Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 29
Líkindareikningar sýna reyndar að flestir ættu
að geta sofið tiltölulega rólegir án slíkra trygg-
inga. En það dugar okkur ekki sem ein-
staklingum og enn síður sem þjóð. Það er ekki
nógu öruggt. Það er of mikið í húfi. Viðsjár í okk-
ar heimshluta hafa minnkað sem betur fer, en þó
er ekkert ríki á þessum slóðum sem treystir sér
til að vera án raunverulegra varna sem geta
brugðist fljótt við óvæntri vá.“
Hreinskilin og vinsamleg bréfaskipti
„Að undanförnu hef ég átt bréfaskipti við
George Bush, forseta Bandaríkjanna, um mál er
að þessu lúta. Þau fara fram í hreinskilni og vin-
semd í senn. Ég hef haft tækifæri til þess á und-
anförnum árum að fylgjast með forsetanum í ná-
vígi fjalla um slík mál á vettvangi
Atlandshafsbandalagsins og tel að hann hafi gert
það með miklum ágætum og sýnt góðan skilning
á þeim grundvallaratriðum sem hér eru í húfi. Ég
leyfi mér því að hafa traust á því að þessar góðu
vinaþjóðir beri gæfu til að finna sanngjarna nið-
urstöðu á þeim álitaefnum sem nú eru til um-
ræðu. Á grundvelli framangreindra bréfaskipta
hefur nú verið ákveðið að fulltrúar ríkjanna muni
hittast hér á landi á næstunni til að fara yfir þá
kosti sem fyrir hendi eru og þá auðvitað einnig
þau meginsjónarmið sem við Íslendingar höfum
um þann lágmarks varnarviðbúnað, sem hver
þjóð hlýtur að gera kröfu til á þessum tíma sem
öðrum.
Kæru landar.
Við gleðjumst yfir góðri tíð. Og þótt við þekkj-
um af reynslunni að skjótt geta veður skipast í
lofti þurfum við ekki fremur en íslenska birki-
hríslan að kvíða því. En til hennar talaði skáldið
svona:
Þú þarft ekki, björk mín, að kvíða kólnandi dögum:
þú kunnir að breyta myrkri og grýttri jörð
í heklu laufs, sem lyftist í morgunblænum
mót ljósi himins sem titrandi þakkargjörð.
Góðir Íslendingar, nær og fjær, ég óska ykkur
öllum gleðilegrar þjóðhátíðar.“
á þjóðhátíðardegi
þarf að
vel
ða má
Morgunblaðið/Árni Torfason
u á þjóðhátíð á Austurvelli 17. júní.
SVÆÐIÐ við Torfajökul ognágrenni er talið hafa mestframtíðargildi fyrir ferða-þjónustu og útivist árið
2020 en næstu þýðingarmiklu svæði
eru Síðuvatnasvæðið og hálendið
norðaustan Vatnajökuls. Í fjórða
sæti kemur hálendið norðan Vatna-
jökuls og í því fimmta hálendið norð-
an Hofsjökuls. Svæðin eru metin að
jöfnu út frá afþreyingarmöguleik-
um, náttúrufyrirbrigðum sem þar er
að finna og aðgengi og staðsetningu.
Þetta kemur fram í skýrslu um
gildi hálendisins fyrir ferðaþjónustu
og útivist til 2020 eftir Rögnvald
Guðmundsson, hjá Rannsóknum og
ráðgjöf ferðaþjónustunnar, RRF.
Var einkum litið til svæðanna norð-
an Hofsjökuls og Vatnajökuls, Síðu-
vatnasvæðis og Torfajökulssvæðis.
Er skýrslan unnin fyrir Orkustofn-
un í tengslum við undirbúning
rammaáætlunar um nýtingu vatns-
afls og jarðvarma. Rögnvaldur
kynnti skýrsluna í gær ásamt Svein-
birni Björnssyni, sem fer fyrir 6
manna verkefnisstjórn rammaáætl-
unarinnar. Einnig voru viðstaddir
Haukur Jóhannesson, jarðfræðing-
ur og forseti Ferðafélags Íslands, og
Tryggvi Felixson, framkvæmda-
stjóri Landverndar, sem ásamt fleir-
um hafa starfað með Rögnvaldi.
