Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KVENNAKIRKJAN heldur guðsþjón-
ustu við Þvottalaugarnar í Laugardal í
dag, fimmtudaginn 19. júní, kl. 20.30, í
samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands
og Kvenfélagasamband Íslands. Séra
Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar.
Fulltrúi Femínistafélags Íslands flyt-
ur ávarp. Kór Kvennakirkjunnar leiðir
söng undir stjórn Aðalheiðar Þorsteins-
dóttur.
Í tilefni dagsins eru konur hvattar til
að klæðast bleiku eða koma með eitt-
hvað bleikt. Hægt verður að kaupa kaffi
í Café Flórunni í Grasagarðinum að lok-
inni messu.
Messa við
Þvotta-
laugarnar í
Laugardal
Morgunblaðið/Þorkell
Séra Auður predikar í kvennamessu við Þvottalaugarnar í Laugardal.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa
kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Söng-
hópur undir stjórn Kára Þormar org-
anista. Kaffi og með því eftir sönginn.
Allir velkomnir.
Landspítali – háskólasjúkrahús, Klepp-
ur. Helgistund kl. 13.30. Sr. Birgir Ás-
geirsson. Arnarholt. Helgistund kl. 15.
Sr. Sigfinnur Þorleifsson.
Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20.
Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og
helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12.
Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bænastund
í dag kl. 17. Fyrirbænarefnum má koma
til sóknarprests eða kirkjuvarðar.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í
kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deg-
inum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkj-
unnar og bera þar fram áhyggjur sínar
og gleði. Bænarefni eru skráð í bæna-
bók kirkjunnar af prestum og djákna.
Boðið er upp á molasopa og djús að
lokinni stundinni í kirkjunni.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung
börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn,
safnaðarheimili Strandbergs, kl. 10–12.
Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safn-
aðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn,
frá kl. 17–18.30.
Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl.
13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi
foreldra með ung börn að koma saman í
notalegu umhverfi og eiga skemmtilega
samverustund. Barnastarf fyrir 10–12
ára börn í dag kl. 17.
Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl.
20.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10
mömmumorgunn á kvennafrídegi. Hvað
ætli pabbarnir geri í því?
Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir
velkomnir.
Fíladelfía. Eldur unga fólksins kl. 21. All-
ir velkomnir. Föstud.: Unglingasamkoma
kl. 20.30.
Allir velkomnir. filadelfia@gospel.is
Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund kl. 12. Léttur hádegisverður á
vægu verði í Safnaðarheimili eftir stund-
ina.
Safnaðarstarf
KIRKJUSTARF
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Höfðahreppur
Okkur vantar grunnskólakennara
og leikskólakennara til starfa á
Skagaströnd skólaárið 2003—2004
Grunnskólakennarar!
Höfðaskóli er vel búinn til kennslu, með öflugt
tölvuver, bókasafn og gott íþróttahús.
Við erum að leita að metnaðarfullum kenn-
urum til að kenna á unglingastigi.
Skólinn er þátttakandi í þróunarverkefni um
fjölbreytta kennsluhætti, þar sem áhersla er
lögð á samvinnu, nám og aukna færni í lestri.
Í boði er hagstæð húsaleiga og flutningsstyrkur.
Leikskólakennarar!
Leikskólinn Barnaból á Skagaströnd er tveggja
deilda leikskóli með aldurs blönduðum deild-
um og eru börnin á aldrinum 18 mánaða
til 6 ára.
Á Barnabóli fer fram fjölbreytt uppeldisstarf,
þar sem unnið er eftir Aðalnámskrá leikskóla,
en mikil áhersla er lögð á hreyfingu.
Upplýsingar um kennslu í grunnskólanum
veita Stella Á. Kristjánsdóttir, skólastjóri,
vs. 452 2800, hs. 565 4708, gsm 869 4671 og
Ólafur Bernódusson, aðstoðarskólastjóri,
vs. 452 2800, gsm 899 3172.
Nánari upplýsingar um lausar stöður í leikskól-
anum veita Helga Bergsdóttir, leikskólastjóri,
eða Þórunn Bernódusdóttir, aðstoðarleikskóla-
stjóri, í síma 452 2706.
Hægt er að senda fyrirspurnir á netföng skól-
anna hofdaskoli@skagastrond.is og
barnabol@skagastrond.is.
Umsóknir sendist til Höfðahrepps, Skagaströnd
545, merktar viðeigandi skóla.
Umsóknarfrestur er til 30. júní nk.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Skrifstofuherbergi/leiga
Til leigu rúmgóð nýinnréttuð skrifstofu-
herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt
öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa.
Upplýsingar í síma 896 9629.
Til leigu atvinnuhúsnæði
1. Við Barðastaði í Grafarvogi. 2 verslun-
arbil (68 m² + 68 m²). Í þetta 1.500 manna
hverfi vantar ýmsa þjónustu, s.s. söluturn,
veitingar, blómabúð o.fl.
2. Við Hjallabrekku/Nýbýlaveg. Ca 820 m²
jarðhæð með 2 stórum innkeyrsludyrum.
