Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ferðalag út úr bænum (þ.á.m. sundlaugarferð) í lok hvers námskeiðs. Ferðin er frá kl. 09.30 - 17.00. Kennarar eru m.a. Broddi Kristjánsson íþróttakennari, Írena Óskarsdóttir íþróttafræðingur, Jónas Huang badmintonþjálfari, Skúli Sigurðsson badmintonþjálfari, Árni Þór Hallgrímsson badmintonþjálfari o.fl. Innanhúss: Badmintonkennsla, borðtennis, minni tennis, körfubolti, bandý og leikir Úti (við TBR-hús og í Laugardalnum): Knattspyrna, sund, frjálsar íþróttir á Laugardalsvelli, t.d. spretthlaup, langstökk, spjótkast, kúluvarp og hástökk. Leikir, svo sem hafnabolti, ratleikur o.fl. Farið er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal Upplýsingar og innritun í TBR húsinu Gnoðavogi 1 og í síma 581 22 66. Sumarskóli TBR 2003 Íþróttaskóli fyrir 6 - 13 ára börn í sumar Námskeiðin eru virka daga kl. 9-13 eða kl. 13-17. Fjölbreytt íþróttakennsla á dagskrá með áherslu á badminton. 23. júní - 4. júlí 7. júlí - 18. júlí 5. ágúst - 18. ágúst Námskeiðin eru 10 virka daga í senn sem hér segir: Verð er kr. 7400. Skipt er í hópa eftir aldri. Veittur er systkinaafsláttur. Einnig er veittur afsláttur ef farið er á fleiri en eitt námskeið. BÓKASAFN Seltjarnarness var opnað í nýju og glæsilegu húsnæði á efri hæð verslunarkjarnans við Eið- istorg að loknum hátíðarhöldunum í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní. Í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ segir að allar áætlanir hafi staðist við framkvæmdina og það sé ekki síst að þakka kraftmiklum starfsmönnum bókasafnsins. Þá segir að hið nýja húsnæði muni gjörbylta starfsemi bókasafnsins en eldra húsnæðið hafi reynst nokkuð þröngt með tilliti til þess vaxandi þjónustuhlutverks sem safninu sé ætlað að gegna í bæjarlífi Seltjarn- arnesbæjar. Með flutningi safnsins á Eiðistorg eflist einnig þjónustu- kjarninn umhverfis Eiðistorg og Hrólfsskálamel, en kjarninn hefur átt undir högg að sækja. Með flutn- ingi safnsins í stærra húsnæði skap- ast einnig ný tækifæri í menningar- lífi bæjarins, til dæmis í tengslum við sýningarhald svo eitthvað sé nefnt. Hátíðarhöld voru á Eiðistorgi í til- efni þjóðhátíðardagsins. Þar flutti fjallkonan Eygló Árnadóttir ávarp og Selkórinn söng ættjarðarlög. Skemmtidagskráin var fjölbreytt og sýndu meðal annars sigurvegararnir úr Freestyle 2003, hópurinn Eld- móður, dansatriði. Bókasafn- ið í nýtt húsnæði Seltjarnarnes BORGARSTJÓRI Reykjavíkur, Þór- ólfur Árnason, útnefndi Ingibjörgu Haraldsdóttur borgarlistamann og Eþos-kvartettinn tónlistarhóp Reykjavíkur 2003 við hátíðlega at- höfn í Listasafni Reykjavíkur í Hafn- arhúsi á þjóðhátíðardaginn. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reyk- vískum listamanni sem með list- sköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Ingibjörg hefur gefið út sex ljóða- bækur og gefið út bók með þýddum ljóðum. Ljóð hennar hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál, auk þess sem hún hefur hlotið ýmsar viðurkenn- ingar fyrir ritstörf sín. Ingibjörg þakkaði fyrir þann heið- ur og viðurkenningu sem felst í titl- inum og kvaðst leitast við að bera hann með sóma svo hvorugt þyrfti að skammast sín – hún eða borgin sem fæddi hana. Þá flutti Ingibjörg Upphaf, fyrsta ljóðið í fyrstu ljóða- bókinni, Þangað vil ég fljúga (1974), og ljóðið Júnídag úr nýjustu ljóða- bókinni, Hvar sem ég verð (2002). Borgarstjóri afhenti Ingibjörgu ágrafinn stein og ávísun að upphæð ein milljón króna og lét þess getið að borgarráð hefði samþykkt tillögu menningarmálanefndar að hækka viðurkenningarframlagið úr hálfri í eina milljón króna. Reykjavíkurborg auglýsir árlega styrk til starfrækslu tónlistarhóps Reykjavíkurborgar. Sérstök dóm- nefnd fer yfir umsóknirnar og skilar til menningarmálanefndar tillögum, sem tekur endanlega ákvörðun um styrkveitingu. