Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Gjaldey ris- gla›nin gur! VINNSLA síldar úr norsk-íslenska stofninum til manneldis hófst í gær hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað. Óvíst er um framhaldið vegna fjarlægðar á miðin. Samtals kom á land um helgina og það sem af er vikunni síld í um 2.600 tonn af frystum síldarflökum hjá Síld- arvinnslunni. Sl. mánudag hafði samtals verið landað til bræðslu 53.959 tonnum af síld. „Við byrjuðum áðan,“ segir Jó- hannes Pálsson, framkvæmdastjóri vinnslu hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað, þegar Morgunblaðið náði tali af honum um nónbil í gær, miðvikudag. „Við erum að vinna núna úr Ásgrími Halldórs- syni, þ.e.a.s. það nýjasta úr hon- um. Við vitum ekki hvort það verður meiri vinnsla en í dag. Síld- in er það erfið. Hún er farin norð- ar núna og þá eigum við ekki séns,“ segir Jóhannes. Að sögn hans er ekki unnt að vinna hráefn- ið í landi ef það er meira en sólar- hringsgamalt. Nú þegar er búið að skipa út um 500 tonnum af þeim 2.600 tonnum sem landað var um helgina og það sem af er vikunni. Landanir á síld úr norsk- íslenska stofninum sem tilkynntar voru til Samtaka fiskvinnslustöðva að morgni 16. júní sl. voru samtals 53.959 tonn. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Vinnsla síldar til mann- eldis hafin í Neskaupstað SAMHERJI á Akureyri og stærstu hluthafar félagsins hafa keypt þýskt sjávarútvegsfyrirtæki sem vinnur og selur frystar sjávarafurðir. Eftir sameininguna verður til stærsta sjáv- arútvegsfyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu að mati Þorsteins Más Bald- vinssonar, forstjóra Samherja. „Þetta eru fyrirtæki í svipuðum rekstri; framleiðslu og markaðssetn- ingu frystra sjávarafurða. Áætluð framleiðsla og sala er um 70 þúsund tonn. Velta er áætluð um 20 milljarð- ar króna,“ segir Þorsteinn. Það er fyrirtækið Hussmann & Hahn í Þýskalandi, sem er í eigu Samherjamanna, sem kaupir þýska fyrirtækið Pick & Pack. Samruninn gengur í gildi 1. júlí nk. Eignarhlutur Íslendinganna í sameinuðu félagi verður 40% á móti 60% hlut þýsks fjárfestingarsjóðs, sem er með aðset- ur í München, og er í félagi með Sam- herja. Hollenskur banki, Rabobank, fjármagnaði viðskiptin og var milli- gönguaðili kaupanna. Átta mánaða undirbúningur Framleiðsla Hussmann & Hahn er fyrir sameiningu um 25 þúsund tonn af frystum sjávarafurðum en Pick & Pack um 45 þúsund tonn. Undirbúningur sameiningarinnar hefur tekið átta mánuði. „Við höfum talið eðlilegt í þessari grein að ein- hverjar sameiningar yrðu. Við teljum að þarna séum við komin með öflugt fyrirtæki sem er hið stærsta sinnar tegundar í Evrópu og markmiðið þá að vera leiðandi í sölu og markaðs- setningu á frystum afurðum,“ segir Þorsteinn. Fjögur fyrirtæki verði starfandi á þessum markaði eftir sameiningu. Hann telur þetta veita Samherja góðan aðgang að mörkuðum og styrkja félagið í sölu sjávarafurða. Fyrirtækin falli mjög vel hvort að öðru, bæði með tilliti til framleiðslu og viðskiptavina og sameiningin sé því ekki flókin. Stærsta fyrirtæki sinn- ar tegundar í Evrópu Samherji sameinar sjávarútvegsfyrirtæki í Þýskalandi ÁLYKTUN gegn hvalveiðum í vís- indaskyni var samþykkt á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Berlín í gærkvöldi. Var hún borin upp í upp- hafi umræðu um vísindaáætlun Ís- lendinga um hvalveiðar. Stefán Ás- mundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar á fundinum, segir ályktuninni beint gegn þeim þjóðum sem stunda vísindahvalveiðar eða íhuga að hefja slíkar veiðar og þær hvattar til að hverfa frá slíkum áform- um. Var vísindaáætlun Íslands nefnd í því samhengi. Stefán segir að 24 lönd hafi sam- þykkt ályktunina en 21 land verið henni andsnúið. Þetta sé naumasti meirihluti í atkvæðagreiðslu á fund- inum. „Þar að auki tóku nokkur lönd ekki þátt í atkvæðagreiðslunni og töldu ekki rétt að ráðið skipti sér af málum sem væru vísindalegs eðlis.