Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 35 ✝ Kristín Ingi-mundardóttir fæddist í Tungugröf í Kirkjubólshreppi hinn 4. maí 1924. Hún lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi í Foss- vogi 11. júní síðastliðinn. For- eldrar Kristínar eru Ingimundur Þórður Ingimundarson, f. 11. september 1894 að Skarði á Snæ- fjallaströnd, d. 30. maí 1976, og kona hans María Sigurbjörg Helga- dóttir, f. 15. apríl 1890 í Goðdal í Kaldrananeshreppi, d. 14. janúar 1966. Systkini Kristínar eru: 1) Magnús, sjómaður og útgerðar- maður, f. 27. desember 1922, d. 8. febrúar 1977, kona hans er Sigrún Hulda Magnúsdóttir, f. 25. nóvember 1930. Börn þeirra eru María Sigurbjörg, Magnús Hans og Gunnlaugur. 2) Ingi- mundur Kristján, skipstjóri og útgerðarmaður í Reykjavík, f. 4. október 1927, kona hans er Þór- unn Þorvaldsdóttir, f. 6. janúar 1925. Börn þeirra eru Hafdís, Ólöf, Ingimundur Þórður, Sigrún María og Þorvaldur. 3) Helgi Sigurður, starfsmaður Orkubús Vestfjarða á Hólmavík, f. 27. desember 1929, kona hans var Sigfríður Jóhanna Björnsdóttir, f. 8. júní 1930, d. 24. febrúar 2001. Börn þeirra eru Hilmar, Þorvaldur Garðar og Flosi. 4) Steinunn Helga, húsfreyja í Reykjarfirði, f. 29. september 1901, d. 30. júli 1977. Börn Hin- riks og Sveinfríðar eru: a) Matt- hías, starfsmaður hjá Olís, f. 21. júlí 1968. b) Sigrún Hanna, f. 25. október 1974, sambýlismaður Kristján Sveinbjörnsson, f. 8. ágúst 1974, dóttir þeirra er Tinna María, f. 11. maí 1998. c) Kristín Petrína, f. 17. mars 1977. Kristín ólst upp hjá foreldrum sínum og flutti með þeim að Tröllatungu í Kirkjubólshreppi árið 1926 og þaðan að Arnkötlu- dal í sömu sveit 1933. Til Hólma- víkur flyst hún árið 1935 og til Ísafjarðar 1942. Eins og títt var um börn og unglinga á þeim ár- um fór hún snemma að vinna, var í vist, kaupavinnu, síldarsölt- un og í starfi eitt sumar í Djúpa- vík. Hún var starfsstúlka á sjúkrahúsi Ísafjarðar um hríð og stundaði nám við Húsmæðraskól- ann á Ísafirði. Kristín starfaði mikið við verslun þeirra hjóna í Hafnarstræti 14 á Ísafirði og hvíldi rekstur verslunarinnar að mestu leyti á henni eftir að mað- ur hennar varð alþingismaður árið 1963 og má segja að heimili þeirra hjóna hafi verið nokkurs konar miðstöð fyrir starfsemi Sjálfstæðisflokksins þar í bæ og nágrenni. Árið 1974 flytur Krist- ín alfarið frá Ísafirði en 28. ágúst það ár varð Matthías mað- ur hennar ráðherra. Upp frá því var heimili þeirra í Skólagerði 63 í Kópavogi og frá árslokum 1974 í Tjaldanesi 5 í Garðabæ þar sem þau bjuggu ávallt síðan. Þau hjón eignuðust á árinu 1974 jörðina Trostansfjörð í Suður- fjarðarhreppi ásamt þremur öðr- um aðilum. Síðasta tæpa áratug voru þau árlega í La Marina á Spáni. Útför Kristínar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1933, maður hennar er Hákon Salvarsson, f, 14. júní 1923. Börn þeirra eru Ragnheið- ur, Ingimundur, Sal- var og Marinó Krist- inn. Hinn 30. apríl 1944 giftist Kristín eftir- lifandi manni sínum, Matthíasi Bjarnasyni, fyrrverandi alþingis- manni og ráðherra, f. á Ísafirði 15. ágúst 1921. Hann er sonur hjónanna Bjarna Bjarnasonar, verk- stjóra á Ísafirði, f. 17. maí 1881, d. 6. janúar 1960, og konu hans, Auðar