Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ endanlega að verða ljóst að ljóð þurfa ekki að vera rímuð til að vera góð, leiksýningar ekki endilega hraðar og fyndnar, kvikmyndir ekki hlaðnar spennandi atburðarás nema síður sé, tónlistin ekki röð einfaldra laglína og málverkið ekki nostur- samleg stæling á fyrirmynd. Það var eitthvað annað og meira sem skipti máli í listinni. Hér var Jóhannes sem himna- sending: Það er myndbyggingin, litasamspilið, stemningin, kraftur- inn, dramað og dulúðin, persónuleg og tilfinningaleg tjáning höfundar- ins, upplifunin og andi verksins – þetta sem skilur kjarnann frá hism- inu – og raunverulega list frá skrautlegum sjónhverfingum og skarkala skemmtanaiðnaðar. – Jó- hannes var óþreytandi að útlista lögmál listarinnar og auðvitað mál- verksins sér í lagi. Fígúratíf og ab- strakt list er jafnrétthá. Listgildi verksins eitt skiptir máli. Listsköp- unin er listamanninum eða skáldinu nauðsynleg útrás sterkrar innri tjáningarþarfar – og um leið kraft- birting djúpra sammannlegra kennda og viðleitni til að höndla samspil hinna eilífu gilda og sí- breytileika stundarinnar, afhjúpa og endurskapa tíðarandann. Allar listgreinar voru af einum meiði í augum Jóhannesar, þegar unnið er af heilindum. Mér fannst ég verða að skrá hér þetta brot af „kenningum Jóhann- esar“ eins og ég nam fræðin! Jóhannes kunni vel þá list að mæta hlustanda sínum og viðmæl- anda þar sem sá síðarnefndi var staddur á þroskabrautinni. Fyrir mér var Jóhannes alla tíð sem sí- frjór og lifandi menningar- og listaháskóli í eigin persónu. Hann sagði mér fyrstur að eitt merkileg- asta samtíðarskáldið héti Stefán Hörður. Hann kynnti fyrir mér Tarje Vesaas og Kafka, að ógleymdum Hamsun sem hann hafði mikið dálæti á. Snemma kom hann færandi hendi með ævisögu Edvards Munch og sinfóníur Sibel- iusar. Hann dáði Eisenstein og Bunuel auk fjölda annarra snillinga. Frásagnarmaður var hann mikill, fróður og lesinn, gæddur málsnilld, orðheppni og húmor. Aldrei heyrði ég klaufalega eða vanhugsaða athugasemd frá Jó- hannesi svo ég muni, hann var þungavigtarmaður hvar sem hann bar niður. Jóhannes var í alla staði drengur góður, hjálpfús, greiðvik- inn og örlátur. Hæst ber líklega stórhöfðinglegan stuðning hans við Íslensku óperuna er hún var að hefja feril sinn undir stjórn Garðars Cortes. Jóhannes var mikill óperu- unnandi og hreifst af þessu fram- taki. Fyrir tveimur árum greindist hjá honum alvarlegur sjúkdómur sem varpar ljósi á þreytu hans og þrótt- leysi nokkur ár þar á undan. Eftir að hann fékk rétta meðferð, og þó að hún væri erfið, tók hann ein- hverja mestu skorpu á sínum ferli eins og nýafstaðin sýning hans í Húsi málarans bar glæsilegan vott um. Sköpunarkrafturinn var enn mikill er síðasta áfallið kom, snöggt og alltof snemma. „Ævilangt starf listamanns er skammvinnt augnablik, en veröld listarinnar endalaus og óþrjótandi viðátta og þar verður aldrei komizt á leiðarenda,“ segir Jóhannes sjálf- ur í niðurlagi snjalls viðtals við Ein- ar Kristjánsson frá Hermundarfelli 1972. Nú bíður það góðra manna að rannsaka og skrá ævistarf Jóhann- esar og gefa svo út veglega lista- verkabók um hann með góðu sýn- ishorni af skrifum hans og viðtölum, þar sem skoðanir hans koma vel í ljós. Slíkt væri menning- arauki. Hér skal áð – og þökkuð aftur gefandi vinátta sem aldrei bar skugga á í hretum lífsins. Þessi kveðjustund er allþungbær, en sýn Jóhannesar Geirs, öflug nærvera og hugblærinn lifir. Syni hans, systk- inum, frændfólki og tengdafólki öllu og öðrum nánum vinum hans votta ég innilega samúð. Magnús Skúlason. Það var um sumarið 1980 sem ég kynntist Jóhannesi Geir, þannig vildi til að það var verið að und- irbúa sumarsýningu í Norræna húsinu og hafði Jói verið beðinn um að sýna. Hann tók vel í það en þeg- ar til kom hafði hann ekki