Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Hásteinsvöllur: ÍBV – Fram ................19.15 Efsta deild kvenna, Landsbankadeild. Stjörnuvöllur: Stjarnan – KR ...................20 Hlíðarendi: Valur – Breiðablik..................20 1. deild karla: Varmárvöllur: Afturelding – Haukar.......20 2. deild karla: Garðsvöllur: Víðir – Selfoss.......................20 3. deild karla, A-riðill: Fífan: Drangur – Víkingur Ó ....................20 Í KVÖLD KNATTSPYRNA Efsta deild karla Landsbankadeild ÍBV – Fram........................................ frestað Þróttur R. – Fylkir....................................2:1 FH – Grindavík .........................................2:1 Staðan: KR 5 3 1 1 6:6 10 Fylkir 5 3 0 2 9:4 9 Þróttur R. 5 3 0 2 8:7 9 KA 5 2 2 1 8:6 8 FH 5 2 2 1 7:5 8 ÍA 5 1 3 1 5:4 6 ÍBV 4 2 0 2 6:7 6 Valur 5 2 0 3 7:9 6 Grindavík 5 1 0 4 5:10 3 Fram 4 0 2 2 4:7 2 Markahæstir: Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV ............. 4 Sinisa Kekic, Grindavík .............................. 4 Björgólfur Takefusa, Þróttur R................. 3 Haukur Ingi Guðnason, Fylkir .................. 3 Hreinn Hringsson, KA ............................... 3 Jóhann H. Hreiðarsson, Valur ................... 3 Sören Hermansen, Þróttur R. ................... 3 Allan Borgvardt, FH................................... 2 Gunnar Þór Pétursson, Fylkir ................... 2 Hjálmar Þórarinsson, Þróttur R. .............. 2 Jónas Grani Garðarsson, FH ..................... 2 Pálmi Rafn Pálmason, KA.......................... 2 Sigurbjörn Hreiðarsson, Valur.................. 2 Steinar Tenden, KA .................................... 2 Veigar Páll Gunnarsson, KR...................... 2 1. deild kvenna A-RIÐILL: HK/Víkingur – ÍR .....................................2:3 HSH – Breiðablik-2 ..................................1:9 Staðan: Breiðablik 2 4 4 0 0 30:4 12 HK/Víkingur 5 3 1 1 15:5 10 RKV 4 3 1 0 14:8 10 ÍR 5 2 0 3 20:14 6 Fjölnir 4 2 0 2 7:12 6 Þróttur/Haukar 2 4 0 0 4 4:23 0 HSH 4 0 0 4 6:30 0 B-RIÐILL: Fjarðabyggð – Einherji............................4:0 Sindri – Leiknir F .....................................3:1 Staðan: Höttur 3 3 0 0 12:1 9 Fjarðabyggð 4 3 0 1 16:7 9 Tindastóll 2 2 0 0 13:1 6 Sindri 3 2 0 1 8:7 6 Leiftur/Dalvík 3 1 0 2 10:17 3 Einherji 4 0 0 4 5:17 0 Leiknir F 3 0 0 3 2:16 0 Svíþjóð Malmö – Halmstad................................... 2:1 Staðan: Djurgården 10 7 1 2 26:8 22 Hammarby 10 6 4 0 16:8 22 AIK 10 6 2 2 20:11 20 Helsingborg 10 5 2 3 12:12 17 Örebro 10 5 1 4 15:16 16 Malmö 10 4 3 3 15:12 15 Halmstad 10 4 2 4 15:14 14 Elfsborg 10 3 4 3 12:17 13 Gautaborg 10 3 3 4 17:12 12 Örgryte 10 3 2 5 12:18 11 Sundsvall 10 2 3 5 10:14 9 Landskrona 10 2 3 5 11:16 9 Öster 10 2 2 6 9:18 8 Enköping 10 1 2 7 9:23 5 Danmörk AaB – Midtjylland.....................................1:0 Bröndby – FC Köbenhavn .......................0:1 AB – Farum ...............................................1:2 OB – Silkeborg ..........................................4:3 Viborg – Köge............................................6:1 AGF – Esbjerg ..........................................1:1 Staðan: København 32 16 10 6 47:31 58 Bröndby 32 15 11 6 58:31 56 Farum 32 15 3 14 48:58 48 Esbjerg 32 12 11 9 65:56 47 OB 32 11 12 9 53:49 45 Viborg 32 11 10 11 57:54 43 Midtylland 32 11 10 11 45:43 43 AaB 32 13 4 15 41:44 43 AB 32 10 11 11 43:44 41 AGF 32 10 10 12 48:55 40 Silkeborg 32 8 9 15 48:52 33 Køge 32 8 3 21 44:80 27  FC Köbenhavn er með pálmann í hönd- unum fyrir lokaumferðina. Álfukeppnin A-riðill: Nýja-Sjáland – Japan...............................0:3 – Shunsuke Nakamura 10., 74., Hidetoshi Nakata 64. Frakkland – Kólumbía.............................1:0 Thierry Henry 39. (víti).  