Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 13 ÚR VERINU TVEIR bandarískir hermenn og tveir Írakar biðu bana í átökum í Írak í gær og fjórir bandarískir hermenn til viðbótar særðust þegar flugskeyti var skotið á þá í bænum Ramadi, vestan við Bagdad. Forseti tyrk- neska herráðsins mótmælti í gær handtöku ellefu tyrkneskra her- manna í Norður-Írak og sagði hana hafa valdið kreppu í samskiptum Tyrklands og Bandaríkjanna. Bandarískur hermaður lét lífið í gærmorgun þegar sprengju var kast- að á herbíla í Bagdad. Annar hermað- ur féll í skotbardaga í írösku höfuð- borginni í fyrrinótt eftir að tveir Írakar réðust á hermenn úr laun- sátri. Á sunnudag var bandarískur hermaður skotinn til bana þegar hann ætlaði að kaupa gosdrykk í Bagdad-háskóla og alls féllu því þrír hermenn í borginni á einum sólar- hring. Íraki féll í skotbardaganum í Bagdad og annar Íraki var skotinn til bana þegar hann sat í bíl í Ramadi með syni sínum sem særðist í skot- hríðinni. Hermennirnir skutu á bílinn eftir að fjórir hermenn særðust í flug- skeytaárás í bænum en sjónarvottar sögðu að feðgarnir hefðu ekki tekið þátt í árásinni. Ný borgarstjórn í Bagdad Bandaríkjamenn hafa sagt að árás- irnar á bandaríska hernámsliðið í Írak hafi ekki áhrif á tilraunir þeirra til að koma á lýðræði í landinu. Ný 37 manna borgarstjórn Bagdads kom saman í fyrsta skipti í gær en talið er að það taki að minnsta kosti ár að mynda íraska ríkisstjórn. Fjölmiðlar í Tyrklandi sögðu í gær að handtaka ellefu tyrkneskra her- manna í Norður-Írak í vikunni sem leið myndi auka spennuna í samskipt- um Tyrklands og Bandaríkjanna, en þau hafa verið stirð frá því að Tyrkir neituðu að styðja stríðið í Írak. Hilmi Ozkok, forseti tyrkneska herráðsins, sagði að handtakan hefði valdið trún- aðarbresti og kreppu í samskiptum NATO-ríkjanna tveggja. Um 100 bandarískir hermenn og kúrdískar öryggissveitir handtóku tyrknesku hermennina á föstudag og voru þeir látnir lausir í fyrrakvöld að kröfu tyrkneskra stjórnvalda. Tyrk- neskir fjölmiðlar sögðu að talið væri að hermennirnir hefðu verið hand- teknir vegna ásakana um að þeir hefðu ætlað að myrða kúrdíska hér- aðsstjórann í borginni Kirkuk. Tveir Írakar og tveir Bandaríkjamenn falla Yfirmaður Tyrkjahers segir að samskiptin við Bandarík- in séu stirð vegna handtöku 11 tyrkneskra hermanna Bagdad. AFP, AP. GÓÐ kolmunnaveiði hefur verið undanfarna daga og hafa rúmlega 160 þúsund tonn komið á land sam- kvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Þar að auki hafa erlend skip, aðallega færeysk, land- að um 58 þúsund tonnum. Heildar- aflinn hérlendis er því orðinn um 218 þúsund tonn. Mestum kolmunnaafla hefur verið landað hjá Síldarvinnsl- unni í Neskaupstað, rúmlega 50 þús- und tonnum. Síðustu sólarhringa hafa eftirtalin skip landað kolmunna: Sunnuberg landaði 1.333 tonnum á Vopnafirði. Á Seyðisfirði lönduðu Ásgrímur Hall- dórsson SF 967 tonnum og Ingunn AK 1.852 tonnum. Börkur NK land- aði 1.705 tonnum og Bjarni Ólafsson NK 1.380 tonnum í Neskaupstað. Jón Kjartansson SU landaði 1.529 tonnum og Hólmaborgin 2.274 tonn- um á Eskifirði. Sighvatur Bjarnason VE landaði 1.580 tonnum í Vest- mannaeyjum og Faxi RE landaði 1.353 tonnum í Þorlákshöfn. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Kolmunna landað úr Jóni Kjartanssyni SU 111 á Eskifirði. Kolmunnaaflinn orðinn rúmlega 160.000 tonn ÞRÍR létust og að minnsta kosti þrír slösuðust alvarlega þegar lít- il rúta varð fyrir lest í Mið- Englandi í gærmorgun. Að sögn sjúkraflutningamanna var rútan á leið yfir brautarteinana er árekst- urinn varð, en talið er að bílstjór- inn hafi látið undir höfuð leggjast að hafa fyrst samband við eft- irlitsmann teinanna. Alls voru ell- efu manns í rútunni, allt evr- ópskir landbúnaðarverkamenn. EPA Rúta varð fyrir lest COLDWATER Seafood (UK) LTD í Bretlandi, dótturfyrirtæki Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna HF, hlaut í lok júní gullverðlaun fyrir framleiðslu sína í árlegri sam- keppni, sem Samtök breskra framleiðenda á frosnum mat- vælum (BFFF) standa fyrir um bestu nýju, frosnu matvælin. Gull- verðlaunin hlaut Coldwater fyrir reykt ýsustykki í blaðlauks- og