Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ að var hvorki markmið né ætlunarverk, ekki löngun eða vilji, og þess var ekki vand- lega gætt, það varð bara þannig eins og ævinlega: Sjónarmið kvenna voru útilokuð í stjórnarsáttmála nýju ríkisstjórn- arinnar. Þetta sker í augu, en á minn- islista yfir faglega stjórnun þarf að haka við setninguna: Ákvarð- anir sem varða heill og hamingju þjóðarinnar þarfnast samráðs og sjónarmiða beggja kynja. Kyn er viðurkenndur áhrifa- þáttur í Framsóknarflokknum, en ekki eins viðtekinn í Sjálfstæð- isflokknum. En hvort sem svo er eða ekki, þá er hin kvenlæga hlið nýja sátt- málans ógrein- anleg. Enginn hefur samt fært nógu góð rök fyrir því að konur séu ekki helmingur þjóðarinnar. Það var lærdómsríkt að fylgj- ast með myndun ríkisstjórnar Ís- lands vorið 2003 í fjölmiðlum; það eina sem óbreyttir gátu gert var að rýna í og lesa úr fréttum og ljósmyndum. Hverjir ráða ferð- inni samkvæmt þeim lestri? Formaður Samfylkingarinnar átti víst fyrsta leik á skákborði stjórnarmyndunar, og afhjúpaði sá leikur taflmanninn. Ingibjörg Sólrún var forsætisráðherraefni flokksins og með von í augum um tímamót í íslenskri stjórn- málasögu krossuðu tugþúsundir kjósenda við bókstafinn S í kjör- klefanum. En formaður S „sólaði“ upp skákborðið og hálftíma eftir úrslit kosninganna hringdi hann í einn allra þaulsætnasta valdakarl landsins og bauð honum forsætis- ráðherrastólinn í ríkisstjórn með sér. Var hringjarinn einráður? Samfylkingin varð heimaskítsmát fyrir hádegi fyrsta dag þreifinga milli flokka, og hið ljósa man fall- ið. Skákklukkan tifaði en ráðherr- arnir tveir voru einir um hituna og fóru einfaldlega út á mitt borðið umkringdir aðstoð- armönnum og ungum körlum sem málið varðaði, að þeirra mati, og sömdu á nokkrum dög- um stjórnarsáttmála og stefnu- yfirlýsingu til næstu fjögurra ára. Við skoðun á fréttum virðist engin kona hafa verið spurð álits um eina einustu fyrirætlun í sátt- málanum. Auðvitað er ekki allt í fréttum en ef til vill fundu ráð- herrarnir barasta ekki þörfina eða ástæðu til að bera sáttmálann undir konurnar í flokkunum og máta hann við jaðarsjónarmið þeirra. Þeir tveir gátu ekki ímyndað sér að það hefði gildi og að kynjasjónarhorn gætu vegið mjög þungt. Þetta voru sömu karlarnir tveir og nokkrum mánuðum áður tóku karllægustu ákvörðun ársins; að nota allt það fé sem þeir fundu til atvinnusköpunar í vegafram- kvæmdir – þar sem karlar með meirapróf og verkfræðimenntun atast einir. Þessi ákvörðun veitti djúpa innsýn í hugarfar stóru valdakarlanna tveggja. Nokkrar konur, kvenfélög og kvennastéttir dirfðust að gera at- hugasemd við þessa karla-forgjöf, en fastmælum valdakarla verður ekki haggað. Í kjölfarið hefur af skiljanlegum ástæðum og eftir fréttum að dæma atvinnuleysi karla minnkað en kvenna aukist. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar sem birtist í Morg- unblaðinu 23. maí sl. stendur: „… skapast þjóðinni nú ótal tæki- færi til að sækja fram til auk- innar velmegunar og enn betri lífskjara.