Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8. B.i. 12 yndislega falleg mynd...Full af lífi og ást, fegurð, fólki, sjó og jörð.... falleg, tilgerðarlaus og nánast lifir eigin lífi...Golino er fullkomlega sannfærandi.” H.L. - MBL i l ll ll lí i l i j j ll il l li i i i lí i li ll l i - Bein t á topp inn í USA Sýnd kl. 6, 8 og 10. Svalasta mynd sumarsins er komin. Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B. i. 12 ára.  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ Sýnd kl. 5.45 og 10. B i. 12 HL MBL "Triumph!" Roger Ebert SG DV 3 vik ur á to ppnu m á Ísla ndi KRINGLAN Kl. 5.30, 8 og 10.30. Bi. 12 AKUREYRI Kl. 10. Bi. 12 KEFLAVÍK Kl. 10. Bi. 12 ÁLFABAKKI Kl. 5.30, 8 og 10.30. Bi. 12  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ 3 vik ur á to ppnu m á Ísla ndi KVIKMYNDIR.IS ÁLFABAKKI Kl. 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Kl. 6 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 6. Bein t á to ppin n í US A! FLOTTIR strákar, sætar stelpur og hraðskreiðir kaggar er málið þessa dagana hjá íslenskum bíóunnendum. Of fljót of fífldjörf, framhaldsmynd smellsins óvænta Fljót og fífldjörf, reykspólaði beina leið í mark ís- lenska bíólistans og skildi keppinaut- ana eftir í fyrsta gír, ennþá í start- holunum. Þessi hreinræktaða afþreyingar- mynd fjallar um ungt og sætt fólk sem eyðir frítíma sínum og þar með lífinu öllu í að metast um hver keyrir hraðast um á sportbíl sínum – nokk- uð sem vel að merkja er kolólöglegt. En þetta eirðarlausa unga fólk kærir sig kollótt um lög og reglur og kannski þessvegna fyrst og fremst vekja þau slíka hrifningu þeirra sem búa í raunheimi, hinna löghlýðnu áhorfenda. Tæplega 5.200 manns sáu Of fljót of fífldjörf yfir helgina, næstum helmingi fleiri en sáu toppmyndina frá því um síðustu helgi, Reiðistjórn- un. „Við ákváðum að flýta þessari mynd um viku enda um spennandi og heita mynd að ræða og svo auðvit- að að nota þá gífurlegu umfjöllun sem hún fékk þegar hún var frum- sýnd í Bandaríkjunum helgina áð- ur,“ segir Christof Wehmeier hjá Sambíóunum um góðar viðtökur við Of fljót of fífldjörf sem fór einnig beina leið á toppinn í Bandaríkjun- um þegar hún var frumsýnd þar um þarsíðustu helgi. „Unga fólkið kann vel við þessa mynd, hún þykir svona meira töff og hefur svalari umgjörð en fyrri myndin,“ segir Christof en Vin Diesel og leikstjórinn Rob Coh- en eru horfnir á braut xXx-mynd- anna og í stað þeirra komu hjarta- knúsarinn Tyrese og leikstjórinn John Singleton sem frægastur er fyrir gerð myndanna Boyz N the Hood og endurgerðina á Shaft. Hinar myndirnar tvær sem frum- sýndar voru fyrir helgi, gaman- myndin Ungi njósnarinn og hroll- vekjan Þeir, koma nýjar inn í þriðja og níunda sæti listans. Það er svo alltaf gaman að sjá þeg- ar myndir hækka flugið á lista, greinilega vegna þess að þær spyrj- ast vel út. Ein slík er ítalska myndin Respiro sem hækkar flugið milli vikna um þrjú sæti, úr áttunda í fimmta. Af myndinni fara einmitt af- ar góðar sögur og virðast gagnrýn- endur og almennir bíógestir á einu máli um ágæti hennar. Of fljót of fífldjörf vinsælasta bíómynd landsins Paul Walker hefur enn óstjórnlega þörf fyrir að kitla pinnann. Spólað hraðar á toppinn skarpi@mbl.is                                                   !                            ! "     #  $ " %&  '(  )   !* +    , -!    -. /0 1   2 3 1.  4 .               ! " ! # $ % & ' ! ( ) "# "% * "" "$ "+ "( ## ") , - # - & # % # % - ( ) "+ & & ' ( ") ' "* "(                    !   . / 0, /  /  / 1,  / 2 3/ 1,/ 43 0,   / 1,   . /  ,/ 0, /  /  / 5      . /  ,/ 0, /     . /  ,/ 0, /    / 2 3/  67 , 2 3  / 0 / 43   /   67 ,   . /  / , ,/   / 43 0,  2 3/ 8    / 0  43 0   . /  , 43 0   .    ÍSLENDINGAR eiga fallegustu kon- urnar og sterkustu mennina – og leyfir sér enginn að efast um þá full- yrðingu. Sterkastur allra er þó hinn ungi Benedikt Magnússon sem sigr- aði í keppninni um titilinn Sterkasti maður Íslands sem lauk á þjóðhátíð- ardaginn. Benedikt er aðeins tvítugur en er jarðbundinn og yfirvegaður þegar blaðamaður tekur hann tali og svar- ar, þegar hann er spurður hvernig það sé að vera sterkastur Íslend- inga: „Þetta er ágætis titill.“ Benedikt hefur æft kraftlyftingar undanfarin þrjú ár og náð mjög góð- um árangri á skömmum tíma, en hann sló fyrir skemmstu Norð- urlandamet goðsagnakappans Jóns Páls í réttstöðulyftu á síðasta Ís- landsmeistaramóti í kraftlyftingum auk þess að vera unglingamethafi í samanlögðum árangri. „Ég stunda kraftlyftingar en breytti út af mánuði fyrir mótið, létti mig, fór að hlaupa og bætti hreyfi- getuna,“ segir kappinn sem þakkar það fyrst og fremst góðum mat hvað hann er sterkur. Veitir ekki af kröftunum enda voru þær ekki auðveldar þrautirnar sem keppendurnir 8 þurftu að glíma við í baráttunni um titilinn eft- irsótta. Hjalti Úrsus Árnason, skipu- leggjandi keppninnar, segir keppn- ina reyna bæði á úthald, vöðvakraft og greiparstyrk: „Veikleikar manna eru leitaðir uppi og þeir verða að vera sterkir alls staðar.“ Húsafellshellan og Herkúlesarhald Keppnin var þreytt á þremur dög- um. Fyrst var keppt í Hafnarfirði í hnébeygjulyftu. Þar setti Ingvar Jó- el Ingvarsson nýtt met og lyfti 563 kg þunga eða 8 konum sem stóðu á sérsmíðuðum palli. Í Fjölskyldugarðinum Laugardal var keppt í steinatöku þar sem kepp- endur lofta fimm steinum, frá 110 kg til 170 kg að þyngd, upp á pall og axlarlyftu þar sem keppendur halda 25 kg tösku með útréttum höndum eins lengi og þeir geta. Þá var einnig keppt í drumbalyftu þar sem keppendur lyfta 100 kg drumbi yfir höfuð sér (varð mest 23 skipti) og loks hleðslugrein þar sem keppendur bera fimm 80 kg tunnur yfir tjörnina í garðinum. Á lokadeginum, í Mosfellsbæ, drógu keppendur 18 tonna trukk heila 20 metra og var besti tíminn rétt rúm hálf mínúta. Þeir hlupu einnig með 100 kg lóð í hvorri hendi, hlóðu áburðarpokum á sleða, hlupu til baka og drógu síðan sleðann til sín. Herkúlesarhald var sú grein sem Benedikt stóð sig best í en þar hélt hann 140 kg fargi í hvorri greip og sigraði hann næsta mann með yf- ir 20 sekúndna mun. Loks ganga menn með hina 186 kg þungu Húsa- fellshellu og var hún lengst borin 68 metra. Benedikt, sem keppir um titilinn í fyrsta sinn, var ofarlega í öllum greinum og tryggði það honum sig- ur með 53 stigum en næsti maður var með 49 stig og sá þriðji með 44. Á döfinni er ferð á heimsmeist- aramót karla í kraftlyftingum þar sem Benedikt mun keppa í opnum flokki, en mótið er haldið í Dan- mörku í nóvember. Upptaka af keppninni verður sýnd á sýn dagana 2. og 3. júlí. Benedikt Magnússon er sterkasti maður Íslands 2003 Benedikt Magnússon hampar verðlaunagripnum og hrósar sigri, sterkasti maður Íslands. Verðlaunagripurinn einn og sér er 35 kg og afrek út af fyr- ir sig fyrir meðaljón að lyfta honum, hvað þá upp fyrir haus. Þakkar kraftana góðum mat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.