myndir í allt húsið, það var alltaf erfitt að halda í myndir því aldrei var friður fyrir fólki sem vildi eignast þær, svo hann hóaði í vini sína, þá Bene- dikt Gunnarsson og Guðmund Elí- asson. Síðan hafði hann uppi á mér, stráknum, nýkomnum frá námi í Kaupmannahöfn og nýfluttum í Árbæinn. Í kjölfar þessarar sýn- ingar hófst vinátta okkar og hélst hún alla tíð síðan og var hann mér hinn besti vinur og lærifaðir. Við fórum saman í skissuferðir og mál- uðum myndir úti í náttúrunni og var það mér mikill skóli. Jóhannes var mikill náttúrumál- ari, landið og birtan var hans aðal í málverkinu síðustu áratugina og hafði hann mikið vald á öllum veðrabrigðum og gerði þeim góð skil. Einnig var hann góður sögu- maður og hafði gaman af að segja frá og sagði mér að ef málverkið hefði ekki tekið völdin hefði hann orðið rithöfundur. Við spjölluðum mikið um listina og hvert stefndi í þeim efnum, hann var opinn fyrir öllu sem vel var gert og þar sem upplifunin var í fyrirrúmi. „Það verður að upplifa hlutina,“ voru hans einkunnarorð. Tilgerð og yf- irborðsmennska var ekki honum að skapi enda var hann hreinn og beinn, bæði í listinni og lífinu. Eitt sinn er við vorum á flugi í lista- umræðunni sagði hann mér draum sem hann hafði dreymt og þótti ansi lýsandi um viðhorf listsögu- fræðinga og hvert stefndi í nútíma- listinni eins og hún er kölluð. Draumurinn var þannig að listsögu- fræðingur hafði boðið honum í mat heim til sín og Jói þiggur boðið. Þegar hann mætir er honum boðið til borðs sem er búið að leggja á allt það fínasta leirtau sem til er, hann sest og á móti honum gest- gjafinn. Síðan er farið að bera fram kræsingarnar og kemur þá hin fín- asta steik en pökkuð inn í lofttæmt plast og þá líst Jóa ekkert á blikuna en lætur á engu bera, síðan koma bakaðar kartöflur einnig í plasti og þá sósa og grænar baunir og hver baun pökkuð í plast. Þá fer að fara um listmálarann og hann sér fram á að erfitt verði að gera sér þetta að góðu því að erfitt reynist að pilla plastið af matnum. Í vandræðum sínum verður honum litið inn í eld- húsið og þar situr hitt heimilisfólkið og er að gæða sér á ósköp venjuleg- um mat, svo hann segir mjög kurt- eislega við gestgjafann sem situr einn á móti honum hvort ekki sé í lagi að færa sig inn í eldhúsið og borða það sem hinir eru að gæða sér á því að það sé ógerningur að borða matinn framreiddan á þenn- an hátt og spyr hvort þetta sé nú nauðsynlegt. Þá svarar listsögu- fræðingurinn: „Jóhannes, það verð- ur að tilreiða hlutina rétt.“ Ég sendi aðstandendum samúð- arkveðjur og þakka Jóhannesi fyrir ómetanlega vináttu. Sigurður Þórir. Skjótt skipast veður í lofti. Þetta átti við sunnudaginn 29. júní sl. þegar Jóhannes Geir kvaddi þetta tilverustig. Ég var staddur í litlu húsi við sjávarkamb á Eyrarbakka þegar óvænt símtal að morgni dags frá Línu systur hans tilkynnti mér andlát vinar míns. Ég minnist kynna minna af listamanninum rúma þrjá áratugi aftur í tímann og bar aldrei skugga á. Fjölmargar ferðir að sjávarströnd og upp til heiða á Reykjanesskaga, Jóhannes alltaf með olíupastelliti og blokk og hvatti mig oft til að taka pappír og liti með. Hann byggði sér hús, teiknað af Stefáni bróður hans, á Heiðarbæ 17 skammt frá vatns- bakkanum, fyrir ofan stíflu. Fugl- arnir voru vinir hans og fengu nóg æti þegar harðnaði á dalnum. Sömu álftahjónin ár eftir ár og fylgst með ungunum. Hrafninn fékk sérfæði og oft var ég sendur niður á Kirkju- sand að sækja mör. Það þurfti sér- innkaup fyrir smáfuglana. Alltaf sama hógværðin og umhyggjusem- in, sama gilti með mannfólkið. Hús- ið var ósvikið listmálarahús. Góð vinnustofa með þakgluggum og sterkri raflýsingu. Málverka- geymsla og aðstaða til að sýna verkin. Vinnuaðstaða fyrir nemend- ur hans, t.d. hýsti hann myndlist- arklúbb Flugleiða um árabil. Stof- urnar með sterkum og