“ Þetta er viljinn og hann er fallegur, en hefði ekki verið heillavænlegra að hafa sam- ráð við bæði kynin, því þjóðin er víst a.m.k. samansett af kven- og karlkyni. Og er það ekki „for- senda þess að tryggja megi nægja atvinnu …“ (beggja kynja?), „… stöðugt verðlag, efla velferðarkerfið og treysta stoðir þess“, eins og stendur í yfirlýs- ingunni? Nokkrir sagnfræðingar hafa leitt rök að því að samtakamáttur kvenna fyrri alda hafi lagt grunn- inn að velferðarkerfinu. Það bók- staflega fæddist með sjálf- boðaliðastarfi þeirra á sviði heilbrigðismála, menntamála, fé- lagsþjónustu og ýmiskonar umönnunar barna, sjúkra, fatl- aðra, aldraðra og þeirra sem eiga tímabundið eða til langframa við einhverja erfiðleika að glíma. Þessara ljósmæðra velferð- arinnar er þó sjaldnast getið og það eru oftast myndir af körlum sem hanga á veggjum helstu vel- ferðarstofnana samfélagsins, þó svo konur séu kjarni velferð- arkerfisins, uppruni og ástæða og vinni þýðingarmestu verkin. Valdakarlarnir beita hag- fræðitölum m.a. til að sýna að fá- tækt sé vart mælanleg á Íslandi, en á sama tíma rétta konur fá- tækum hlýja hjálparhönd. Aukin velmegun fæst því miður ekki með talnaleik hagfræðinga. Í dag er kvennréttindadag- urinn 19. júní, en bygging Land- spítalans var helsta baráttumál þessa dags til um 1930. Hvernig gengur þúsund árum eftir að Þorgeir Ljósvetningagoði sam- einaði þjóðina? Löturhægt; kon- um fækkar á Alþingi og leggja ekki hönd á stjórnarsáttmála karla. 19. júní er þó minnst fyrir það að þann dag 1915 staðfesti kon- ungur kosningarétt íslenskra kvenna. Eitthvað hindrar enn, eitthvað sem valdakarlar vilja ekki sleppa hendinni af. Þeir halda fast, svo fast að þeg- ar kvenhöndin teygir sig í áttina er slegið á puttann á henni. Á meðan bundið er um brotinn fing- urinn semja karlanir, ósnertir af kvenlegri visku og sér ómeðvit- andi um að helmingur þjóð- arinnar er konur. Þorgeir Ljósvetningagoði gerði sér aftur á móti ljósa grein fyrir því að forsenda vænlegs sáttmála heillar þjóðar væri góð sátt um að friðnum yrði eigi sundur skipt. Núna merkir það að kynin bæði sitji við sama taflborð og eigi jafnan aðgang að valdi og sáttmálum. Nýr sátt- máli karla „Svo líst mér sem málum vorum sé komið í ónýt efni ef eigi hafa ein lög allir. En ef sundur skipt er lögunum þá mun sundur skipt friðinum og mun eigi við það mega búa.“ Þorgeir Ljósvetningagoði VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is UMRÆÐAN MARGIR hafa heyrt um Norð- ursjóinn og ástand fiskstofna. EB er jafnvel að yfirvega bann á veið- um þorsks og annarra fiska. Ný skýrsla nefndar, undir forystu Hans- Joachim Rätz, var gerð til að leggja grunn að aðgerðum. Ástandið er dap- urlegt, þorskur og ýsa við eða undir hrunmörkum, lýsingur og skarkoli ögn skárri. Ekki reyndist unnt að finna hrygningarmið þótt kyn- þroska fiskur safnist upp á vori á viss svæði; þetta var skoðað vegna svæðalokana. Einnig var könnuð skörun tegunda í því skyni að kanna hvort veiða megi einstakar tegundir án þess að taka aðrar með; það er sögð ástæðan fyrir miklu brottkasti. Það stingur í augu hversu fiskur er smár miðað við aldur; sú þróun hefur orðið smám saman í áratugi skv. vísindaralltölum (IBTS), en þungi einstakra árganga í lönduðum afla hefur lítið breyst, vísbending um brottkast. Ef lífmassi botnfiska er lagður saman má sjá að hann er miklu minni en áður. Ýsa er að stærstum hluta fjögurra ára og kynþroska rétt um 30 sm, en það er mjög óeðlilegt; sá fiskur er mjög lé- legur og soltinn. Þorskur er í verra ástandi; fjórðungur þriggja ára fisks er kynþroska; þá er 50% kyn- þroski um fjögurra ára aldur. Annaðhvort er um að ræða vist- kerfishrun eða fiskurinn er mjög breyttur og sóandi æti, hvort sem menn fallast á erfðaval eða ekki eru afleiðingarnar hinar sömu. Þegar fiskur verður svo ungur kynþroska verður fjölgunarsprenging; urmull af skammlífum smáfiski verður til og lendir sem æti annarra stærri á ýmsum stigum; efnaskipti verða öll hraðari en lífmassi lítill. Það virðist til þessa regla í fræði fiskanna að ganga út frá einstökum tegundum sem einsleitu mengi; svo fikta menn við útreikninga á minni eða meiri sókn til að fá líkön til að stemma og afrakstur verði við- unandi. Hrun og ofveiði Þannig má reikna fjandann ráða- lausan og fá nýja sérfræðinga til að kíkja í útreikninga. Nýlega hafa fengist upplýsingar sem benda til þess að líkön séu í grundvall- aratriðum röng; fiskar eru hreint ekki eins þótt þeir séu jafnstórir eða líti eins út. J. Hutchings, pró- fessor í Halifax, ritaði 2001 grein um hættumerki varðandi hrun; skv. henni eru menn á villigötum um skýringar á minnkuðu veiðiþoli. Mikil frjósemi (seiðafjöldi) er engin trygging gegn hruni og fyrirliggj- andi gögn fela ekki í sér vitneskju um að undirstofnar geti náð sér skjótt. Röksemdir fyrir líkum á hruni verða einnig að fela í sér líkur á endurreisn eftir djúpar lægðir. Þröskuldsgildi eru fyrir einstaka undirstofna, en fyrir neðan þau stefna þeir í varanlegt hrun; engin vissa er fyrir að þeir nái sér upp þótt fiskur tóri án þess að rísa úr öskustó. Gagnslítið að styðjast við t.d. 70–90% minnkun stofns sem viðmið um líkur á hruni; svar við því fæst ekki fyrr en það er of seint. Ef undirstofn hefur minnkað um 80%, og að það sé ekki talið hrun, þá hafa líkur á endurreisn í fulla afurðasemi minnkað. Mat á áhættu út frá til- hneigingum í línuritum um stærð stofns getur verið mjög misvísandi um þróun undirstofna. Þar sem vit- að er með vissu, að margir þorsk- stofnar eru hér við land, getur 25% aflaregla án skilyrða valdið hruni á undirstofnum. Þá stefnir í varanlegt afraksturstjón; skilyrða verður veiðitíma, veiðarfæri og staðsetn- ingu; án þeirra er óhugsandi að tala um að þorskur sé á uppleið. Í kjölfar greinar Myers & Worm í Nature 15.5. um hrun helstu stór- fiska, sem hefur verið mistúlkuð hér í fjölmiðlum, hefur margt nýtt kom- ið fram. The Guardian hafði viðtal við C. Roberts, prófessor í sjáv- arlíffræði í York; hann taldi hluta vandans tilkominn vegna veiða stóra fisksins, sem geti haft erfða- bundna eiginleika til að rata til hrygningar og teymt aðra með sér. Hvað gerist ef forystusauð vantar? Það er ekki nóg að stór hrogn séu talin líklegri en lítil til að gefa líf- vænleg ungseiði, heldur skipta líka erfðir karlfisks máli varðandi vöxt