Morgunblaðið - 27.06.2003, Side 56

Morgunblaðið - 27.06.2003, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SÍMINN hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum að skoða og greiða símreikninga sína með rafrænum hætti í gegnum hvaða heimabanka sem er og losna auk þess við seðilgjald sem nú er lagt á hvern reikning. Síminn og Kaupþing Búnaðarbanki kynntu þessa nýju þjónustu í gær. Sím- inn er stærsti útgefandi reikn- inga á landinu, sendir út um 2,5 milljónir reikninga árlega. Út- sendir reikningar frá fyrirtæk- inu vega 60 tonn á ári og myndu ná til tunglsins og aftur til baka væri þeim staflað upp. Útgáfa rafrænna reikninga í gegnum inga rafrænt en Síminn er þeirra langstærst. Að sögn Arnar Valdimarsson- ar, sérfræðings á fyrirtækjasviði Kaupþings Búnaðarbanka, tekur um 2–3 vikur að koma nýju fyr- irtæki inn í kerfið. Hann segir Og Vodafone þegar hafa sýnt áhuga á að semja við bankann um rafræna birtingu reikninga viðskiptavina sinna líkt og Sím- inn hefur gert. Síminn hóf fyrir tveimur árum að gefa viðskiptavinum sínum kost á að skoða reikninga sína með rafrænum hætti á „þínum síðum“ á www.siminn.is. viðbúið að þróunin haldi áfram hér á landi en hins vegar sé ann- ars konar póstur að aukast, til að mynda markpóstur sem stílaður sé á viðtakanda. Sífellt færri reikningum dreift Viðskiptavinir Símans geta með þessum hætti sparað, því seðilgjaldið nemur 150 krónum en auk þess fá þeir greiddar 30 krónur fyrir að afþakka glugga- póstinn. Á fundinum í gær kom fram að nú þegar hafa fleiri fyrirtæki gert samning um birtingu reikn- heimabanka getur því sparað umtalsvert magn af pappír. Síminn er einn stærstu við- skiptavina Póstsins og segir Ás- kell Jónsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Póstinum, það vissulega áhyggjuefni fyrir fyr- irtækið að missa þennan hluta viðskipta sinna. „Þetta gerist hins vegar ekki í einu vetfangi enda ólíklegt að allir viðskipta- vinir nýti sér þjónustuna strax. Við erum við öllu búnir þar sem alls staðar í kringum okkur hef- ur þróunin verið sú að dregið hefur úr reikningum í póstdreif- ingu,“ segir Áskell. Hann segir Mögulegt að fá rafræna símreikninga um heimabanka og spara um leið Útsendir reikningar næðu til tunglsins og til baka BÖRNUM, sem kvíða tannviðgerðum, býðst nú á stöku stofu sá kostur að horfa á teiknimyndir eða kvikmyndir á meðan legið er í stólnum. Svo- nefnd sjónvarpsgleraugu, upprunnin í Banda- ríkjunum, eru hönnuð þannig að kvikar myndir ber fyrir augu og hljóðið streymir inn í hlustir þannig að varla heyrist í bor tannsa á meðan. Margrét Rósa Grímsdóttir, sérfræðingur í barnatannlækningum, er meðal þeirra sem tek- ið hafa gleraugun í notkun og segir þau hafa mælst afar vel fyrir hjá börnunum. „Nú heyrum við ekki lengur spurninguna sem gjarnan glumdi hér í eyrum: „Er þetta ekki að verða bú- ið?“ og auk þess eru krakkarnir miklu kyrrari í stólnum og vinnufriðurinn því meiri fyrir okk- ur.“ Morgunblaðið/Sverrir Sex ára stúlka horfir á teiknimynd um Línu langsokk á meðan gert er við tennurnar. Opinmynnt börn í bíó  Daglegt líf/7 ÞAÐ VAR ys og þys baksviðs fyrir frumsýningu söngleiksins Grease í Borg- arleikhúsinu í gær. Þau Birgitta Haukdal og Jón Jósep Snæbjörnsson voru að koma sér í gervið og gírinn fyrir sýninguna er ljósmyndari Morgunblaðsins heilsaði upp á þau. Jón Jósep, betur þekktur sem Jónsi í hljómsveitinni Í svörtum fötum fer með hlutverk Daníels Zoëga sem er piltur er hrífst af utanbæjarsnót- inni Sandí sem Birgitta Haukdal túlkar. Sögusviðið er sem sagt Ísland, nánar til- tekið úthverfi í Reykjavík samtímans. Söngleikurinn sem er eftir Jim Jacobs og Warren Casey er þýddur og staðfærður af Gísla Rúnari Jónssyni. Forsala miða á sýninguna gekk framar öllum vonum og var löngu uppselt á frumsýninguna og komust því færri