Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Verð á mann frá 19.800 kr.
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
LÝ
SI
NG
AS
TO
FA
N
EH
F/
SI
A.
IS
IC
E
21
53
5
0
5.
20
03
FRAMKVÆMDIR við Hamraborg í
Kópavogi standa nú yfir og yfir-
byggingin sem á að rísa yfir Hafn-
arfjarðarveginn er smám saman að
taka á sig mynd. Byggingunni er
ætlað að tengja eldri hluta Hamra-
borgarinnar við nýja tónlistar- og
náttúrugripasafnið í Kópavogi og
fyrirhugað er að í henni verði ýms-
ar verslanir auk heilsugæslustöðv-
arinnar í Kópavogi, apóteks og
banka.
Sigurfinnur Sigurjónsson, bygg-
ingarstjóri hjá Risi ehf., sem sér um
verkið sagði að allt gengi vel og að
segja mætti að þeir væru núna
komnir á beinu brautina. Uppsetn-
ingu síðustu holplatnanna lýkur um
mánaðamótin en þær fara ofan á
stálbitana sem lagðir voru yfir veg-
inn seinnipartinn í maí.
Ósáttir ökumenn
Byggingin er sú fyrsta sinnar
tegundar á landinu og ýmis vanda-
mál hafa litið dagsins ljós, sum
byggingarfræðilegs eðlis en önnur
öllu mannlegri, þar sem nokkuð
hefur borið á pirringi hjá ökumönn-
um sem sætta sig ekki við að þurfa
að hægja á sér vegna fram-
kvæmdanna. Sigurfinnur sagði að
jafnvel hafi komið til þess að ósáttir
bílstjórar hafi haft í hótunum við
starfsmenn vegna framkvæmd-
anna. Hann tók þó fram að allt væri
gert til að koma til móts við öku-
menn og valda þeim sem minnstum
óþægindum. Af öryggisástæðum er
aldrei híft yfir umferð og hefur
Hafnarfjarðarveginum því verið
lokað nokkrar nætur vegna fram-
kvæmda.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Bílaumferð við Hamraborg þarf að hægja á sér þegar ekið er undir bygginguna.
Framkvæmdir í Hamra-
borg í fullum gangi
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, átti í gær fund með for-
seta Írlands, Mary McAleese, og
ræddu forsetarnir m.a. um samband
landanna fyrr og nú og verkefni Ír-
lands þegar það tekur innan tíðar
við forsæti í Evrópusambandinu.
Ólafur Ragnar er staddur á Írlandi í
tilefni af Alþjóðaleikum þroska-
heftra og seinfærra en hann er sér-
stakur stuðningsaðili leikanna.
Írar orðnir áhrifamiklir
innan ESB
„Söguleg tengsl landanna eiga sér
bæði rætur í landnáminu og fornum
sögum eins og við þekkjum og líka í
því að báðar þjóðirnar háðu sjálf-
stæðisbaráttu um svipað leyti,“
sagði Ólafur Ragnar eftir fundinn
með Írlandsforseta í gær. „Við fór-
um yfir nauðsyn þess að styrkja
þessi tengsl enn meira á næstu ár-
um því að þótt við eigum margt
sameiginlegt og séum nágrannar
hefur nokkuð skort á það á síðari
áratugum.“ Ólafur Ragnar segist
telja það sérstaklega mikilvægt fyr-
ir Íslendinga vegna þess að Írar séu
orðin áhrifarík þjóð í ESB. „Við höf-
um oftast leitað til Norðurlandanna
þegar við höfum þurft að fá banda-
menn í samskiptum okkar við Evr-
ópusambandið en það er greinilegt
að Írar eru að öðlast mjög sterka
stöðu og munu innan tíðar taka við
forsætinu.“
Forsetarnir ræddu um þau verk-
efni sem blasa við Írum er þeir taka
við forsæti ESB og hvernig þeir
hyggjast nýta þá stöðu til þess að
efla samband Bandaríkjanna og
Evrópu á næstu árum. „Írar eru í
betri stöðu en aðrar þjóðir í Evrópu-
sambandinu til þess að vinna slík
verk því þeir eiga mikil og öflug
tengsl við Bandaríkin vegna þess
mikla fólksfjölda af írskum uppruna
sem býr í Bandaríkjunum.“
Tækifæri smárra ríkja mikil
Þá ræddu forsetarnir um að tæki-
færi smárra ríkja hefðu aldrei verið
jafnmikil og nú og mikilvægt væri
að þau væru nýtt rétt til að styrkja
efnahagslíf og menningu landanna.
Ólafur Ragnar sagði mjög fróðlegt
að heyra skýringu írska forsetans á
því hvernig Írum hefði tekist á síð-
ari áratugum að halda í sterkar írsk-
ar rætur en líka að verða mun al-
þjóðlegri í hugsunarhætti,
viðskiptum við aðra og í efnahags-
málum.