Vægi ferðaþjónustu vaxandi
Sveinbjörn Björnsson segir að
vinna við lokaáfanga áætlunarinnar
sé langt komin og býst við að loka-
skýrsla verði send umhverfisráð-
herra og iðnaðarráðherra eftir um
það bil mánuð. Einn þáttanna sem
skoðaðir hafa verið vegna vinnu við
áðurnefnda rammaáætlun eru hags-
munir ferðaþjónustu á hálendinu.
Ekki var talið nægjanlegt að líta til
núverandi starfsemi heldur er reynt
að horfa fram á við þar sem talið er
að fjöldi erlendra ferðamanna muni
áfram fara vaxandi næstu árin svo
og gildi íslenskrar ferðaþjónustu í
atvinnulífi landsmanna.
Skýrslan um gildi hálendisins er
nærri 200 síðna plagg með töflum og
myndum. Í fyrsta hluta hennar er
fjallað um þróun ferðaþjónustu á
heimsvísu og Íslandi frá 1950 og
framtíðarsýn til ársins 2020 með
spám og vísbendingum. Annar hlut-
eru talin fara yfir Kjöl og um 31 þús-
und yfir Sprengisand.
Í skýrslunni er varpað fram þeirri
hugmynd að brýnt sé að skipuleggja
hálendissvæðin með tilliti til þarfa
ferðamanna og út frá þolmörkum
náttúrunnar. Segir að nauðsynlegt
sé að horfa í það minnsta tvo áratugi
fram í tímann og því er varpað fram
að greina ferðamannastaði í þrjá
flokka eftir líklegri aðsókn til ársins
2020. Í einum flokki yrðu staðir með
mikla umferð, yfir 20 þúsund gesti,
og þar yrði að vera veruleg þjónusta.
Í næsta flokki væri miðað við 5 til 10
þúsund gesti og þar yrði að veita
nokkra þjónustu og í þriðja lagi stað-
ir með færri en 5 þúsund gestum
með lítilli þjónustu. Sett er fram
hugmynd um skipulagsnet hálend-
isins, sem samanstæði af samgöngu-
neti, þjónustuneti, afþreyingarneti
og gæða- og öryggisneti. Lögð er
einnig áhersla á að öll umfjöllun og
skipulag á hálendi tengist skipulagi
á láglendi.
Rammaáætlun ferðaþjónustu
Lagt er til að undir þjónustunet
falli allar þjónustubyggingar á há-
lendinu og jaðri þess, sem þjóna eigi
ferðamönnum. Jaðarsetrum verði
komið upp við innkomuleiðir á
miðhálendið þar sem unnt væri að fá
gistingu og hvers konar upplýsingar
og fræðslu. Meginbúðum verði kom-
ið upp ofan hálendisbrúnar við
Sprengisandsveg og Kjalveg og þar
boðin gisting í húsum og á tjald-
svæði og gert ráð fyrir aðstöðu fyrir
hestamenn. Síðan verði komið upp
svæðisbúðum í nágrenni fjallvega
þar sem væru ýmsir gistimöguleikar
eða einfaldari svæðisbúðir aðeins
með skálagistingu. Þá yrðu reist
áfangasel sem væru eins konar sam-
heiti fyrir göngu- og reiðskála við
skipulagðar leiðir, oft án vegasam-
bands.
Rögnvaldur segir þetta sett fram
sem hugmyndir sem vinna þurfi
áfram með. Segir hann brýnt að
vinna eins konar rammaáætlun um
nýtingu hálendisins í þágu ferða-
þjónustu og telur að samgönguráð-
herra ætti að beita sér fyrir slíkri
vinnu.
Þá segir að samkvæmt könnun
RRF hafi um 30% Íslendinga
ferðast eitthvað um hálendið árið
2001 og hver að jafnaði þrisvar. Fóru
um 28% viðmælenda um hálendið á
tímabilinu júní til september, 8% á
öðrum árstíma og 6% bæði sumar og
vetur. Fram kemur að um helming-
ur fólks í könnuninni gisti á hálend-
inu. Um helmingur þeirra sem fóru
um hálendið að sumrinu gistu að
jafnaði 4,3 nætur og um 60% þeirra
sem fóru um hálendið að vetrinum
gistu þar að jafnaði 4,5 nætur. Segir
að þetta jafngildi því að um 75%
gistinátta Íslendinga á hálendinu að
sumrinu en fjórðungur á öðrum árs-
tímum. Er því áætlað að um 38 þús-
und Íslendingar hafi gist á hálend-
inu í um 200 þúsund nætur árið 2001
sem er um 5% af öllum gistinóttum
Íslendinga á ferð innanlands það ár.