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, formaður dómnefndar, sagði við at- höfnina: „Eþos-kvartettinn hefur um árabil unnið ötullega að tónlist- arflutningi af fagmennsku með framúrskarandi árangri. Hann hef- ur verið að hljóðrita íslenska strengjakvartetta auk þess að heim- sækja fyrirtæki og stofnanir á veg- um Reykjavíkurborgar til að kynna kvartetttónlist. Auk þessa kemur kvartettinn fram á fjölmörgum tón- leikum hérlendis og á erlendum tón- listarhátíðum. Það er álit mitt að hvaða höfðuðborg sem er geti verið stolt af Eþos-kvartettinum sem tón- listarhópi sínum.“ Morgunblaðið/Árni Torfason Ingibjörg Haraldsdóttir borgarlistamaður, Þórólfur Árnason borgarstjóri og Stefán Jón Hafstein, formaður menningarmálanefndar. Leitast við að bera titilinn með sóma Reykjavík Ingibjörg Haraldsdóttir borgarlistamaður NEMENDAVERÐLAUN fræðslu- ráðs Reykjavíkur voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur 17. júní. Níu ungmenni úr jafnmörgum skólum hlutu verðlaunin í þetta sinn en grunnskólum í Reykjavík var boðið að tilnefna einn nemanda hver. Þórólfur Árnason borgarstjóri afhenti verð- launin ásamt Stefáni Jóni Hafstein, formanni fræðsluráðs. Markmið verðlaunanna er að hvetja nemendur til að leggja sig enn betur fram við að skara fram úr í námi, félagsstarfi eða skapandi starfi. Nemendurnir fengu í viðurkenning- arskyni skrautritað viðurkenningar- skjal og bókargjöf, verðlaunabækur Barnabókaverðlauna fræðsluráðs 2003. Verðlaunin eru veitt fyrir ým- islegt, til að mynda frábæran náms- árangur, góðar framfarir í námi, virkni í félagsstarfi, jákvæða fyrir- mynd, frumkvæði, leiðtogahæfileika, góða frammistöðu í íþróttum eða list- um, listsköpun eða tjáningu í skóla- starfi, félagslega færni, samskipta- hæfni og framlag til að bæta eða auka bekkjaranda/skólaanda, nýsköpun og/eða hönnun. Tilnefningar til verðlaunanna máttu koma frá öllum starfsmönnum grunnskóla borgarinnar, foreldra- félögum, foreldraráðum svo og nem- endaráðum. Allir skólar voru hvattir til að taka þátt í að velja nemanda sem skaraði fram úr, en nemendaverð- launin eru ekki bundin ákveðnum aldri. Elsti nemandinn sem hlaut verðlaunin í þetta sinn er 16 ára en sá yngsti er ekki orðinn 9 ára. Þeir nemendur sem hlutu nem- endaverðlaun fræðsluráðs Reykjavík- ur skólaárið 2002–2003 eru: Benedikt Smári Skúlason nemandi í Engja- skóla, Emma Theódórsdóttir nem- andi í Klébergsskóla, Bára Dís Bene- diktsdóttir nemandi í Ölduselsskóla, Deondra Nickcoda Pennant nemandi í Hólabrekkuskóla, Donn Eunice Pa- tambag Cruz nemandi í Fellaskóla, Yousef Ingi Tamimi nemandi í Selja- skóla, Ingvar Haukur Guðmundsson nemandi í Víkurskóla, Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir nemandi í Árbæj- arskóla og Steinar Birgisson nemandi í Hamraskóla. Valnefndina skipuðu Vigdís Hauksdóttir formaður, Jórunn Frímannsdóttir og Birna Sigurjóns- dóttir, deildarstjóri kennsludeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Níu ungmenni hlutu verðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur Morgunblaðið/Árni Torfason Níu grunnskólanemendur hlutu nemendaverðlaun í Ráðhúsinu í fyrradag. Reykjavík DAGSKRÁ þjóðhátíðardagsins í Kópavogi hófst á því að félagar úr skólahljómsveit Kópavogs óku um bæinn og vöktu íbúa til hátíðahalda. Þessi siður var tekinn upp árið 1998 og þykir nú orðið ómissandi. Skrúð- gangan fór frá Menntaskólanum í Kópavogi að Rútstúni þar sem hátíða- höldin fóru fram, en fjallkonan og fulltrúi nýstúdenta fóru fyrir fylking- unni í hestakerru. Á Rútstúni flutti Sigurður Geirdal bæjarstjóri ávarp, Skólakór Kársnesskóla og Skóla- hljómsveit Kópavogs fluttu ættjarð- arlög, Skari skrípó brá á leik, flutt voru atriði úr söngleiknum Grease og Kaffibrúsakarlarnir komu fram. Um kvöldið voru síðan popptón- leikar, þar sem þekktar og óþekktar hljómsveitir skemmtu, en meðal þeirra má nefna Stuðmenn, Í svörtum fötum og Botnleðju. Að venju var sér- stök dagskrá fyrir eldri borgara í Gjá- bakka, knattspyrnuleikur á Vallar- gerðisvelli, púttmót eldri borgara, hátíðarguðsþjónusta í Kópavogs- kirkju, siglingahátíð í Kópanesi og fjölmargt fleira á dagskrá. Mörg þúsund manns voru á Rútstúni og hlýddu á hátíðardagskrá. Íbúar vaktir til hátíðahalda Kópavogur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.