Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ og gangi það eftir hyggst hún einn- ig halda áfram söngnámi í höf- uðborginni en taka sér frí frá hljóð- færanáminu. „Það getur verið mjög gott að hvíla sig á náminu með því ANNA Kristín Þórhallsdóttir frá Akureyri hlaut hæstu einkunn ný- stúdenta sem útskrifuðust frá Menntaskólanum á Akureyri að þessu sinni, eða 9,5. Anna Kristín hefur haft í nógu að snúast und- anfarin ár því hún útskrifaðist af tveimur brautum skólans, nátt- úrufræði- og tónlistarbraut og lauk 198 einingum en venjulegt stúd- entspróf er 140 einingar. Tónlistin hefur alla tíð skipað stóran sess hjá Önnu Kristínu, hún hefur stundað tónlistarnám frá barnsaldri og hún tók hæsta söng- prófið frá Tónlistarskólanum á Ak- ureyri nú í vor. Þá hefur hún einnig lært á píanó og flautu í nokkur ár. Anna Kristín lætur ekki deigan síga því í næstu viku ætlar hún svo að þreyta inntökupróf í læknisfræði við Háskóla Íslands. Hún gerir sér vonir um að komast í læknadeildina að taka lagið eða grípa í hljóðfæri.“ Alls munu hátt í 200 manns taka inntökupróf í læknadeild í næstu viku, að sögn Önnu Kristínar, en aðeins 48 þeirra komast inn. „Það þýðir ekkert annað en að reyna og ef ég kemst ekki inn geri ég bara eitthvað annað. En ég er vel und- irbúin úr MA og það ætti að koma sér vel.“ Anna Kristín sagði að árin í MA hefðu verið alveg frábær. „Þetta hefur ekki verið auðvelt en ég hef mjög gaman af því að læra. Ég sökkvi mér þó ekki í bækurnar og eyði tíma með mínum vinum. En ég er þegar farin að sakna skólans og það er í raun ótrúlegt að þetta skuli vera búið. Maður yfirgefur skólann með gott veganesti út í lífið og þar hef ég eignast góða vini.“ Anna Kristín var hlaðin við- urkenningum á skólahátíð MA. Hún fékk gylltu ugluna sem dúx skólans, hún fékk viðurkenningu fyrir kunn- áttu í náttúrufræði, Halldórs- verðlaunin fyrir kunnáttu í ís- lensku, verðlaun fyrir fágæt vinnubrögð og mikla þekkingu í sögu og verðlaun fyrir framúrskar- andi kunnáttu í efnafræði. For- eldrar Önnu Kristínar eru Þóra Steinunn Gísladóttir, sérkennari frá Siglufirði, og Þórhallur Hösk- uldsson, sóknarprestur á Akureyri, sem lést árið 1995. Útskrifaðist af tveimur brautum Morgunblaðið/Kristján Anna Kristín Þórhallsdóttir TRYGGVI Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, braut- skráði síðasta stúdentahóp sinn 17. júní, alls 130 stúdenta, 78 stúlkur og 52 pilta. Tryggvi lætur af störfum í sumar og við tekur Jón Már Héðins- son. Í ávarpi sínu á skólahátíðinni ræddi Tryggvi m.a. um hugmyndir þess efnis að lengja skólaárið og stytta nám til stúdentsprófs, og sagði það raunar ekki umflúið. „Stytting náms til stúdentsprófs verður að mínum dómi ekki umflúin. Ástæðurnar eru margar. Krafa tím- ans er aukin afköst eða með öðrum orðum betri nýting á fjármunum, en því verður ekki móti mælt að nota má tíma og fjármuni betur í skólum. En til þess verður löggjafinn, Alþingi, að breyta lögum um framhaldsskóla, gera þau rýmri og sjá um að fjármun- ir séu til þess að vinna verkin,“ sagði Tryggvi m.a. Skólameistari telur að það að