsform, sbr. heilög þrenning í kristni og þriðja augað í búddisma. Hjá Forn- Egyptum táknaði auga á þríhyrningi geymslustað guðs og er það elsta merking þessa tákns, svo vitað sé. Þess má geta að táknið er einnig að finna á bandarískum dollaraseðlum. Þóra hefur komið fyrir speglum í stað augasteina á augunum 2.000 sem vísar til þess að guð sé að finna í manneskjunni sjálfri eða þá að aug- un séu spegilmynd sálarinnar, eða svo túlka ég skilaboð hennar. Lýs- ingin í sýningarsalnum er þó allt of dimm til þess að maður nemi vel speglun eða endurvarp nema í sum- um augasteinunum svo að flest aug- un virka flöt og hálfdauð. Með góðri lýsingu hefði verkið vafalaust tekið á sig líflegri mynd, en þá hefði mynd- bandsverk Guðnýjar Rósu sem er varpað á vegg til hliðar við kirkjuna líklega horfið. Með málamiðlunarlýs- ingu glittir þó í óskýrt myndskeið sem sýnir konu þvo upp leirtau og landslagsmálverk. Ekki mundi ég skipa myndbandinu í hóp bestu lista- verka sem ég hef séð frá listakon- unni, en ljósmyndir sem hún sýnir í Sverrissalnum eru mun áhrifaríkari. Þær hafa líkamlegan áþreifanleika, ekki ólíkan þeim sem finna má í verk- um belgíska listamannsins Michel Francois nema að þau hafa með veruleika kvenna að gera. Skemmti- legt mótvægi myndast því á milli verka hennar og Erlings T.V. Kling- enbergs. Erling hefur raðað klump- um af sjálfharðnandi leir á stöpla. Á hverjum klumpi eru fingraför eftir grip tveggja handa og ein hola sem gefur til kynna að skúlptúrarnir hafi verið skapaðir af mikilli karl- mennsku. Reyndar þarf karl- mennskan að vera ofurmannleg til þess að bora sig í gegnum massa af blautum leir, en alltént er þetta sú tilvísun sem mér sýnist vera lista- manninum efst í huga í þessum eð- alskúlptúrum, hvort sem hann hugs- ar þá út frá styttum af nöktum konum eftir Rodin eða „The Comp- act woman“ sem fæst í kynlífsbúð- um. Þjóðlegt uppgjör Í Kling og Bang galleríi sýnir Ragnar Kjartansson myndbands- verkið „Kolonisering“ sem hann sýndi nýverið á samsýningu átta ís- lenskra myndlistarmanna í Gallery Stalke, Kirke Sonnerup í Danmörku. Er listamaðurinn að gera upp tilfinn- ingar sínar gagnvart þessum fyrr- verandi drottnurum okkar og fjallar verkið um kúgun og níðingsverk er Danir frömdu á forfeðrum okkar á tímum einokunarverslunarinnar. Myndbandið á þó ekki bara við um tilfinningar Ragnars heldur snertir það líka íslenska þjóðarsál sem/og danska. Þjóðerni áhorfandans hefur því bein áhrif á viðbrögð hans og upplifun á listaverkinu og ekki skemmir tímasetningin fyrir, þ.e. fram yfir 17. júní. Ragnar útskrifaðist frá Listahá- skóla Íslands árið 2001. Hann hefur verið virkur í sýningarhaldi síðan og vakið þónokkra athygli fyrir verk sín. Í þeim myndlistarverkum sem ég hef áður séð eftir Ragnar hefur hann verið að skapa nokkurskonar leikhúsgjörninga sem er ekki mikið notað myndlistarform hér á landi, en er nokkuð algengt erlendis. Heldur hann uppteknum hætti í Kling og Bang með rýmisinnsetningu sem hann nefnir „Nýlenduna“. Umrætt myndbandsverk er fókuspunktur sýningarinnar, en að auki sýnir lista- maðurinn