Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 35
Morgunblaðið/Árni Sæberg Afmælistónleikar Út í vorið SÖNGKVARTETTINN Út í vorið heldur tónleika í sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns í kvöld kl. 20.30. Tónleikarnir eru haldnir í til- efni þess að 10 ár eru liðin síðan þeir komu fyrst fram opinberlega, þá einnig á sumartónleikum Listasafns Sigurjóns. Á fjölbreyttri efnisskrá tón- leikanna má finna vinsæl kvartettlög fyrri ára, lög úr söngleikjum Jóns Múla og Jónasar Árnasona í nýrri útsetningu Bjarna Þórs Jónatans- sonar og einnig lög úr söngleiknum Skilaboðaskjóðunni eftir Jóhann G. Jóhannsson. Söngkvartettinn Út í vorið var stofnaður haustið 1992 af þeim Ás- geiri Böðvarssyni, Einari Clausen, Halldóri Torfasyni og Þorvaldi Frið- rikssyni. Snemma árs 1993 gekk pí- anóleikarinn Bjarni Þór Jónatans- son til liðs við kvartettinn, en hann starfar sem píanókennari og organ- isti í Reykjavík. Kvartettinn Út í vorið hélt sína fyrstu opinberu tónleika í Sigurjóns- safni í júní 1993 og hefur síðan haldið yfir 40 tónleika í öllum landsfjórð- ungum Íslands Aukatónleikar verða annað kvöld á sama tíma. OFT hefur helgarvakt- in verið erilsamari. Frekar fátt var í mið- borginni og gekk mann- lífið þar án teljandi áfalla. Um helgina var tilkynnt um 23 umferð- aróhöpp. Í fjórum tilvikum var um meiðsli á fólki að ræða. Barn á reið- hjóli varð fyrir bifreið og þá lenti maður á bifhjóli í árekstri. Ekki er talið að um alvarleg meiðsli sé að ræða. 29 ökumenn voru kærðir fyr- ir að aka of hratt. Um helgina voru 12 ökumenn kærðir, grunaðir um að vera ölvaðir við aksturinn. Maður sem staddur var á Skóla- vörðustíg aðfaranótt sunnudags var skallaður í andlitið, fyrirvaralaust og af manni sem hann kvaðst ekki hafa séð áður. Árásarmaðurinn var handsamaður skömmu seinna og færður í fangageymslu. Í stolnum jakka á Hlemmi Tilkynnt var um 17 innbrot og 12 þjófnaði um helgina. Þá var til- kynnt um 13 skemmdarverk. Flest voru innbrotin í bifreiðar. Í fjórum tilvikum var brotist inn í geymslur í fjölbýlishúsum og í einu tilviki í íbúðarhúsnæði í kjallara þar sem farið var inn um glugga. Þá var far- ið inn í nokkur fyrirtæki og í sprengiefnageymslu á Hólmsheiði en þaðan var stolið 245 kg. af sprengiefni. Á laugardaginn kom verslunar- eigandi á lögreglustöðina við Hverf- isgötu og sagði varðstjóra að maður sem stolið hafði jakka úr verslun hans fyrir nokkrum dögum væri nú staddur á Hlemmtorgi. Lögreglu- menn fóru og handtóku manninn sem reyndist vera í umræddum jakka. Þá var óskað aðstoðar í verslun í Kringlunni en þar var haldið manni sem fyrr um daginn hafði stungið af með vörur án þess að greiða fyrir. Nú væri hann kom- inn aftur og hefði ætlað að leika sama leikinn. Var maðurinn hand- tekinn og færður á lögreglustöð. Á sunnudagskvöldið barst ábend- ing frá vegfaranda sem sagðist hafa séð drengi veifa riffli út um glugga á bifreið sem ekið var um Austur- stræti. Fannst bifreiðin skömmu seinna og var stöðvuð í Hafnar- stræti. Við leit í bifreiðinni fannst riffill sem var haldlagður. Þrír menn sem voru í bifreiðinni voru færðir til yfirheyrslu á lögreglu- stöð. Keypti áfengi fyrir 14 ára drengi Á sunnudagsmorgun var tilkynnt að bifreið hefði verið velt á toppinn við göngustíg nærri Sunnuvegi. Eins hafði vinnuskúr sem þar var verið velt á hliðina. Var ljóst að þetta hafði verið gert með ein- hverju tæki. Skömmu seinna kom tilkynning um að lítilli gröfu hefði verið stolið frá Sigtúni. Grafan fannst síðan í Húsdýragarðinum í Laugardal. Er talið víst að hún hafi verið notuð til að velta bílnum og vinnuskúrnum. Málið er í rannsókn. Tilkynnt var um lausan eld í íbúð við Kötlufell á laugardagskvöldið. Einn maður var í íbúðinni. Tókst nágranna að ná manninum út, hann var sagður illa haldinn enda mikill reykur í íbúðinni. Var hann fluttur á slysadeild. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Um miðjan dag á laugardag var maður staðinn að því að kaupa áfengi fyrir tvo 14 ára drengi. Af- greiðslumanni í vínbúðinni fannst eitthvað athugavert við háttalag mannsins og lét lögreglu vita. Við- urkenndi hann verknaðinn. Dreng- irnir voru sóttir af foreldrum. Úr dagbók lögreglunnar 4.