Morgunblaðið - 08.07.2003, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 08.07.2003, Qupperneq 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 31 mann af skárri gerðinni gat tekið hug hans í marga klukkutíma og eyðilagt alla sköpunargleði þann daginn. Betra að frændi sæi um það. Áhugasamir listaverkakaup- endur áttu alltaf greiða leið að listamanninum. Allir voru velkomn- ir. Jói smurði brauð með hnaus- þykkri smyglaðri skinku. Rækju- brauðsneiðar og te. Svo sýndi hann þeim öll sín verk, nefndi aðspurður verð en lækkaði það svo áður en hann kláraði setninguna. Alveg ástæðulaust því myndir hans seld- ust vel, jafnvel hálfblautar í afmæli austur á landi. En sölumennska var fjarlæg listamanninum. Svo við ákváðum að leigja pláss. Allir áttu að koma til mín og skoða og kaupa. En auðvitað vildu allir miklu frekar hitta listamanninn sjálfan sem hélt áfram að taka á móti fólki alla tíð. Á síðasta afmælisdag sinn 24. júní sl. var Jóhannes Geir hjá okk- ur Hrafnhildi í Fljótshlíðinni. Hann fékk litla afmælisköku og púrtvíns- staup. Hrafnhildur skrifaði Jói í deigið með puttanum og setti eitt kerti á. Hann blés á kertið og við höfðum svona smáafmæli. Eftir matinn hreiðraði hann um sig með litina og skissaði Eyjafjallajökul út um gluggann. Um kvöldið héldum við í Heiðarbæinn á ný. Ég hjálpaði frænda mínum að spenna á sig ör- yggisbeltið. Hann gerði að gamni sínu og bar þá athöfn saman við gamla tíma þegar lítill drengur kom til hans og bað hann að hneppa fyr- ir sig tölu með orðunum: „La dúmba lala.“ Við Jói frændi hneppum nú ekki fleiri hnöppum hvor fyrir annan að sinni. Blessuð sé minning Jóhannesar Geirs. Óskar Magnússon. Í frægri ritgerð sem nefnist „Undin og boginn“ fjallar banda- ríski bókmenntafrömuðurinn Ed- mund Wilson um gríska bogmann- inn Filoktetes, höfuðpersónu í einu leikrita Sófóklesar, en hann þjáðist af svo illkynjuðu og fúlu fótameini að hann gat ekki dvalið innan um annað fólk. Því var hann skilinn eft- ir á eyðieyju, þar sem hann leið bæði líkamlegar kvalir og sálar- þrengingar. Hins vegar var bogfimi hans slík að Grikkir töldu ógerlegt að vinna Trójuborg án hans. Því var gerður út af örkinni leiðangur til að stela frá Filoktetes boganum, sem mistókst vegna þess að einn leiðangursmanna taldi að án bog- mannsins væri sjálfur boginn einsk- is nýtur. Í kjölfarið afréð Filoktetes að taka félaga sína í sátt og leggja þjóð sinni lið; greri þá und hans að fullu. Fyrir Edmund Wilson er þetta leikrit eins konar dæmisaga um hlutskipti listamannsins. Samfélag- ið vill gjarnan hafa gott af listgáf- um hans, telur þær jafnvel til menningarlegra nauðsynja, en á erfitt með að sætta sig við manninn að baki gáfunum, jafnt breytni hans sem opinskáa umfjöllun hans á einkalegum sálarþrengingum. Mestan hluta ævi sinnar gekk Jó- hannes Geir listmálari með und sem gerði honum erfitt að lifa eðli- legu lífi og þróa myndlist sína í samræmi við þá miklu hæfileika sem honum voru gefnir. Nú er sennilega ógjörningur að segja til um uppruna þessarar undar, en þó hygg ég að móðurmissir á unga aldri hljóti að hafa sett varanlegt mark á listamanninn. Eðlislæg of- urviðkvæmni og þær miklu kröfur, menntunarlegar, siðferðilegar og trúarlegar, sem faðir hans, skóla- maðurinn Jón Þ. Björnsson, gerði til barna sinna á langri ævi, hafa einnig mótað persónuleika lista- mannsins, jafnvel um of. „Krafa hans til sjálfs sín var næsta óvægin: allt eða ekkert,“ segir Sigurjón Björnsson sálfræðingur um æsku- vin sinn í bók frá 1985. Við hvert víxlspor varð Jóhannesi Geir við eins og hann hefði brugðist ein- hverjum, föður, látinni móður eða sjálfum sér, og var þá engu líkara en sektar- og vanmetakennd