Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is á mann m.v. tvo fullor›na og tvö börn 2ja - 11 ára 7 nætur í íbú› m/svefnherb. og stofu. 54.082 kr.* Sta›grei›sluver› á mann í tvíb‡li í 7 nætur í íbú› m/svefnherb. og stofu. 59.970 kr.* e›a * Innif.: Flug, flugvallaskattar, gisting, akstur og íslensk fararstjórn. Barnaafsláttur 11.000 kr. Ver› á aukaviku skv. ver›lista. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 15 04 06 /2 00 3 Andrúmslofti› á Krít er einstakt - fla› vita allir sem flanga› hafa komi›. Skelltu flér í eina e›a tvær vikur á flægilega íbú›ahóteli› Golden Bay. Allar íbú›ir eru loftkældar og gengi› er úr sundlaugargar›inum beint út í volgan sjóinn vi› silkimjúka sandströnd. 5 vi›bótaríbú›ir á tilbo›sver›i. Kvenréttindadagurinn 19. júní Kvennaslóðir og kræsilegt rit Hinn 19. júní 1915urðu kaflaskil íkvennabaráttunni á Íslandi, þegar konungur Íslendinga samþykkti stjórnarskrá sem hafði að geyma ný réttindi handa konum til að kjósa og bjóða sig fram til Alþingis. Kven- réttindafélag Íslands hefur haldið upp á daginn í meira en hálfa öld. Kristín Heiða Kristins- dóttir ritstýrir Ársriti Kvenréttindafélags Ís- lands þetta árið en blaðið er liður í því að halda upp á daginn. – Með hvaða hætti mun Kvenréttindafélagið halda 19.júní hátíðlegan í ár? „Dagskráin hefst klukk- an 16.30 með sögugöngu um kvennaslóðir í Kvosinni undir leiðsögn Auðar Styrkársdóttur og lýkur henni á Hallveigarstöðum þar sem Kvenréttindafélagið er til húsa. Þar verður opið hús og boðið upp á kaffi. Siv Friðleifsdóttir mun ávarpa samkomuna og Margrét Ákadóttir mun flytja þátt úr leik- riti Guðrúnar Ásmundsdóttur um ævi Ólafíu Jóhannsdóttur. Ólafía var mikil kvenréttindakona og bjó í Noregi í mörg ár þar sem hún helgaði sig þjónustu við utangarðs- fólk og má segja að hún hafi verið eins konar móðir Theresa okkar Íslendinga. Einnig fögnum við því að ársrit Kvenréttindafélagsins, sem heitir einmitt 19. júní, kemur út í dag. Í kvöld kl 20.30 verður útimessa við Þvottalaugarnar í Laugardal í samvinnu Kvenréttindafélagsins, Kvennakirkjunnar og Kvenfélaga- sambands Íslands, þar mun Auður Eir flytja erindi og fulltrúi Fem- inistafélags Íslands mun flytja ávarp auk þess sem kór Kvenna- kirkjunnar ætlar að syngja.“ – Virðist vera jafn mikill bar- áttuhugur í konum nú og áður fyrr? „Já og það er fagnaðarefni hversu mikil umræða hefur verið um jafnréttismál með tilkomu póstlistans Feministinn.is og Fem- inistafélagsins. Það er enn þá mikil þörf fyrir kvennabaráttu, það sést best á launamun kynjanna og mig grunar að baráttan inni á heimil- unum eigi enn langt í land. Margir halda að kvenréttinda- barátta snúist um að konur nái yf- irhöndinni yfir körlum sem er hinn mesti misskilningur því baráttan snýst auðvitað um jafnan rétt allra. Eins gleymist oft í um- ræðunni um nýju fæðingarorlofs- lögin að þau eru ekki síst til að rétta hlut karlmanna svo þeir fái að vera meira inni á heimilunum og taka þátt í uppeldi barna sinna.“ – Kvenréttindakona og femin- isti. Telur þú vera mun þar á? „Í mínum huga stendur þetta fyrir það sama, því kona sem berst fyrir kvenréttindum er augljós- lega feministi. Sumir vilja skil- greina þetta mjög stíft og aðgreina en mér finnst að konur eigi að standa saman sem ein heild í kvenna- baráttunni hvort sem þær eru vinstri- eða hægrisinnaðar, skúr- ingakonur eða fræðikonur, ungar eða gamlar.“ – Telur þú að ungar konur í dag hugsi mikið um kvenréttindi? „Bríeturnar og Feministafélag- ið eru lifandi sönnun þess að ein- hverjar þeirra gera það en margar ungar konur, sem enn eru í námi og barnlausar, halda því miður að sigurinn sé unninn og jafnréttis- málin í höfn. Það virðist líka sem margar konur þekki ekki þá ára- tuga baráttu sem ligggur að baki þeim réttindum sem konur hafa í dag og haldi að þetta hafi allt kom- ið af sjálfu sér.