Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 90 47 V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opi›: Mán. - föst. 9-18, Laugardaga 10-14 Ba›innréttingar Græn vi›aráfer› Breidd 130 sm Kirsuberja fulning Breidd 120 sm Græn vi›aráfer› Breidd 90 sm Kirsuberja fulning Breidd 90 sm Hvít fulning Breidd 90 sm Mahóní fulning Breidd 80 sm Ávalur ölur Breidd 90 • Takmarka›ur fjöldi Dúndur sumartilbo› Uppgefnar breiddir mi›ast vi› ne›ri skápa, ekki heildarbreidd. Allar innréttingar til afgrei›slu af lager • 30-50% afsláttur af völdum innréttingum 2 3 4 5 6 71 PALESTÍNUMENN eruvantrúaðir á að Ariel Shar-on, forsætisráðherra Ísr-aels, hafi í reynd áhuga á því að ná samkomulagi um frið. Þó að hann hafi skrifað upp á Vegvísinn til friðar skorti mikið á að hann hafi sýnt vilja sinn í verki hvað þetta varðar. Omar Sabri Kittmitto, sendiherra heimastjórnar Palestínumanna á Ís- landi, segir hins vegar að það verði að láta á það reyna hvort Sharon er al- vara, eða hvort afstaða hans sé ein- faldlega leikur í pólitískri refskák. Kittmitto hefur aðsetur í Noregi en var viðstaddur hátíðahöldin hér á landi vegna þjóðarhátíðardagsins 17. júní. Í samtali við Morgunblaðið í gær lagði hann áherslu á að menn yrðu áfram að reyna að hrinda Vegvísinum í framkvæmd. Það geti þó ekki gerst nema Ísraelar virði þær skuldbind- ingar sem þeir hafi tekist á hendur. „Þegar í kjölfar leiðtogafundarins í Aqaba í Jórdaníu [í byrjun mánaðar- ins] gerðu Ísraelar tilraun til að drepa einn leiðtoga Hamas- samtakanna, á sama tíma og við átt- um í viðræðum við samtökin um vopnahlé. Ísraelar gerðu okkur því ekki auðvelt fyrir, enda kom á daginn að Hamas hefndi fyrir árásina; sem var vissulega slæmt líka. Staðan er sú að við höfum núna pólitíska forystu [í Palestínu] sem er hlynnt friðarumleitunum og Vegvís- inum, sem nú er unnið eftir. Við eig- um hins vegar við að etja andstöðu innan eigin raða. Í Ísrael eru síðan við völd menn sem frá byrjun hafa verið á móti friðarumleitunum,“ segir Kitt- mitto og er þar einkum að vísa til Sharons forsætisráðherra. Kittmitto ítrekar að nógu erfitt sé að eiga við að etja andstöðu í eigin röðum, þó að Ísraelar geri Palest- ínustjórn síðan ekki einnig óleik eins og í liðinni viku. Palestínustjórn vilji stöðva hryðjuverk öfgahópa eins og Hamas en Sharon verði að skapa þær aðstæður, að henni sé það kleift. Ekki gangi að tala um frið op- inberlega en grípa síðan til aðgerða sem stuðli að ófriði. Kittmitto segir raunar ávallt hafa verið erfitt að trúa því að Sharon, sem hugmyndafræðilega sé andvígur samningum við Palestínumenn, væri nú allt í einu orðinn hlynntur Vegvís- inum. „Þetta er ekki eins og með [Yitzhak] Rabin [fyrrverandi for- sætisráðherra Ísraels]. Rabin var ekki á sínum tíma hlynntur samn- ingum við Palestínumenn en afstaða hans tók breytingum og það var hægt að sjá þróun skoðana hans, hvernig hann á endanum varð sá maður sem skrifaði undir samninga við Palest- ínumenn [í Ósló 1993]. En hvað Shar- on varðar, að þessi maður skuli á einni nóttu komast að þeirri nið- urstöðu að tími sé kominn til að deila landi með Palestínumönnum; þessu er einfaldlega erfitt að trúa,“ segir Kittmitto. En hvað um ummæli Sharons, sem voru umdeild í röðum hans stuðnings- manna, um að hernámi Ísraela á heimastjórnarsvæðum Palest- ínumanna verði að ljúka? Eru þau ekki til marks um að skoðanir Shar- ons kunni að vera í þróun? „Ég viðurkenni að hann lét þessi ummæli falla. En ég vil sjá hann breyta í samræmi við þessi ummæli. Ég get ekki séð að Sharon hafi fram að þessu gert neitt nokkuð sem bendi til að hann hyggist hrinda Vegvís- inum í framkvæmd. Á hinn bóginn er ég ekki að segja að við eigum að hunsa þessi ummæli – ég tel auðvitað að það verði að láta reyna á það hvort Sharon sé alvara með svona ummæl- um.“ Vopnahlésviðræður standa yfir Kittmitto segir það ekki rétt að heimastjórn Palestínumanna sé ófær um að uppræta Hamas-samtökin. Slíkt myndi hins vegar kosta mikið blóðbað, þar sem Palestínumenn bærust á banaspjótum. Það komi ekki til greina af hálfu palestínsku heimastjórnarinnar að hætta á borg- arastríð meðal Palestínumanna, „en mig grunar að það sé það sem Ísrael- ar vilji helst að gerist. Við munum hins vegar ekki gera þeim það til geðs“. Aðspurður segir Kittmitto að enn standi yfir viðræður við Hamas um vopnahlé. „Ég er vongóður um að það skili árangri, svo lengi sem Ísraelar gera ekkert heimskulegt [sem gæti stefnt þeim tilraunum í hættu].