Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verð á mann frá 19.800 kr. ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IC E 21 53 5 0 5. 20 03 ESB ásælist skrifstofur EFTA EVRÓPUSAMBANDIÐ hyggst taka á leigu húsnæðið Rue de Tréves 74 í Brussel. Þetta hús er nú aðsetur íslenska sendiráðsins, EFTA skrif- stofunnar og eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. Að sögn Gunnars Snorra Gunnarssonar, ráðuneytis- stjóra utanríkisráðuneytisins, vill Evrópusambandið komast yfir skrif- stofuhúsnæðið og hefur boðist til að leigja það í 27 ár. Segir hann að ís- lenska sendiráðið, EFTA og ESA leiti nú að öðru húsnæði í Brussel. Dró sér 15,8 milljónir á fimm árum FIMMTUG kona, fyrrverandi þjónustufulltrúi og umsjónarmaður lögfræðiinnheimtu hjá Sjóvá-Al- mennum, hefur verið dæmd í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 mánuði skilorðsbundna, af Héraðsdómi Reykjavíkur. Konan dró sér 15,8 milljónir á fimm ára tímabili. Hún seldi einu fasteign sína til að greiða upp í kröfu fyrirtækisins. Konan játaði brot sín og veitti aðstoð við rannsókn málsins. Í dómnum kemur fram að hún leyndi fjárdrættinum með því að færa samsvarandi fjárhæðir til gjalda á svonefndum innheimtusafnreikn- ingi félagsins. Atvikin voru samtals 155 talsins. Á árunum 1997–2000 dró hún sér á bilinu 3,3–3,8 millj- ónir en 1,3 árið 2001 en 8. október það ár lauk brotunum. Konan seldi fasteign sína og greiddi níu millj- ónir upp í kröfu Sjóvár-Almennra og gerði félagið ekki bótakröfu í málinu. Í dómnum er litið til þess að hún dró sér verulega fjárhæð með refsiverðum hætti og sýndi af sér sterkan og einbeittan brota- vilja. Haldi konan skilorð fellur refsingin niður að tveimur árum liðnum. Arnfríður Einarsdóttir kvað upp dóminn. Örn Clausen hrl. var skip- aður verjandi en Guðjón Magnús- son, fulltrúi ákæruvaldsins, lög- reglustjórans í Reykjavík. SÝNINGIN Meistarar formsins: Úr högg- myndasögu 20. aldar hefst í Listasafninu á Ak- ureyri á morgun, laugardag. Í gær var unnið hörðum höndum að því að koma listaverkunum fyrir, m.a. var 160 kílógramma „ferðataska“ full af vopnum tekin úr kassa og sett á sinn stað. Hér er um að ræða verk eftir Þjóðverjann Axel Lischke, tösku úr glerhörðu plasti sem inniheldur handsprengjur, dínamít, skotvopn og drápshnífa – „öll grunnáhöld hryðjuverkamannsins nú á dög- um“, eins og Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri sagði við Morgunblaðið á dögunum. Verkið gerði listamaðurinn laust fyrir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 og fyrr en nú hefur það aldrei farið út fyrir landamæri Þýskalands. Joris Rademaker og Jón Laxdal, starfsmenn Listasafnsins á Akureyri, komu vopnatöskunni svokölluðu fyrir með aðstoð Guðmundar Guð- mundssonar sem falinn er á bak við töskuna, en hún er 160 kíló. Þeir sem fylgjast með eru, frá vinstri, Alma Dís Kristinsdóttir safnfulltrúi, Hann- es Sigurðsson forstöðumaður safnsins, Hana Streicher forvörður frá Ríkislistasafninu í Berlín og Britta Schmitz, yfirsýningarstjóri Hamburger Bahnhof-safnsins í Berlin, sem heyrir undir Rík- islistasafnið. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Taskan komin full af vopnum ATVINNULEYSI meðal kvenna á höfuðborgar- svæðinu jókst um 17% í maí síðastliðnum miðað við aprílmánuð, samkvæmt greiningu fjármálaráðu- neytisins í vefriti þess á tölum Vinnumálastofnun- ar. Þar segir að þetta sé frávik frá því sem hafi ver- ið að gerast að undanförnu, en í maímánuði minnkaði atvinnuleysi frá fyrra mánuði hjá báðum kynjum á landsbyggðinni og körlum á höfuðborg- arsvæðinu. Í vefritinu er einnig bent á þá staðreynd að í maí sl. var atvinnuleysi hlutfallslega mest í hótel- og veitingahúsarekstri miðað við aðrar atvinnugrein- ar, eða rúm 6,2%, og skákaði fiskvinnslunni, þeirri grein þar sem gjarnan hefur verið mest atvinnu- leysi. Í lok maí voru 2.034 konur skráðar atvinnulausar á höfuðborgarsvæðinu, miðað við 1.739 í lok apríl sl. Frá maílokum hefur atvinnulausum konum á höf- uðborgarsvæðinu fjölgað um 2%, en þær voru 2.071 samkvæmt skráningu Vinnumiðlunar höfuðborg- arsvæðisins í gær. Frá því í lok janúar sl. nemur fjölgun kvenna á atvinnuleysis- skrá 27% á höfuðborgarsvæð- inu. Hugrún Jóhannesdóttir, for- stöðumaður Vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins, segist vel kannast við þessa aukningu á atvinnuleysi kvenna. Erfitt geti verið að skýra hana nám- kvæmlega en Hugrún telur lík- legast að framboð hafi aukist að undanförnu á störfum sem ung- ir karlar sækist frekar í, t.d. í byggingaframkvæmdum og vegagerð. Mikil