“ – Segðu mér frá ársriti félags- ins? 19. júní kom fyrst út árið 1951 og hefur komið út á hverju ári síð- an þá, utan eins árs. Útgáfa blaðs- ins er partur af því að minnast þessa merka dags í sögu kvenna á Íslandi. Í blaðinu þetta árið ákvað ég að ganga út frá orðunum „kon- ur eru frábærar“, og þá ekki í merkingunni að þær séu betri en karlar, heldur vildi ég fá margar frábærar konur í blaðið. Forsíðu- viðtalið er við Steinunni Ólínu leik- konu, langömmubarn Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, og hún segir okkur meðal annars frá því hvern- ig var að alast upp með þetta stóra nafn á bakvið sig, en Bríet Héðins- dóttir móðir hennar var líka virk í Rauðsokkuhreyfingunni. Konurn- ar í ættinni hennar Steinunnar Ólínu eru „engir lognhattar“ eins og hún segir sjálf. Eva María Jóns- dóttir og Lilja Pálmadóttir tjá sig af eldmóði í blaðinu um jafn- réttismál og segja frá ólseigum konum. Ég er afskaplega hreykin yfir því að þrír karlar, þeir Gísli Marteinn Baldursson, Valdimar Flygenring og Össur Skarphéðins- son, stíga ófeimnir fram og opin- bera konuna sem í þeim býr. Hall- dóra Björt Ewen skoðar dapran hlut kvenna í síðustu kosningum og leitar álits hjá tveimur konum sem komu sjálfar að kosningunum. Þá heim- sótti blaðið tvíburasyst- urnar og bændurna Gróu og Guð- nýju á Ketilvöllum auk þess sem Dáðadrengir sem sigruðu í Mús- íktilraunum sitja fyrir svörum um stelpuleysi í þeirri keppni og þá klámvæðingu sem á sér stað í poppheiminum. Ný ímynd karlmanna er skoðuð og mellur með magaskegg koma einnig fyrir í blaðinu svo eitthvað sé nefnt.“ Kristín Heiða Kristinsdóttir  Kristín Heiða Kristinsdóttir er ritstýra 19. júní, ársrits Kven- réttindafélags Íslands í ár. Hún er fædd 25. mars 1964 í rúmi afa síns og ömmu í Austurhlíð í Bisk- upstungum og ólst þar upp þar til hún flaug úr hreiðrinu um tví- tugt. Kristín Heiða lauk námi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1984 og lauk BA-námi í íslensku frá Háskóla Íslands nokkrum ár- um síðar. Undanfarin 10 ár hefur hún starfað við blaðamennsku. Kristín Heiða er gift Ingvari Erni Sighvatssyni og eiga þau tvö börn, Melkorku og Kristin. Haldið upp á daginn í meira en hálfa öld FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálka- orðu við hátíðlega athöfn á Bessa- stöðum á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Stig orðunnar eru fjögur, stór- krossriddari, stórriddari með stjörnu, stórriddari og riddari, og er forseti Íslands stórmeistari orð- unnar. Fimm manna orðunefnd ger- ir tillögur til stórmeistarans um veit- ingu orðunnar. Þeir sem sæmdir voru orðu eru: Árni Tryggvason leikari, Reykja- vík, riddarakross fyrir leiklist. Ásdís Skúladóttir félagsfræð- ingur, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu aldraðra. Gunnar Snorri Gunnarsson ráðu- neytisstjóri, Reykjavík, stórridd- arakross fyrir störf í opinbera þágu. Halldór Haraldsson skólastjóri, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í þágu tónlistar. Haraldur Stefánsson slökkviliðs- stjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir störf að öryggis- og brunavarna- málum. Hörður Húnfjörð Pálsson bak- arameistari, Akranesi, riddarakross fyrir störf að félags- og atvinnu- málum. Magnús Hallgrímsson verkfræð- ingur, Reykjavík, riddarakross fyrir hjálpar- og endurreisnarstörf á er- lendum vettvangi. Dr. Ragnar Sigbjörnsson prófess- or, Mosfellsbæ, riddarakross fyrir störf í þágu vísinda og mennta. Stefán Runólfsson fv. fram- kvæmdastjóri, Vestmannaeyjum, riddarakross fyrir störf að félags- og sjávarútvegsmálum. Unnur Sigtryggsdóttir hjúkr- unarfræðingur, Reykjavík, ridd- arakross fyrir störf að heilbrigð- ismálum. Þórarinn Eldjárn rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir fram- lag til íslenskra bókmennta. Þórunn Eiríksdóttir húsfreyja, Borgarnesi, riddarakross fyrir störf að félags- og byggðamálum. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Tólf Íslendingar sæmdir fálkaorðunni SIGMUND Jóhannsson teikn- ari er kominn í sumarfrí og munu myndir hans því ekki birtast hér á síðunni næstu vik- urnar. Sigmund í frí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.