Morgunblaðið - 19.06.2003, Side 56

Morgunblaðið - 19.06.2003, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Gjaldey ris- gla›nin gur! VINNSLA síldar úr norsk-íslenska stofninum til manneldis hófst í gær hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað. Óvíst er um framhaldið vegna fjarlægðar á miðin. Samtals kom á land um helgina og það sem af er vikunni síld í um 2.600 tonn af frystum síldarflökum hjá Síld- arvinnslunni. Sl. mánudag hafði samtals verið landað til bræðslu 53.959 tonnum af síld. „Við byrjuðum áðan,“ segir Jó- hannes Pálsson, framkvæmdastjóri vinnslu hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað, þegar Morgunblaðið náði tali af honum um nónbil í gær, miðvikudag. „Við erum að vinna núna úr Ásgrími Halldórs- syni, þ.e.a.s. það nýjasta úr hon- um. Við vitum ekki hvort það verður meiri vinnsla en í dag. Síld- in er það erfið. Hún er farin norð- ar núna og þá eigum við ekki séns,“ segir Jóhannes. Að sögn hans er ekki unnt að vinna hráefn- ið í landi ef það er meira en sólar- hringsgamalt. Nú þegar er búið að skipa út um 500 tonnum af þeim 2.600 tonnum sem landað var um helgina og það sem af er vikunni. Landanir á síld úr norsk- íslenska stofninum sem tilkynntar voru til Samtaka fiskvinnslustöðva að morgni 16. júní sl. voru samtals 53.959 tonn. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Vinnsla síldar til mann- eldis hafin í Neskaupstað SAMHERJI á Akureyri og stærstu hluthafar félagsins hafa keypt þýskt sjávarútvegsfyrirtæki sem vinnur og selur frystar sjávarafurðir. Eftir sameininguna verður til stærsta sjáv- arútvegsfyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu að mati Þorsteins Más Bald- vinssonar, forstjóra Samherja. „Þetta eru fyrirtæki í svipuðum rekstri; framleiðslu og markaðssetn- ingu frystra sjávarafurða. Áætluð framleiðsla og sala er um 70 þúsund tonn. Velta er áætluð um 20 milljarð- ar króna,“ segir Þorsteinn. Það er fyrirtækið Hussmann & Hahn í Þýskalandi, sem er í eigu Samherjamanna, sem kaupir þýska fyrirtækið Pick & Pack. Samruninn gengur í gildi 1. júlí nk. Eignarhlutur Íslendinganna í sameinuðu félagi verður 40% á móti 60% hlut þýsks fjárfestingarsjóðs, sem er með aðset- ur í München, og er í félagi með Sam- herja. Hollenskur banki, Rabobank, fjármagnaði viðskiptin og var milli- gönguaðili kaupanna. Átta mánaða undirbúningur Framleiðsla Hussmann & Hahn er fyrir sameiningu um 25 þúsund tonn af frystum sjávarafurðum en Pick & Pack um 45 þúsund tonn. Undirbúningur sameiningarinnar hefur tekið átta mánuði. „Við höfum talið eðlilegt í þessari grein að ein- hverjar sameiningar yrðu. Við teljum að þarna séum við komin með öflugt fyrirtæki sem er hið stærsta sinnar tegundar í Evrópu og markmiðið þá að vera leiðandi í sölu og markaðs- setningu á frystum afurðum,“ segir Þorsteinn. Fjögur fyrirtæki verði starfandi á þessum markaði eftir sameiningu. Hann telur þetta veita Samherja góðan aðgang að mörkuðum og styrkja félagið í sölu sjávarafurða. Fyrirtækin falli mjög vel hvort að öðru, bæði með tilliti til framleiðslu og viðskiptavina og sameiningin sé því ekki flókin. Stærsta fyrirtæki sinn- ar tegundar í Evrópu Samherji sameinar sjávarútvegsfyrirtæki í Þýskalandi ÁLYKTUN gegn hvalveiðum í vís- indaskyni var samþykkt á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Berlín í gærkvöldi. Var hún borin upp í upp- hafi umræðu um vísindaáætlun Ís- lendinga um hvalveiðar. Stefán Ás- mundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar á fundinum, segir ályktuninni beint gegn þeim þjóðum sem stunda vísindahvalveiðar eða íhuga að hefja slíkar veiðar og þær hvattar til að hverfa frá slíkum áform- um. Var vísindaáætlun Íslands nefnd í því samhengi. Stefán segir að 24 lönd hafi sam- þykkt ályktunina en 21 land verið henni andsnúið. Þetta sé naumasti meirihluti í atkvæðagreiðslu á fund- inum. „Þar að auki tóku nokkur lönd ekki þátt í atkvæðagreiðslunni og töldu ekki rétt að ráðið skipti sér af málum sem væru vísindalegs eðlis.