Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 182. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Erling á fjalirnar Elling hinn norski og félagi hans í Loftkastalanum í haust Listir 20 Femínísk guðfræði Arnfríður Guðmundsdóttir er fyrst kvenna dósent í guðfræðideild 10 Orkurík upplifun Líkamlega krefjandi jógaleikhús á Ísafirði og í Reykjavík Fólk 45 AP Utanríkisráðherra Bretlands, Jack Straw, ræðir við fréttamenn fyrir utan Downingstræti 10 í London í gær. Í forgrunni heldur einhver á eintaki af skýrslu þingnefndarinnar um aðdraganda Íraksstríðsins. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, segir engar nýjar reglur koma í veg fyrir að þessir starfsmenn fái bætur meðan á sum- arlokun stendur. „Starfmennirnir hafa skrifað undir ráðningarsamning sem nær að öllum líkindum að minnsta kosti út sumarið og þess vegna uppfylla þeir ekki skilgrein- ingu á atvinnuleysi samkvæmt lögum, þar sem bótaþegi þarf að vera at- vinnulaus, vinnufær og taka þeirri vinnu sem býðst.“ Gissur segir sambærilega stöðu hafa komið upp meðal skólaliða hjá Grunnskólum Reykjavíkur. Þeim hafi verið sagt upp störfum meðan á sum- arleyfi standi og séu svo ráðnir að nýju að hausti. „Með þeim hætti kom- ust þeir á atvinnuleysisbætur yfir sumartímann, en í reynd áttu þeir vinnu vísa um haustið, og voru því ekki reiðubúnir til að taka þá vinnu sem bauðst,“ segir Gissur. Telur hann það frekar í verkahring Reykjavíkur- borgar, vinnuveitandans, að finna fólkinu vinnu meðan á lokunum stendur, en að gera ráð fyrir að það eigi rétt á atvinnuleysisbótum. Margir leikskólastarfsmenn án launa meðan leikskólar eru lokaðir Eiga ekki rétt á atvinnu- leysisbótum STARFSFÓLK Leikskóla Reykjavíkur sem ekki hefur unnið nægilega lengi til að eiga inni fullt sumarfrí situr uppi tekjulaust þegar leikskólunum er lok- að í fjórar vikur í sumar. Að sögn Thelmu Bjarkar Brynjólfsdóttur, trún- aðarmanns starfsmanna á leikskólanum Múlaborg, kemur þetta illa niður á mörgum starfsmönnum. Segir hún að samkvæmt fordæmum þætti eðlilegt að starfsfólkið færi á atvinnuleysisbætur þar sem það er skikkað í launalaust frí. „Nú hefur komið í ljós að vegna breyttra reglna hjá Vinnumálastofnun fær starfsfólkið ekki atvinnuleysisbætur. Það er augljóst að leikskólarnir fá ekki inn námsmenn í vinnu yfir sumartímann meðan ástandið er svona. Það virðist sem vaðið hafi verið blint í sjóinn með sumarlokunina,“ segir Thelma Björk. MEXÍKÓSKT fyrirtæki hefur lýst yfir áhuga á að kaupa sex lifandi höfrunga frá Íslandi. Fyrirtækið sendi Útflutningsráði erindi um málið nýverið. Segist það hafa öll tilskilin leyfi til innflutnings dýra, þar á meðal dýra sem nefnd eru á lista CITES-samningsins um flutn- ing dýra í útrýmingarhættu. „Við gátum ekki hjálpað þessum aðilum að öðru leyti en að setja fyr- irspurnina á vefinn,“ segir Ingólfur Sveinsson, verkefnisstjóri hjá Út- flutningsráði. „Við verðum bara að vonast til að þetta berist til ein- hverra sem geta sinnt þessu.“ Hann segist ekki vita til að Íslendingar hafi sýnt áhuga, enda sé á vefnum vísað beint á mexíkóska fyrirtækið. Höfrungar eru á fyrrnefndum CITES-lista yfir dýr í útrýming- arhættu, en Íslendingar settu fyr- irvara um allar hvala- og smá- hvelategundir þegar Alþingi samþykkti samninginn árið 1999. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins teljast höfrungar til smá- hvela og eru því ekki undir eftirliti Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þyrfti að sækja um leyfi til sjávarútvegsráðu- neytisins vegna útflutnings þeirra, sem á sér ekki fordæmi. Háhyrn- ingar hafa hins vegar verið fangaðir lifandi til útflutnings, síðast árið 1988. Það mál vakti talsverða at- hygli og m.a. gagnrýndi þá breska blaðið Daily Mirror Íslendinga fyrir „villimennsku“ vegna sölu hvalanna til Japans. Vilja kaupa sex lifandi höfrunga SNURÐA hljóp á þráðinn á mikilvægu stigi hættulegrar skurðaðgerðar er miðar að því að skilja að 29 ára íranskar tvíbura- systur sem eru samvaxnar á höfði, að því er talsmaður sjúkrahússins í Singapúr, þar sem aðgerðin fer fram, greindi fjölmiðlum frá í gær. Sagði hann að læknar hefðu komist að raun um að meiri tengingar væru á milli heila systranna en talið hefði verið. Þar af leiðandi myndi aðgerðin taka lengri tíma en áætlað hefði verið. Einnig olli það erfiðleikum að blóðþrýstingur í höfðum systranna var óstöðugur. „Það tekur lengri tíma að aðskilja þær því að taugaskurðlæknarnir þurfa að skera vefinn í sundur bókstaflega millimetra fyr- ir millimetra,“ sagði talsmaður sjúkra- hússins. Í fyrstu var þess vænst að aðgerð- in tæki tvo sólarhringa og yrði lokið í gærkvöldi, en í gær varð ljóst að hún tæki á þriðja sólarhring hið minnsta, jafnvel meira. Tuttugu og fjórir læknar og um 100 hjúkrunarliðar gera aðgerðina. Aðgerðin stendur lengur Singapúr. AFP. UPPTAKA með Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, sem send var út sl. föstudag, er að öllum lík- indum ósvikin, að því er bandarískir leyni- þjónustufulltrúar sögðu í gær. Sökum þess hve upptakan er léleg er þó ekki hægt að skera endanlega úr um hvort um Saddam er að ræða. Talsmaður bandarísku leyniþjón- ustunnar sagði að ekki væri hægt að fullyrða hvenær nákvæmlega upp- takan hefði verið gerð. Sá sem upp- takan er af segir hana gerða 14. júní, en leyniþjónustufulltrúar segja að í henni séu engar vísanir sem útiloki algerlega að hún hafi verið gerð fyrr. Arabíska sjónvarpsstöðin al-Jazeera sendi upptökuna út á föstudaginn. Upptaka með Saddam talin ósvikin Washington. AP. ÍSRAELSK lögregluyfirvöld telja að sprenging er varð tveimur að bana í húsi í ísraelsku þorpi skammt frá Tel Aviv í gær- kvöldi kunni að hafa verið hryðjuverk. Reynist það rétt er þetta fyrsta sprengju- tilræðið frá því samtök herskárra Palest- ínumanna lýstu yfir vopnahléi 29. júní. Annar hinna látnu var 65 ára kona, en einnig fannst illa farið karlmannslík sem gæti verið af tilræðismanninum. „Þetta kann að vera hryðjuverk, en gæti líka verið slys. Við verðum að bíða frekari rann- sókna,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Sprenging í Ísrael „gæti ver- ið hryðjuverk“ Jerúsalem. AFP. JACK Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að niður- stöður þverpólitískrar þingnefndar sýndu að stjórnvöld hefðu með fullum rétti tekið þátt í herförinni til Íraks. „Vísbendingarnar sem fyrir lágu þegar við tókum þá ákvörðun að fara í stríð voru af- gerandi,“ sagði Straw. Stjórnin hefur verið sökuð um að hafa ýkt vísbendingar um þá ógn er stafaði af meintri gereyð- ingarvopnaeign Íraka og villt þannig um fyrir þingmönnum sem voru efins um réttmæti herfar- arinnar. Þingnefndin, sem skipuð var til að rannsaka málið, skilaði niðurstöðum í gær og taldi stjórnina ekki hafa gerst seka um að beita blekkingum. Breska ríkisútvarpið, BBC, sagði í maí sl. að stjórnvöld hefðu bætt inn í gögn um hættuna er stafaði af Írak málsgrein sem þau hefðu vitað að væri vafasöm og breskir leyniþjónustufulltrúar hefðu talið tæplega geta átt við rök að styðjast. Straw sagði í gær að niðurstöður þingnefndarinnar sýndu að fréttir BBC hefðu verið úr lausu lofti gripnar, og krafðist þess að beðist yrði afsökunar á þeim. En í yfirlýsingu frá BBC sagði aftur á móti að niðurstöðurnar sýndu að fréttaflutningurinn hefði verið réttmætur. „Í skýrslu nefndarinnar segir afdráttarlaust að enn sé mörgum spurningum ósvarað um réttmæti [umræddr- ar málsgreinar],“ sagði fulltrúi BBC. Straw segir her- förina réttlætta London. AP, AFP.  Stjórnvöld ekki/14 Krefst þess að BBC biðjist afsökunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.