Jóhannesdóttur frá Nolli í Grýtubakkahreppi, f. 26. apríl 1882, d. 28. desember 1968. Börn Kristínar og Matthíasar eru: 1) Auður félagsráðgjafi, f. 10. febr- úar 1945, maður hennar er Kristinn Vilhelmsson verkfræð- ingur, f. 9. janúar 1946, sonur Vilhelms Kristinssonar, fyrrver- andi deildarstjóra hjá Sjóvá, f. 4. júlí 1920 í Reykjavík, og konu hans, Ólínu Guðbjörnsdóttur, f. 10. apríl 1922 á Syðra-Álandi í Þistilfirði, d. 29. september 1992. Sonur Auðar og Kristins er Matt- hías, f. 11. mars 1978. 2) Hinrik, tryggingaráðgjafi hjá Sjóvá-Al- mennum, f. 20. nóvember 1946, kona hans er Sveinfríður Jó- hannesdóttir íþróttakennari, f. 7. júní 1947. Foreldrar hennar eru Jóhannes Sveinsson, f. 13. mars 1903, d. 29. september 1960, og Petrína Guðmundsdóttir frá Gelti við Súgandafjörð, f. 12. júlí Kristín Ingimundardóttir var Hólmvíkingur að uppruna, en kom til starfa á Sjúkrahúsi Ísafjarðar milli tektar og tvítugs, og þar með voru örlög hennar ráðin. Nokkru fyrir lýðveldisstofnunina árið 1944 giftist hún Matthíasi Bjarnasyni, sem þá var nýlega orðinn fram- kvæmdastjóri Djúpbátsins hf. Hann hafði þá einnig keypt hús- eignina Hafnarstræti 14, og þar stóð heimili þeirra næstu þrjá ára- tugina. Einnig festu þau hjónin kaup á bókaverzlun, sem var á neðstu hæð hússins í Hafnarstræt- inu. Það kom því fljótlega í hlut Kristínar að stýra heimili, þar sem gestagangur var með ólíkindum mikill, enda stóð heimilið við að- algötu bæjarins. Kristín var mikil húsmóðir og naut þess að veita gestum sínum vel. Heimili þeirra var alltaf opið vinum þeirra, sam- herjum og frændliði. Við þessi þáttaskil eru áreiðanlega margir, sem minnast með þakklátum huga glaðra stunda á heimili þeirra hjóna í Hafnarstrætinu á Ísafirði, þó að margir þeirra séu að vísu horfnir yfir móðuna miklu. Umsvif bónda hennar á hinu pólitízka sviði fóru fljótlega vaxandi, eftir að þau gengu í hjónaband, og kom það þá í hlut Kristínar að stýra bókaverzl- uninni langtímum saman. Þegar Matthías hafði setið í nokkur ár á þingi og annir hans syðra fóru vaxandi kom að því að þau yrðu að flytja heimili sitt suð- ur. Það reyndist Kristínu erfitt á margan hátt. Hún var löngu orðin rótgróinn Ísfirðingur og þar var hún vinmörg. Syðra biðu hennar margvíslegar annir, embættis- skyldur og ferðalög, sem eiginkonu alþingismanns og ráðherra um langt árabil, sem hún hafði vissu- lega mikla ánægju af. Það kom þó ávallt fram hjá henni, að hún taldi Ísafjarðarárin beztu ár ævi sinnar. Hún taldi sig alltaf vera Ísfirðing og hugurinn var alltaf bundinn Ísafirði, eins og hún orðaði það gjarnan sjálf, þó að hún væri ekki borin þar og barnfædd. Í byrjun áttunda áratugarins reistu þau Matthías og Kristín sér sumarbústað í Norðdal í Trostans- firði, sem er einn af Suðurfjörðum Arnarfjarðar. Þar undi Kristin hag sínum vel, laus frá erli og skarkala höfuðborgarsvæðisins, þó að gest- kvæmt væri þar oft og tíðum. Þar dvaldi hún á hverju sumri í nær þrjá áratugi. Kristín var löngu orð- in hluti af þessu umhverfi, svo samgróin var hún því. Meðan heilsan leyfði kom hún vestur á vorin um svipað leyti og farfugl- arnir og fór ekki aftur suður, fyrr en seinustu farfuglarnir voru flognir á