“ 19 ríki stóðu að baki ályktuninni sem var borin upp í upphafi umræð- unnar. Stefán bað um að fá að taka til máls eftir að fulltrúar annarra ríkja höfðu talað til að útskýra afstöðu Ís- lands. Hann segir að flest aðildarríkin hafi blandað sér í umræðuna. „Út- gangspunkturinn í minni tölu var að við teldum ekki rétt að ræða vísinda- leg málefni á pólitískum fundi. Þetta hefði verið rætt í vísindanefndinni og það væri rétti vettvangurinn til að ræða það,“ segir Stefán. Síðasti dagur ársfundarins er í dag. Stærstu deilumálin eru út af borðinu, segir Stefán, en eftir eigi að kjósa varaformann sem taki við af formanni að 3 árum liðnum. Spennan í kringum það sé úr hvorum hópnum hann komi; frá þjóð sem er hlynnt hvalveiðum eða andsnúin. Stefán segist ekki vera sáttur við að ráðið hafi færst meira frá því að vera stjórnunarráð um hvalveiðar í að vera friðunarráð. „Það var bakslag í þá vinnu sem við höfðum ætlað okkur að leggja alla áherslu á.“ Alþjóðahvalveiðiráðið Ályktun gegn vís- indaveið- um sam- þykkt  Hætta/10 VOPNAÐ rán var framið í söluturni við Kópavogsbraut 115 í gærkvöldi og er tveggja ræningja leitað af lögreglu. Ræningjarnir höfðu á brott með sér peninga úr sjóðvél en höfðu lítið upp úr krafsinu samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Þeir komu inn í sölu- turninn vopnaðir hnífum og ógnuðu afgreiðslukonu sem þar var ein við störf og hirtu peningana áður en þeir hurfu á braut. Enginn viðskiptavinur var inni þegar þeir létu til skarar skríða. Tilkynnt var um ránið klukk- an 17.40. Ræningjarnir gerðu lítið til að hylja andlit sín og ekki var ljóst í gærkvöldi hvort eftirlitskerfi hefði komið að notum við að upplýsa ránið. Vopnað rán í söluturni NÝSTOFNAÐ dótturfélag Baugs Group, Soldier Limited, hefur gert yfirtökutilboð í bresku leik- fangaverslunarkeðjuna Hamleys. Tilboðið hljóðar upp á 205 pens á hlut en alls er tilboðið í Hamleys upp á 5,8 milljarða króna. Mun hærra verð en þekkist í yfirtökutilboðum hér á landi Yfirtökutilboðið er 62% hærra en verð bréfanna var áður en tilkynnt var í mars sl. að hluti stjórn- enda Hamleys hefði fengið leyfi Hamleys til að leita leiða til að gera yfirtökutilboð í félagið. Verðið sem Baugur er tilbúinn að greiða fyrir Hamleys er mun hærra en þekkist í yfirtökutil- boðum hér á landi. Ef yfirtökutilboðið nær fram að ganga mun Baugur eiga ráðandi hlut í félaginu eða 90%, en stjórnendur Hamleys, þau Ian Parker fjármálastjóri, John Watkinson, framkvæmda- stjóri sem jafnframt mun verða forstjóri félagsins verði yfirtakan að veruleika, Adrian Woolford markaðsstjóri og Kathy Osbourne starfsmanna- stjóri minnihluta eða 10%. Tilboð Baugs er stutt af stjórn Hamleys sem hvetur hluthafa til að taka til- boðinu. Baugur seldi í síðustu viku af hlut sínum í bresku barnafataverslanakeðjunni Mothercare en Baugur keypti 3,5% hlut í félaginu á síðasta ári. Baugur eignast 90% í Haml- eys verði tilboðið samþykkt  Baugur/B2  Yfirtökur/B6 RIGNINGARDEMBUR hver ann- arri svakalegri voru í höfuðborginni í gær og urðu sumir að flýja í skjól og bíða uppstyttu í annars hægu og hlýju veðri. 10 millímetra úrkoma var á 9 klukkustundum í Reykjavík og 21 millímetri á sama tímabili á Suðurlandi, sem telst töluvert. Til samanburðar hefur mesta sólar- hringsúrkoma í Reykjavík mælst 56,7 mm hinn 5. mars 1931. Vegna rigninganna í gær stífluðust niður- föll sums staðar í borginni og hafði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í nógu að snúast vegna vatnsleka. Hleypur vatnstjón á milljónum króna. Upp úr klukkan 16 kvað við nýjan tón í veðrinu þegar feiknalegt haglél buldi á mönnum og mannvirkjum. Ekki var laust við að sumum þætti þetta óvenjulegt og þegar óhætt var að koma undir bert loft á ný litu menn spyrjandi til himins. Haglél á sumrin eru samt ekki óalgeng og geta myndast þegar öflugt loftupp- streymi ber regndropa hátt upp í skúraskýin uns þeir ná frostmarks- hæð og falla til jarðar sem högl ef uppstreymið þrýtur afl. Haglél og hellidembur ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.