ostasósu sem ASDA-versl- anakeðjan selur. Ákvörðun um verðlaunaréttina og endanlega röð þeirra er tekin af neytendum, sem valdir eru af handahófi. Mikil viðurkenning Agnar Friðriksson, forstjóri Coldwater Seafood UK, segir að þetta sé í þriðja skiptið á fimm ár- um sem Coldwater vörur hreppi gullverðlaun í þessari keppni. „Vöruþróun af þeirri stærð- argráðu sem Coldwater stundar útheimtir náið samstarf við smá- söluaðila. Því eru þessi verðlaun viðurkenning á því öfluga vöruþróunarstarfi sem markvisst hefur verið unnið á undanförnum árum. Jafnframt styrkja þær við- urkenningar sem við höfum hlotið á undanförnum árum samstarfið við helstu viðskiptavini okkar,“ segir Agnar. Árlega veita samtökin BFFF, sem eru samtök framleiðenda frosinna matvara í Bretlandi, verðlaun fyrir nýjar fram- leiðsluvörur sem þykja skara fram úr á breskum markaði. Að þessu sinni voru veitt verðlaun í níu vöruflokkum frystra matvæla. Eins og áður sagði eru það neyt- endur sem leggja mat á þær vörur sem keppa til úrslita. Við val á verðlaunaafurðum er tekið tillit til margs konar sérkenna vörunnar auk almennra gæða, svo sem út- lits, bragðs, umbúða, leiðbeininga um matreiðslu og að lokum hversu góð kaup felast í vörunni. Samkeppnin, sem nú var haldin í 16. sinn, hefur áunnið sér traust- an sess sem hæsta viðurkenning fyrir framúrskarandi gæða- og þróunarstarf á meðal framleið- enda og smásöluaðila. Velta fros- inna matvæla á neytendamarkaði hefur verið nokkuð stöðug á síð- ustu árum í Bretlandi. Hörð sam- keppni er á neytendamarkaði og árlega eru hundruð nýrra vara boðnar neytendum. Simon White, framkvæmdastjóri hjá Coldwater Seafood UK, tekur við verðlaunum frá Ali Hannaford frá BFFF og Andrew Wilkinson frá stuðn- ingsaðila keppinnar, í London. Coldwater hlýtur gull- verðlaun BFFF fyrir framleiðslu fiskrétta O’Connor ekki að hætta The Washington Post. SANDRA Day O’Connor, hæstaréttardómari í Banda- ríkjunum, hyggst ekki fara á eftirlaun á næstunni, að því er fram kom í sjónvarpsviðtali við hana á sunnudaginn. Miklar vangaveltur hafa verið í Banda- ríkjunum um möguleikana á að einhverjir hinna níu dómara réttarins hygðust láta af störf- um nú í sumar og voru O’Conn- or og forseti réttarins, William H. Rehnquist, helst nefnd í því sambandi. Þegar O’Connor var spurð hvort þögn hennar um málið þýddi að hún ætlaði sér að sitja áfram, að minnsta kosti næsta starfstímabil réttarins sem hefst í október nk. og lýkur í júní á næsta ári, svaraði hún: „Ja, ég geri ráð fyrir því.“ Fréttaskýrendur telja að þar eð enginn dómaranna tilkynnti starfslok sín áður en síðasta starfstímabili réttarins lauk í júní séu hverfandi líkur á öðru en að þeir muni allir sitja áfram að minnsta kosti næsta starfs- tímabil. STÆRSTA matvælafyrirtæki Bandaríkjanna, Kraft, sem m.a. framleiðir ýmis konar snakk, kex og sósur, hefur ákveðið að minnka skammtastærðir sínar til að bregð- ast við vaxandi offituvandamáli þjóðarinnar. Talsmenn fyrirtækis- ins segjast vilja hvetja til heilsu- samlegra neysluhátta en viður- kenna þó einnig að þeir óttist lögsóknir frá fólki sem á við offitu- vandamál að stríða, segir í frétt BBC. Fyrirtækið hefur þegar verið lögsótt, fyrr á þessu ári, þar sem reynt var að fá lögbann á sölu Oreo-kexkakna á þeim fosendum að þær innihéldu efni sem stíflaði æðar og minnkaði þannig lífslíkur. Samkvæmt nýrri stefnu fyrir- tækisins mega skammtarnir í hverri pakkningu ekki innihalda nema ákveðið magn af kaloríum, ef það fer yfir mörkin verða skammt- arnir minnkaðir. Þá ætlar fyrir- tækið að láta af markaðsherferðum í skólum en önnur stórfyrirtæki eins og Coca Cola og Pepsi hafa einmitt legið undir ámæli fyrir að semja við skóla um háa fjárstyrki ef einungis þeirra gosdrykkir séu í sjálfsölum skólanna. Hamborgararisi auglýsir salat Fleiri fyrirtæki hafa tekið upp svipaða stefnu til að verjast lög- sóknum. McDonalds hamborgarar- isinn, sem á yfir höfði sér lögsókn frá börnum með offituvandamál, auglýsir nú salöt sín í auknum mæli og einbeitir sér að því að veita meiri upplýsingar um nær- ingargildi matarins en áður. Kraft minnkar skammtana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.