Í dag mætast Tyrkir og Bandaríkjamenn annars vegar og hins vegar Brasilíumenn og Kamerúnar. HANDKNATTLEIKSDEILD ÍBV hefur gengið frá samn- ingi við Önju Nielsen, danska landsliðskonu í handknatt- leik. Nielsen leikur í hægra horninu. Hún er 28 ára og kemur frá Ikast/Bording sem varð í öðru sæti í dönsku deildinni á síðustu leiktíð. Nielsen hefur leikið 45 lands- leiki og skorað í þeim 78 mörk. Hún varð m.a. Ólymp- íumeistari með danska landsliðinu í Sydney fyrir þremur árum. Þá hefur hún orðið danskur meistari einu sinni og tvisvar bikarmeist- ari. Á undanförnum árum hefur leikmaðurinn þurft að glíma við langvarandi meiðsli vegna slita á kross- bandi. Eftir því sem danski handknattleiksvefurinn boldnyt.dk greinir frá stóð Nielsen ekki til boða nýr samningur hjá Ikast/ Bording í vor þegar samn- ingur hennar við félagið rann út. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, er enn að leita að markverði fyrir næstu leiktíð og útilokar ekki að fleiri leikmenn gangi til liðs við deildar- og Íslandsmeist- ara ÍBV. Dönsk landsliðskona í handknattleik til ÍBV EYJÓLFUR Sverrisson, fyrrum atvinnu- maður hjá Herthu Berlin, hefur sést við æfingar í Árbænum á undanförnum dög- um og þar með hafa vaknað spurningar um hvort hann ætli að ganga í raðir Fylk- ismanna þegar opnað verður fyrir fé- lagaskipti á nýjan leik hinn 15. næsta mán- aðar. „Eyjólfur óskaði eftir því við Aðalstein þjálfara fyrir nokkru hvort hann mætti æfa með liðinu ef til þess kæmi. Það eina sem hefur gerst er að Eyjólfur hefur mætt upp í Árbæjarþrek þar sem hann hefur lyft lóðum en hann hefur ekki ennþá mætt á neinar æfingar úti á vellinum. Ég reikna þó með því að hann sjáist á grasinu innan tíðar,“ sagði Ámundi Halldórsson, for- maður knattspyrnudeildar Fylkis, við Morgunblaðið. Ámundi segir að Fylkir sé ekki íbeinum viðræðum við Eyjólf en hann útilokar þó ekki að hann leiki með liðinu síðar í sumar. „Við tókum þá ákvörðun að láta málið algjörlega í hendurnar á hon- um. Hann veit hver hugur okkar er enda höfum við margoft rætt við hann, bæði í fyrra og í vetur. Boltinn er hjá honum en það er klárt mál af okkar hálfu að ef hann tekur þá ákvörðun að hella sér á fullu út í boltann og vill spila með okkur munum við setjast niður með honum.“ Eyjólfur æfir í Árbænum Morgunblaðið/Kristján  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, segir að ekki komi til greina að kaupa Lorenzo Amoruso, varnarmann Glasgow Rangers. „Amoruso er góður leikmaður en við erum bara ekki að leita að varnar- manni um þessar mundir og því er Amoruso ekki til skoðunar hjá okk- ur,“ sagði Wenger í gær.  ÞÝSKA knattspyrnufélagið Schalke hefur ráðið Jupp Heynckes sem þjálfara liðsins. Heynckes þjálf- ar nú Atletico Bilbao en fer þaðan í lok tímabilsins og tekur við Schalke- liðinu. Hátindur ferils Heynckes var þegar hann stýrði Real Madrid til sigurs í Meistaradeild Evrópu árið 1998.  FORVÍGISMENN ítalska félags- ins Udinese hafa staðfest að Liver- pool sé á höttunum eftir David Piz- arro, sóknarmanni frá Chile, en hann er í röðum ítalska félagsins.  TALIÐ er líklegt að Ástralinn Brett Emerton muni ganga til liðs við Newcastle United í sumar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Emerton er 24 ára miðjumaður og leikur með Feyenoord í Hollandi. Emerton er metinn á um 500 millj- ónir íslenskra króna, en fyrir aðeins ári hafnaði Feyenoord átta milljóna punda tilboði í kappann, en það til- boð kom frá Newcastle.  OLIVER Kahn, markvörður Bayern München og þýska lands- liðsins, ætlar að hætta að leika knatt- spyrnu eftir heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi árið 2006. Kahn hefur áhuga á að taka við sem fram- kvæmdastjóri hjá Bayern München eftir að hann hættir að spila með München en Uli Hoeness gegnir því starfi í dag.  