Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 25
„VIÐ eigum bæði ættir okkar að
rekja vestur og konan mín er ætt-
uð úr Bolungavík þar sem við eig-
um hús, þannig að maður tengist
staðnum sífellt betur. Guðrún er
svo ættuð frá Flateyri, þar sem afi
hennar var skólastjóri,“ segir Pét-
ur Jónasson gítarleikari, þegar
hann lýsir fyrir blaðamanni að-
draganda þess að hann og Guðrún
Sigríður Birgisdóttir flautuleikari
ákváðu að efna til tónlistarhátíðar
á Vestfjörðum, sem hefst í dag, en
hátíðina kalla þau Við Djúpið. „Við
Guðrún og hennar maður, Martial
Nardeau, fórum vestur í nóvember
á vegum Tónlistar fyrir alla, fórum
á alla staðina og vorum alveg heill-
uð.“ „Það var nú búið að standa
lengi til hjá Pétri að fara með tón-
list vestur,“ segir Guðrún, „og
ferðin okkar í nóvember varð til
þess að efla þessa hugmynd.“
Margir tónlistarmenn vilja
vinna meira á landsbyggðinni
Pétur segir að þau hafi sótt um
styrk úr Menningarborgarsjóði og
fengið, og þar með hafi teningun-
um verið kastað. Guðrún segir það
jákvæða þróun hve margar tónlist-
arhátíðir hafi verið að spretta upp
á landinu. Margir tónlistarmenn
eigi þann draum að geta unnið
meira á landsbyggðinni. „Við finn-
um vissa mettun á markaðnum í
borginni og líka þá miklu gleði sem
flylgir því að spila úti á landi. Það
hlýtur að vera rétt að beina
orkunni í þessa átt.“
Pétur segir þau hafa ákveðið að
til að byrja með skyldu Bolung-
arvík og Ísafjörður heimsóttir, en
að draumurinn sé sá að hátíðin nái
til byggðarkjarnanna fimm á svæð-
inu. Þau hafa fengið þrjár öflugar
tónlistarkonur af svæðinu til sam-
starfs við sig, Sigríði Ragnarsdótt-
ur og Margréti Gunnarsdóttur á
Ísafirði og Soffíu Vagnsdóttur í
Bolungavík.
Þau Guðrún og Pétur segja að
margt frábært í menningarlífinu
vestra, og að þau gangi inn í þá
sterku hefð sem þar er fyrir. Þau
hafa fengið tvo aðra listamenn í lið
með sér, Jónas Ingimundarson pí-
anóleikara og Ólaf Kjartan Sigurð-
arson barítonsöngvara, en Jónas
verður heiðursgestur hátíðarinnar.
„Starf Jónasar hefur að miklu leyti
verið unnið á landsbyggðinni, þar
sem hann hefur gert ómetanlega
hluti. Ólafur Kjartan er svo ætt-
aður að vestan eins og við; – frá
Hnífsdal. Þeir voru til í tuskið,
bæði að kenna með okkur og mús-
ísera.“
Íslensk tónlist á tónleikum,
Metallica á námskeiði
Hátíðin Við Djúpið hefst í dag og
stendur til 23. júní. Tónleikar
verða öll kvöldin fjögur, en á
morgnana bjóða þau upp á
kennslu. „Við ætlum ekki að setja
nein mörk um hve langt fólk er
komið í tónlistarnámi, við vonum
að það verði krakkar og jafnvel
fullorðnir líka.“ Á tónleikunum í
kvöld leika þau Guðrún og Pétur
íslensk verk fyrir flautu og gítar,
allt falleg verk, segja þau. „Við
fundum íslenskt efni í heilan kons-
ert með sætum lögum,“ segir Guð-
rún, en eftir tónleikana býður Ísa-
fjarðarbær þátttakendum á
námskeiðinu til móttöku að Hömr-
um. Á föstudagskvöldinu spyrja
þeir Jónas og Ólafur Kjartan:
Hvað ertu tónlist? með svipaðri
dagskrá og þeir hafa flutt hér
syðra. Á laugardeginum verða há-
tíðartónleikar í Bolungavík þar
sem þau koma öll fram, en á sunnu-
dagskvöldinu verða Jónas og Ólaf-
ur Kjartan með hefðbundna söng-
tónleika á Ísafirði. „Við leggjum
mikla áherslu á að hátíðin tengist
sem mest mannlífinu fyrir vestan.
Það verða nemendatónleikar og við
höfum líka boðið kirkjunum okkar
þjónustu. Tvo eftirmiðdaga ætla ég
svo að kenna unglinum fyrir vestan
að spila lög eftir Nirvana og Met-
allica,“ segir Pétur, og Guðrún ætl-
ar að kenna jóga alla morgnana.
