Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR
44 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SÖREN Hermansen, danski fram-
herjinn í liði Þróttar, var kampa-
kátur að leikslokum enda gerði
leikmaðurinn út um leikinn á loka-
mínútunni. Þetta er annar leik-
urinn í röð þar sem Sören gerir
sigurmarkið en hann skoraði einn-
ig markið sem skildi að Þrótt og
Val í síðustu umferð. Sören var
markahæsti maður deildabikarsins
í vor og hefur nú gert þrjú mörk í
úrvalsdeildinni.
„Þjálfarinn var búinn að ákveða
að taka mig út af en þegar Fylk-
ismaðurinn (Ólafur Ingi Skúlason)
fékk rautt spjald snerist honum
hugur og ákvað að leika með
þriggja manna sóknarlínu. Það er
frábært að skora sigurmarkið ann-
an leikinn í röð en ég fann mig
samt ekki vel í kvöld. Mér fannst
ég aldrei komast í almennilegan
takt við leikinn fyrr en á lokamín-
útunni þegar ég fékk þrjú góð
marktækifæri og skoraði loks. Þó
svo að Fylkismenn hafi verið
meira með boltann sköpuðu þeir
sér ekkert góð marktækifæri og
markið sem þeir skoruðu var gjöf
af okkar hálfu,“ sagði Sören Her-
mansen.
Eftir að hafa byrjað mótið á því
að tapa tveimur leikjum þá hlýtur
það að vera sætt að hafa náð að
sigra þrjá leiki í röð?
„Deildin er mjög jöfn eins og
stendur en þrír sigrar í röð þýða
að nú getum við kannski reynt að
gera betur en bara að halda okkur
í deildinni sem var markmið okkar
fyrir mót,“ sagði Sören Her-
mansen, leikmaður Þróttar, í sam-
tali við Morgunblaðið á Laug-
ardalsvelli í gær. Þróttarar mæta
næst Grindavík á útivelli, en þeir
sitja í fallsæti deildarinnar. Þrótt-
arar fara eflaust suður með sjó
fullir sjálfstrausts.
„Þjálfarinn ætlaði að taka
mig út af en snerist hugur“
GRÉTAR Hjartarson var ekki í
leikmannahópi Grindavíkur gegn
FH í gærkvöld og í dag skýrist fram-
haldið hjá honum. Grétar fer þá í
rannsókn á ökklanum, og þá skýrist
hvort hann komist fljótlega í gang,
eða hvort hann leiki jafnvel ekkert
með Grindavíkurliðinu í sumar.
TVENNIR bræður voru í byrjun-
arliði Grindvíkinga í gærkvöldi, Ray
og Michael Jónssynir og þeir Ólafur
Örn og Guðmundur A. Bjarnasynir.
LEE Sharpe var hins vegar ekki í
leikmannahópi félagsins, meiddist
líttillega í bikarleiknum gegn U-23
liði Keflavíkur á dögunum.
CHARLES McCormick, írski leik-
maðurinn hjá Þrótti, var ekki í leik-
mannahópnum gegn Fylki í gær-
kvöld þar sem hann svaf yfir sig á
morgunæfingu félagsins á þjóðhátíð-
ardaginn.
ÞORVALDUR Makan Sigbjörns-
son, leikmaður KA í knattspyrnu var
í gær úrskurðaður í eins leiks bann
vegna rauða spjaldsins sem hann
fékk gegn ÍA. Árni Kristinn Gunn-
arsson, leikmaður Breiðabliks var
einnig úrskurðaður í eins leiks bann,
vegna fjögura gulra spjalda.
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í
handknattleik tapaði fyrir danska
úrvalsdeildarliðinu Ikast/Bording,
32:29, í æfingaleik í Holstebro í
fyrrakvöld. Hrafnhildur Skúladóttir
var markahæst með 6 mörk, Alla
Gokorian skoraði 4 og þær Brynja
Steinsen, Inga Fríða Tryggvadóttir,
Drífa Skúladóttir og Dagný Skúla-
dóttir skoruðu 3 mörk hver.