–7. júlí Grafa var notuð til að velta bíl og vinnuskúr FERÐAÞJÓNUSTA Guðmundar Tyrfingssonar ehf. hefur gert samn- ing við Skógrækt ríkisins um að- stöðuleigu í Haukadalsskógi. Komið hefur verið upp þrautum í Hauka- dalsskógi og geta hópar í óvissuferð- um á vegum GT spreytt sig á þeim. Búið er að setja upp allt að 12 mis- munandi þrautir í skóginum sem ganga út á þá eiginleika sem þarf til að lifa af við aðstæður sem þar eru, þ.e. krafta, jafnvægi og hugvit. Sam- komulag er um hvað hóparnir kjósa að gera. Meðal annars felast þraut- irnar í ormaáti, reipitogi, trjábolab- ardaga, að ferja fólk yfir læk o.fl. Ferðin er blanda af skemmtun og keppni og hægt er að laga hana að hverjum hóp fyrir sig, segir í frétta- tilkynningu. Nánari upplýsingar um ferðina má fá hjá Guðmundi Tyrfingssyni ehf. eða í tölvupósti gt@gtyrfingsson.is Þrautakeppni í Hauka- dalsskógi FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 35                      !  ! "    !   # $% &'# #   $% '  ()  *& *+*  # && && *+ & # Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til þessarar heillandi borgar á hreint ótrúlegum kjörum. Þú bókar 2 sæti, en greiðir bara fyrir 1, og kemst til einnar fegurstu borgar Ítalíu á hlægilegu verði. Að auki getur þú valið um úrval hótela í hjarta Verona og bílaleigubíla frá Avis á einstaklega hagstæðu verði. Munið Mastercard ferðaávísunina 2 fyrir 1 til Verona 16. júlí frá kr. 19.950 Verð kr. 19.950 M.v. 2 fyrir 1. Fargjald kr. 32.600/2 = 16.300. Skattar, kr. 3.650. Samtals kr. 19.950 á mann. Úrval hótela í boði. Almennt verð kr. 20.950. Bogense nuddkrem þegar þú vilt líkamann stinnari og grennri 20% afsláttur í næsta apóteki Veglegur kaupauki Knebelsdagur í Herðubreiða- lindum og Öskju Þann 10. júlí verður haldinn Knebelsdagur í minningu Walters W. Knebels jarðfræðings og Max Rudloffs málara. Hinn 10. júlí árið 1907 réru þessir tveir menn út á Öskjuvatn en komu aldrei til baka. Ýmsar get- gátur komu fram um hvarf þess- ara tveggja manna og voru sumar þessara getgátna með þjóðsag- nablæ. Landverðir munu verða með fræðslugöngu þann 10. júlí, þar sem þeir munu fjalla um aðdrag- anda þessa dularfulla atburðar. Gangan í Herðubreiðarlindum er kl. 20 og hefst hún við Þorsteins- skála. Landverðir í Öskju munu verða með göngu inn að Öskju- vatni sem hefst kl. 14 á bílastæð- inu í Vikraborgum við Öskju. Göngurnar eru öllum færar og vonast landverðir til að sjá sem flesta. Sæluhelgi á Suðureyri Sælu- helgi er haldin árlega á Suðureyri. Hefð er komin fyrir þessum hátíð- arhöldum og hefst helgin á fimmtudegi með frumsýningu á leikverki sem sett er upp af Leik- félaginu Hallvarði súganda og lýk- ur á mánudegi. Sæluhelgin er oftast haldin aðra helgi júlímánaðar. Til að geta haldið þessa hátið sem glæsilegasta verða seld merki Sæluhelgarinnar á kr. 1.000, en þau gilda á allar skemmtanir nema dansleikinn laugardags- kvöldið og leiksýningarnar. Björg- unarsveitin Björg verður með tjaldstæði fyrir allar tegundir úti- leguhýsa á staðnum. Á NÆSTUNNI Þriðjudagsganga í Viðey Í kvöld mun Ragnar Sigurjónsson, ráðs- maður í Viðey, vera með gönguferð um Viðey og vekja athygli á fjöl- skrúðugu dýralífi hennar. Þar verpa nú a.m.k. 24 fuglategundir og fer fjölgandi. Hugsanlega gefst gestum einnig kostur á að heilsa upp á hjálmskjótta hesta ráðs- mannsins. Ferðin hefst kl 19:30 og eftir hana verður hægt að kaupa sér kaffi- bolla í Viðeyjarstofu. Í DAG Þorskafjarðar- heiði lokuð ÞORSKAFJARÐARHEIÐI er lok- uð allri umferð vegna framkvæmda, þessa viku og næstu eða til og með 18. júlí. Eins eru framkvæmdir á Bröttubrekku og vegurinn leiðinleg- ur yfirferðar. Framkvæmdum á Bröttubrekku á að ljúka fyrir versl- unarmannahelgi. LEIÐRÉTT Blaðamanna- fundur á heim- ili í Moskvu Í VIÐTALI við Kammersveit Reykja- víkur sl. sunnudag var ranghermt að blaðamannafundur í Moskvu hefði ver- ið á heimili Kjartans Jóhannssonar sendiherra. Blaðamannafundurinn var á heimili Benedikts Jónssonar sendi- herra í Moskvu. Mynd af Kjartani Jó- hannssyni sendiherra í Belgíu, Vla- dimir Ashekanzy og fleira fólki var tekin eftir tónleika sveitarinnar í Brügge en ekki í Moskvu. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.