Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 19
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 19
AÐ SELJA rækjur, salernispappír,
jólakort og bera út bæklinga er allt
hluti af tilveru íþróttafélaga og fé-
lagssamtaka um allt land og stund-
um þarf að fara aðrar leiðir til þess
að vekja athygli á málstaðnum og
fjáröfluninni. Ungar knatt-
spyrnukonur í 5. og 4. flokki á
Akranesi hafa haft það fyrir venju
að „skokka“ í kringum Akrafjallið á
hverju sumri og hafa áður aflað
áheita á meðal bæjarbúa og fyr-
irtækja. Stúlkurnar hlupu tvær
saman í einu og skiptu vegalengd-
inni á milli sín sem er rúmlega 30
km.
Stúlkurnar í 5. flokki voru bratt-
ar við hópferðabifreiðina áður en
hlaupið hófst og miðað við kraftinn
í hópnum má ætla að verkefnið hafi
ekki vafist fyrir þeim. Söfnunin
gekk vel og verður hópurinn sem er
á myndinni enn og aftur á ferðinni
á sama tíma að ári.
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Þær voru hressar stúlkurnar í 5. flokki áður en hlaupið hófst.
Hlupu í kringum Akrafjall
Akranes
DANSKT „rivi-band“ hélt nýverið
tónleika í Hólmavíkurkirkju. Tónlist-
in sem þau léku er írsk riverdance-
tónlist sem kennd er við samnefnt lag
eftir Billy Weal sem flutt var í Evr-
óvisionkeppninni fyrir nokkrum ár-
um. Fram kom í máli hins danska
stjórnanda, Níelsar, að hann hefði
heillast af þessari tónlist, sem mun
samin undir áhrifum frá árniði hinna
írsku fljóta, þegar hann tók við hljóm-
sveitinni fyrir ári síðan. Ásamt Niels
leika í hljómsveitinni sex ungmenni
ásamt kennara frá bænum Arslev í
Danmörku sem er vinabær Hólma-
víkur. Fyrir tónleikana á Hólmavík
höfðu þau einnig leikið í Kópavogi, en
Íslandsferð þeirra stendur í viku. Er
til Hólmavíkur kom á mánudag hélt
hópurinn í skoðunarferð um bæinn og
var meðal annars litið inn á galdra-
sýninguna. Þá var farið út á Stein-
grímfjörð í tveggja tíma bátsferð og
komið að landi með sex þorska. Um
kvöldið fór svo hópurinn ásamt gest-
gjöfum sem hýsa þau á Hólmavík á
pizzuhlaðborð á Café riis. Í bítið
næsta morgun var svo haldið í sund í
Reykjanesi við Ísafjarðardjúp í blíð-
skaparveðri. Þaðan lá leiðin beint í
Sauðfjársetrið í Sævangi þar sem
hljómsveitin hitaði upp fyrir tón-
leikana í kirkjunni. Gafst þó smá tími
á milli til að snæða kvöldverð hjá
gestgjöfum og var svo haldið heim á
leið árla á miðvikudagsmorgun, með
viðkomu í Bláa lóninu.
Morgunblaðið/Kristín Sigurrós
Dönsk hljómsveit á Hólmavík
Hólmavík
ÞESSA dagana er verið að vinna við
endurbætur á smábátabryggjunni á
Norðurfirði á Ströndum. Aðalvinn-
an er að steypa nýja plötu ofan á
hana og er hún öll járnbundin.
Verkstjóri við framkvæmdirnar er
Páll Pálsson smiður sem er frá
Reykjarfirði en er nú húsasmiður í
Reykjavík. Að sögn Gunnsteins
Gíslasonar oddvita í Árneshreppi
eru framkvæmdirnar fjármagnaðar
af sveitarfélaginu og Siglingastofn-
un.
Landað er úr bátum á meðan
framkvæmdir standa yfir með
vörubílakrana á hafskipabryggj-
unni, en nokkrir bátar eru byrjaðir
á handfærum.
Smábátabryggjan á
Norðurfirði lagfærð
Árneshreppur
Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson
Unnið við steypu á smábátabryggjunni. Hafskipabryggjan í baksýn.
VERSLUNIN Kassinn var opnuð á
nýjum stað í Ólafsvík, laugardaginn
28. júní og er nú komin í 1.100 fm
húsnæði við Norðurtanga 1, þar sem
áður var Hraðfrystihús Ólafsvíkur.
Mikill munur er á plássi í nýju
versluninni og þeirri gömlu sem var í
miklu minna húsnæði við Ólafsbraut
55. Hátt er til lofts og vítt til veggja
og var greinilegt að viðskiptavinir
verslunarinnar kunnu vel að meta
þetta aukna rými og var stanslaus
straumur af fólki í verslunina allan
daginn. Vart mátti á milli sjá hvort
meira var af heimamönnum eða að-
komufólki.
Mikið var um opnunartilboð og
kynningar og meðal annars var tekið
á móti viðskiptavinum við inngang
verslunarinnar með nýgrilluðum
pizzum.
Ágúst Sigurðsson og Inga Jó-
hannesdóttir kona hans hafa rekið
verslun í 28 ár en það var í október
árið 1975 sem þau opnuðu gjafavöru-
verslun á Ólafsbraut 55, tíu árum
seinna bættu þau við matvöruversl-
un.
Gjafavöruverslunin hefur verið
flutt í Vallholt 1 og heitir hún Gjafa-
kassinn og hefur verið starfrækt þar
síðan í nóvember 2002.
Morgunblaðið/Alfons
Hjónin Ágúst Sigurðsson og Inga Jóhannesdóttir hafa rekið verslun í 28 ár.
Verslunin
Kassinn
opnuð á
nýjum stað
Ólafsvík
ATVINNA mbl.is
! "#
$
%
&! '
( ) &' $
#
%%
'
%
% % %
*$
%
! + ++,-+%#
$ '#
.
/+-,0111% $
!#
& $
# %
2%%# " %" & 3-+(#
$
"%
$
%
$
4
"" &$ (+4
( &(5# "#
$ 666$
7
%#4% $
%
#
.(8 # !
#
" 9'
#
%
&
% %
(+-.1:+ " % %
"%!0 " " %# 4
% '
;%"
*$
%
# %%
& ( " " # $
*$
& "0-3-+%" & 00"3-+0.<
%
$
#
$
% &$ (+4
( &(0885# &$ (888=+8+( 4
! ( &(0885# %! %
$
&
>$3 ) ) " % ? 4#
@
#
A
!
#