GAUTI Jóhannesson, hlaupari úr
UMSB, kom fyrstur í mark í 800 m
hlaupi á móti í Västerås í Svíþjóð á
þriðjudaginn. Gauti hljóp vega-
lengdina á 1.55,38 mín.
JOAN Laporta, nýkjörinn forseti
Barcelona, er ekki í mjög góðum
málum. Hans kosningaloforð fyrir
forsetakosningarnar í síðustu viku
var að krækja í David Beckham en
nú þegar hann er genginn í raðir
erkifjendanna í Real Madrid eru
stuðningsmenn Börsunga allt annað
en ánægðir. Til að reyna að bjarga
eigin andliti hefur Laporta beint
sjónum sínum að Brasilíumanninum
Ronaldinho og hann segist ætla að
gera allt sem í hans valdi stendur til
að fá hann til félagsins.
FRAMTÍÐ Luis Figo hjá spænska
knattspyrnurisanum Real Madrid
þykir óljós eftir kaup liðsins á David
Beckham, fyrirliða enska landsliðs-
ins. Nú hefur Inter Milano á Ítalíu
sagst hafa áhuga á því að fá Figo til
liðs við sig. „Ég get staðfest það að
Figo er einn af þeim leikmönnum
sem við erum að skoða þessa dag-
ana,“ sagði Massimo Moratti, stjórn-
arformaður Inter Milano.
JAAP Stam, varnarmaður Lazio
og hollenska landsliðsins, er undir
smásjánni hjá Evrópumeisturum AC
Milan um þessar mundir.
FÓLK
FINNUR Kolbeinsson, miðvall-
arleikmaður Fylkis og besti leik-
maður úrvalsdeildarinnar í fyrra,
var ósáttur í leikslok í gærkvöldi.
„Við vorum slakir í fyrri hálfleik
og misstum boltann alltof oft. Í
seinni hálfleik lékum við mun bet-
ur og þegar við jöfnuðum leit
þetta miklu betur út. Eftir markið
vorum við hættulegir og maður
var farinn að halda að kannski
tækist okkur að knýja fram sigur
en síðan kom þetta rauða spjald.
Eftir brottreksturinn héldum við
samt áfram að sækja en okkur var
refsað grimmilega. Við höfum
leikið vel á heimavelli og skorað
þar helling af mörkum en það
dugar ekki ef við ætlum okkur að
vera með í toppbaráttunni. Það er
alveg ljóst að við verðum að fara
að vinna leiki á útivelli,“ sagði
Finnur Kolbeinsson í samtali við
Morgunblaðið.
Markið sem Finnur skoraði í
gær var fyrsta markið sem hann
skorar í efstu deild í tæp tíu ár.
Finnur skoraði síðast gegn KR á
útivelli í 3:1 sigri Fylkismanna
hinn 17. ágúst 1993.
„Okkur var refsað “
Nýliðar Þróttar eru komnir meðníu stig eftir þrjá sigra í röð,
jafnmörg og Fylkismenn sem hefðu
með sigri náð
tveggja stiga for-
ystu í deildinni, og
með jafntefli hefðu
þeir verið á toppn-
um á betri markatölu en KR – sem í
staðinn er í forystuhlutverkinu eftir
fimm umferðir.
Leikur Reykjavíkurfélaganna
var bráðfjörugur á hálum Laugar-
dalsvellinum og liðin sköpuðu sér
mikið af marktækifærum. Einkum
Fylkismenn en þeir voru sérlega
óhittnir á mark Þróttara í fyrri hálf-
leiknum og átta markskot þeirra af
níu fyrir hlé geiguðu. Mörg naum-
lega, Haukur Ingi Guðnason var
ágengur framan af og Finnur Kol-
beinsson fyrirliði átti bestu tilraun-
ina þegar hann skaut naumlega yfir
úr upplögðu færi á 17. mínútu.
