Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H ÉR fer á eftir ræða Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra, sem hann flutti á dagskrá þjóðhátíðar á Aust- urvelli í Reykjavík að morgni þjóðhátíðardagsins. Fyrirsögn og millifyr- irsagnir eru blaðsins. „Góðir Íslendingar. Hinn tíunda maí síðastliðinn kváðu Íslend- ingar upp úrskurð, sem væntanlega mun gilda til næstu fjögurra ára, um hvaða einstaklingar skuli skipa 63 sæti í virðulegum sal í hinu sögufræga húsi hér sunnan við okkur. Það er ekki haft meira fyrir nokkurri sætaskipan en þessari, enda varð- ar hún miklu. Og réttum mánuði síðar hefur stjórnarsáttmáli verið saminn og samþykktur og Alþingi er orðið starfhæft á ný. Þótt allt sé þann- ig dottið í dúnalogn undraskömmu eftir átökin var töluvert spjallað og virðulegustu vöngum velt dagana eftir kosningarnar svo sem eðlilegt er. Þannig spurðu spekingar hver annan að því, hvort þessi kosningabarátta hefði verið leiðinleg eða skemmtileg. Því verður seint svarað fyrir alla. Enda er spurningin ekki endilega sú þýðing- armesta, þótt hún segi sína sögu af tíðarand- anum, þar sem skemmtanagildi hluta er gjarnan helsta mælistikan. Þýðingarmeira er, hvort kosn- ingabaráttan hafi verið gagnleg fyrir kjósendur. Veitti hún og þó sérstaklega kosningaúrslitin heildstæða leiðsögn sem styðjast má við til næstu fjögurra ára? Sumir hafa haldið því fram að með þessum kosningum hafi verið send skýr skilaboð! Var það svo? Voru stjórnmálamönnum send skýr skilaboð í efnahagsmálum eða skatta- eða hús- næðismálum? Umræða um sjávarútvegsmál var fyrirferðarmikil í konsingabaráttunni, en getur einhver haldið því fram í fullri alvöru að hún hafi verið skýr eða skynsamleg? Sá flokkur sem eink- um gerði þau mál að „heilagri baráttu gegn hand- ónýtu fiskveiðistjórnarkerfi“ tvöfaldaði vissulega fylgi sitt, en fékk þó einungis fjóra þingmenn og er minnstur flokka á þingi. Hvaða skilaboð felast í því? Spyr sá sem ekki veit. Um eitt verður þó ekki deilt. Ríkisstjórnin hélt velli með afgerandi hætti, þótt annar stjórnarflokkurinn tapaði nokkru fylgi.“ Reynir á traust í löngu samstarfi „Þau skilaboð voru að minnsta kosti sæmilega skýr og hefur þegar verið tekið mið af þeim. Það heyrir fremur til undantekninga að sama stjórn- arsamstarf haldi áfram eftir kosningar. Þegar núverandi stjórnarflokkar ákváðu að halda sam- starfi sínu áfram eftir kosningarnar 1999 hafði slíkt ekki gerst síðan í viðreisninni, sem svo var kölluð. Flokkar, sem sameinast í ríkisstjórn eru eftir sem áður pólitískir andstæðingar. Það reyn- ir því mikið á traust og heilindi manna í löngu samstarfi. Það er óneitanlega nokkurt umhugsunarefni hve málefnaumræðan var sundurleit og ómark- viss í nýafstaðinni kosningabaráttu. Engum ein- um flokki verður um það kennt. Fáeinum mán- uðum fyrir kosningarnar reyndu flokkarnir að ná samkomulagi um að draga úr auglýsingaflóði og þeirri yfirborðsmennsku og skrumi sem slíku fylgir. Slíkt samkomulag náðist ekki, hugsanlega vegna þess, hve seint sú tilraun hófst. Er þýðing- armikið að betur takist til næst og hugað verði að þeirri skipan með góðum fyrirvara, enda eiga kjósendur kröfu til þess að breyting