breyt- ing hafi orðið á atvinnumálum kynjanna þar sem fleiri karlar en konur hafi verið atvinnulausir síð- asta vetur. Einnig nefnir hún að í lok maí hafi skólaliðar í grunnskólum Reykjavíkurborgar byrjað að skrá sig atvinnulausa, líkt og þeir þurfi að gera jafnan yfir sumartímann þar til skólastarf hefjist að nýju og konur séu langfjölmennast- ar meðal skólaliða. Hugrún tel- ur þetta geta að hluta til skýrt aukið atvinnuleysi kvenna á höfuðborgarsvæðinu. „Það hefur einnig haft áhrif á atvinnuleysistölur síðustu vikna að margir námsmenn hafa skráð sig. Sem betur fer eru þeir að byrja að detta út af skrá núna. Mér sýnist sem fyr- irtækin hafi eitthvað vanmetið þörfina á afleysingastörfum og séu að ráða til sín skólafólk í meira mæli,“ segir Hugrún. Varðandi atvinnuleysi í hótel- og veitingahúsa- rekstri bendir Hugrún á að maímánuður sé ekki vel marktækur hvað ferðaþjónustuna varðar þar sem sumarvertíðin sé ekki hafin fyrir alvöru. Einnig geti verið mögulegt að hóteleigendur hafi spennt bogann eilítið of hátt með stórauknu gistirými. Atvinnuleysi kvenna eykst á höfuðborgarsvæðinu                      SELLAFIELD kjarnorkuvinnslu- stöðin á Bretlandi mun hætta að losa geislavirka efnið teknitín 99 í sjó næstu níu mánuði og erfitt verð- ur fyrir bresk stjórnvöld að hefja losun þess á nýjan leik að þeim tíma liðnum að mati Sivjar Friðleifsdótt- ur umhverfisráðherra. Þetta er niðurstaðan af fundi um- hverfisráðherra aðildarríkja OSP- AR-samningsins sem lauk í gær. Tillaga Íslands, Noregs, Svíþjóð- ar, Danmerkur, Írlands og Hol- lands, þar sem kemur fram að fjöldi ríkja telji að losun á geislavirka efn- inu teknitín 99 í sjóinn frá Sellafield skuli hætt nú þegar var eina um- ræðuefni fundarins í gær. Bretar féllust að lokum á tillöguna, en settu þann fyrirvara að þeim yrði heimilt að hefja losun að nýju eftir níu mán- uði ef tæknilegar lausnir við förgun á teknitín 99 fyndust ekki á þeim tíma. Ekki endanlegur sigur Siv segir niðurstöðuna vera góðan áfangasigur fyrir Íslendinga. „Þetta er mjög mikill áfangi, en er ekki endanlegur sigur vegna þess að fyr- irvarinn er þarna inni. En það verð- ur að mínu mati erfitt fyrir bresk stjórnvöld að byrja aftur á losun eft- ir níu mánuði. Það verður mjög þungt skref fyrir þá og mjög erfitt eftir þessar pólitísku yfirlýsingar þeirra hérna.“ Siv segir árangurinn þó betri en hún átti von á. „Ég hélt að Bret- arnir myndu halda sig við það að nefna hvergi Sellafield og nýta neit- unarrétt sinn til þess. Þeir sýndu hér mikinn samstarfsvilja með því að komast að þessari niðurstöðu með okkur.“ Það verður erfitt fyrir bresk stjórnvöld að hefja á ný losun teknitíns 99 eftir þessa níu mánuði sem nefndir eru í fyrirvara þeirra við ályktunina að sögn Sivjar. Þorskstofninn til umræðu Aðrar niðurstöður OSPAR-fund- arins voru einnig Íslandi í hag. „Það varð niðurstaðan hér að þorskstofn- ar við Ísland væru ekki í hættu. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur. Það kemur fram að þorskstofnar í Norð- ursjó og á Írlandshafi eru í hættu, en ástandið er mun betra við Ísland og Færeyjar,“ segir Siv. Fundur aðildarríkja OSPAR-samn- ingsins ályktar um ástand hafsins Losun geisla- virkra efna hætt ♦ ♦ ♦ „Frosin“ tölva í frysti- gámnum EIMSKIPAFÉLAG Íslands hf. þarf að greiða Tryggingamiðstöðinni hf. 11,6 milljónir vegna þess að hásetar á Laxfossi sýndu ekki nægilega ár- vekni þegar þeir aðgættu frystigám með 24 tonnum af fiski sem skipið flutti til Bandaríkjanna, samkvæmt dómi sem kveðinn var upp í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Eimskip krafðist sýknu enda var sýnt fram á að tölva í gámnum „fraus“ þannig að hitamælir sýndi ávallt -24°C frost en við það hitastig átti að flytja fiskinn. Fram kemur í dómnum að eftirlit hásetanna fólst í því að aðgæta frystigámana tvisvar á sólarhring, nema þegar veður hamlaði. Hitastig í þeim var kannað með því að lesa á stafrænan skjá á gámunum og ganga úr skugga um hvort viðvörunarljós loguðu. Af gögnum málsins mátti helst ráða að sjaldgæf bilun hefði valdið því að stýritölva gámsins „fraus“ og gerði því ekki viðvart þeg- ar frostið fór af gámnum og því veittu skipverjarnir biluninni ekki eftirtekt. Fyrir dómi bar háseti að það tæki 2–3 sekúndur að aðgæta hvern gám. Hásetarnir skráðu alltaf sama hita- stigið en merktu tvisvar sinnum við að gámurinn væri stilltur á afhrím- ingu en hitastigið væri þó hið sama. Sérfróðir meðdómsmenn töldu að þessi niðurstaða hefði tvímælalaust átt að vekja grunsemdir hásetanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.