vönduðum húsgögnum, bókaskápum, sem náðu upp undir loft, með málverkum á milli eftir ýmsa listmálara. Jóhann- es átti vandað bókasafn og las nán- ast allar bækur, sem hann eign- aðist, og þær voru margar og efnið fjölbreytt. Stundum býsnaðist hann yfir því hvað hann keypti mikið af bókum og taldi hann að sum skáld- in í dag stæðust ekki samanburð við eldri skáld þjóðarinnar. Svo má ekki gleyma Íslendingasögunum sem hann lifði sig inní og kunni flestum betur og túlkaði atburði úr í myndum sínum. Ég minnist þess að þegar ég lánaði honum bókina Gissur jarl eftir Ólaf Hansson var hann mjög ánægður með söguskýr- ingar hans. Stundum hafði ég það á tilfinn- ingunni að Jóhannes væri einfari og oft var ekki talað mikið fyrsta klukkutímann, kannski lesið í bók eða horft á sjónvarp, helst ferða- þætti eða dýralífsmyndir á breið- bandinu en svo hófst oft umræða um ákveðna bók, rithöfund, listmál- ara, tónlist eða gömlu góðu dagana og færðist hann þá allur í aukana og flutti langar ræður og sagði svo gjarnan: „Þú bara segir já við öllu sem ég rausa,“ og hló við. Svo er annað sem ekki styður einfarakenn- inguna og það er hvað hann hafði gaman af að taka á móti gestum, ekkert til sparað, fékk mig til að keyra sig í búðina, þegar hann ákvað að ekki væri nóg í búrinu, til að veisluborðið væri fullkomið. Myndlistarklúbbur Flugleiða naut góðs af rausnarskap hans. Jóhannes Geir var virtur sem listamaður og elskaður af vinum sínum sem voru ávallt tilbúnir að aðstoða hann í smáu sem stóru. Hann var svo lánsamur að hafa góða nágranna handan götunnar, sem litu til hans daglega, frænku sem kom að staðaldri og systur sem dáðu bróður sinn. Ég votta að- standendum Jóhannesar dýpstu samúð. Guð blessi þig. Guðmundur Snorrason. JÓHANNES GEIR JÓNSSON Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Ástkær móðir okkar, SVANBORG ELINBERGSDÓTTIR frá Ólafsvík, Bólstaðarhlíð 48, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi fimmtudaginn 26. júní sl., verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 11. júlí nk. kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð líknardeildar Landspítala. Fyrir hönd fjölskyldna okkar og annarra aðstandenda, Bergur Heiðar Birgisson, Birgir Örn Birgisson. Móðursystir okkar, JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR frá Rauðbergi í Fljótshverfi, Vestur-Skaftafellssýslu, síðar til heimilis á Hverfisgötu 67, Reykjavík, lést mánudaginn 30. júní. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Björgvinsson, Guðný Björgvinsdóttir, Unnur Jóna Björgvinsdóttir, Stefán Björgvinsson, Ragnheiður Björgvinsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ALEXANDERSDÓTTIR, Dalbraut 27, lést laugardaginn 5. júlí. Berta G. Björgvinsdóttir, Tómas Högnason, Sigurður St. Björnsson, Rakel Sigurðardóttir, Guðrún Ása Björnsdóttir, Angantýr Vilhjálmsson, Daníel G. Björnsson, Jórunn Guðmundsdóttir, Alexander G. Björnsson, Gyða Gorgonia Björnsson, Björn K. Björnsson, Marteinn S. Björnsson, Kristín Helgadóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁKI SIGURÐSSON, Ægisgötu 8, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 6. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Heiður Jóhannesdóttir, Jóna Kristín Ákadóttir, Sigurður Þór Ákason. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR KRISTJÁN BALDVINSSON frá Hjalteyri, Núpalind 2, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, aðfararnótt mánudagsins 7. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Magðalena Stefánsdóttir, Esther Sigurðardóttir, Helgi Sigurðsson, Stefán Baldvin Sigurðsson, Anna S. Jóhannsdóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir Rollini, Sigrún Jensey Sigurðardóttir, Kristján Bjarndal Jónsson, Sigurður Sigurðarson, Hildur Sandholt, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.