hans hans fengi útrás í líkamlegum sjúk- dómum eða dauðadjúpu þunglyndi. Framan af einkennist ævi Jó- hannesar Geirs af reglubundnu uppnámi og flótta. Þrátt fyrir prýðilegar námsgáfur hvarf hann frá námi í Menntaskólanum á Ak- ureyri. Að vísu hélst hann við í Handíða- og myndlistarskólanum um tveggja ára skeið, aðallega fyrir umönnun og sálgæslu Kurts Zier, en dvöl í Konunglegu akademíunni í Kaupmannahöfn varaði ekki nema eitt ár, 1948–49. Varð hún Jóhann- esi Geir að litlu gagni, nema hvað honum auðnaðist að kynnast verk- um annars þunglyndismanns í myndlist, Edvards Munch. Hér má reikna með því að skammvinn sam- skipti þeirra Jóhannesar Geirs og Ástu Sigurðardóttur, og sonurinn, Geir Reginn, sem þau eiguðust árið 1949, hafi aftur sett hið unga lista- mannsefni út af laginu. Bersyndugur og uppfullur með allrahanda óvissu þurfti Jóhannes Geir síðan að horfa upp á hið list- ræna samfélag á Íslandi afneita þeim forsendum sem lágu til grund- vallar myndlistinni sem hann hafði tileinkað sér með ærinni fyrirhöfn. Frá 1949 og nánast allan sjötta ára- tuginn réð ríkjum afstrakt mynd- list, „væminn ófögnuður“ að mati Jóns Stefánssonar, átrúnaðargoðs og sveitunga Jóhannesar Geirs. Sýning Jóhannesar Geirs á past- elmyndum í Listvinasalnum árið 1954 var sölluð niður, sýning í Regnboganum 1957 hlaut enga um- fjöllun, en í kjölfarið fóru myndir eftir listamanninn smám saman að seljast þeim sem voru á höttum eft- ir mótvægi við afstraktlistina. Rótleysi, drykkjuskapur og tíðar breytingar á vistarverum ein- kenndu næstu æviár listamannsins. Hann vissi hvað hann vildi mála, en ekki hvernig. Þessari tilvistar- kreppu lauk ekki fyrr en um 1963, með myndröð sem Sigurjón Björns- son hefur líkt við siguróð Beethovens. Þá er það sem Jóhannes Geir hóf að „vinna í sínum málum“, eins og sagt er í dag, takast á við demóna sína. Mér er til efs að nokkur myndlistarmaður á Íslandi hafi gengið eins nærri sjálfum sér í verkum sínum eins og Jóhannes Geir gerir í „endurminningarmynd- unum“ frá 1963–70. Hann glímir við móðurmissinn í tilfinningaþrungn- um myndum af jarðarförum, úr sláturhúsum, af sjóreknum líkum, trú og örvænting eru inntak mynd- anna af froðufellandi predíkara, og myndir af tötrughypjum og utan- garðsmönnum eru opinská árétting á listamannshlutverki hans. Þetta tímabil varð Jóhannesi Geir mikill hreinsunareldur. Vísast hafa einhverjar efasemdir og eft- irsjá haldið áfram að sækja á hann. Alltaf var hann í þann mund að breyta til, gera eitthvað annað en það sem blasti við á staffelíinu hjá honum, kannski súrrealískar mynd- ir frá Vigur. Á tímabili var hann stöðugt á leiðinni að hitta Björn bróður sinn í Kanada. En lund hans léttist og birti til muna yfir mynd- um hans, á því er enginn vafi. Varð hann eftir það helsti og eftirsóttasti málari ljóðrænna landslags- og mannlífsmynda á landinu. Af því sem hér hefur verið sagt mætti ætla að Jóhannes Geir hafi iðulega verið erfiður í viðkynningu, þungur, einrænn. Ekkert er jafn fjarri sanni. Að sönnu gat hann ver- ið misjafnlega stemmdur, einkum og sérílagi eftir að bæði nýru hans biluðu. En á góðri stundu var Jó- hannes Geir með allra skemmtileg- ustu mönnum sem ég hef fyrirhitt, vel lesinn bæði á fagurbókmenntir og listasögu og hafði myndað sér marktækar skoðanir á því sem hann hafði lesið og séð. Fáir ís- lenskir listamenn hafa veitt mér eins greiðan aðgang að hugsunum sínum og viðhorfum. Einnig var hann vel máli farinn og ritfær í besta lagi. Raunar gat Jóhannes Geir ekki fengið af sér að fleygja rituðu máli, heldur hlóð hann í kringum sig fjöllum af dagblöðum, tímaritum og nýútkomnum bókum; var þá stundum undir hælinn lagt hvort