Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opi›: Mán. - föst. 9-18, Laugardaga 10-14 Sumartilbo› Gegnumstr.hitari 5KW Kr. 13.430,-15L undir vask Kr. 15.990,-30L Ló›réttur Kr. 18.990,- 50L Ló›réttur Kr. 22.990,- 50L Láréttur Kr. 23.990,- 80L Ló›réttur Kr. 24.990,- 80L Láréttur Kr. 26.990,- 120L Ló›réttur Kr. 29.990,- 150 L Ló›réttur Kr. 35.990,- Thermex hitakútar 15-150 ltr. TEKIN hefur verið í notkun ný að- staða fyrir akstur fjarstýrðra smá- bíla í Reykjanesbæ, við hliðina á gokart-brautinni í Njarðvík. Er þetta fyrsta varanlega smábíla- brautin hér á landi. Reykjanesbær og Stefán Guð- mundsson, eigandi körtubrautar- innar, standa að lagningu smábíla- brautarinnar í samvinnu við Smábílaklúbb Íslands. Um er að ræða malbikaða braut, svokallaða götubílabraut. Við hlið hennar er kominn vísir að torfærubraut sem á eftir að stækka. Fyrirhugað er að setja upp stjórnpall á milli braut- anna. Að sögn Stefáns Bjarkasonar, framkvæmdastjóra menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs Reykja- nesbæjar, er smábílabrautin fyrsti áfangi í samstarfssamningi bæjar- ins við Reisbíla. Fyrirhugað sé að koma þarna upp aðstöðu fyrir fjar- stýrðar flugvélar og fjarstýrða báta. Þá er gert ráð fyrir því í samningi Reisbíla og bæjarins að klúbbarnir sem þessu tengjast fái aðstöðu í húsnæði á svæðinu fyrir félagsstarf sitt. Stefán Guðmundsson segir að með þessari viðbót aukist mjög fjölbreytni svæðisins og aðstaða verði fyrir fleiri úr fjölskyldunni til að sinna áhugamálum sínum. Í upphafi verður einungis aðstaða fyrir eigendur að aka bílum sínum en Stefán stefnir að því að kaupa síðar fjarstýrða bíla og leigja út til þeirra sem áhuga hafa. Ljósmynd/Hilmar Bragi Smábílabrautin var vígð með því að eigendur bílanna ræstu þá ogstýrðu þeim síðan í gegnum brautina. Eigendur fjarstýrðra bíla fá aðstöðu við körtubrautina Fyrsta varanlega brautin tekin í notkun Njarðvík „ÉG samdi lagið í fyrra. Það greip mig strax og þegar þjóðhátíðarnefndin auglýsti eftir lögum ákvað ég að senda það inn því mér fannst vera mikill þjóðhátíðarfílingur í lag- inu,“ segir Gunnar Ingi Guðmundsson, 24 ára Keflvíkingur, sem sigraði í samkeppni um hátíðarlag fyrir þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum. Hljómsveitin Skítamórall mun flytja lagið á þjóðhátíðinni í sumar. Gunnar Ingi segist semja töluvert af lög- um, hann eigi til dæmis um þrjátíu lög á lag- er, eins og hann orðar það, fjölbreytt lög, allt frá kántrí og upp í rokk. Hann segir að lagið sem hann sendi í samkeppnina hafi komið úr safninu því hann hafi samið það í bíl á síðasta ári. „Ég var að keyra og söng það bara út á tveimur til þremur mínútum.“ Laginu lýsir hann sem léttu kassagítarlagi. Gunnar Ingi segist hafa fengið vin sinn, Ell- ert Rúnarsson, sem var í hljómsveitinni Top- az, með sér til að semja texta við lagið sem hefur vinnuheitið: Velkomin á þjóðhátíð. „Ég hef ekki verið sterkur í textagerðinni en árangurinn nú er þörf áminning um að ég þurfi að taka mig á þar,“ segir Gunnar. Viðurkenning og hvatning Þjóðhátíðarnefndin fékk 23 lög í sam- keppnina, átta komust í úrslit og dómnefnd taldi lag og texta Gunnars Inga og Ellerts besta framlagið. Verið er að útsetja lagið fyrir Skítamóral og verður það gefið út fyr- ir útvarpsspilun á næstunni. Lagið verður leikið á þjóðhátíð um verslunarmannahelg- ina og þá fær lagahöfundurinn viðurkenn- ingu sína afhenta. „Þetta er mikil hvatning fyrir mig. Ég gæti alveg hugsað mér að starfa við að semja tónlist fyrir aðra,“ segir Gunnar. Hann segir þó að það sé forgangsatriði hjá sér núna að gefa út eitthvað af þeim lögum sem hann á í safni sínu. Gunnar Ingi starfar við birgðavörslu hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Hann hefur mikinn áhuga á tónlist og hefur verið í hljómsveitum í Keflavík. Þekktust er Top- az. Núna er hann í hljómsveitinni Safn- aðarheimili eftir messu. Sú sveit byrjaði á því að leika djass en hefur fært sig meira út í vinsældapoppið vegna þess að lítill mark- aður virðist vera fyrir djass á Suðurnesjum. Hljómsveitin hefur meðal annars hitað upp fyrir Sálina hans Jóns míns á nokkrum tón- leikum. Gunnar Ingi leikur á rafbassa og er í tón- listarnámi. Hann hefur hug á að fara í Tón- listarskóla FÍH í haust til að læra meira á bassann og jafnvel tónsmíðar. Gunnar Ingi Guðmundsson bassaleikari sigraði í samkeppni um þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja „Gæti hugsað mér að starfa við að semja tónlist“ Keflavík Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Keflvíkingurinn Gunnar Ingi Guðmundsson er kominn í hóp höfunda þjóðhátíðarlagsins. FJÖLBREYTT dagskrá var í Grindavík á þjóðhátíðardaginn. Að þessu sinni þóttu bensínbílarnir og götuhokkíið mest spennandi. Dagskráin hófst með því að fánar voru dregnir að húni en síðan var öllum Grindvíkingum boðið í Bláa lónið. Meðal atriða sem vöktu sér- staka athygli var götuleikhús heimamanna en reynt var að fá heimamenn til að vera virkari í dagskránni en oftast áður. Söngva- kepppni unga fólksins var á sínum stað og vakti verðskuldaða athygli eins og ævinlega en um kvöldið sá Laddi um að láta fólk hlæja dátt og „Þú og ég“-dúettinn sá um að koma fólki í ballstuð með nokkrum vel völdum lögum. Lokaorðin átti svo hljómsveitin Stóri Björn sem spilaði fyrir dansi. Bensínbílar og götuleikhús vöktu athygli Grindavík Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Þótt ræst hafi úr veðrinu á þjóðhátíðardaginn voru menn við öllu búnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.