Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Stefán EiríkurSigurðsson fædd- ist að Dæli í Haga- neshreppi í Skaga- firði 6. febrúar 1921 og ólst upp í Haga- nesvík og á Siglu- firði. Hann andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi hinn 30. maí síð- astliðinn. Foreldar hans voru Sigurður Ásgrímsson, f. 26.6. 1883, og Jóhanna Lovísa Gísladóttir, f. 21.8. 1881, bæði látin. Stefán var næstyngstur af sjö systkinum. Hin eru: 1) Jónína Kristín, f. 1906, látin. 2) Grímur, f. 1912, látinn. 3) María, f. 1913, dvelur á dvalarheimilinu Horn- brekku í Ólafsfirði. 4) Gísli, f. 1916, látinn. 5) Sigurður Ásgrím- ur, f. 1919, látinn. 6) Jóhann Sæ- valdur, f. 1922, látinn. Stefán lauk einkaflugmanns- prófi 1947 og 30 tonna skipstjór- aprófi 1955. Hann starfaði um 20 ára skeið á viðgerðarstofu Ríkis- útvarpsins sem útvarpsvirki. Hann starfaði í nokkur ár við blaðið Íslending á Akureyri og var þá jafnframt fréttaritari Morgunblaðsins á Akureyri og víðar. Hann var einnig sýningar- stjóri við Nýja bíó á Akureyri í 18 ár. Stefán var gæslumaður við rafstöð Síldarverk- smiðju ríkisins á Raufarhöfn í nokkur ár og við vélgæslu í rafstöð í Búrfelli meðan á byggingu virkjunarinnar stóð. Hann vann hjá Ís- lenska álfélaginu í Straumsvík frá 1970 og þar til hann hætti sökum aldurs en síð- ustu tólf árin var hann verkstjóri þar. Hinn 8. nóvember 1947 kvæntist Stefán Hönnu Soffíu Gests- dóttur, f. 29.9. 1928. Börn þeirra eru: 1) Sigurður, f. 24.2. 1947. Hann á þrjár dætur. Þær eru: a) Hanna Sigríður, hárgreiðslu- meistari, f. 8.12. 1967, sambýlis- maður hennar er Páll Þór Ár- mann, rekstrarhagfræðingur, dóttir þeirra er Þórunn Eva f. 27.10. 2002. b) Sara Margrét, f. 6.10. 1978, nemi í arkitektúr í Uni- versity of Portsmouth, unnusti Sigtryggur Örn Sigurðsson, kerf- isfræðingur. c) Sólveig Íris, f. 17.1. 1981, nemi við Háskóla Ís- lands. 2) Svava, f. 24.2. 1952, sjúkraliði, eiginmaður hennar er Jón Garðarsson, þau eru búsett í Danmörku. Útför Stefáns verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Úfinn er sjór fyrir utan Fljót. (Jón Trausti.) Þeir gengu ekki að því grufl- andi, gömlu sjómennirnir í Fljót- um, á Dölum og Siglufirði að allra veðra gat verið von á Fljótavík og undan Almenningum og Dalalandi. Hitt vissu íbúar þessara nyrstu byggða Tröllaskaga einnig að veð- ur voru líka ótrygg á landi. Hve- nær sem var gat gert harða norð- angarða eins og ort var um í vísunni góðu og þá var fé og jafn- vel fólki hætt. Enginn var óhultur fyrir sjúkdómum þá fremur en nú en erfiðara að ná til lækna og sjúkdómsgreiningar með öðrum hætti en nú er. Árið 1923 greindist ungur bóndi í Dæli við Hópsvatn með alvar- legan sjúkdóm. Hann varð að hverfa frá búi sínu og dveljast á sjúkrastofnun í Reykjavík til ævi- loka. Húsmóðirin unga sat eftir með sjö börn, hið yngsta tæplega árs gamalt. Tvö ár bjó hún áfram í Dæli en síðan var heimilinu sundr- að. Stefán Eiríkur Sigurðsson, sem nú hefur safnast til feðra sinna, var tveggja ára þegar faðir hans, bóndinn í Dæli, veiktist. Úfinn var mannlífssjórinn ungum börnum frá Dæli árin sem í hönd fóru. Stefán var að ýmsu leyti heppinn ef litið er til margra sem fóru á mis við forsjá foreldra á þessum tímum. Hann átti góða að þar sem voru systkini föður hans, afi hans og amma. Á Siglufirði var hann ungur hjá föðurbróður sínum, öndvegismann- inum Páli Ásgrímssyni og konu hans, Sigríði Indriðadóttur. Þar gekk hann í skóla. Þar fermdi tón- skáldið Bjarni Þorsteinsson hann. Og þar eignaðist hann marga góða vini enda hélt fermingarárgangur hans vel hópinn. Um árabil átti hann heimili í Málmey hjá öðlingnum Franz Jón- atanssyni og konu hans, Jóhönnu Gunnarsdóttur. Þar kynntist hann búskap og lifnaðarháttum sem munu hafa tíðkast í Málmey frá því land byggðist. Hann galt eynni fósturlaunin með því að semja greinargott erindi um hana og mannlíf þar. Það flutti hann í út- varp fyrir nokkrum áratugum. Stefán fluttist til Akureyrar og nam útvarpsvirkjun hjá Grími, bróður sínum, sem var þekktur maður um Norðurland á þeirri tíð. Á Akureyri tók hann þátt í ýmsu félagsstarfi, til að mynda með skátum og flugáhugamönnum. Hann lauk