gesturinn rúmaðist í því landslagi. Þá var Jóhannes Geir hermikráka og gat farið með kostu- legan dellukveðskap úr heimahög- unum, margraddaðan og með til- heyrandi látbragði. Minnisstæðust er mér samt góð- vild hans og greiðasemi; umhyggja hans fyrir ættmennum sínum og fyrrverandi fósturdóttur, og nær- gætnin sem hann sýndi starfs- bræðrum sínum sem komu í heim- sókn og báru sig illa. Þar gat hann miðlað af eigin reynslu. Ekki veit ég hvort und Jóhann- esar Geirs greri nokkurn tímann að fullu, en það er trúa mín að hann hafi endað ævina í sátt við list sína og samfélag. Aðalsteinn Ingólfsson. Jafnt og þétt hverfa af sjónar- sviðinu leikfélagarnir, sem löngum stundum undu sér saman við leiki á Sauðárkróki. Í Fjörunni, á Flæð- unum, Mölunum, Nöfunum, við Fornósinn og ekki síst við ána og ósinn. Við erum orðnir gamlir og kveðjum hver af öðrum. Það er að vonum. En fyrir þá okkar sem eftir lifa er alltaf jafnsárt að sjá á eftir félögunum. Eftir verður tóm, sem ekki er unnt að fylla. Jóhannes Geir Jónsson listmálari er einn þessara gömlu æskufélaga, sem nú hafa kvatt. Hann var af- skaplega góður félagi. Og vináttan við hann hélst alla tíð í rúma sjö áratugi. Þó að oft væri vík milli vina slitnaði þráðurinn aldrei. Trygglyndi Jóhannesar var mikið. Ætti ég að velja honum einkunn- arorð væru þau: trygglyndi, dreng- lyndi og heiðarleiki. Jóhannes átti allt þetta í ríkum mæli, auk vita- skuld hinna miklu hæfileika sem listmálari, einsog allir vita. Hann var listamaður af lífi og sál. Listin var líf hans og hann lagði alla sál sína í listina. Líf slíkra manna er sjaldnast auðvelt. Hugur þeirra er sem opin kvika og sé skapið heitt og tilfinningarnar ríkar er stutt í átök og storma. Þá ríður á að hægt sé að virkja hina miklu orku til sköpunar. Það tókst Jóhannesi þeg- ar á leið ævina og þá urðu til hin miklu verk hans, sem lengi munu lifa. Á seinni árum var Jóhannes sí- starfandi. Og undir lokin, eftir að mikil vanheilsa þjáði hann, var með ólíkindum hversu afköst hans voru mikil og góð. Hverja stund, sem hann gat í fætur stigið, notaði hann til að mála. Gleggst vitni um þetta var hin mikla og glæsilega sýning, sem hann hélt síðastliðið vor. Hon- um var mikið kappsmál að vinna til þeirrar sýningar, því að hann vissi vel að hverju dró. Nú er þessi góði æskuvinur og vinur okkar hjóna og sveitungi horfinn okkur. Ekki njótum við lengur leiftrandi frásagnargáfu hans, hins tæra skagfirska húmors og vinhlýju. En minningin um góð- an dreng lifir. Við Margrét sendum syni hans, systkinum og öðrum að- standendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sigurjón Björnsson. Að mönnum eins og Jóhannesi Geir Jónssyni er mikill sjónarsvipt- ir þegar þeir falla frá og ég geri ráð fyrir að mörgum þeim sem þekktu hann vel og lengi þyki nú vera skarð fyrir skildi, þar sem hann áð- ur var, því maðurinn var höfðingi í lund og aldrei smátækur í gerðum þegar hann leysti vanda þeirra sem til hans leituðu. Ég þekkti Jóhann- es Geir frá minni fyrstu tíð, ef svo má segja, því hann ólst upp í næsta húsi við mig á Sauðárkróki. Þar voru feður okkar samstarfsmenn, börnin mörg á báðum heimilum (alls 18 börn) og á svipuðu reki, þannig að ekki gat hjá því farið að samgangur milli þeirra yrði mikill. Frá þessum árum minnist ég þess að Nonni, eins og hann var kall- uður, átti alltaf í fórum sínum góð- ar teiknaðar myndir og það sagði hann mér síðar að eftir að hann missti móður sína ungur hefði hann fundið ríka þörf fyrir að tjá sig með því að teikna og lita og að hjá sér hefði sú þörf aldrei vikið sæti. Það var þó ekki fyrr en veturinn 1950–51, enn á Sauðárkróki, sem við Jóhannes tengdum þau vináttu- bönd okkar á