og kynþroskaaldur; nú koma rök um nauðsyn forystuhæfileika einn- ig. US News birti titilgrein 9.6. með viðtali við S. Palumbi, prófessor við Stanford. Hann tók í sama streng og Roberts með erfðir og ratvísi til staða og mökunar. Stærð hnúflax hefur minnkað um 35% á 20 árum vegna þess að smár fiskur sleppur frekar í gegnum möskva neta; erfð- ir hafa smám saman breyst. Pal- umbi telur ennfremur að „ofveidd- ur“ þorskur í N-Atlantshafi geti verið alveg týndur. Í ljósi þessa get- ur vel verið, að ruglingur sé nú í hrygningu í Norðursjónum og fisk- ur sé kominn með brenglaða eig- inleika. Gin- og klaufaveiki Líkja má skertum erfðum á viss- an hátt við gin- og klaufaveiki; hún er ekki drápspest en rýrir vöxt og viðgang klaufdýra. Samt er allt gert til að útrýma henni. Alþjóða- hafrannsóknaráðið virðist vera fræðilegur skriftastóll, sem leggur blessun sína á vinnubrögð sem eru þóknanleg, það hefur vísað erfðum fiska í nefnd. Ofannefnd skýrsla er unnin við hliðina á ráðinu, sem fær það hlutverk að leggja fram töl- fræðigögn. Það vantar heila vídd í þessa umræðu alla. Nú er gert ráð fyrir 30 þ. tonnum af þorski umfram aflareglu; þau eru bitamunur en ekki fjár því veiðar byggjast á 4–5–6 ára fiski, sem er að stórum hluta kynþroska og því lítils af honum að vænta í sjó vegna náttúrulegs dauða. En umfram allt má ekki veiða þau með veið- arfærum, sem eru stærðarveljandi; annars týnist sá fiskur sem hefur erfðir til kynþroska 7–8 ára. Síðasti geirfuglinn Eftir Jónas Bjarnason Höfundur er efnaverkfræðingur. ÞAÐ ER hrollvekjandi fyrir okkur veiðimenn að lesa um nýjustu rannsóknir vísindamanna við Ox- ford-háskóla sem birtast í nýjasta hefti tímaritsins New Scientist. Niðurstöðurnar eru skelfilegar fyrir villta laxastofna í Atlantshafi en vart er hægt að segja að þetta komi mér eða öðrum, sem fylgjast vel með laxeldi í heim- inum, á óvart. Menn hefur lengi grunað það sem rannsóknirnar stað- festa. Það verður forvitnilegt að heyra hvað eldismenn og ráðamenn í eld- ismálum á Íslandi hafa að segja um þessar nýju upplýsingar en til þessa hefur öllum rökum verið beitt til að gera hættuna af laxeldi sem minnsta. Eldisiðnaðurinn hérlendis svífst einskis til að keyra áfram íslenska laxeldisævintýrið hið síð- ara. Laxeldismenn hafa t.d. sagt að svo lítið sleppi af fiski úr kvíunum að það skipti náttúrulega stofna engu máli. Skoðum það mál nánar. Norskar rann- sóknir staðfesta að allt að sex fiskar sleppa af hverju tonni sem geymt er í kvíunum. Hér á landi hafa verið gefin leyfi fyrir allt að 16 þúsund tonna eldi í sjókvíum. Ef miðað er við norsku rannsóknina þá sleppa um 96.000 fiskar á ári úr íslenskum kví- um sem er um það bil tvöfaldur íslenski laxastofn- inn. Hérlendir eldismenn segja við þessu að kvíarn- ar séu svo öflugar að einungis tveir fiskar sleppi af hverju tonni sem geymt er í kvíunum. Það gerir 32.000 eldislaxa á ári, jafnmikið og íslenskir veiði- menn veiddu á síðasta ári. Tölurnar eru því hreint ótrúlegar. Nú hefur verið staðfest með rannsóknum að þessir fiskar sem sleppa út í lífríkið geta gert enn meiri skaða en haldið hefur verið