Morgunblaðið - 19.06.2003, Síða 4

Morgunblaðið - 19.06.2003, Síða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kosningaréttur kvenna 88 ára! Bandalag kvenna í Reykjavík, Feministafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvenrétt- indafélag Íslands og Kvennasögusafn Íslands efna til samfelldrar dagskrár í tilefni dagsins: Kl. 16:30 Ganga um kvennasöguslóðir í Kvosinni undir leiðsögn Auðar Styrkársdóttur, forstöðumanns Kvennasögusafns Íslands. Kl. 17:15 Skemmtidagskrá að Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Kynning: Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður KRFÍ. Ávarp: Sif Friðleifsdóttir, umhverfismálaráð- herra. Margrét Ákadóttir leikkona flytur atriði úr leikþættinum „Ólafía“ eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur Ávarp: Birna Þórarinsdóttir, Feministafélagi Íslands Fundarstjóri: Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, blaðamaður. Kaffiveitingar - Allir velkomnir Mætum í bleiku! MIKIÐ var um dýrðir á 17. júní-hátíðahöldum í Reykjavík. Að venju hófust hátíðahöldin með samhljómi kirkjuklukkna í Reykjavík en að því loknu lagði Árni Þór Sigurðsson, forseti borg- arstjórnar, blómsveig á leiði Jóns Sigurðs- sonar. Hátíðardagskrá á Austurvelli var með hefð- bundnu sniði og hófst með ávarpi Önnu Krist- insdóttur, formanns þjóðhátíðarnefndar. Ólaf- ur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lagði blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Davíð Oddsson forsætisráðherra flutti ávarp. Flutti ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur Inga María Valdimarsdóttir leikkona gegndi hlutverki fjallkonunnar í ár og flutti ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur. Það sem eftir var dagsins var nóg um að vera í miðborginni fyrir unga jafnt sem aldna. Höfuðborgarbúar létu ekki dapurt veður aftra sér og fjölmenntu í miðbæinn til að skemmta sér og öðrum. Á Arnarhóli og Ingólfstorgi var boðið upp á fjölbreytta skemmtun frá morgni til kvölds. Meðal skemmtiatriða voru dans- atriði, leiksýningar og söngflutningur. Að auki voru ýmsir viðburðir víðs vegar um höfuðborg- ina. Til dæmis var skemmtidagskrá í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum og Árbæjarsafnið var með þjóðhátíðardagskrá. Talið er að um 20–30.000 manns hafi verið í miðbænum þegar mest var en að sögn lögreglu fóru hátíðahöld að mestu friðsamlega fram. Hátíðahöld með hefð- bundnu sniði Morgunblaðið/Golli Í Reykjavík var mikið fjör á 17. júní-hátíðahöldunum á Arnarhóli og Ingólfstorgi. Morgunblaðið/Árni Torfason Inga María Valdimarsdóttir fjallkona flutti ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur. Morgunblaðið/Júlíus Birgitta Haukdal var meðal þeirra sem tóku lagið á sviðinu við Arnarhól á þjóðhátíðinni. KOMIN er út hjá lagadeild Háskól- ans í Reykjavík bókin „Um for- dæmi og vald- mörk dómstóla“ eftir Jón Steinar Gunnlaugsson prófessor. Í bókinni er fjallað um réttar- heimildina for- dæmi en með því hugtaki er átt við að notkun réttarheimildar við úr- lausn í einu dómsmáli eða fleirum verði fyrirmynd að notkun hennar í öðru máli síðar, þar sem leysa þarf úr sams konar álitaefni. Höfundur fellst ekki á útbreiddar kenningar um að dómstólar hafi heimildir til að skapa nýjar réttar- reglur sem þeir megi síðan beita með afturvirkum hætti til að byggja úr- lausnir sínar á. Telur hann að leggja verði til grundvallar að réttarreglan sem við á hafi verið til, þegar þau at- vik urðu, sem úr þarf að leysa. Byggi stjórnskipun landsins á þessari meg- inhugsun og beri enga þörf til að víkja frá henni. Í bókinni eru þessi álitamál skoð- uð frá ýmsum hliðum og er þar leit- ast við að greina það sem höfundur nefnir réttarlegt eðli fordæma. Kem- ur þar fram sú skoðun, að við mynd- un fordæmis liggi jafnan önnur rétt- arheimild til grundvallar, sem leiddi til þeirrar niðurstöðu um efni rétt- arreglu, sem lögð er til grundvallar dómi. Um sambærileg tilvik sé síðan nóg að vísa til dómsins án þess að þurfa í hvert sinn að kanna efni við- komandi heimildar. Nefnd eru fjölmörg dæmi úr dómaframkvæmd Hæstaréttar þar sem þessi álitamál koma við sögu. Ýmis dæmi eru nefnd, þar sem höf- undur telur dómstólinn hafa farið út fyrir valdheimildir sínar. Bókin er sú fyrsta sem lagadeild Háskólans í Reykjavík gefur út. Hún er 156 blaðsíður. Ný bók eftir Jón Steinar Gunnlaugsson Álitamál um fordæmi og valdmörk dómstóla Jón Steinar Gunnlaugsson NOKKRIR einstaklingar héldu mótmælaspjöldum á loft þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra flutti ávarp á Austurvelli 17. júní. Lögregla bað mótmælendur vinsamlega að víkja af hátíð- arsvæðinu en skv. upplýsingum sem fengust hjá lögreglu í gær er ekki leyfilegt lögum samkvæmt að mótmæla á fyrirfram ákveðnum og auglýstum hátíð- arsvæðum. Að sögn lögreglu fóru flestir mótmælenda út fyrir svæðið en þó þurfti að bera einn út af því. Einn var handtekinn og færður á lögreglustöð en látinn laus eftir viðræður. Morgunblaðið/Júlíus Lögregla biður mótmælendur að færa sig út fyrir hátíðarsvæðið. Mótmæli á Austurvelli ÁBYRGÐASJÓÐUR launa hefur hafnað kröfum fyrrverandi starfs- manna Fréttablaðsins ehf. sem hófu störf hjá nýju útgáfufélagi Frétta- blaðsins um laun sem þeir fengu ekki greidd eftir að Fréttablaðið ehf. varð gjaldþrota. Stjórn sjóðsins tók end- anlega ákvörðun um þetta á fundi í gærmorgun. Í apríl sl. kynnti sjóðurinn sam- hljóða ákvörðun fyrir lögmönnum málsaðila og þeim gefinn kostur á að koma við mótrökum. Guðjón Braga- son, formaður sjóðsins, segir að um 20 fyrrverandi starfsmenn Frétta- blaðsins ehf. hafi fengið vinnu hjá Frétt ehf. sem nú gefur út Frétta- blaðið. Þessum starfmönnum hafi verið synjað um greiðslur úr sjóðn- um vegna vangoldinna launa og bent á að sækja greiðslur til núverandi út- gáfufélags. Á hinn bóginn hafi fyrr- verandi starfsmenn Fréttablaðsins ehf. sem ekki hófu störf hjá hinu nýja félagi fengið greiðslur úr sjóðnum. „Við bjuggumst alveg við þessu,“ segir Kristján Hjálmarsson, trúnað- armaður blaðamanna á Frétta- blaðinu. Hann segir að til standi að funda með lögfræðingum Blaða- mannafélags Íslands í dag til að fara yfir stöðu mála og hvert næsta skref verði. Fá endanlega synjun hjá Ábyrgðar- sjóði launa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.