braut. Seinasta áratuginn höfum við hjónin átt þar athvarf í ánægjulegu samfélagi með þeim hjónum. Ef við vorum komin vest- ur á undan þeim spurðu Arnfirð- ingar gjarnan, hvenær Kristín og Matthías kæmu. Þegar Kristín kom heim frá Spáni í byrjun sum- ars eftir vetrardvöl þar í landi var það ætlun hennar að koma vestur eins fljótt og aðstæður leyfðu, en enginn má sköpum rennna. Lík- amskraftar hennar voru komnir að þrotum og henni varð ekki að þeirri ósk sinni að koma oftar í Trostansfjörð, eins og hugur henn- ar stóð þó sannarlega til. Okkur, sem höfum dvalið þar með henni liðin sumur, finnst nú eins og stórt skarð hafi verið höggvið í skóginn. Trostansfjörður er einhvern veg- inn annar en áður. Það vantar eitt- hvað. Að leiðarlokum þökkum við ánægjulega samfylgd um langt árabil og sendum Matthíasi og öll- um hennar nánustu einlægar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning góðrar konu. Hulda og Jón Páll Halldórsson. KRISTÍN INGI- MUNDARDÓTTIR Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HILMARS ÓLAFS SIGURÐSSONAR. Valgerður Bjarnadóttir, Klara Hilmarsdóttir, Róbert Trausti Árnason, Bryndís Hilmarsdóttir, Árni Ómar Bentsson, Elísabet Hilmarsdóttir, Vilhjálmur Kjartansson, Rósa Hilmarsdóttir, Bo Nico, Valgerður Hilmarsdóttir, Jeppe Gram, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN AXEL MATTHÍASSON, Austurvegi 14, Þórshöfn, andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 12. júní síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Þórshafnarkirkju laugar- daginn 21. júní kl. 14.00. Matthildur Jóhannsdóttir, Ívar Jónsson, Þórhalla Hjaltadóttir, Sigríður Jónsdóttir, Aðalbjörn Arnarsson, Lilja Jónsdóttir, Unnsteinn Óskarsson, Matthías Jónsson, Birna Gestsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, RÖGNVALD KJARTANSSON, Víðigrund 35, Kópavogi, lést á heimili sínu mánudaginn 16. júní. Guðrún Magnea Tómasdóttir, Hanna Ósk Rögnvaldsdóttir, Kjartan Rögnvaldsson, Tómas Þröstur Rögnvaldsson, Sesselja Gísladóttir og systkini hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, BERGS ELÍASAR GUÐJÓNSSONAR, Dverghamri 15. Stuðningur ykkar er ómetanlegur. Guðrún Ágústsdóttir, Ágúst Bergsson, Stefanía Guðmundsdóttir, Margrét Klara Bergsdóttir, Birgir Símonarson, Kristín Bergsdóttir, Kristmann Karlsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Útför elskulegrar móður okkar, ömmu og lang- ömmu, KRISTRÚNAR ÞORSTEINSDÓTTUR CORTES, verður gerð frá Fossvogskapellu föstudaginn 20. júní kl. 15.00. Erla Cortes, Kristín Björg Gunnarsdóttir, Guðrún Cortes, Gunnar J. Árnason, Soffía Karlsdóttir, Kristinn H. Árnason, Snorri Ö. Árnason, Ásdís Ásbjörnsdóttir, Torfi Magnússon, Gunnar Cortes Heimisson og barnabarnabörnin. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ELÍNBORG JÓNA JÓHANNSDÓTTIR, Hjallabraut 6, Hafnarfirði, lést á heimili sínu mánudaginn 16. júní. Magnús Þór Þórisson, Berglind Ólafsdóttir, Helgi Þór Guðbjartsson, Jóhann Sigurður Ólafsson, Erlendur Jón Ólafsson, María Steindórsdóttir, Matthías Már Magnússon, Þórunn Edwald, Rakel, María Dís, Agnes Ýr og Þórdís.  Fleiri minningargreinar um Kristínu Ingimundardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.