auka ábyrgð nemenda sé mikilsverður þáttur í nýsköpun í skólakerfinu, „...en undanfarin ár hefur það færst í vöxt að framhaldsskólar eru að hluta orðnir geymslustofnanir fyrir fólk sem veit ekki hvað það vill. Nemend- ur þurfa að fá auknar leiðbeiningar og ráðgjöf í skólanum til þess að átta sig á því hvað þeir vilja, en því fyrr sem ungt fólk tekur stefnu í lífinu því betra. Vegna þess að nemendur vita ekki hvað þeir vilja hefur gætt námsleiða. Nemendur vita ekki hvað þeir vilja og krefjast síðan réttlætingar af skólan- um á því námi sem þeir hafa valið. Sumir þessir nemendur hugsa þá meira um að taka þátt í samkvæm- islífi en að stunda nám. Þessum orð- um mínum til skýringar vil ég nefna þrennt. Í fyrsta lagi hefur komið í ljós að stór hluti framhaldsskólanema stundar einhverja vinnu með vetrar- námi sínu til þess að kosta skemmt- anir og samkvæmislíf. Í öðru lagi hef- ur komið í ljós að meiri hluti framhaldsskólanema notar lítinn tíma til heimanáms, sem kennsluskipan sú, sem nú er notast við, gerir þó ráð fyr- ir. Í þriðja lagi er árangur í samræmi við þessa ástundun og brottfall úr framhaldsskólum mikið, mun meira en í nágrannalöndum okkar.“ Tryggvi nefndi sem dæmi að brott- fall úr bóklegu námi á Íslandi er 25%, en aðeins 5% í Danmörku og 10% í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. „Þá má nefna að innritun í bóknám á Íslandi er 65% af árgangi, en 35% í Danmörku og 40% í Noregi eða með öðrum orðum: Innritun í starfsnám á Íslandi er 25% en 55% í Danmörku og 50% í Noregi, en heildarinnritun í framhaldsskóla er hin sama á öllum Norðurlöndunum eða um 90%.“ Hann sagði hluta af nýsköpun í skólastarfi á Íslandi því að auka hlut starfsmenntunar, „eins og mjög er talað um, en til þess þarf atvinnulífið – Samtök atvinnulífsins – að móta starfsnám og taka beinan þátt í kostn- aði. Það þarf því að skilja betur á milli starfsnáms og náms sem stundað er til undirbúnings öðru námi.“ Aukin ábyrgð kennara „Í þessari nýsköpun skólastarfsins eru möguleikar á að hækka laun kennara og binda laun þeirra árangri, árangurstengja laun kennara, gera kennara ábyrga fyrir árangri af starfi sínu og láta stjórnskipaða prófdóm- ara fylgjast með að kröfum námskrár sé fylgt.“ Tryggvi lýsti einnig þeirri skoðun sinni að sjálfsagt væri að taka upp skólagjöld, eins og hann nefndi raun- ar í viðtali við Morgunblaðið á sunnu- daginn. „Þess má einnig geta að í ný- legri skýrslu um íslensk efnahagsmál bendir Efnahags- og framfarastofn- unin OECD á, að lítil kostnaðarþátt- taka íslenskra nemenda virðist vera ein helsta ástæða fyrir löngum náms- tíma íslenskra háskólanema. Þessi nýsköpun í skólakerfinu kost- ar vilja, bæði pólitískan vilja og vilja af hálfu almennings og Samtaka at- vinnulífsins. Nýsköpun af þessu tagi er hvorki einföld né auðveld og getur kostað blóð, tár og svita og hugsan- lega getur eitthvað tapast, en að mín- um dómi vinnst miklu fleira en það sem tapast og nú er þörf breytinga. Þetta er aðkallandi verkefni og vona ég að stjórnvöld, Samtök atvinnulífs- ins, kennarar, nemendur og foreldrar beri gæfu til að skiptast á skoðunum um þetta mikilsverða mál á heiðarleg- an hátt.