blýantsteikningar af segl- skipum sem hanga á veggjum gall- erísins líkt og betrekk og skemmt mjöl þekur hluta af gólfinu og leiðir huga manns bæði að skipsfarmi og lagergeymslu kaupmanns. Mynd- bandið „Kolonisering“ er í 12 mín- útur og sýnir danskan kaupmann misþyrma íslenskum sveitamanni sem aldrei rís upp sér til varnar þótt Daninn uppnefni hann, sparki í hann, hræki á hann og flengi. Ragnar leik- ur Íslendinginn en Benedikt Erl- ingsson fer með hlutverk „købm- and“. Í myndbandinu styðst lista- maðurinn við ofleik, B-mynda blóð og sviðslega leikmynd sem hann skapaði sjálfur. Myndskeiðið er skoplegt frekar en alvarlegt, en gam- anið fer þó aldrei yfir strikið þannig að það snúist í andhverfu sína. Finnst mér listamaðurinn því halda sjálfum sér innan nokkuð öruggs svæðis og hittir uppgjörið því ekki al- veg í mark að mínu mati. Ég get þó ekki annað en tekið ofan fyrir honum að hafa látið Danina hafa það óþvegið á heimasvæði þeirra og ímynda mér að það hafi verið gott „kikk“ fyrir listamanninn, eflaust í líkingu við að sigra þá á útivelli. Horft til baka Nýlenda Ragnars Kjartanssonar í Kling og Bang. MYNDLIST Hafnarborg – Aðalsalur Opið alla daga nema þriðjudaga frá 11– 17. Sýningu lýkur 4. ágúst. ÚR SAFNEIGN ÍSLENSKIR OG ERLENDIR MYNDLISTARMENN Hafnarborg – Sverrissalur og Apótek Opið alla daga nema þriðjudaga frá 11– 17. Sýningu lýkur 30. júní. ÝMSIR MIÐLAR NÍU MYNDLISTARMENN Kling og Bang Opið fimmtudaga–sunnudaga frá 14–18. Sýningu lýkur 22. júní. MYNDBAND, TEIKNINGAR OG MJÖL RAGNAR KJARTANSSON Steinsteypuskúlptúrinn „Staða“ eftir Sóleyju Eiríksdóttur og málverk eftir færeyska listmálarann Trond Patursson úr safneign Hafnarborgar. Verk Erlings T.V. Klingenbergs á sýningunni „Rambelta“. Jón B. K. Ransu Minjasafn Austurlands, Egils- stöðum Listútskurður úr ýsubein- um kl. 13–17. Gestir geta reynt sig við útskurðinn. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is STARKAÐUR Barkar- son bar sigur úr býtum í smásagnasamkeppni Menningarsamtaka Norðurlands og tíma- ritsins Heima er best, fyrir söguna Litlu prins- essuna. Hallberg Hall- mundsson varð í öðru sæti með söguna Dagur eins og hver annar. Hallberg hefur getið sér orð fyrir ljóðaþýðingar og frum- samin ljóð auk þess að skrifa um íslenskar bókmenntir í tímaritið World Literature Today. Ágúst Borgþór Sverrisson varð í 3. sæti með sög- una Fyrsti dagur fjórðu viku. Ágúst Borgþór hefur gefið út fjögur smásagnasöfn og nýlok- ið því fimmta og er verð- launasagan úr því hand- riti. Ágúst Borgþór varð í öðru sæti í síðustu smásagnakeppni ME- NOR, sem haldin var ár- ið 2000. Verðlaunasögurnar munu birtast í tímaritinu Heima er best í sumar. Starkaður sigraði í Menor-keppninni Starkaður Barkarson Í GAMLA bókasafninu í Mjósundi í Hafnarfirði (nú hús Regnbogabarna) stendur yfir myndlistarsýningin Ferskt ungnautahakk og er sýningin á dagskrá menningarhátíðarinnar Bjartra daga. Á sýningunni eru verk 16 nýútskrifaðra myndlistarmanna. Sýningin stendur til 23. júní. Opið alla daga kl. 17–19. Ungir myndlist- armenn sýna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.