Fylkir sótti stíft framan af leikn-
um en Þróttarar komu smám saman
meira inn í hann og það voru þeir
sem fengu hættulegustu færi hálf-
leiksins. Valur Fannar Gíslason
bjargaði á marklínu frá Björgólfi
Takefusa, en það var síðan Björg-
ólfur sem skoraði eina mark hálf-
leiksins fyrir Þróttara á 32. mínútu,
1:0 í hléi.
Upphafsmínútur síðari hálfleiks
voru með eindæmum líflegar. Fylk-
ismenn byrjuðu með geysilegum
sóknarþunga og sköpuðu sér góð
færi en Þróttarar svöruðu jafnan
með stórhættulegum skyndisókn-
um. Þeir fóru heldur betur illa með
færi til að komast í 2:0 á 53. mínútu
– þegar þeir fengu sjötta góða
marktækifærið sem leit dagsins ljós
eftir hlé. Guðfinnur Ómarsson
komst aleinn gegn Kjartani Sturlu-
syni markverði en í stað þess að
skjóta renndi hann boltanum á Sö-
ren sem var rangstæður. Það var í
eina skiptið, þar til á lokasekúnd-
unum, sem sá danski sást uppvið
mark Fylkis.
Eftir þetta má segja að Fylkis-
menn hafði ráðið lögum og lofum á
vellinum. Þeir sendu Sævar Þór
Gíslason og Þórhall Dan Jóhanns-
son til leiks, ekki slæmir varamenn
það, og uppskáru loks jöfnunar-
mark frá Finni, korteri fyrir leiks-
lok, 1:1. Eftir það virtist spurningin
aðeins sú hvort Þrótturum tækist
að hanga á stiginu, og þar með
hvort Fylkir næði tveggja stiga for-
ystu í deildinni eða léti sér duga að
vera efstur á markatölu.
Sævar nýtti ekki dauðafæri rétt
eftir markið, skaut framhjá eftir
mikla rispu Hauks Inga upp allan
völl. Átta 8 mínútum fyrir leikslok
kom síðan vendipunkturinn. Ólafur
Ingi Skúlason, miðjumaður Fylkis,
var rekinn af velli með sitt annað
gula spjald. Tíu Árbæingar héldu
áfram að sækja en voru þunnskip-
aðir á miðjunni og það kom þeim í
koll. Ásgeir Elíasson, þjálfari Þrótt-
ar, notaði hins vegar tækifærið og
skipti inn á sóknarmanni á ný, eftir
að hafa áður framkvæmt varnar-
sinnaða skiptingu. Eftir að þriðji
varamaður Fylkis, Ólafur Páll
Snorrason, klúðraði sendingu í
vænlegri stöðu uppvið mark Þrótt-
ar náðu þeir röndóttu skyndisókn –
og úr þriðja dauðafærinu sem hún
gaf af sér skoraði Sören sigurmark-
ið. Þá höfðu verið spilaðar 3 mín-
útur og 50 sekúndur af uppbótar-
tíma.
Þróttarar staðfestu með sigrin-
um að þeir geta lagt hvaða lið sem
er að velli og ættu að vera komnir
með gott sjálfstraust fyrir komandi
átök. Fylkismenn geta hins vegar
sjálfum sér um kennt, þeir fengu
næg marktækifæri til að innbyrða
sigur. Þeir áttu þó besta mann vall-
arins, Helga Val Daníelsson, sem
byggði upp flestar sóknir þeirra úr
stöðu hægri bakvarðar.
Sören birtist
á örlaga-
stundu
SÖREN Hermansen hefur orð á sér fyrir að vera ekta markaskorari.
