Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMENNI mætti í miðbæ Ólafs- víkur er íbúar Snæfellsbæjar héldu 17. júní hátíðlegan. Dagskrá var fjölbreytt, farið var í skrúðgöngu frá Íþróttahúsinu niður í bæ. Áður en skrúðgangan hófst var börnum boðið upp á andlitsmálingu, og voru mörg andlitin máluð í öllum regn- bogans litum. Hátíðahöldin hófust svo um kl. 13 á Þorgímspalli og að sjálfsögðu var fjallkonan mætt með fríðu föruneyti og flutti ávarp en fjallkona var Ólöf Inga Óladóttir. Kirkjukórar Ólafsvíkur og Ingj- aldshólskirkju komu fram og sungu nokkur lög, sýndir voru kántríd- ansar og keppnisgreinar fyrir börn voru fjölmargar, ásamt leiktækjum, sem börnin voru dugleg að nota. Einnig komu fram Pétur Pókus og Bjarni töframaður. Boðið var upp á ókeypis aðgang fyrir hátíðargesti í sjávarsafnið, sem er nýopnað. Gestir komu og skoð- uðu lifandi fiska og sjávarlífverur í búrum, en þetta er eitt stærsta skelja- og krabbasafn í einkaeign. Útigrill var á svæðinu og um kvöldið voru unglingahljómsveitir með tón- leika á Þorgrímspalli. Morgunblaðið/Alfons Fjallkonan Ólöf Inga Óladóttir ásamt fríðu föruneyti. Fjölmenni á þjóðhátíð Ólafsvík ÞAÐ var milt veður og hlýtt en rakt á þjóðhátíðardaginn á Flúðum sem varð til þess að þjóðhátíð- arnefndin flutti hluta af dag- skránni í íþróttahúsið. Séra Eirik- ur Jóhannsson flutti hugvekju, fjallkonan kom fram og Björgvin Sigurðsson alþingismaður flutti ræðu. Utanhúss var kassarallí og kassaklifur og bændur sýndu það nýjasta af búvélakosti sínum. Þá fór fram hið árlega 17. júní-hlaup. Um kvöldið var skemmtun í félags- heimilinu. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Ösp Jóhannsdóttir kom fram í hlutverki fjallkonunnar. Fyrir framan hana eru Jónína Grímsdóttir og Guðríður Eva Þórarinsdóttir. Yngismeyjarnar heita Guðleif Erna Steingrímsdóttir og Sólveig Arna Einarsdóttir. Hlýtt en rakt á þjóðhátíð Hrunamannahreppur 17. JÚNÍ-hátíðahöld fóru vel fram á Austurlandi, en í misjöfnu veðri þó. Þannig var léttskýjuð lognkyrrð á Fljótsdalshéraði, en rigning á fjörð- unum. Margt var um að vera á há- tíðahöldum sem fram fóru í Tjarn- argarðinum á Egilsstöðum og á Eskifirði, eins og sjá má. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir og Helgi Garðarsson Flaggað í sól og rigningu Austurland Hafnarfirði 17.-22. júní 2003 víkinga Sólstöðuhátíð í St af ræ na hu gm yn da sm ið ja n / 3 27 7 Fjölskylduhátíð Víkingamarka›ur • Leikhópur Bardagavíkingar • Erlendir víkingar Víkingaveitingasta›ir í tjöldum Sjófer›ir • Hestar ofl.ofl. Víkingahátíð viðFjörukrána Handverksvíkingar • Dansleikir Víkingasveitin • Kraftajötnar Glímumenn • Hla›bor› • Blót Víkingaveislur öll kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.