Sigling og miðnæturganga
Meðal annarra uppákomna verð-
ur sigling á laugardeginum norður
á Hesteyri og miðnæturganga á
Bolafjall, nætursund og grillveisla.
Um þetta leyti eru sumarsólstöður
og náttúrufegurðin mikil.
Pétur segir að sveitarfélögin fyr-
ir vestan hafi tekið þeim ákaflega
vel og stutt þau með ráðum og dáð,
einkum með því að útvega aðstöðu.
Tónlistarskólarnir hafi líka lagt
mikið af mörkum. „Svo eru enn
fleiri sem hafa stutt við bakið á
okkur, Hótel Ísafjörður, Flugleiðir
og Sjóvá-Almennar auk Menning-
arborgarsjóðsins, og ekki má
gleyma Heilsubænum Bolungarvík.
Það er gaman þegar fólk er tilbúið
að taka þátt í þessu með okkur,“
segir Guðrún. „Það er gaman að
geta dregið athyglina að þessum
landshluta. Þar hefur fólki fækkað,
en náttúrufegurðin er engu lík,
ekki síst í náttleysinu um sumar-
sólstöður.“
Nánari upplýsingar um hátíðina
Við Djúpið er að finna á vef hátíð-
arinnar: http://www.viddjupid.is.
„Viljum að hátíðin tengist
mannlífinu fyrir vestan“
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Þau koma fram á tónlistarhátíðinni Við Djúpið: Pétur Jónasson, Ólafur
Kjartan Sigurðarson, Guðrún Birgisdóttir og Jónas Ingimundarson.
Klassík og rokk á tónlistarhátíðinni Við Djúpið
w
w
w
.c
lin
iq
ue
.c
om
www.lyfja.is
100% ilmefnalaust
GÓÐ
GJÖF
Ráðgjafi Clinigue verður í LYFJU
kl. 13-18 í dag í LYFJU Spöng
Á morgun í LYFJU Garðatorgi
Á laugardag í LYFJU Lágmúla
*Á meðan birgðir endast.
Vísindi, vatn og viska
Kynntu þér nýju Water Therapy vatnsmeðferðarlínuna frá Clinique.
Hún byggir á hafsjó vísindalegrar þekkingar.
Clinique Water Therapy er ný lína af vörum til líkamshirðu sem eru
bæði árangursríkar og sannkallaðar dekurvörur.
Sérvirkjað vatn eflir rakabirgðir húðarinnar og hraðar markvissum
úrbótum.
Allar byggjast vörurnar á efnasamsetningu er færir húð þinni
ómældan raka á stundinni en tekur svo til við að sinna sérstökum
þörfum hennar, allt frá styrkingu til sefjunar. Þú finnur hvernig húð
þín öll, verður mýkri, sléttari, færari til að takast á við hvað sem er -
og síðast en ekki síst, unaðslega úthvíld.
Nýja Water therapy vatnsmeðferðin -
húðvæn, húðljúf, húðvitur.
*Gjöf fylgir keyptum CLINIQUE vörum fyrir 2500 kr. og meira
Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Iceland Express Open
á Vífilstaðavelli GKG 28. júní
Punktamót með og án forgjafar
Hola í höggi. Ferð fyrir tvo með Iceland Express
1. sæti með forgjöf. Ferð fyrir tvo með Iceland Express
1. sæti án forgjafar. Ferð fyrir tvo með Iceland Express
2. og 3. sæti með forgjöf. Ferð fyrir einn með Iceland Express
2. og 3. sæti án forgjafar. Ferð fyrir einn með Iceland Express
Nándarverðlaun á par 3 brautum. Ferð fyrir einn með Iceland Express
Lengsta teighögg á 10. braut Ferð fyrir einn með Iceland Express
Í mótslok þegar verðlaunaafhending fer fram verður efnt til leiks sem fer þannig fram:
Slegið er merktum bolta af 10 teig inn á 18 flöt, þeir boltar sem þar lenda verða settir
í einn pott og dregið úr þeim um utanlandsferð.
Mótsgjald: 3.000 kr. Skráning er hafin á gkg.is og í síma 565 7373
Dregið verður úr skorkortum þeirra
sem verða á staðnum í mótslok.
Afmælisþakkir
Þeim fjölda ungra og aldinna, sem glöddu mig
á 70 ára afmæli mínu í Gullsmára 13, 12. júní
vil ég þakka fyrir ógleymanlega kvöldstund.
Sá hlýhugur, sem birtist í frumsömdum texta,
flutningi tónlistar og orðum samferðamanna
ásamt gjöfum og blómahafi verður mér hvatn-
ing til að leggja lítið handtak til þess að brúa
kynslóðarbilið og leiða fjölskylduna til önd-
vegis á nýrri öld.
Kærar þakkir.
Hrafn Sæmundsson
hrafn@ kuml.is