Góður möguleiki á að skipta upp í 3—5 ein-
ingar. 5 m lofthæð. Hér er góður möguleiki
að vera með starfsemi sem fer vel með stór-
um virtum förðunarskóla sem er í húsinu,
s.s. hárgreiðslu-, snyrti- og nuddstofu o.fl.
3. Við Tranavog. Á 2. hæð ca 435 m² stór
bjartur salur sem hægt er að skipta upp í
smærri einingar. Tilvalið fyrir t.d. arkitekta-
og verkfræðingastofur eða léttan iðnað.
Upplýsingar gefur Snorri í síma 892 3797 og
tsh@islandia.is .
TILKYNNINGAR
Frá ræðismannsskrifstofu
Thailands:
Skrifstofan verður lokuð dagana 23. — 27.
júní.
Færsla Hringbrautar
í Reykjavík
Mat á umhverfisáhrifum — úrskurður
Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt
lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfis-
áhrifum. Fallist er á færslu Hringbrautar í
Reykjavík eins og henni er lýst í framlögðum
gögnum framkvæmdaraðila.
Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu-
lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu
Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is .
Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til
umhverfisráðherra og er kærufrestur
til 23. júlí 2003
Skipulagsstofnun.
Tillaga að deiliskipulagi
frístundahúsa,
að Staðarbakka, Fljótshlíð, Rangárþingi
eystra.
Samkvæmt 25. grein skipulags og byggingar-
laga nr. 73/1997 er hér með auglýst tillaga að
deiliskipulagi fyrir frístundahús í landi Staðar-
bakka, Fljótshlíð.
Í tillögunni er gert ráð fyrir byggingu 11 frí-
stundahúsa ásamt gönguleiðum og útivistar-
svæðum.
Teikningar liggja frammi á skrifstofu Rang-
árþings eystra, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, frá
og með 20. júní til og með 18. júlí nk.
Athugasemdafrestur er til kl 16.00 föstudaginn
1. ágúst 2003. Athugasemdum ef einhverjar
eru skal skila skriflega á skrifstofu Rangárþings
eystra fyrir lok ofangreinds frests. Þeir sem
gera ekki athugasemd við tillöguna innan ofan-
greinds frests teljast samþykkir henni.
Hvolsvelli, 13. júní 2003
f.h. sveitastjórnar
Rangárþings eystra,
Rúnar Guðmundsson,
Bygginarfulltrúi.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
19. júní. Fimmtudagskvöld á
Þingvöllum.
Kl. 20.00. Þjóðargrafreitur og
Þingvallalýsingar.
Jónas Hallgrímsson og upplifun
erlendra ferðamanna á Þingvöll-
um á 19. öld verða meðal efnis í
fimmtudagsgöngu Jóns Karls
Helgasonar bókmenntafræðings
á Þingvöllum. Gangan hefst við
útsýnisskífuna við Hakið og lýk-
ur við þjóðargrafreitinn.
21. júní. Laugardagur.
Kl. 13.00. Gengið í Hrauntún.
Hrauntún er eyðibýli nyrst í
þjóðgarðinum sem á sér
skemmtilega búsetusögu. Farið
verður frá Þjónustumiðstöð
Þjóðgarðsins og gangan tekur
um 2-3 klst.
22. júní Sunnudagur.
Kl. 13.00. Guðsþjónusta í Þing-
vallakirkju. Prestur sr. Kristinn
Ágúst Friðfinnsson.
Kl. 15.00. Þinghelgarganga.
Gengið um þingstaðinn forna og
hugað að sögu og fornleifarann-
sóknum. Hefst við kirkju að lok-
inni guðþjónustu og tekur rúm-
lega 1 klst.
Nánari upplýsingar eru veittar í
þjónustumiðstöð í síma 482
2660 og á heimasíðu þjóðgarðs-
ins www.thingvellir.is. Þátttaka
í dagskrá þjóðgarðsins á Þing-
völlum er ókeypis og allir eru
velkomnir. Í kvöld kl. 20.00
Lofgjörðarsamkoma.
Majórarnir Turid og Knut Gamst
stjórna og tala.
Allir hjartanlega velkomnir.
Jónsmessuferð til Þingvalla
verður farin í kvöld 19. júní.
Hittumst við Bolholtið kl. 19.00
og sameinumst um bíla eða við
Valhöll kl. 20.00.
Tökum með okkur nesti.
Stjórnin.
Smiðjuvegi 5, Kópavogi.
Samkoma kl. 20:00, Jason Haml-
in predikar, lofgjörð, fyrirbænir
og samfélag. Allir velkomnir.
Athugið sunnudag, kennsla um
trú, í höndum Jóns G. Sigurj-
ónssonar kl. 10:00 og kl. 19:00.
Stórtónleikar í Krossinum í
kvöld kl. 20.00. Sönghópurinn
G.I.G og hljómsveitin Jónas
koma fram. www.krossinn.is
ATVINNUAUGLÝSINGAR
sendist á augl@mbl.is