Morgunblaðið - 24.06.2003, Síða 30
MINNINGAR
30 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ GuðmundurÞórðarson fædd-
ist í Kílhrauni á
Skeiðum 1. október
1939. Hann lést 10.
júní síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Þórður Guð-
mundsson, bóndi í
Kílhrauni, f. 3. des-
ember 1905, d. 6. maí
1971, og Guðfríður
Guðbrandsdóttir frá
Skálmholti í Villinga-
holtshreppi, f. 26.
október 1909, d. 20.
ágúst 1996. Systir
Guðmundar er Arnbjörg, f. 22.
mars 1938, búsett á Selfossi.
Guðmundur kvæntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Kristjönu
Kjartansdóttur, árið 1977. Sonur
þeirra er Þórður Jóhann, f. 17.
janúar 1978. Börn
Kristjönu af fyrra
hjónabandi eru: Val-
garður, f. 23. júní
1956, Fanney, f. 19.
september 1957,
Kjartan, f. 6. sept-
ember 1962, Dröfn,
f. 9. júlí 1965 og Kol-
brún, f. 16. septem-
ber 1970, Sigurðar-
börn.
Guðmundur ólst
upp í Kílhrauni og
var bóndi þar frá
árinu 1971 þegar
hann tók við búi að
föður sínum látnum, þar til hann
fluttist að Blásölum 24 í Kópavogi
í aprílmánuði síðastliðnum.
Guðmundur verður jarðsung-
inn frá Selfosskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Elsku vinur.
Mig langar að minnast allra ynd-
islegu áranna sem við áttum saman.
Það er ómetanlegt að hafa fengið
tækifæri til að deila lífinu með jafn
traustum og hlýjum manni og þú
varst. Ég er fullviss um að það voru
mín mestu gæfuspor þegar ég tók þá
ákvörðun að vera áfram í Kílhrauni.
Það verður heldur aldrei þakkað sem
vert er allt sem þú varst mér, börn-
unum mínum og barnabörnunum
sem öll litu á þig sem afa sinn. Þig
mátu þau öll meira en aðra menn og
sakna þín sárt, þótt þau yngstu geri
sér ekki enn þá grein fyrir því að þú
ert horfinn þeim að eilífu.
Vertu sæll, elsku vinur minn.
Þín
Kristjana.
Nú þegar Guðmundur frændi minn
og uppeldisbróðir er fallinn frá
hrannast upp minningar frá æskuár-
um okkar bæði í leik og starfi. Þegar
ég kom að Kílhrauni, fósturbarn, á
heimili föðursystur minnar, móður
Gumma, vorið 1948, þá á ellefta árinu,
var Gummi á því níunda og Adda
systir hans nýlega orðin 10 ára.
Á þessum tíma var tvíbýli í Kíl-
hrauni. Við áttum heima í vesturbæn-
um en Valdimar, bróðir Þórðar, og
Ólafía, kona hans, ásamt þrem sonum
í austurbænum, Þorsteini, sem er lát-
inn, Árna, sem er árinu eldri en ég og
svo var Erlendur á fyrsta ári.
Það vorum við, þrjú í vesturbæn-
um og Árni, sem lékum okkur alla
daga saman þegar færi gafst. Eins og
títt var um börn í sveit í þá daga átt-
um við okkar eigin bú og var okkur
úthlutað svæði í útjaðri austurbæjar-
túnsins, sem var kallað Tíkartóft. Þar
byggðum við bæi, héldum bústofn og
rákum þetta samfélag að sjálfsögðu
að hefðbundnum sveitasið.