Sést ekki langtímum saman, en þegar rétta stundin rennur upp, er
hann á réttum stað. Þessi reyndi danski sóknarmaður var Þrótt-
urum dýrmætur í gærkvöld þegar þeir unnu óvæntan sigur á Fylk-
ismönnum, 2:1, á Laugardalsvellinum, í fyrstu viðureign þessara
liða í efstu deild frá upphafi. Árbæingar voru betri aðilinn megnið af
leiknum og Þróttarar höfðu ekki átt markskot í 40 mínútur þegar
Sören batt endahnútinn á síðustu sókn leiksins. Aðeins 43 sek-
úndum eftir að hann sendi boltann í tómt mark Fylkis af örstuttu
færi flautaði Jóhannes Valgeirsson til leiksloka og „Lifi Þróttur“
ómaði um stúkuna í Laugardalnum sem aldrei fyrr.
Víðir
Sigurðsson
skrifar
Morgunblaðið/Jim Smart
Finnur Kolbeinsson, fyrirliði Fylkis, sækir að marki Þróttar.
Þróttur R. 2:1 Fylkir
Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeildin,
5. umferð
Laugardalsvöllur
Miðvikudaginn 18. júní
2003
Aðstæður:
Blautur völlur, lyngt, sól í
byrjun, rigning þegar á leið
Áhorfendur: 1.175
Dómari:
Jóhannes Valgeirsson,
KA, 4
Aðstoðardómarar:
Ólafur Ragnarsson,
Eyjólfur Finnsson
Skot á mark: 10(8) - 22(8)
Hornspyrnur: 3 - 6
Rangstöður: 1 - 2
Leikskipulag: 4-3-3
Fjalar Þorgeirsson M
Ingvi Sveinsson M
Eysteinn P. Lárusson M
Jens Sævarsson
Ólafur Tryggvason
Halldór A. Hilmisson M
Páll Einarsson M
Hallur Hallsson
(Hjálmar Þórarinsson 82.)
Björgólfur Takefusa M
Sören Hermansen
Guðfinnur Þ. Ómarsson
(Erlingur Þ. Guðmundsson 72.)
Kjartan Sturluson M
Helgi Valur Daníelsson MM
Hrafnkell Helgason M
Valur Fannar Gíslason M
Gunnar Þór Pétursson
Finnur Kolbeinsson M
Sverrir Sverrisson
(Þórhallur Dan Jóhannsson 59.)
Ólafur Ingi Skúlason
Haukur Ingi Guðnason M
Björn Viðar Ásbjörnsson
(Sævar Þór Gíslason 56.)
Theódór Óskarsson
(Ólafur Páll Snorrason 79.)
1:0 (32.) Halldór Hilmisson lék upp völlinn hægra megin og átti laglega send-
ingu á Björgólf Takefusa. Hann sneri laglega á varnarmann rétt utan
vítateigs, lék inn í teiginn og sendi boltann með jörðinni framhjá Kjart-
ani markverði.
1:1 (75.) Jens Sævarsson átti misheppnaða aukaspyrnu frá eigin vítateig. Finn-
ur Kolbeinsson komst inn í sendinguna á miðjum vallarhelmingi Þrótt-
ar, lék upp að vítateig, sneri laglega á varnarmann og sendi boltann í
markhornið hægra megin.
2:1 (90.) Skyndisókn Þróttara og Sören Hermansen fékk boltann í dauðafæri á
markteigshorni hægra megin. Kjartan varði skot hans, boltinn hrökk
fyrir markið og eftir tvær skottilraunir Þróttara fékk Sören boltann aftur
rétt utan við markstöngina hægra megin og sendi hann í tómt markið.
Gul spjöld:
Ólafur Ingi Skúlason, Fylkir (31.) fyrir brot
Ólafur Tryggvason, Þróttur R. (38.) fyrir brot
Hallur Hallsson, Þróttur R. (69.) fyrir brot
Björgólfur Takefusa, Þróttur R. (88.) fyrir brot
Rauð spjöld: Ólafur Ingi Skúlason, Fylkir (82.) fyrir brot og annað gult spjald