verði á. En nýliðið vor er minnisstætt fyrir margt ann- að en kosningaatið. Það var ekki vorhret á glugga að þessu sinni og napur vindur með sitt kvein lét ekki á sér kræla. Óvenjulega samfellt blíðviðri, en án afturkipps og hrets, hefur glatt gróður og menn. Er hrein unun að fylgjast með fjörinu í gróðri og tilþrifum í trjám um þessar mundir. Minnir helst á lýsingu Sturlu Þórð- arsonar á árinu 1217, en þá „var ár mikið í land- inu. Sumar það var svo gott að það var víða um landið að aldinviðurinn bar tvennan ávöxt og úti- fuglarnir urpu tvisvar“. Og það skemmtilega er, að nú kemur blíðviðrið í góðan stað niður. Áhugi og elja landsmanna við hvers konar rækt- unarstörf við erfið skilyrði á undanförnum ára- tugum hefur borið ríkulegan ávöxt. Þolgæði og þrjóska hafa fengið umbun. Og þegar veröldin lætur svo blítt sem þetta vor eru hvarvetna myndarlegir gróðurreitir og garðar, skjólbelti og skógarsvæði sem taka feginsamlega á móti. Vex hugur þá vel gengur, og nú er upplagt að taka sér tak og rækta, planta og hlúa að gróðri og nátt- úru.“ Ríkar skyldur á þingmönnum „En skrautbúin tré og skógarlundir gera meira en að gleðja augað í góðsprettutíð. Þau mega vera okkur til áminningar um aðra óskylda þætti. Stæðileg tré með stolta krónu þrífast ekki og dafna nema festing og rótarkerfi, sem þó eng- inn sér, séu öflug og virk. Blöðin sem teygja sig til himins og sækja afl sitt til sólarinnar eru önn- ur forsenda fyrir vexti og viðgangi, en rót- arkerfið hin. Sama á við um landið okkar og þjóð- ina sem það byggir. Saga og sál, tunga og tilfinning, en ekki síst áræði, fórnfýsi og and- legur styrkur þeirra mörgu sem lögðu hönd á plóg og efuðust aldrei er sú rót, sem hinn íslenski stofn og hin veraldlega velgengni þjóðarinnar hvílir á. Til þess er öllum hollt að hugsa einmitt á þessum sérstaka degi, sem skipar sjálfstæðisbar- áttunni, sem aldrei linnir, í sinn heiðurssess. Það má vera að þeir 63 þingmenn, sem nú mynda Al- þingi Íslendinga, hafi ekki fengið allt of skýr skilaboð í nýliðnum kosningum. En það breytir ekki því að verkefnin eru mörg og skyldurnar ríkar, sem á þeim hvíla. Menn munu deila hart um einstök mál og um forgang og áherslur. En um hitt á helst ekki að deila, að þau verkefni sem lúta að því að tryggja sjálfstæði og öryggi þjóð- arinnar hljóta áfram að vera framarlega á dag- skrá, ef ekki fremst þeirra allra. Öll vitum við að sú þjóð, sem glatar frelsi sínu, á ekki margra góðra kosta völ. Sem betur fer komum við ekki um þessar mundir auga á neitt eitt sem ógnar frelsi okkar eða tilveru. Það er fagnaðarefni en gefur ekki rétt til að slaka á. Ör- yggi okkar þarf að vera eins vel tryggt og verða má, ella verður þjóðinni ekki fullkomlega rótt, þrátt fyrir margvíslega velgengni. Við kaupum okkur hvert og eitt ekki rándýrar brunatrygg- ingar vegna þess að við búumst beinlínis við elds- voða eða sjáum til brennuvarga í fjarskanum. L a i s n a e t b G a s a v A þ á l v u r h h k þ u þ ö u l h s ö Ræða Davíðs Oddssonar forsætisráðherra Öryggi okkar þ vera eins v tryggt og verð Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur hátíðarræðu VIÐRÆÐUR UM VARNARMÁL Davíð Oddsson forsætisráðherragerði stöðuna í öryggismálumþjóðarinnar að umtalsefni í 17. júní-ræðu sinni í fyrradag og sagði þá m.a.: „Viðsjár í okkar heimshluta hafa minnkað sem betur fer en þó er ekkert ríki á þessum slóðum, sem treystir sér til að vera án raunverulegra varna ...