Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 33 ✝ Sigurður TorfiZoëga Magnús- son fæddist í Reykja- vík 6. september 1926. Hann lést á Hrafnistu 8. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Sigurður Magnús- son, f. 31.3. 1879, d. 1.10. 1977, og Jó- hanna Jóhannesdótt- ir Zoëga, f. 23.2. 1887, d. 14.1. 1967. Sigurður var næst- yngstur af átta systkinum. Þau voru: Jóhannes Zoëga, f.1907, d. 1957, Guðrún, f. 1908, d. 1987, Magnús, f. 1910, d. 1971, drengur, f. 1911, d. 1911, Stefán Agnar, f. 1916, d. 1974, Bryndís, f. 1924, d. 1927, og Jón Bryntýr, f. 1928, sem lifir bróður sinn. Sigurður kvæntist 4. júlí 1948 Hólmfríði Fjólu Friðþórsdóttur, f. á Ólafsfirði 27. maí 1926, d. 15. janúar 1979. Foreldrar hennar voru Friðþór Jakobsson, f. 6.10. 1895, d. 10.1. 1943, og Sigríður Þorláksdóttir, f. 26.9. 1900, d. 9.3. 1992. Sigurður og Hólmfríður eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Gunnar Magnús, f. 26.6. 1950, kvæntur Aðalbjörgu Sigþórsdótt- ur, f. 9.1. 1951. Þeirra börn eru: a) Sigurður Örn, f. 1974. b) Jón- ína, f. 1976, d. 1977. c) Hilmar Örn, f. 1978. d) Aðalbjörg, f. 1984. 2) Sigríður Ósk Zoëga, f. 27.6. 1956, gift Guðmundi Smára Tómassyni, f. 13.9. 1954. Þeirra börn eru: a) Brynj- ar, f. 1978. b) Otri, f. 1984. c) Hólmfríður Fjóla Zoëga, f. 1986. 3) Stúlka, f. 1.4. 1967, d. 2.4. 1967. Seinni kona Sig- urðar var Sigrún Sigurjónsdóttir, f. 7. október 1933, d. 25. desember 2001. Sigurður ólst upp í Ingólfsstræti 7b í Reykjavík Hann hóf ungur störf í blómabúð móður sinnar í Bankastræti en stærsta hluta starfsaldurs síns eða í nokkra áratugi vann hann í versl- uninni Geysi í Aðalstræti og gegndi verslunarstjórastöðu síð- ustu ár sín þar. Auk vinnu sinnar í Geysi lék hann á trommur í hljómsveitinni Kjörnum í mörg ár. Sigurður studdi Alþýðuflokk- inn og naut flokkurinn krafta hans fyrr á árum, hann var einn af stofnendum Veiðifélagsins Strengs og stundaði stangaveiði meðan heilsa leyfði. Seinni árin gerðist hann félagi í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópa- vogi og gegndi þar trúnaðar- störfum við góðan orðstír. Útför Sigurðar fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ó, pabbi minn, nú sól til viðar sígur og söngvar hljóðna, fölva slær á jörð. Þeir fljúga burt er húmið yfir hnígur er himinhvolfið fylltu þakkargjörð. Það dimmir nú og dökknar hér í heimi, ó, pabbi minn, þú horfinn ert mér frá. Í mínu hjarta minning þína geymi, ég man þig æ; og tárin stöðugt væta brá. Ó, pabbi minn, ég heyri klukkur hljóma, því hér og nú er þungbær ögurstund, í mínum huga minningarnar óma, þú ert mér horfinn Drottins þíns á fund. Ó, pabbi minn, minn hugur harmi sleginn nú horfir fram á dægrin tóm og löng. Mín von er sú, við hittumst hinumegin og helgum Guði færum okkar dýrðarsöng. (Ingibjörg Guðnadóttir.) Elsku pabbi, þú varst og verður alltaf hetjan okkar. Hafðu þökk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Gunnar og Sigríður. Elsku afi, nú er komið að því að við þurfum að kveðja þig allt of fljótt og allt of skjótt, þú varst svo þreytt- ur og útslitinn eftir erfiða ævi og veikindi undanfarin ár. Megir þú vaka yfir okkur og passa okkur öll með ömmu. Þú varst alltaf svo góður og gjaf- mildur við okkur krakkana. Ég man að þú varst alveg rosalega góður í golfi og áttir mörg verðlaun og fengu strákarnir þessa dellu frá þér og eru nú orðnir nokkuð góðir og búnir að næla sér í einhver verðlaun, enda nota þeir nokkrar af þínum gömlu og góðu kylfum og auðvitað notar Otri gömlu grænu golfhúfuna þína og þakkar henni fyrir lukkuna þegar honum gengur vel. Mér fannst mjög gaman þegar þú varst eitthvað að grínast í öllum, t.d. þegar mamma var að reyna eitthvað að stjórna þér og banna þér eitthvað og þú varst alltaf að grínast í henni og gera allt öfugt við það sem hún sagði. Þá sagðirðu að þú ættir að heita Þráinn því þú værir alltaf svo þrár, mjög sniðugt. Alltaf var líka gaman að koma til þín í heimsókn þegar þú átt- ir