“ Arafat á útleið? Kittmitto er spurður um þá afstöðu Bandaríkjastjórnar að vilja ýta Yass- er Arafat, leiðtoga Palestínumanna, til hliðar. Hann segir Arafat ekki á út- leið úr stjórnmálum en hann sé sam- þykkur því að Mahmud Abbas hafi tekið að sér nýtt hlutverk forsætis- ráðherra, sem ábyrgur sé fyrir frið- arumleitunum af hálfu Palest- ínumanna. Samband þessara manna sé gott. „Ég tel þessa breytingu af hinu góða. Forseti minn þarf á því að halda að geta farið sér hægar. Hann hefur verið undir miklum þrýstingi. Ég tel þó ekki að nokkuð það sam- komulag, sem lagt verði fram, nái fram að ganga án þess að Arafat skrifi þar undir.“ Leggur Kittmitto áherslu á að menn verði að átta sig á því að palest- ínska þjóðin beri Yasser Arafat á höndum sér. Hann sé leiðtogi hennar og njóti fulls stuðnings. Arafat sé aft- ur á móti fyllilega ljóst að sú stund muni renna upp að hann víki sem leiðtogi Palestínumanna. Mikilvægt sé að honum verði gert kleift að draga sig í hlé með fullri sæmd. Munum ekki hætta á borgarastríð Morgunblaðið/Jim Smart Omar Sabri Kittmitto er tengdur Íslandi tryggðarböndum því sonur hans, sem er hálfnorskur, á ís- lenska konu. Brúðkaupið fór fram á Íslandi og nú á sendiherrann eins árs gamalt hálfíslenskt barnabarn. Kveðst hann afar ánægður með þessi tengsl. ’ Forseti minn þarf á því að halda að geta farið sér hægar. Hann hefur verið undir miklum þrýstingi. ‘ david@mbl.is Sendiherra Palestínumanna segir að ekki megi gefa vonina um frið upp á bátinn. Davíð Logi Sigurðsson ræddi við Omar Sabri Kittmitto um stöðu mála í Mið-Austurlöndum. UM 80 alþjóðlegar hjálpar- og mannréttindastofnanir í Afganist- an hafa sent frá sér ákall þar sem NATO og Sameinuðu þjóðirnar eru beðnar um að senda fleiri frið- argæsluliða til landsins því þeir séu allt of fáir. Mikið óöryggi ríkir í landinu sérstaklega utan höfuð- borgarinnar Kabúl, þar sem stríðs- herrar, eiturlyfjabarónar og hryðjuverkaforingjar ráða ríkjum í mörgum tilvikum. Árásir ofbeldis- manna eru daglegt brauð og segj- ast stofnanirnar óttast að verði ör- yggi ekki aukið í landinu sé stjórnkerfið í hættu og stjórnleysi og borgarastyrjöld geti skollið á. Mun ástandið vera svo slæmt að sífellt fleiri borgarar segjast farnir að sakna talibananna þrátt fyrir að þeir hafi verið harðstjórar, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC. Vantar friðargæslu utan höfuðborgarinnar Alþjóðlega öryggissveitin, ISAF, stjórnar nú friðargæslustarfi en NATO mun taka við stjórninnni í ágúst. Á vegum stofnunarinnar eru nú 4.600 friðargæsluliðar í Kabúl en 11.500 bandarískir her- menn elta uppi talibana og al- Quaeda-menn vítt og breitt um landið. Utan höfuðborgarinnar er hins vegar engin friðargæsla og óöryggið því mikið. Nefna má að samkvæmt könnun sem CARE International hefur gert var einn friðargæsluliði á hverja 48 íbúa í Kosovo, einn á hverja 86 á Austur-Tímor en í Afg- anistan einn á hverja 5.380 íbúa. Það er lægra hlutfall en í nokkru öðru landi þar sem uppbygging fer fram með hjálp alþjóðastofnana eftir stríðsátök. Sprengjur hafa fundist víðsveg- ar í höfuðborginni undanfarna daga, t.d. fannst ein við grunn- skóla í borginni á mánudag og önnur hús varnarmálaráðherrans í fyrradag en það er þriðja tilræðið við hann á stuttum tíma. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út viðvörun til starfsmanna sinna á svæðinu um yfirvofandi sjálf- morðsárásir á næstu dögum þar sem japanskir bílar eða vélhjól verði notuð. AP Afganskir karlmenn í landamærabænum Spin Boldak lesa bækling þar sem segir að stríðsmenn talibana hafi myndað sjálfsmorðssveitir til að drepa afganska embættismenn. Í slíkum bæklingum er fólk hvatt til að taka þátt í heilögu stríði og koma stjórn forsetans, Hamid Karzai, frá. Afganar biðja um aukna friðargæslu Sífellt fleiri afganskir borgarar segjast jafnvel sakna talibananna Kabúl. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.