Áætlað er út frá könnunum að um
30% erlendra ferðamanna hafi gist á
hálendinu sumarið 2001, sem er
rúmlega helmingur þeirra sem
þangað fóru, að jafnaði 3,7 nætur.
Eru gistinætur erlendra ferða-
manna því áætlaðar 166 þúsund sem
er 10 til 11% af gistináttafjölda er-
lendra ferðamanna það ár. Einnig er
áætlað að um þriðjungur útlendinga
sem heimsækja hálendið geri það
oftar en einu sinni í sömu ferð.
Um 175 þúsund manns
fóru um hálendið
Út frá þessum tölum er áætlað að
um 175 þúsund manns hafi farið um
hálendið sumarið 2001. Sem dæmi
um fjölda á einstökum svæðum má
nefna að um 29 þúsund manns eru
taldir hafa heimsótt svæðið norðan
Vatnajökuls, t.d. um 23 þúsund
manns Herðubreiðarlindir, 26 þús-
und Öskju og um 14 þúsund Kverk-
fjöll. Þá heimsóttu 45 þúsund manns
Síðuvatnasvæðið og 125 þúsund
Torfajökulssvæðið. Af þeim fara
langflestir í Landmannalaugar eða
um 85 þúsund. Um 63 þúsund manns
inn greinir frá gildi hálendisins í
heild fyrir ferðaþjónustu og útivist,
greint frá tölum um fjölda ferða-
manna þar og gistinætur og settar
fram hugmyndir að framtíðarskip-
an. Í þriðja hlutanum er fjallað um
gildi nokkurra hálendissvæða fyrir
ferðaþjónustu og útivist og settar
fram hugmyndir að framtíðarskipan
þeirra. Rögnvaldur segir verkið hafa
verið unnið með starfshópi og síðan
hafi um 20 heimamenn á viðkomandi
slóðum tekið þátt í vinnufundum.
Segir hann niðurstöður einkum
koma fram í töflum um sérstöðu ein-
stakra hálendissvæða og síðan hafi
ýmsar hugmyndir verið settar fram
og byggðar á umræðum og hug-
myndavinnu í hópunum. Kveðst
hann þó sjálfur bera ábyrgð á þeirri
túlkun sem fram kemur í skýrslunni.
Náttúra og hálendið
aðdráttarafl
Í skýrslunni er staðhæft að
óbyggðir Íslands hafi ótvírætt mikið
aðdráttarafl fyrir erlenda ferða-
menn; það hafi endurteknar kann-
anir staðfest. Töldu 88–91% er-
lendra sumargesta árin 1996 og 1998
að náttúra Íslands hefði haft áhrif á
val þeirra á Íslandsferð og 66–68%
nefndu óbyggðirnar. Þá taldi þriðj-
ungur að menning og siðir hefðu
veruleg áhrif og 23–25% töldu höf-
uðborgarsvæðið hafa haft mest áhrif
á val sitt til ferðarinnar. Á þessum
upplýsingum er byggð sú tilgáta í
skýrslunni að gjaldeyristekjur Ís-
lendinga af ferðaþjónustu væru
fjórðungi minni ef hálendisins nyti
ekki við. Gjaldeyristekjurnar af er-
lendum ferðamönnum voru 31 millj-
arður króna árið 2000 og þar af voru
18–19 milljarðar vegna útgjalda
ferðamanna í landinu. Alls komu um
300 þúsund ferðamenn til landsins
það ár. Talið er raunhæft að búast
við að árið 2020 verði tala erlendra
ferðamanna á Íslandi komin í um
eina milljón.
Þýðing fimm svæða hálendisins fyrir ferðaþjónustu metin til ársins 2020
Torfajökulssvæðið talið
hafa mest framtíðargildi
Í tengslum við gerð rammaáætlunar um nýtingu
vatnsafls og jarðvarma hefur þýðing hálendisins
verið metin fyrir ferðaþjónustu. Jóhannes Tóm-
asson rýndi í málið og dró saman nokkur atriði.
joto@mbl.is