heima í Breiðholtinu. Ég sakna þess sárt. Það var líka rosalega skemmtilegt þegar við fórum til Ólafsfjarðar þar sem langamma átti heima og þar var haldið Kleifarmót á Kleifum og þú varst að spila á trommur í hljómsveitinni sem lék þar fyrir dansi. Það var mjög gaman að hafa séð þig spila. Gjafmildi þín var einstök, þú varst vanur því að stinga að okkur ein- hverjum peningum áður en við fór- um heim eftir að hafa heimsótt þig. Ekki slappst þú, afi, við erfiðleika þessa lífs frekar en margur maður- inn, reyndir margar sorgir og gleði, skin og skúrir. Elsku afi, hafðu þökk fyrir sam- veruna. Við vitum að nú ertu laus við veikindin og við söknum þín sárt. Við geymum í hjarta okkar minn- ingar um þig, elsku afi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Hólmfríður Fjóla, Otri og Brynjar. Nú er bjartasti og fallegasti tími ársins. Náttúran fæðir af sér nýtt líf, við sjáum grös og blóm vaxa og dafna og sálir okkar fyllast gleði og væntingum. Við vitum þó að allt er þetta skamvinnt og ný árstíð tekur við af annarri. Líkt er þessu farið með líf okkar mannanna, jarðvist hefst og jarðvist lýkur. Sigurður vin- ur minn valdi sér þessa fallegu ár- stíð til að ljúka sinni lífsgöngu, árstíð sem hann hélt svo mikið upp á vegna þess að framan af ævi áttu stanga- veiðar hug hans allan og íslenskar ár umkringdar fagurri og oft stórbrot- inni náttúru seiddu hann til sín hvert sumar til margra ára. Þegar líkam- legt atgervi þvarr og ekki var lengur hægt að glíma við árnar valdi hann sér annað áhugamál sem líka tengd- ist sumrinu og stundaði golf af mik- illi elju mörg hin síðari ár. Fyrstu orðin sem koma upp í huga minn til að lýsa Sigga eru: hlýr, glaðvær og góður. Hann mátti ekk- ert aumt sjá og tók mjög nærri sér eitt og annað böl sem á mennina er lagt. Sjálfur fór hann ekki varhluta af þessa heims erfiðleikum því hann þurfti að sjá á bak tveim konum sem báðar létust eftir þung og erfið veik- indi. Ég veit að í þeim tilfellum þótti honum hann lítils megnugur, en ég veit líka jafnframt að það var ekki rétt hjá honum því að þar sýndi hann mikla fórnarlund og ótrúlegt þolgæði. Hans létta lund og eðlis- læga glaðværð hefur efalaust hjálp- að honum mikið. Ég kynntist Sigga fyrir rúmum þremur áratugum þegar ég trúlof- aðist syni hans. Hann tók mér fagn- andi, einkum vegna þess að honum þótti strákurinn sinn orðinn nógu gamall til að festa ráð sitt en þó meira vegna hins að hann var farið að lengja eftir barnabörnum. Hon- um varð að ósk sinni og það var stoltur afi sem hélt á fyrsta barna- barni sínu undir skírn, dreng sem nefndur var eftir honum. Fleiri barnabörn komu í kjölfarið og alls urðu þau sjö. Nú á seinni árum henti hann oft gaman að þessum barna- börnum sínum og skildi ekkert í því hvers vegna þeim tókst ekki að færa honum langafabörn. Þótt leiðir okkar Gunnars sonar hans skildu fyrir tíu árum leit hann alltaf á mig sem tengdadóttur sína og fyrir mér var hann alltaf tengda- faðir. Milli okkar ríkti gagnkvæm hlýja, ást og virðing og skugga bar aldrei á samskipti okkar. Hann dvaldi í faðmi fjölskyldu minnar nokkur undanfarin jól og kryddaði jólakvöldið okkar með glaðværum hlátri og glettnum athugsemdum. Síðustu mánuðina dvaldi Siggi á deild E á Hrafnistu í Reykjavík. Líkamleg heilsa var farin en andlegt atgervi enn á sínum stað. Börnin hans, Gunnar og Sigríður, hlúðu vel að honum og vinir og kunningjar litu til með honum. Börnin hans hafa beðið mig að koma á framfæri þakk- læti til starfsfólks fyrir góða umönn- un. Elsku Gunni, Sirrý, Smári og öll barnabörnin, ég votta ykkur samúð mína og bið ykkur blessunar á ókomnum árum. Samúð mín er einn- ig hjá Jóni, bróður Sigga. Ég kveð góðan dreng, þakka hon- um samfylgdina og bið honum bless- unar. Ég trúi að vel hafi verið tekið á móti honum og hann sé nú umvafinn kærleika, ást og friði. Hluti af hon- um verður mér áfram sýnilegur í börnunum mínum. Aðalbjörg Sigþórsdóttir. Ávallt þegar við kveðjum góða vini hinstu kveðju