“ Þetta er rétt ábending hjá forsætis- ráðherra. Það er ekkert ríki í okkar heimshluta, sem hefur treyst sér til að draga verulega úr varnarviðbúnaði sín- um. Hvers vegna skyldi það vera? Það er að sjálfsögðu vegna þess, að ná- grannaríki okkar gera sér glögga grein fyrir því, að að þeim steðja ýmsar hættur. Norðmenn hafa fengið beina hótun frá talsmanni helztu hryðju- verkasamtaka heims. Í Morgunblaðinu í dag er skýrt frá því, að þær viðræður um varnarmál, sem Davíð Oddsson greindi frá í ræðu sinni á þjóðhátíðardaginn að mundu hefjast innan tíðar munu hefjast á mánudaginn kemur hér á Íslandi. Þessi ákvörðun er tekin í beinu framhaldi af bréfaskiptum forseta Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands. Þessar viðræður fara augljóslega fram á þeim grundvelli, sem lagður var með þeim bréfaskiptum. Eftir að bréf Banda- ríkjaforseta hafði verið afhent íslenzk- um stjórnvöldum skiptir það eitt máli hvað í því stendur en ekki hvað tals- menn einstakra ráðuneyta kunna að segja í persónulegum samtölum. Grundvöllur þeirra viðræðna, sem hefj- ast á mánudag eru bréfaskipti æðstu pólitískra leiðtoga þessara tveggja ríkja. Gera má ráð fyrir að í viðræðunum verði lagt mat á þær hættur, sem að Íslandi steðja. Það er rétt að ógnin úr austri er ekki sú sama og var á árum kalda stríðsins. Engu að síður verða Banda- ríkjamenn að svara því hvers vegna þeir telja nauðsynlegt að fylgjast með rússneskum kafbátum í Norður-Atl- antshafi frá Íslandi úr því þeir telja Rússa vinaþjóð en á hinn bóginn þurfi ekki að fylgjast með flugferðum þeirra. Sjálfir hafa Bandaríkjamenn lagt áherzlu á, að mesta ógnin sem steðji að þjóðum heims sé annars vegar sú, að einræðisríki komi sér upp gereyðing- arvopnum og hins vegar að hryðju- verkasamtök geti látið til sín taka hvar sem er og hvenær sem er. Það má t.d. gera ráð fyrir að Norðmenn hafi gert sérstakar ráðstafanir eftir að þeir fengu beina hótun frá helztu hryðju- verkasamtökum heims. Hver eru rökin fyrir því, að Íslend- ingum stafi ekki ógn af hryðjuverka- mönnum úr því aðrar þjóðir með Bandaríkjamenn í fararbroddi telja að sú hætta sé sú mesta, sem þær þjóðir standa frammi fyrir? Við Íslendingar munum að sjálf- sögðu í þessum viðræðum hlusta á rök Bandaríkjamanna. En við ætlumst til í ljósi sex áratuga náins samstarfs um öryggismál, að þeir hlusti líka á okkar sjónarmið. SKREF Í FRIÐARÁTT? Þær eru orðnar margar tilraunirnarsem hafa verið gerðar til að koma á friði milli Ísraela og Palestínumanna. Sumar þessara tilrauna hafa skilað mikl- um árangri, líkt og Óslóarsamkomulagið er dæmi um, þótt allur sá árangur hafi ekki reynst varanlegur. Þá virtist sam- komulag um endanlega lausn á deilunni vera í augsýn í lok ársins 2000. Nokkrum mánuðum síðar blossuðu deilur upp á nýjan leik og draumurinn um friðarsam- komulag reyndist hafa verið tálsýn ein. Það gæti því reynst varasamt að binda of miklar vonir við fund George