STEFFEN Freund vill leika áfram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en Freund lék með Tottenham á síð- ustu leiktíð. Freund er 33 ára gamall og var mjög vinsæll hjá stuðnings- mönnum Tottenham en Glenn Hoddle, knattspyrnustjóri liðsins, ákvað að gera ekki nýjan samning við hann.  PAUL Konchesky, leikmaður Charlton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, kom forráðamönnum félagsins í opna skjöldu í gærmorgun þegar hann afhenti Alan Curbishley, knattspyrnustjóra félagsins, ósk um að vera settur á sölulista.  „MÉR finnst ég hafa hæfileikana til að geta leikið með enska landslið- inu á EM 2004 sem vinstri bakvörð- ur. En stjórinn vill nota mig sem kantmann og það gerir mér mun erf- iðara fyrir. Ég þarf að fara í lið þar sem ég fæ að leika í stöðu vinstri bakvarðar. Mér þykir vænt um það að stuðningsmenn félagsins viti að ákvörðun mín er eingöngu knatt- spyrnulegs eðlis en ekki vegna pen- inga,“ sagði Paul Konchesky. For- vígismenn Charlton hafa orðið við ósk Konchesky. FÓLK Beckham, sem er 28 ára gamallog hefur verið í röðum Man- chester United frá 14 ára aldri, gengst undir læknisskoðun hjá Real Madrid hinn 1. júlí næstkomandi og í kjölfarið skrifar hann undir fjögurra ára samning við félagið. Kaupverðið er 25 milljónir punda sem er jafn- virði 3,1 milljarðs íslenskra króna. 20 milljónir punda, 2,4 milljarða króna, greiðir Real Madrid út fyrir undir- skrift en 5 milljónir punda koma svo í kassann hjá United við ákveðinn leikjafjölda sem Beckham leikur fyr- ir Madrídarliðið. Væntanleg félagaskipti enska landsliðsfyrirliðans hafa valdið miklu fjaðrafoki, ekki bara á Bret- landseyjum, heldur um víða veröld og ekki síst í Japan þar sem Beck- ham og frú eru að spóka sig þessa dagana. Hefði séð eftir því að hafna boði Real Madrid Beckham sendi frá sér tilkynn- ingu þegar fregnirnar um félaga- skiptin bárust út og þar segir meðal annars: „Ég verð að viðurkenna að þetta er frábært tækifæri fyrir mig á þessum tímapunkti á ferli mínum. Ég hefði séð eftir því síðar ef ég hefði hafnað boði um að fá að leika með frábæru liði eins og Real Ma- drid sem hefur heimsklassaleikmenn í sínum röðum. Ég þakka Alex Ferguson fyrir að hafa gert mig að þeim leikmanni sem ég er í dag og ég fer frá Manchester United með miklum söknuði. Ég hef átt frábær- an tíma hjá félaginu og sá tími mun aldrei líða mér úr minni. Ég óska fé- laginu alls hins besta og með hvat- ingu fyrirliðans Roy Keane veit ég að Manchester United mun halda áfram að eflast.“ Vikulaun Beckhams hjá Real Madrid verða 90.000 pund eða 11 milljónir króna en þar með er ekki allt talið. Beckham kemur til með að fá drjúgan hlut af söluvarningi á ímynd sinni og þar eru engir smá- aurar á ferð. Sparkspekingar á Englandi hafa á undanförnum dögum og vikum keppst um að greina frá væntanleg- um félagaskiptum Beckhams. Ný- kjörinn forseti Barcelona sankaði að sér atkvæðum í forsetakjöri sem tryggði honum stólinn þegar hann greindi frá því fyrir kjörið að hann hefði náð samkomulagi við Man- chester United um kaup á Beckham. En eins og marga grunaði var það kosningabrella. Beckham blés á það frá upphafi að fara til Börsunga enda liðið skör lægra á stalli en stjörnum prýtt lið Real Madrid og að auki ekki þátttakandi í Meistaradeildinni. Elduðu grátt silfur saman Margir vilja tengja brotthvarf Beckhams við ósætti hans við knatt- spyrnustjórann Alex Ferguson en oftar en ekki elduðu þeir grátt silfur saman. Sögusagnir um að Beckham færi frá United í lok leiktíðar fengu byr undir báða vængi strax í vetur þegar Beckham og Ferguson lenti