millum sem ekki rofn- uðu meðan báðir lifðu. Þá hafði hann aflað sér menntunar í list- grein sinni, málaralistinni, bæði heima og erlendis og var að hefja langt og merkilegt ævistarf sem skilað hefur þjóðinni miklum og óbrotgjörnum menningarverðmæt- um. Tvær teikningar á ég eftir Jó- hannes frá þessum tíma. Önnur er skopmynd af einum félaga okkar sitjandi við borð á hóteli, Villa nova, en hin virðuleg teikning af eldri borgara þessa tíma á Sauðárkróki. Jóhannes Geir var vel á sig kominn líkamlega um þessar mundir, í hærra meðallagi á vöxt, ljós yfirlit- um, sterkur og samsvaraði sér vel. Jóhannes var maður hófsamur, sem hafði á yngri árum engan áhuga á víndrykkju og tóbaksreykingum. Það var ekki fyrr en löngu seinna að ég sá hann troða tóbaki í pípu- stert. Jóhannes tók köllun sína, sem listamaður, ætíð alvarlega og var í samræmi við það óljúft að sinna öðrum og óskyldum störfum sér til framdráttar. Það og erfið markaðs- setning fullunninna mynda varð til þess að framan af starfsferli var fjárhagur oft erfiður og róður þungur en úr þessu rættist svo vel um miðjan aldur hans að þá gat hann reist sér myndarlegt íveruhús með björtum vinnustofum og hafði auk þessa rúman fjárhag að því er séð varð. Jóhannes keypti mikið af bókum og átti gott bókasafn. Hann var mjög vel gefinn maður, víðles- inn, margminnugur og fróður og skopskyn hans og kímnigáfa var með þeim hætti að hann fór á kost- um í sögum sínum og frásögnum um menn og málefni þegar hann var í matarboðum hjá okkur hjón- um en hér var hann ætíð mikill heimilisvinur. Ekki standa efni til að ræða frek- ar um listferil og list Jóhannesar Geirs, til þess skortir flest af því sem til þarf á þessum bæ. Hins vegar er ánægjulegt að geta minnst þess nú hve duglegur og harð- fylginn hann var við listsköpun sína allra síðustu árin eða eftir að heils- an bilaði á þann veg að hann varð að fá blóð sitt hreinsað í nýrnavél þrisvar í viku hverri. Á þessum tíma fullvann hann margar myndir sem hann hafði áður lagt til hliðar, málaði nýjar og hélt glæsilega mál- verkasýningu. Sú sýning og hinar meistaralegu Sturlungumyndir hans skipa Jóhannesi Geir sess meðal fremstu listamanna þjóðar- innar þar sem margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Jóhannes hafði miklar mætur á Sturlu Þórðarsyni, skáldi og sagnaritara, og honum fannst mikill fengur í því þegar ég gat fært honum ættartölu sem sýndi að hann er 21. liður, maður, frá honum kominn í móðurætt. Syni Jóhannesar og gömlum nemanda mínum í gagnfræðaskóla, Regin Geir, flytjum við hjónin okk- ar innilegustu samúðarkveðjur, svo og eftirlifandi systkinum hans fimm og systkinabörnum. Sigrún og Guðmundur Hansen. Jóhannes Geir Jónsson verður þeim minnisstæður sem kynntust honum. Hann var norrænn róm- antíker, sögumaður í myndum. Þeir Munch, Mikines, Söndergård og Jón Stefánsson voru hans menn. Í tónlistinni þeir Beethoven, Grieg, Sibelius og Mussorgskí. Hann var ríkur í anda, gjafmildur. Sterkur persónuleiki sem fórnaði öllu fyrir starf sitt sem landslagsmálari. En hann var líka snemma fínn teiknari og málari mannamynda. Við vorum nokkrir strákar sem vorum að mála myndir á árunum fyrir og um 1960. Við vorum að snúast í kring um Jó- hannes sem vildi allt fyrir okkur gera. Hann gaf okkur liti, léreft og hvaðeina. Tók mann kannski með út í hraun til þess að glíma við blæ- brigði mosans, landsins, fanga birt- una og bláma fjallanna. Hann gat málað meistaralega mynd með pastellitum úti á staðnum. Það réðu ekki allir yfir slíkri kunnáttu. Sama gerði hann á Ægissíðu eða niðri á Eyrarbakka. Snjór á landi, fjaran í svörtu og drungi til hafsins. Oft málaði hann þessar myndir miklu stærri á