fram. Lífríki ánna er því í stórkostlegri hættu og villtir laxa- stofnar við Íslandsstrendur eru hreinlega í útrým- ingarhættu vegna eldisins. Það er óskiljanlegt hvers vegna íslenskir ráðamenn leggja íslenska laxastofna í hættu með sjókvíaeldi þegar við eigum þessa stór- kostlegu auðlind sem villti laxinn í ánum er. Auð- lindin gefur af sér 2,4 milljarða á ári í tekjur, en um 1850 lögbýli hafa tekjur af laxveiðihlunnindum. Hvað gerist ef þessar tekjur hrynja vegna laxeld- isins? Því er fljótsvarað vegna þess að hlunnindin eru einmitt það sem gerir mörgum bændum kleift að búa á jörðum sínum og lifa mannsæmandi lífi. Það er því ekki bara umhverfismál að hlúa að laxa- stofnunum í ánum heldur er það mikilvægt byggða- mál líka. Þess í stað viljum við ganga norsku leiðina sem hafa fórnað sínum náttúrulegu laxastofnum á altari sjókvíaeldisins. Tökum dæmi frá Dee-dalnum í Skotlandi þar sem ég þekki vel til. Þegar ég var að veiða lax í ánni Dee hafði ég leiðsögumann sem hafði fylgst vel með í dalnum í 50 ár. Umskiptin voru ótrúleg. Eftir að laxeldiskvíarnar voru settar niður úti fyrir strönd- um Skotlands hefur veiðin á villtum laxi í Dee hrun- ið með hræðilegum afleiðingum fyrir þá sem höfðu atvinnu af stangaveiðimönnum. Hótelin tæmdust, leiðsögumennirnir misstu vinn- una því veiðimennirnir hættu að koma, jarðaverð hrundi og veiðileyfin féllu í verði þannig að bændur urðu af miklum tekjum. Við þurfum ekki að taka dæmi frá Noregi því allir vita hvernig er umhorfs í ánum þar og frændur okkar Færeyingar hafa drep- ið náttúrulega laxastofninn sinn. Heldur einhver að þetta sé veruleiki sem er ein- angraður við þessi lönd? Nei, þetta er einmitt veru- leikinn sem blasir við okkur Íslendingum ef við för- um ekki að opna augun fyrir þeim staðreyndum að ef eldislax blandast náttúrulegum stofni þá er voð- inn vís. Þurfum við endilega að feta slóð nágranna okkar og eyðileggja laxastofnana okkar eða eigum við að læra af reynslu þessara þjóða? Í stuttu máli þá sýna niðurstöður vísindamann- anna í Oxford það að eldislax sem makast við villtan lax hefur miklu alvarlegri áhrif á lífríki ánna held- ur en áður var talið. Eldislaxinn verður kynþroska fyrr og hann er líklegri til að frjóvga egg villtra hrygna en villtir kynbræður hans. Þetta raskar erfðamengi villtu stofnanna mun hraðar en áður var sannað. Hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera við þessa vitneskju? Ætlum við að skella skollaeyrum við þessu eða taka á þessu með ábyrgum hætti og stöðva sjókvíaeldið? Ef umhverfisráðherra tekur á þessu máli eins og brugðist hefur verið við með rjúpuna og landbúnaðarráðherrann ákveður að vernda laxinn eins og þegar hann verndaði íslenskt kúakyn frá erfðablöndun við norskar kýr þá þurfum við ekki að óttast það að laxastofnarnir hrynji. Það er samt skrýtið að konungur fiskanna virðist ekki eiga sér jafn öfluga málsvara og rjúpan og Búkolla. Meiri upplýsingar á www.landsambandid.is Mun villti laxinn deyja út vegna laxeldis? Eftir Hilmar Hansson Höfundur er formaður Lands- sambands stangaveiðifélaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.