Sama vorið og ég kom að Kílhrauni
bættist einn félagi í hópinn þegar Lóa
og Valdi í austurbænum réðu til sín
telpu úr Reykjavík, jafnöldru mína,
til að líta eftir Edda, litla barninu, um
sláttinn. Þessi telpa var Kristjana,
eða Kiddý eins og hún er ávallt köll-
uð, en hún varð síðar eiginkona
Gumma. Kiddý féll samstundis inn í
vinahópinn og var úthlutað landi í
Tíkartóft fyrir eigið bú. Ekki var mik-
ið um hjálpartæki fyrir þá sem þá
gættu barna í sveitinni og mátti
Kiddý oft rogast með Edda á háhesti
til að fylgja okkur hinum á hlaupum
um tún og engi. Seinna voru útreiðar-
túrarnir á sunnudögum mesta til-
hlökkunarefnið og þá var hleypt á
sprett og metist um hver sat á besta
hestinum. Ekki má heldur gleyma
íþróttaæfingunum, sem Steini í aust-
urbænum stjórnaði meðan hann var
heima. Þá var keppt í hástökki, lang-
stökki og öðrum frjálsum íþrótta-
greinum.
Gummi var frá fyrstu tíð afar hæg-
látur og rólegur. Hann var barnið
sem alltaf hélt sig til hlés og var aldrei
með kröfur til annarra. Þegar ég
horfi til baka finnst mér að hann hafi
lifað dálítið í skugga okkar hinna sem
meira fór fyrir.
Sem barn var Gummi mjög hænd-
ur að föður sínum og var mjög ungur
þegar hann fór að fylgja honum til
allra starfa, drakk í sig frá honum allt
sem góður bóndi þurfti að kunna skil
á bæði í verkum og hugsun. Gummi
var líka fjárglöggur með afbrigðum,
einn af þeim mönnum sem þekktu
hverja kind eins og kunningja sína.
Um sauðburðinn gekk hann um hag-
ana að gæta lambánna, fyrst með föð-
ur sínum en fljótlega einsamall. Þeg-
ar heim kom átti hann að gera grein
fyrir því hvaða ær voru bornar og
hvernig ástandið var í haganum. Það
vafðist ekki fyrir þeim feðgum að
skilja hvor annan eftir lýsingum hans,
hvort það var sú kollótta eða vanin-
hyrnda með þessi eða hin einkennin
sem var borin. Enda voru þeir Kíl-
hraunsfeðgar þekktir fyrir að eiga
gott fé.
Fyrstu afgerandi breytingarnar í
búskaparferli Gumma urðu þegar
faðir hans féll frá árið 1971. Þá tók
hann við búsforráðum í Kílhrauni og
bjó þar áfram, fyrst með móður sinni
en síðan með Kristjönu konu sinni,
sem kom til hans ásamt þrem yngstu
börnum sínum árið 1974. Gummi
reyndist börnum Kiddýjar sem besti
faðir og var mjög eftirlátur bæði þeim
og barnabörnum hennar sem höfðu
mikið dálæti á afa sínum.
Árið 1978 fæddist Þórður Jóhann,
einkabarn Gumma, stolt hans og
gleði. Þórður litli fór ungur, á sama
hátt og faðir hans, að fylgja föður sín-
um í störfum hans og tengdust þeir
feðgar sterkum böndum. Þórður var
góður fjármaður eins og faðir hans og
afi og hafði yndi af smalamennsku og
fjallferðum. Þórður er kjötiðnaðar-
maður og hefur starfað við iðn sína og
fylgst með nýjungum á þeim vett-
vangi bæði hér heima og erlendis.
Í búskapartíð Gumma urðu miklar
breytingar, bændur urðu að aðlaga
sig nýjum kröfum markaðarins.
Kýrnar hurfu úr fjósinu og svínin
komu í staðinn. Að lokum hurfu kind-
urnar að mestu en hestamennskan
tók við og tamning og ræktun hesta
tók hug hans allan.
Gummi hafði frá barnæsku haft
gott lag á hestum og fór ungur að
temja með föður sínum, sem alltaf
átti góða reiðhesta, enda nauðsynlegt
vegna smalamennsku, einkum á
haustin þegar sækja þurfti fé inn á af-
rétt. Hæfileiki Gumma við meðferð á
hestum þroskaðist með árunum og
varð hann þekktur á þeim vettvangi
bæði innanlands og utan og voru
hestar frá honum eftirsóttir. Ég vona
að einhver sem þekkir betur en ég
þennan þátt í lífi hans minnist hesta-
mannsins Gumma í Kílhrauni.