vinnustofunni, fáum dögum síðar. Manni fannst það magnað að koma til hans að áliðnum degi og sjá stóra, blauta, olíumynd á lérefti, ilmandi af franskri terpentínu, mál- aða í einni lotu sama dag. Að fara upp tröppurnar við hornið á Lauga- vegi 11 og Smiðjustíg og uppi hjá Jóhannesi stóð stór mynd, fullgerð og syngjandi tær. Það var næstum eins og að setja hans heittelskuðu Kerala-svítu á fullt og hlusta. Stundum var vinum hans boðið á tónleika. Lokað var öllum dyrum og gluggum og plata sett á fóninn. Reyndar kom fyrir að hann stóð fyrir kvikmyndasýningum. Sýndar voru klassískar, rússneskar myndir eftir Eisenstein, Pudovkin, Bond- arsojúk o.fl. Félagsskapurinn sem fyrir þessu stóð hét Geirfilm, með heimilisfang á sama stað. Málið var að MÍR lánaði ekki kvikmyndir til einkaaðila. Þá hlupu þeir Reynir Oddsson, kvikmyndamaður, Stein- þór Sigurðsson, málari o.fl. undir bagga, stofnuðu „félag“ og fengu lánaða sýningavél. Bíóið var nátt- úrlega vinnustofa Jóhannesar. –Það má segja margar skondnar sögur frá þessum árum í Þingholtunum. Sá sem skrifar þessar línur á mikið Jóhannesi að þakka. En alltaf reyndist erfitt að launa rausn hans og stórhug; slíkt fannst honum þunnt hjal. Honum var eiginlegt að leiða hjá sér slíka smámuni. Jó- hannes Geir var óvenjulega geðrík- ur maður, fjölgáfaður og víðlesinn, tryggur og einlœgur. Hann gat ver- ið þungur á bárunni en þó und- arlega léttur líka, – leiftrandi fynd- inn. Hann gat leikið heila gamanþætti, þar sem hann hermdi eftir sveitungum sinum á „Krókn- um“, okkur hinum til mikillar skemmtunar. Hann var átakamaður sem málari. Málaði kröftugar myndir og lætur eftir sig mikið verk. –Minningin er blandin trega um mikinn mann og góðan vin. Tryggvi Ólafsson. „Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga.“ Jóhannes Geir listmál- ari hefur kvatt þennan heim. Ég hafði þekkt hann frá unga aldri, bæði meðan við áttum báðir heima á Sauðárkróki og svo eftir að við fluttumst suður á bóginn, hann til Reykjavíkur og ég til Akraness. Ég heimsótti hann æði oft á vinnustof- una hans við Bergþórugötuna og einnig í Árbæinn eftir að hann flutti þangað. Það var notalegt að sækja hann heim. Ætíð var heitt á könnunni og mér var það mikil lífsfylling að sjá það nýjasta sem hann var að mála hverju sinni. Hann hafði ríka og leiftrandi frásagnargáfu og því var óborganlegt að hlýða á frásagnir hans. Jóhannes Geir var frábær lista- maður, sannur, hreinn og trúr list sinni. Hans verður lengi minnst fyrir verkin sem hann málaði og nefndi „Á Sturlungaslóð í Skaga- firði“. Sýna þau atburði sem gerð- ust á 13. öld. Ekki síður munu minningamyndir frá æskudögum hans á Sauðárkróki halda nafni hans á lofti. Jóhannes Geir var afkastamikill málari og myndefnið var gjarnan náttúran og landið. Ég leyfi mér að fullyrða að hann var fremsti lands- lagsmálari okkar er hann féll frá. Ég sakna vinar. Nú verða ferð- irnar í Heiðarbæ ekki fleiri. Ég sendi aðstandendum og vinum hans hugheilar saknaðarkveðjur. Hörður Pálsson. Hjartað samsvarar ekki takmörkunum sínum ljóðið ekki veruleikanum, veruleikinn ekki draumi Guðs. Hvers konar samtal er það sem breytir þér án þess að þú breytist sjálfur? Leitaðu ekki í þöglu grasinu, leitaðu að þöglu grasinu. (Bo Carpelan, þýð. Njörður P. Njarðvík.) Jafnþakklátur er ég fyrir sam- fylgdina með Jóhannesi Geir á veg- ferð lífsins sem mér nú veitist erfitt að finna réttu orðin. Fyrir æði ólífs- reyndan landsbyggðardreng hér í bæ snemma á sjöunda tug síðustu aldar víkkaði það sjóndeildarhring- inn ekkert smáræði að fá tækifæri til að kynnast Jóhannesi Geir. Þá var margt að gerast. Manni var

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.