Ólafur Ragnar sagðist hafa látið í
ljós við írska forsetann aðdáun sína
á skipulagningu Alþjóðaleika
þroskaheftra og seinfærra. Benti
hann á að rúmlega 30 þúsund Írar
hefðu starfað sem sjálfboðaliðar á
leikunum sem eru stærsti íþrótta-
viðburður í heiminum í ár. „Þannig
hefur mikill fjöldi Íra verið tengdur
leikunum á óvenjulegan hátt,“ sagði
Ólafur Ragnar Grímsson.
Fundur forseta Íslands og Írlands fór fram í gær
Írar öflugir banda-
menn innan ESB
Ljósmynd/ Maxwells, Dublin
Íslensku forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff,
stilla sér upp ásamt forseta Írlands, Mary McAleese.
FULLTRÚAR frá stjórn
Barnageðlæknafélags Íslands
(BGFÍ) funduðu með Jóni
Kristjánssyni heilbrigðisráð-
herra í gær þar sem farið var
yfir efni yfirlýsingar stjórnar
BGFÍ frá því í síðustu viku þar
sem lýst var yfir áhyggjum af
þróun mála á sviði geðheil-
brigðisþjónustu fyrir börn og
unglinga.Tæplega 30 börn, 12
ára og yngri, biðu eftir innlögn
á barnageðdeild og væri sú
staða algjörlega óviðunandi. Að
sögn Gísla Baldurssonar, for-
manns BGFÍ, var fundurinn í
gær mjög jákvæður og ákveðið
var að skipa nefnd í samstarfi
við BGFÍ um lausn á vandan-
um.
Barna-
geðlækn-
ar bjart-
sýnir
Björn Bjarnason kirkjumálaráðherra
við upphaf prestastefnu
Kirkjan þjóð-
inni mikilvæg
BJÖRN Bjarnason flutti
sitt fyrsta ávarp sem
kirkjumálaráðherra við
upphaf prestastefnu á
Sauðárkróki í gær. Björn
lagði í máli sínu áherslu á
mikilvægi Þjóðkirkjunnar
fyrir íslenskt samfélag í for-
tíð, nútíð og framtíð. Björn
vitnaði í Jón Sigurðsson þar
sem hann sagði að við fall
Jóns Arasonar og sona hans hefði
saga Íslands og trú á einstæðan
hátt. „Þarna var lagður grunnur að
því sambandi ríkis og kirkju, sem
við þekkjum nú og er staðfest í
stjórnarskrá lýðveldisins. Þjóðkirkj-
an er meðal helstu kennileita ís-
lensks samfélags og hlutur kristni
og kirkju í sögu, menntun og menn-
ingu þjóðarinnar verður aldrei met-
inn til fulls,“ sagði Björn í ræðu
sinni.
Björn gerði stöðu kirkjunnar á
breiðum grunni að umtalsefni sínu
og ræddi m.a. um stöðu kristinnar
kirkju í Evrópu og annars staðar í
heiminum. Um verkefni kirkjunnar
sagði hann: „Hvarvetna takast
menn á við þá spurningu, hvernig
laga eigi meira en tveggja árþús-
unda gamlan boðskap Krists að
kröfum þjóðfélaga, þar sem afsiðun
setur æ meiri svip á daglegt líf. Í
því efni mega tískustraumar ekki
gára meira en yfirborðið.“
Leggur áherslu á samninga
ríkis og kirkju
Björn sagðist í ræðu sinni leggja
áherslu á að samningar milli ríkis
og kirkjunnar um prestssetur og
uppgjör þeirra næðust og
nefndi málefni Þingvalla-
kirkju sérstaklega. „Far-
sæl lausn Þingvallamálsins
er mér sérstaklega skyld
og hef ég í öllum umræðum
um ráðstöfun Þingvalla-
bæjar haldið því til haga,
að ekki skuli á óréttmætan
hátt gengið á hlut kirkj-
unnar, þótt ríkisstjórnin
nýti bæjarhúsið til frambúðar.“
Til heiðurs staðfestunni
Erindi Björns bar yfirskriftina
„Til heiðurs staðfestunni,“ og ræddi
ráðherrann um stefnumótunarvinnu
Þjóðkirkjunnar og sagði: „Herra
Karl Sigurbjörnsson biskup komst
þannig að orði í gærkvöldi að til-
gangur umræðna ykkar hér væri sá
að hervæðast í þágu kristni á Ís-
landi. Óska ég ykkur góðs árangurs
og heiti liðsinni mínu, ef það má að
einhverju gagni verða. Verkefnið er
brýnt og mikilvægt.“
Ráðherrann gerði einnig að um-
talsefni sínu umræðu um lokun
verslana á hvítasunnudag. Taldi
hann að vegið hefði verið að kirkj-
unni í fjölmiðlum í þeirri umræðu.
Björn sagði: „Ber að líta á umræður
hér á landi á dögunum um verslun
og viðskipti á hvítasunnudag sem
ógn við kirkjuna? Ef enginn stendur
vörð um helgi þessa dags eða heldur
málstað hans fram frá trúarlegum
sjónarhóli af ótta við að vera gam-
aldags eða ekki í takt við tíðarand-
ann, hættir hvítasunnudagur auðvit-
að að vera stofndagur kirkjunnar í
huga alls þorra fólks.“
Björn Bjarnason