einkaflugmannsprófi og kenndi flugnemum um skeið. Seint á sjöunda áratugnum lá leiðin suð- ur fyrir fjöll. Hann gerðist starfs- maður við gerð Búrfellsvirkjunar og síðan verkstjóri hjá Álfélaginu í Straumsvík til starfsloka. Stefán E. Sigurðsson kvæntist árið 1947 Hönnu Gestsdóttur, myndarlegri dugnaðarkonu ætt- aðri úr Skagafirði og Eyjafirði. Börn eignuðust þau tvö hið ágæt- asta fólk. Þau áttu fallegt og menningarlegt heimili þar sem gott var að koma og gaman að vera. Stefán E. Sigurðsson bar þess ekki menjar aldinn að árum að hafa lent í úfnum sjó og misjöfnum veðrum ungur. Hann var glaður og reifur eins og boðið er í fornum fræðum. Hann var bjartsýnn og í raun og veru framúrstefnumaður í ýmsu, einkum því sem við kom tækniundrum nútímans. Hann ferðaðist víða, bæði innanlands og erlendis og naut ferðanna, festi á filmur stundir og staði, atvik og undur. Hann var ljósmyndari góð- ur enda hagur á flest. Lengi áttu þau hjónin sér afdrep austur á Flúðum. Þar var ánægjulegt að heimsækja þau ekki síður en á heimili þeirra í Reykjavík. Stefán Sigurðsson var víðlesinn, einkum um tæknimál og þjóðleg fræði, og átti gott safn bóka. Hann var kirkjunnar maður og eftir að starfsævi lauk sótti hann fjölmörg námskeið í guðfræðideild Háskól- ans. Þau hjón tóku og mikinn þátt í safnaðarstarfi Langholtskirkju. Stefán E. Sigurðsson var greindur maður og fróður eins og hann átti kyn til. Notalegt var að blanda við hann geði, rifja upp at- burði forna og nýja, rekja ættir og frásagnir af gengnum kynslóðum. Nú hefur hann haldið til fundar við þær. Við Björg söknum vinar í stað, þökkum marga liðna stund, vottum ástvinum hans samúð og biðjum þeim öllum Guðs blessun- ar. Ólafur Haukur Árnason. STEFÁN E. SIGURÐSSON Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Ástkær frændi okkar, JÓHANN BERGMANN GUÐMUNDSSON (Frændi), Melstað, Klapparstíg 16, Ytri-Njarðvík, verður jarðsunginn frá Njarðvíkurkirkju, Innri- Njarðvík, föstudaginn 20. júní kl. 14.00. Þórunn Magnúsdóttir, Þórhanna og Hrefna Guðmundsdætur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORKELL EINARSSON húsasmíðameistari, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, áður Krossamýri, sem andaðist miðvikudaginn 11. júní, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju föstudaginn 20. júní kl. 13.30. Friðþjófur Þorkelsson, Louise Anna Schilt, Sigurlaug Þorkelsdóttir, Einar Þorkelsson, Kristín Jóhannsdóttir, Svanhildur Þorkelsdóttir, Jóhann S. Björnsson, Brynhildur Þorkelsdóttir, Valdimar Kristinsson, afabörn og langafabörn. Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, ÓLAFS OLGEIRSSONAR, Arnarási 6, Garðabæ, fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstu- daginn 20. júní kl. 15.00. Helga Jörundsdóttir. Ingibjörg Ólafsdóttir, Gísli G. Jóhansson, María Kolbrún Ólafsdóttir, Kristjón Hafberg Ólafsson, Elín G. Kristjánsdóttir, Ólafur Björnsson, Kristján Hafberg Kristjónsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, GUNNAR JÓNSSON bifreiðastjóri, Dalvík, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju laugar- daginn 21. júní kl. 13:30. Þeim, sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á að láta Minningarsjóð heimahlynningar á Akureyri njóta þess. Emma Björg Stefánsdóttir, G. Erla Gunnarsdóttir, Eiríkur Ágústsson, Jón Kr. Gunnarsson, Elfa Heiðrún Matthíasdóttir, Ásdís Gunnarsdóttir, Eyjólfur Sigurðsson, Stefán Svanur Gunnarsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Kristín Björk Gunnarsdóttir, Valur Freyr Halldórsson, Kristinn Jónsson, Sólveig Jónsdóttir, Jónína Jónsdóttir, afabörn og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTÍN INGIMUNDARDÓTTIR frá Ísafirði, Tjaldanesi 5, Garðabæ, sem lést miðvikudaginn 11. júní sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, fimmtu- daginn 19. júní, kl. 13.30. Matthías Bjarnason, Auður Matthíasdóttir, Kristinn Vilhelmsson, Hinrik Matthíasson, Sveinfríður Jóhannesdóttir, Matthías Hinriksson, Sigrún Hanna Hinriksdóttir, Kristján Sveinbjörnsson, Kristín Petrína Hinriksdóttir, Matthías Kristinsson, Tinna María Kristjánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.