“ 19 ríki stóðu að baki ályktuninni sem var borin upp í upphafi umræð- unnar. Stefán bað um að fá að taka til máls eftir að fulltrúar annarra ríkja höfðu talað til að útskýra afstöðu Ís- lands. Hann segir að flest aðildarríkin hafi blandað sér í umræðuna. „Út- gangspunkturinn í minni tölu var að við teldum ekki rétt að ræða vísinda- leg málefni á pólitískum fundi. Þetta hefði verið rætt í vísindanefndinni og það væri rétti vettvangurinn til að ræða það,“ segir Stefán. Síðasti dagur ársfundarins er í dag. Stærstu deilumálin eru út af borðinu, segir Stefán, en eftir eigi að kjósa varaformann sem taki við af formanni að 3 árum liðnum. Spennan í kringum það sé úr hvorum hópnum hann komi; frá þjóð sem er hlynnt hvalveiðum eða andsnúin. Stefán segist ekki vera sáttur við að ráðið hafi færst meira frá því að vera stjórnunarráð um hvalveiðar í að vera friðunarráð. „Það var bakslag í þá vinnu sem við höfðum ætlað okkur að leggja alla áherslu á.“ Alþjóðahvalveiðiráðið Ályktun gegn vís- indaveið- um sam- þykkt  Hætta/10 VOPNAÐ rán var framið í söluturni við Kópavogsbraut 115 í gærkvöldi og er tveggja ræningja leitað af lögreglu. Ræningjarnir höfðu á brott með sér peninga úr sjóðvél en höfðu lítið upp úr krafsinu samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Þeir komu inn í sölu- turninn vopnaðir hnífum og ógnuðu afgreiðslukonu sem þar var ein við störf og hirtu peningana áður en þeir hurfu á braut. Enginn viðskiptavinur var inni þegar þeir létu til skarar skríða. Tilkynnt var um ránið klukk- an 17.40. Ræningjarnir gerðu lítið til að hylja andlit sín og ekki var ljóst í gærkvöldi hvort eftirlitskerfi hefði komið að notum við að upplýsa ránið. Vopnað rán í söluturni NÝSTOFNAÐ dótturfélag Baugs Group, Soldier Limited, hefur gert yfirtökutilboð í bresku leik- fangaverslunarkeðjuna Hamleys. Tilboðið hljóðar upp á 205 pens á hlut en alls er tilboðið í Hamleys upp á 5,8 milljarða króna. Mun hærra verð en þekkist í yfirtökutilboðum hér á landi Yfirtökutilboðið er 62% hærra en verð bréfanna var áður en tilkynnt var í mars sl. að hluti stjórn- enda Hamleys hefði fengið leyfi Hamleys til að leita leiða til að gera yfirtökutilboð í félagið. Verðið sem Baugur er tilbúinn að greiða fyrir Hamleys er mun hærra en þekkist í yfirtökutil- boðum hér á landi. Ef yfirtökutilboðið nær fram að ganga mun Baugur eiga ráðandi hlut í félaginu eða 90%, en stjórnendur Hamleys, þau Ian Parker fjármálastjóri, John Watkinson, framkvæmda- stjóri sem jafnframt mun verða forstjóri félagsins verði yfirtakan að veruleika, Adrian Woolford markaðsstjóri og Kathy Osbourne starfsmanna- stjóri minnihluta eða 10%. Tilboð Baugs er stutt af stjórn Hamleys sem hvetur hluthafa til að taka til- boðinu. Baugur seldi í síðustu viku af hlut sínum í bresku barnafataverslanakeðjunni Mothercare en Baugur keypti 3,5% hlut í félaginu á síðasta ári. Baugur eignast 90% í Haml- eys verði tilboðið samþykkt  Baugur/B2  Yfirtökur/B6 RIGNINGARDEMBUR hver ann- arri svakalegri voru í höfuðborginni í gær og urðu sumir að flýja í skjól og bíða uppstyttu í annars hægu og hlýju veðri. 10 millímetra úrkoma var á 9 klukkustundum í Reykjavík og 21 millímetri á sama tímabili á Suðurlandi, sem telst töluvert. Til samanburðar hefur mesta sólar- hringsúrkoma í Reykjavík mælst 56,7 mm hinn 5. mars 1931. Vegna rigninganna í gær stífluðust niður- föll sums staðar í borginni og hafði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í nógu að snúast vegna vatnsleka. Hleypur vatnstjón á milljónum króna. Upp úr klukkan 16 kvað við nýjan tón í veðrinu þegar feiknalegt haglél buldi á mönnum og mannvirkjum. Ekki var laust við að sumum þætti þetta óvenjulegt og þegar óhætt var að koma undir bert loft á ný litu menn spyrjandi til himins. Haglél á sumrin eru samt ekki óalgeng og geta myndast þegar öflugt loftupp- streymi ber regndropa hátt upp í skúraskýin uns þeir ná frostmarks- hæð og falla til jarðar sem högl ef uppstreymið þrýtur afl. Haglél og hellidembur ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.