Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kosningaréttur kvenna 88 ára! Bandalag kvenna í Reykjavík, Feministafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvenrétt- indafélag Íslands og Kvennasögusafn Íslands efna til samfelldrar dagskrár í tilefni dagsins: Kl. 16:30 Ganga um kvennasöguslóðir í Kvosinni undir leiðsögn Auðar Styrkársdóttur, forstöðumanns Kvennasögusafns Íslands. Kl. 17:15 Skemmtidagskrá að Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Kynning: Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður KRFÍ. Ávarp: Sif Friðleifsdóttir, umhverfismálaráð- herra. Margrét Ákadóttir leikkona flytur atriði úr leikþættinum „Ólafía“ eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur Ávarp: Birna Þórarinsdóttir, Feministafélagi Íslands Fundarstjóri: Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, blaðamaður. Kaffiveitingar - Allir velkomnir Mætum í bleiku! MIKIÐ var um dýrðir á 17. júní-hátíðahöldum í Reykjavík. Að venju hófust hátíðahöldin með samhljómi kirkjuklukkna í Reykjavík en að því loknu lagði Árni Þór Sigurðsson, forseti borg- arstjórnar, blómsveig á leiði Jóns Sigurðs- sonar. Hátíðardagskrá á Austurvelli var með hefð- bundnu sniði og hófst með ávarpi Önnu Krist- insdóttur, formanns þjóðhátíðarnefndar. Ólaf- ur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lagði blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Davíð Oddsson forsætisráðherra flutti ávarp. Flutti ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur Inga María Valdimarsdóttir leikkona gegndi hlutverki fjallkonunnar í ár og flutti ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur. Það sem eftir var dagsins var nóg um að vera í miðborginni fyrir unga jafnt sem aldna. Höfuðborgarbúar létu ekki dapurt veður aftra sér og fjölmenntu í miðbæinn til að skemmta sér og öðrum. Á Arnarhóli og Ingólfstorgi var boðið upp á fjölbreytta skemmtun frá morgni til kvölds. Meðal skemmtiatriða voru dans- atriði, leiksýningar og söngflutningur. Að auki voru ýmsir viðburðir víðs vegar um höfuðborg- ina. Til dæmis var skemmtidagskrá í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum og Árbæjarsafnið var með þjóðhátíðardagskrá. Talið er að um 20–30.000 manns hafi verið í miðbænum þegar mest var en að sögn lögreglu fóru hátíðahöld að mestu friðsamlega fram. Hátíðahöld með hefð- bundnu sniði Morgunblaðið/Golli Í Reykjavík var mikið fjör á 17. júní-hátíðahöldunum á Arnarhóli og Ingólfstorgi. Morgunblaðið/Árni Torfason Inga María Valdimarsdóttir fjallkona flutti ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur. Morgunblaðið/Júlíus Birgitta Haukdal var meðal þeirra sem tóku lagið á sviðinu við Arnarhól á þjóðhátíðinni. KOMIN er út hjá lagadeild Háskól- ans í Reykjavík bókin „Um for- dæmi og vald- mörk dómstóla“ eftir Jón Steinar Gunnlaugsson prófessor. Í bókinni er fjallað um réttar- heimildina for- dæmi en með því hugtaki er átt við að notkun réttarheimildar við úr- lausn í einu dómsmáli eða fleirum verði fyrirmynd að notkun hennar í öðru máli síðar, þar sem leysa þarf úr sams konar álitaefni. Höfundur fellst ekki á útbreiddar kenningar um að dómstólar hafi heimildir til að skapa nýjar réttar- reglur sem þeir megi síðan beita með afturvirkum hætti til að byggja úr- lausnir sínar á. Telur hann að leggja verði til grundvallar að réttarreglan sem við á hafi verið til, þegar þau at- vik urðu, sem úr þarf að leysa. Byggi stjórnskipun landsins á þessari meg- inhugsun og beri enga þörf til að víkja frá henni. Í bókinni eru þessi álitamál skoð- uð frá ýmsum hliðum og er þar leit- ast við að greina það sem höfundur nefnir réttarlegt eðli fordæma. Kem- ur þar fram sú skoðun, að við mynd- un fordæmis liggi jafnan önnur rétt- arheimild til grundvallar, sem leiddi til þeirrar niðurstöðu um efni rétt- arreglu, sem lögð er til grundvallar dómi. Um sambærileg tilvik sé síðan nóg að vísa til dómsins án þess að þurfa í hvert sinn að kanna efni við- komandi heimildar. Nefnd eru fjölmörg dæmi úr dómaframkvæmd Hæstaréttar þar sem þessi álitamál koma við sögu. Ýmis dæmi eru nefnd, þar sem höf- undur telur dómstólinn hafa farið út fyrir valdheimildir sínar. Bókin er sú fyrsta sem lagadeild Háskólans í Reykjavík gefur út. Hún er 156 blaðsíður. Ný bók eftir Jón Steinar Gunnlaugsson Álitamál um fordæmi og valdmörk dómstóla Jón Steinar Gunnlaugsson NOKKRIR einstaklingar héldu mótmælaspjöldum á loft þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra flutti ávarp á Austurvelli 17. júní. Lögregla bað mótmælendur vinsamlega að víkja af hátíð- arsvæðinu en skv. upplýsingum sem fengust hjá lögreglu í gær er ekki leyfilegt lögum samkvæmt að mótmæla á fyrirfram ákveðnum og auglýstum hátíð- arsvæðum. Að sögn lögreglu fóru flestir mótmælenda út fyrir svæðið en þó þurfti að bera einn út af því. Einn var handtekinn og færður á lögreglustöð en látinn laus eftir viðræður. Morgunblaðið/Júlíus Lögregla biður mótmælendur að færa sig út fyrir hátíðarsvæðið. Mótmæli á Austurvelli ÁBYRGÐASJÓÐUR launa hefur hafnað kröfum fyrrverandi starfs- manna Fréttablaðsins ehf. sem hófu störf hjá nýju útgáfufélagi Frétta- blaðsins um laun sem þeir fengu ekki greidd eftir að Fréttablaðið ehf. varð gjaldþrota. Stjórn sjóðsins tók end- anlega ákvörðun um þetta á fundi í gærmorgun. Í apríl sl. kynnti sjóðurinn sam- hljóða ákvörðun fyrir lögmönnum málsaðila og þeim gefinn kostur á að koma við mótrökum. Guðjón Braga- son, formaður sjóðsins, segir að um 20 fyrrverandi starfsmenn Frétta- blaðsins ehf. hafi fengið vinnu hjá Frétt ehf. sem nú gefur út Frétta- blaðið. Þessum starfmönnum hafi verið synjað um greiðslur úr sjóðn- um vegna vangoldinna launa og bent á að sækja greiðslur til núverandi út- gáfufélags. Á hinn bóginn hafi fyrr- verandi starfsmenn Fréttablaðsins ehf. sem ekki hófu störf hjá hinu nýja félagi fengið greiðslur úr sjóðnum. „Við bjuggumst alveg við þessu,“ segir Kristján Hjálmarsson, trúnað- armaður blaðamanna á Frétta- blaðinu. Hann segir að til standi að funda með lögfræðingum Blaða- mannafélags Íslands í dag til að fara yfir stöðu mála og hvert næsta skref verði. Fá endanlega synjun hjá Ábyrgðar- sjóði launa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.