Þótt oft væri fámennt á vetrum hér
áður í Kílhrauni og dagarnir langir og
dimmir var ævinlega fjölmenni á
sumrin. Vinir og kunningjar komu til
lengri eða skemmri dvalar og voru
aufúsugestir. Ekki varð nein breyting
á gestrisni og öllu viðmóti í búskap-
artíð Gumma og Kiddýjar því Gummi
var vinmargur og vinfesti Kílhrauns-
fólksins var viðbrugðið. Hinir fjöl-
mörgu sem ráðnir voru til sumar-
starfa um sláttinn og þeir sem voru í
tengslum vegna hestamennskunnar
urðu margir hverjir meðal bestu og
tryggustu vina þeirra hjóna. Gummi
var kjölfestan á heimilinu og ýmsir
áttu þar öruggt skjól og aldrei virtist
ofsetinn bekkurinn þótt marga bæri
að garði.
Í apríl sl. varð mikil breyting í lífi
Gumma þegar þau hjón tóku sig upp
og fluttu „suður“, keyptu sér íbúð í
nýju fjölbýlishúsi í Kópavogi. Til þess
tíma hafði Gummi aldrei átt heima
annars staðar en í Kílhrauni. Þótt
hann væri fyrst og fremst bóndi var
hann orðinn þreyttur og virtist ham-
ingjusamur að vera laus undan oki
búskaparins, byggði sér nýtt hesthús
til að geta eingöngu sinnt hestum sín-
um.
Í þessum orðum er fátt sagt en
margt ósagt um lífshlaup þessa góða
drengs.
Þórður minn, Kiddý og börnin þín
öll, við Jón og fjölskyldurnar okkar
vottum ykkur okkar dýpstu samúð.
Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar.
Hólmfríður Tómasdóttir.
Elsku Gummi fóstri, sem varst
mér svo kær. Lífið verður skrítið án
þín, sem alltaf varst til staðar fyrir
mig.
Ég var fjögurra ára gömul þegar
ég kom til þín í Kílhraun og þú hugs-
aðir um mig sem ég væri þitt eigið
barn frá fyrsta degi, þú áttir svo mik-
ið til af hlýju. Ég er svo lánsöm að
hafa kynnst svo stórkostlega góðum
manni sem þú varst, þvílík gæði, en
það vita allir sem þig þekktu að það
eru orð að sönnu. Það var dæmigert
að þegar ég var yngri og þurfti að fá
einhverju framgengt sagði ég stund-
um þegar mér var neitað um eitthvað,
allt í lagi, ég spyr þá bara Gumma,
hann segir alltaf já. Hann var þannig
maður sem neitaði aldrei neinum um
neitt.
Ég minnist þess aldrei að hann hafi
nokkurn tíma skammað mig, ekki
einu sinni byrst sig við mig, enda hef
ég ekki kynnst skapbetri manni.
Sem betur fer á ég svo margar fal-
legar minningar um þig sem enginn
getur tekið frá mér, þú kenndir mér
svo margt. Mér er minnisstætt fyrir
stuttu þegar þú komst til okkar Jóns
Þórs, þú labbaðir inn í herbergi til
afastrákanna þinna, þegar þeir voru
sofnaðir eins og þú gerðir svo oft.
Þegar þú komst svo fram aftur
sagðirðu við mig: „Er hún ekki orðin
helst til of lítil þessi sæng fyrir hann
Hilmi?“ Þetta lýsir þér svo vel, alltaf
barstu umhyggju fyrir öllum. Sein-
asta skiptið sem þú varst hér hjá okk-
ur stoppaðirðu við hurðina á herberg-
inu hjá Hrannari og virtir hann fyrir
þér áður en þú fórst. Hann Hrannar
bar mikla virðingu fyrir afa sínum,
enda spurði hann: „Verður afi ekki í
gullkistu?“ Þá hugsaði ég að ef ein-
hver ætti að vera í gullkistu þá hefðir
það svo sannarlega átt að vera þú.