kemur fyrst fram söknuður, en síðan hrannast minn- ingarnar upp. Þegar við rifjum upp samverustundirnar með Sigga T., eins og hann var ævinlega kallaður, þá er af mörgu að taka þau hartnær 50 ár sem samleið okkar hefur varað bæði í gleði og á alvörustundum. Ung að árum, flest að byrja lífsbar- áttuna og með börn á svipuðu reki, mynduðum við hjónaklúbb sex hjóna í Hlunnavogi. Fórum við saman með börnin okkar í ferðalög vítt og breitt um landið. Þá var farið í ýmsa leiki sem sameinuðu vel börnin og for- eldrana og minnast börnin þessara ferðalaga enn með gleði þótt þau séu fullorðin í dag. Þegar börnin voru flogin úr hreiðrunum fór hjóna- klúbburinn í nokkrar ferðir til sólar- landa. Alltaf yfir vetrartímann var komið saman hálfsmánaðarlega í kaffi og meðlæti og tekið í spil. Ekki má gleyma árshátíð sem haldin var árlega ásamt vinum og kunningjum og var allt skemmtiefni heimagert og var það hreint ógleymanlegt. Ekkert er þó sjálfgefið í lífinu. Siggi er sá fimmti sem fellur frá úr þessum vinahópi. Fyrri kona Sigga var Hólmfríður Friðþórsdóttir frá Ólafsfirði, mikil indæliskona sem hélt vel utan um fjölskylduna, en hún lést um aldur fram árið 1979. Síðari kona Sigga var Sigrún Sig- urjónsdóttir. Féll hún prýðilega inn í hópinn, en Sigrún lést á jóladag árið 2001 eftir erfið og langvarandi veik- indi. Sýndi Siggi þá frábært trygg- lyndi og dugnað og annaðist Sigrúnu heima í nokkur ár. Eftir að Sigrún fékk pláss á Hrafnistu heimsótti Siggi hana daglega, en greinilega orðinn þreyttur og lasinn. Siggi vann alla sína starfsævi við verslunarstörf. Fyrst sem verslun- armaður og eigandi Litlu blómabúð- arinnar í Bankastræti, en lengst af starfaði hann sem verslunarstjóri í Geysi, fatadeild, eða þangað til sú verslun var lögð niður fyrir nokkr- um árum. Muna margir Reykvíking- ar Sigga sem sérstaklega lipran og áreiðanlegan verslunarmann. Við vinir Sigga viljum votta börn- um hans, þeim Gunnari og Sirrý, og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúð og þakka fyrir allt á liðn- um árum. Fari vinur okkar Siggi í guðs friði. Vinirnir úr Hlunnavogi. SIGURÐUR TORFI ZOËGA MAGNÚSSON Innilegar þakkir til allra þeirra, sem veitt hafa stuðning með samúð sinni og hýlhug við and- lát og útför ástkærs eiginmanns míns og föður okkar, MATTHÍASAR JÓHANNS JÓNSSONAR, Rauðhömrum 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Karitas fyrir góða umönnun. Anita Villadsen, börn og fjölskyldur hins látna. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURVEIG KRISTÓFERSDÓTTIR, Múlakoti, Síðu, lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum mánu- daginn 9. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Baldur Þ. Bjarnason, Helga Björnsdóttir, Helga M. Bjarnadóttir, Björn Ólafur Hallgrímsson, Gunnlaugur K. Bjarnason, Unnur Flygenring, Guðrún Lilja Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vinarþel við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HALLDÓRS GUNNARS JÓNSSONAR símsmiðs, Birkigrund 47, Kópavogi. Svava Svavarsdóttir, Svavar Halldórsson, Sigríður Dóra Sverrisdóttir, Ásdís Gígja Halldórsdóttir, Sigurgeir Arnþórsson og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HULDA PÁLSDÓTTIR frá Hafrafelli, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, lést á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði mánu- daginn 16. júní. Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 23. júní kl. 13.30. Halldór Jónsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Látin er hjartkær móðir okkar, ARNBJÖRG MARKÚSDÓTTIR, Miðvangi 151, Hafnarfirði. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 16. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Svavarsson og Sævar Svavarsson. Móðir okkar ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Lindargötu 57 Reykjavík lézt fimmtudaginn 12. júní. Útförin fer fram í kyrrþey. Ingibjörg, Steinunn, Bergljót og Sigríður Stefánsdætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.