harkalega saman eftir tapleik Unit- ed á móti Arsenal í bikarkeppninni sem lauk með því að Beckham skrámaðist á höfði. Upp frá því er talið að Beckham hafi tekið þá ákvörðun að róa á önnur mið og þeg- ar Ferguson setti hann á bekkinn í leiknum á móti Real Madrid í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar var Beckham enn ákveðnari í að yfirgefa Old Trafford. „Fær að taka einhverjar aukaspyrnur“ Þegar Beckham verður orðinn liðsmaður Real Madrid og klæðist treyju hvíta liðsins númer 77 (Raul númer 7) verður Madrídarliðið sam- ansafn snillinga og annað eins stjör- nulið varla búið til aftur. Zinedine Zidane, Ronaldo, Luiz Figo, Roberto Carlos, Raúl, Beckham, Makalele og svona mætti lengi telja. Er nema von að keppinautar Real Madrid á Spáni og í Meistaradeildinni séu farnir að skjálfa á beinunum fyrir næstu leik- tíð. „Með Beckham innanborðs verð- ur Real Madrid enn betra lið og hann mun smellpassa inn í leikstíl okkar,“ segir Jorge Valdono, stjórn- arformaður Real Madrid. „Ég leyfi honum að taka einhverj- ar aukaspyrnur en bara nokkrar. Hann verður ekki bara að keppa við mig um að taka þær heldur líka Zid- ane, Figo og Hierro,“ sagði Roberto Carlos, aukaspyrnusérfræðingur Madrídarliðsins. Viðbrögð í herbúðum ensku meist- aranna eru blendin en fregnir um brotthvarf Beckhams virðast ekki hafa komið leikmönnum United sér- lega á óvart. Alex Ferguson hefur oftar en ekki þótt djarfur í sínu ráða- bruggi og haft hefur verið á orði að það aðdráttarafl sem Beckham er orðinn, ekki bara sem knattspyrnu- maður heldur „fígúra“ utan vallar, hafi orðið til þess að Ferguson tók þá ákvörðun að selja skærustu stjörnu sína þar sem hún væri farin að skyggja á félagið sjálft og ekki síður knattspyrnustjórann. „Ég hef þekkt David síðan hann var 11 ára og það hefur verið mjög ánægjulegt að sjá hann vaxa úr grasi og þroskast í að verða sá leikmaður sem hann er í dag. David hefur verið óaðskiljanlegur partur af Manchest- er United og velgengni þess mörg undanfarin ár,“ sagði Ferguson í til- kynningu sem hann sendi frá sér á heimasíðu Manchester United. Ferguson getur nú einbeitt sér að fullu að því að styrkja leikmannahóp sinn en helst hafa fjórir leikmenn verið nefndir sem efstir á óskalista hans – Brasilíumaðurinn Ronaldinho hjá Paris SG, Leeds-leikmennirnir Harry Kewell og Paul Robinson markvörður og hollenski framherj- inn Patrick Kluivert hjá Barcelona. Roy Keane, fyrirliði Manchester United, sagði eðlilega sárt að sjá á eftir Beckham en margir hafa sagt að Keane hafi lagt það til við Fergu- son að bola Beckham í burtu. Keane styður ákvörðun Fergusons „Ég styð ákvörðun Fergusons og ég veit að hann er að gera það sem hann telur að Manchester United henti best. Ef hann telur rétt að láta Beckham fara þá er hann í fullum rétti til að gera það. Ferguson hefur í gegnum árin selt frá sér toppleik- menn. Þar get ég nefnt menn á borð við Andy Cole og Dwight Yorke og þó að sala þeirra hafi verið umdeild kom það ekki niður á félaginu heldur þvert á móti. Menn koma og fara í knattspyrnunni og þannig verður það áfram. Ég er alveg sannfærður um að félaginu mun vegna vel áfram þó að við leikmennirnir sjáum eftir honum,“ sagði Keane. Real Madrid vann orr- ustuna um Beckham DAVID Beckham lýsir vænt- anlegum félagaskiptum frá Manchester United til Real Madrid sem einstöku tækifæri fyrir sig á ferlinum en í fyrra- kvöld bárust þær fréttir út um heimsbyggðina að þessi líklega frægasti knattspyrnumaður heims um þessar mundir hefði ákveðið að ganga í raðir spænska stórliðsins. AP Meðan allt lék í lyndi. Sir Alex Ferguson og David Beckham glaðir á góðri stundu á Old Trafford í maí á síðasta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.