Þú varst strákunum mínum ein-
stakur afi, ég er svo glöð að þeir
skyldu hafa fengið tækifæri til að
kynnast þér, fyrir það verð ég æv-
inlega þakklát.
Elsku Gummi minn, ég á eftir að
sakna þín svo sárt, það er mér þung-
bært að þurfa að kveðja þig svo
snögglega en ég veit að þér líður bet-
ur núna, það er það sem skiptir öllu
að þér líði vel, elsku Gummi.
Ég hugsa vel um mömmu og Þórð,
missir þeirra er mikill, í sameiningu
tekst okkur að halda áfram lífinu, því
við eigum allar fallegu minningarnar
um þig, það hjálpar okkur öllum og
gefur okkur styrk á erfiðum tímum.
Mig langar að kveðja þig með bæn
sem Valdi afi kenndi mér. Takk fyrir
allt, elsku fóstri, þú verður alltaf í
huga mér.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Kolbrún.
GUÐMUNDUR
ÞÓRÐARSON
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Elskuleg vinkona okkar,
SIGURBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR,
til heimilis í
Skálatúni,
Mosfellsbæ,
sem lést fimmtudaginn 12. júní síðastliðinn,
verður jarðsungin frá Lágafellskirkju miðviku-
daginn 25. júní kl. 13.30.
Starfsmenn og heimilisfólk í Skálatúni.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÁSA HAFDÍS ÞÓRARINSDÓTTIR,
Borgarholtsbraut 41,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítala, Landakoti,
þriðjudaginn 10. júní.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Innilegar þakkir fyrir veitta aðstoð í veikindum hennar til Heimahlynn-
ingarinnar í Reykjavík og líknardeildar Landspítala, Landakoti.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið.
Fyrir hönd aðstandenda,
Óli Geir Þorgeirsson,
Theodóra Óladóttir,
S. Ingibjörg Óladóttir,
Birgir Ólason,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
INGÓLFUR JÓNSSON
frá Suðureyri við Súgandafjörð,
til heimilis á dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést miðvikudaginn 18. júní sl.
Jarðsett verður frá Akraneskirkju fimmtudag-
inn 26. júní kl. 14.00.
Jónína Ingólfsdóttir, Ásmundur Ólafsson,
Magnús Ingólfsson, Margrét Guðjónsdóttir,
Arnfríður Ingólfsdóttir, Pálmi Adólfsson,
Hafsteinn Ingólfsson, Kristjana Kristjánsdóttir,
barnabörn og langafabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, er auðsýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
VILBORGAR EIRÍKSDÓTTUR,
Hringbraut 70,
Keflavík.
Ágústa Erlendsdóttir, Birgir Scheving,
Þóra Erlendsdóttir, Hreiðar Jósteinsson,
Einar Erlendsson, Nansý Erlendsson,
Eiríkur Erlendsson,
Sigurður Erlendsson, Ólöf Ólsen
og ömmubörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ELÍNBORG JÓNA JÓHANNSDÓTTIR,
Hjallabraut 6,
Hafnafirði,
sem lést á heimili sínu mánudaginn 16. júní,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju miðviku-
daginn 25. júní kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Íslands
og Gigtarfélag Íslands.
Magnús Þór Þórisson,
Berglind Ólafsdóttir, Helgi Þór Guðbjartsson,
Jóhann Sigurður Ólafsson,
Erlendur Jón Ólafsson, María Steindórsdóttir,
Matthías Már Magnússon, Þórunn Edwald,
Rakel, María Dís, Agnes Ýr og Þórdís.