W. Bush Bandaríkjaforseta með þeim Ariel Shar- on, forsætisráðherra Ísraels, og Mah- mud Abbas, forsætisráðherra Palest- ínumanna, í Jórdaníu fyrr í mánuðinum. Þær tvær vikur sem liðnar eru frá því fundurinn var haldinn hafa einkennst af gagnkvæmum blóðsúthellingum og ásökunum og ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi um vopnahlé fyrir fyrir- hugaða heimsókn Colins Powells, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, til Mið- Austurlanda í vikulok. Þrennt vekur hins vegar upp vonir um að sögulegt tækifæri kunni þrátt fyrir allt enn að vera til staðar. Í fyrsta lagi er ljóst að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, er alvara þeg- ar hann segist vilja ná varanlegri lausn á deilum Ísraela og Palestínumanna. Sharon hefur um áratugaskeið verið helsti leiðtogi þeirra afla í Ísrael er vilja ekkert gefa eftir í togstreitunni við Pal- estínumenn. Hann hefur verið einn harðasti stuðningsmaður landnemanna svokölluðu og í stjórnartíð sinni hefur hann beitt hernum óspart á hernumdu svæðunum. Þá má ekki gleyma því að heimsókn Sharons á Musterishæðina fyrir rúmum tveimur árum var ein helsta kveikjan að því að Palestínumenn risu upp á nýjan leik í virkri andspyrnu gegn hernámsliðinu. Nú virðist Sharon hafa snúið við blaðinu, að minnsta kosti að einhverju leyti. Þannig hefur hann skipað hernum að hefja niðurrif ólög- legra útvarðastöðva landnema á svæð- um Palestínumanna. Harðlínustefna hans hefur enda ekki orðið til að auka ör- yggi ísraelskra borgara heldur þvert á móti. Staða Sharons í ísraelskum stjórn- málum veitir honum pólitískt afl til að gera málamiðlanir sem aðrir stjórn- málamenn myndu ekki treysta sér til. Hann hefur nú lýst því yfir opinberlega að það sé óbærileg staða fyrir Ísraela að ætla sér að stjórna örlögum Palestínu- manna. Þá var skipan Abbas í stöðu forsætis- ráðherra mikilvægt skref í átt að sam- komulagi. Ísraelum mun aldrei takast að ráða niðurlögum Hamas. Palestínumenn verða sjálfir að taka á harðlínumönnum í sínum röðum og sýna að þeim er full al- vara er þeir segjast vilja friðsamlega sambúð með Ísraelum. Þeir verða hins vegar að fá til þess nauðsynlegt svig- rúm. Ísraelar hefðu líklega aldrei treyst sér til að veita Yasser Arafat slíkt svig- rúm. Vonandi fær Abbas að sýna hvað í honum býr. Í þriðja lagi hafa Bandaríkin nú á nýj- an leik skuldbundið sig til finna lausn á deilunni. Það hefur alltaf legið fyrir að án þátttöku þeirra verður ekki hægt að ná neinni viðunandi lausn. Jafnt meðal Palestínumanna sem Ísraela eru til öfl sem vilja enga lausn sem tryggir tilvist og sambúð tveggja ríkja. Draumurinn um Stór-Ísrael annars vegar og tortím- ingu Ísraelsríkis hins vegar hefur um áratugaskeið eitrað sambúð þessara þjóða. Einungis Bandaríkin hafa afl og burði til að draga þessar þjóðir út úr vítahring gagnkvæmrar tortímingar. Það hefur margsinnis verið reynt áð- ur með takmörkuðum árangri. Harð- línuöfl á báða bóga munu sem fyrr reyna að koma í veg fyrir að sáttaumleitanir beri ávöxt. Þau öfl hafa hins vegar ekk- ert fram að færa annað en áframhald- andi ofbeldi og dauða saklausra borgara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.