að en vildu. Söngleikurinn Grease frumsýndur í Borgarleikhúsi í gærkvöldi Morgunblaðið/Árni Torfason Morgunblaðið/Árni Torfason Heitt í kolunum bak við tjöldin LÍKLEGT er að við svokallaðar hitastrýtur á útsjávarhryggjum við Ísland sé að finna tölu- vert magn góðmálma. Peter Herzig, prófessor í hagfræðilegri vistfræði við tækni- og námuhá- skólann í Freiburg segir að unnið sé að rann- sóknum á því hvernig hægt sé að hagnýta þær auðlindir sem kunna að felast á sjávarbotninum. Meðal málmanna sem safnast upp í útfellingum í kringum hitastrýturnar eru gull, silfur, járn og sink. Herzig segir að ekki sé nægilega mikið vit- að um útfellingahaugana til þess að hægt sé að segja til um það með vissu hvort vinnsla á málm- unum sé hagkvæm. Þó hefur fyrirtæki fengið einkarétt á fimm þúsund ferkílómetra svæði við Papúa Nýju Gíneu til þess að vinna málma. Á hafréttarráðstefnu í HÍ er fjallað um ýmis lagaleg og vísindaleg álitamál er varða afmörk- un landgrunnsins. Lagalegt forræði yfir land- grunni utan landhelgi gæti reynst mikilvægt úr- lausnarefni ef umhverfi hitastrýtanna reynist ríkt af nýtanlegum málmi. Líklega góð- málmar við Ísland  Góðmálmar/10 VERSLUN með því óvenjulega nafni Pinku ponsulitla plötubúðin verður opnuð á Akureyri í dag. Eigendur eru hjónin Rögnvaldur B. Rögn- valdsson og Birna Guðrún Baldursdóttir og er versl- unin í 12 fermetra húsnæði við Gránufélagsgötu. Áður hefur líklega ekki verið boðin brauðsúpa til sölu í hljómplötuverslunum hérlendis, en Rögnvaldur ríður á vaðið – það sem verð- ur í geisladiskastandinum á myndinni verður jafnan hægt að kaupa fyrir 2.000 krónur. „Það voru ekki alltaf bestu bitarnir sem fóru í brauðsúpuna í gamla daga,“ sagði Rögnvaldur við Morgunblaðið og gaf í skyn að í brauðsúp- unni væru diskar sem almennt teldust ekki vænlegir til sölu. Pinku ponsu- lítil plötubúð  Pinku ponsulitla/21 ♦ ♦ ♦ FIMMTÍU þúsund eintök hafa selst af kiljum rithöfundarins Arnaldar Indriðasonar. Hin bókelska Unnur Jakobsdóttir Smári vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í verslun Eymunds- son í Kringlunni í gær þegar Pétur Már Ólafsson, útgáfu- stjóri Vöku-Helgafells, sveif á hana með veglega bókagjöf. Unnur var að kaupa nýjustu glæpasögu Arnaldar, Röddina, en svo skemmtilega vildi til að þetta var einmitt fimmtíu þús- undasta kiljan. Í bókagjöfinni voru allar skáldsögur Arnaldar, sex að tölu, innbundnar, auk Spá- dómabókarinnar. Hefur selt 50 þús- und kiljur SANNKALLAÐ stuttbuxnaveður var á Norðausturlandi í gær. Sól skein í heiði og hiti fór vel yfir 20°C á flestum stöð- um í þessum landshluta. Mestur hiti var á Húsavík og Mán- árbakka eða 24°C. Á Akureyri fór hitinn hæst í 22°C sam- kvæmt mælingum Veðurstofu Íslands og þar spókuðu menn sig léttklæddir um götur og torg. Veðurstofan spáir áfram- haldandi hlýindum um allt land fram yfir helgi. Í dag má bú- ast við að hitinn fari aftur yfir 20°C á Norðausturlandi. Í öðrum landshlutum er spáin fyrir daginn einnig prýðileg þótt víða sé hætta á einhverri úrkomu. Tíðarfarið hefur haft góð áhrif á aflabrögð norður af landinu. Í Grímsey var sannkallað Mallorka-veður í gær, eða um og yfir 20°C hiti, logn og sólskin og sagði Garðar Ólason útgerðarmaður að hitinn hefði greinilega ekki haft slæm áhrif á aflabrögðin. Hann sagði bátana hafa verið í mokfisk- eríi í kringum Kolbeinsey en aðeins minna nær Grímsey. „Þeir voru að koma með fínasta afla að landi,“ sagði Garðar, sem hefur haft næg verkefni fyrir sitt fólk í fiskverkuninni síðustu daga. Þar hefur verið unnið fram á nætur við að verka þorskinn, flak’ann og salta, og gera hann söluhæfan. Bongóblíða á Norðurlandi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hinn frægi hitamælir á Ráðhús- torginu á Akureyri fór í 25 gráður. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.