“ Tryggvi Gíslason brautskráði stúdenta frá Menntaskólanum á Akureyri í síðasta skipti Nýstúdentar frá MA með hvíta kolla eftir útskriftina á þjóðhátíðardaginn. Nýsköpunar þörf í skólastarfinu Morgunblaðið/Kristján Tryggvi Gíslason, skólameistari MA, flytur ávarp sitt til nýstúdenta. MIKILL fjöldi fólks tók þátt í há- tíðahöldum á þjóðhátíðardaginn á Akureyri í blíðskaparveðri og fóru þau mjög vel fram og án áfalla að sögn lögreglu. Dag- skráin hófst á Hamarkotsk- löppum, þar sem séra Gunn- laugur Garðarsson var með helgistund, Þóra Ákadóttir, for- seti bæjarstjórnar, flutti ávarp og Lúðrasveit Akureyrar og Kór Glerárkirkju léku og sungu. Frá Hamarkotsklöppum var haldið fylktu liði á Ráðhústorg, þar sem boðið var upp á skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Um kvöldið var skemmtun á Ráðhústorgi, með tónlist og skemmtiatriðum, sem einnig var mjög vel sótt. Eins og venja er gengu nýstúdentar úr MA í gegnum bæinn um mið- nætti. Bílaklúbbur Akureyrar stóð að venju fyrir stórskemmti- legri bílasýningu við Oddeyr- arskóla og mætti þangað fjöldi fólks. Morgunblaðið/Kristján Mighty Garret skemmtir Akureyringum og gestum á Ráðhústorgi. Fjöldi fólks tók þátt í 17. júní-hátíðahöldum JAFNRÉTTISNEFND Akur- eyrar stendur fyrir útisamveru við Hamra, ofan Akureyrar, í dag kl. 17–19 í tilefni Kvenrétt- indadagsins. Þar hefur konum verið tileinkaður sérstakur reitur og verður gróðursett í hann í fyrsta skipti. Einnig verður leitað eftir hugmyndum að nafni á reitinn. Gerður Jóns- dóttir, formaður jafnréttis- og fjölskyldunefndar Akureyrar- bæjar, mun setja samkomuna, Vilborg Ólafsdóttir nýstúdent flytur stutt ávarp, Bryngeir Kristinsson spilar á harmon- ikku, Þórhalla Andrésdóttir stjórnar leikjum fyrir börn á öllum aldri og að lokum mun Tryggvi Marinósson stjórna gróðursetningu í reitinn. Kvenréttindadagurinn Vígsla gróðurreits Guðrún Gunnarsdóttir syngur vin- sælustu lög Ellýjar Vilhjálms söng- konu í Ketilhúsinu föstudaginn 20. og laugardaginn 21. júní kl. 21. Einnig mun Guðrún koma fram á Veitingastaðnum Sölku á Húsavík kl. 16 á laugardeginum. Gesta- söngvari verður Friðrik Ómar Hjörleifsson og með þeim munu spila Eyþór Gunnarsson, hljóm- sveitarstjórn og píanó, Sigurður Flosason, saxafónn, klarinett, þver- flauta og slagverk, Erik Qvick, trommur, Birgir Bragason, kontra- bassi. Forsala aðgöngumiða er hafin í Ketilhúsinu, miðaverð er 2000 kr. Afsláttur er fyrir Gilfélaga, eldri borgara og börn. Á NÆSTUNNI Í kvöld kl. 20 opnar Pétur Krist- jánsson skúlptúrsýningu í galleríinu Kompunni, Kaupvangsstræti 23 á Akureyri. Pétur er búsettur á Seyð- isfirði og hefur starfað af miklum dugnaði að menningarmálum þar í bæ. Hann hefur tekið þátt í sýn- ingum víða um heim og er einn af stofnendum Dieter Roth-akademí- unnar. Kompan býður bæjarbúa og gesti velkomna á opnunina, sem er sú fyrsta eftir hálfs árs hlé. Sýningin stendur til 6. júlí, en Kompan verður opin sýningardaga kl. 14–17. Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.