Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ENGAR BÆTUR Starfsfólk Leikskóla Reykjavíkur sem ekki hefur unnið nægilega lengi til að eiga inni fullt sumarfrí situr uppi tekjulaust þegar leikskólunum er lokað í fjórar vikur í sumar því vegna breyttra reglna hjá Vinnumálastofnun fær starfsfólkið ekki atvinnuleysisbætur. Öflugt sprengiefni Sprengiefnið sem stolið var úr geymslu á Hólmsheiði fyrir helgi dugir til að eyðileggja „nokkuð stóra“ byggingu, en illmögulegt er að sprengja það án þess að hafa hvellhettur. Björn Bjarnason, dóms- málaráðherra, átti í gær fund með yfirmönnum lögreglunnar í Reykja- vík og hjá ríkislögreglustjóra um ör- yggisgæslu við geymslu sprengi- efnis, en lögreglan vinnur markvisst að því að upplýsa málið. Engar blekkingar Bresk þingnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að þarlend stjórn- völd hafi ekki beitt blekkingum í að- draganda Íraksstríðsins hvað varð- aði þá ógn sem stafaði af meintri gereyðingarvopnaeign Íraka. Hefur stjórnin verið sökuð um að hafa ýkt vísbendingar þar um. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði skýrsluna sýna að stjórnin hefði ver- ið í fullum rétti er hún tók þátt í her- förinni. Segir stjórnvöld brjóta lög Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að viðbrögð íslenskra stjórn- valda við formlegri beiðni banda- rískra yfirvalda um lögsögu í refsi- máli gegn varnarliðsmanni hafi verið íslenskum stjórnvöldum til álits- hnekkis og lítils sóma og geti haft skaðvænlegar afleiðingar fyrir varn- arsamskipti Íslands og Bandaríkj- anna. Um brot á íslenskum lögum sé að ræða og löngu tímabært sé að standa við lagalegar og þjóðrétt- arlegar skuldbindingar gagnvart Bandaríkjunum. Uppskeran fyrr á ferðinni Kartöflubændur í Þykkvabæ áforma að byrja að taka upp kart- öflur á morgun eða fimmtudag. Aldrei fyrr hefur verið tekið svo snemma upp í Þykkvabænum en ár- ið 1987 voru fyrstu kartöflurnar teknar upp 14. júlí. Í venjulegu ári er ekki byrjað að taka upp kartöflur í Þykkvabæ fyrr en í síðustu viku júlí- mánaðar. Líklega rödd Saddams Bandaríska leyniþjónustan telur líklegt að upptaka með Saddam Hussein, sem arabísk sjónvarpsstöð sendi út fyrir helgi, sé ósvikin. Y f i r l i t Í dag Viðskipti 12 Forystugrein 24 Úr verinu 13 Viðhorf 28 Erlent 13/14 Minningar 28/32 Höfuðborgin 15/16 Myndasögur 34 Akureyri 16 Bréf 34 Suðurnes 17 Dagbók 36/37 Austurland 18 Íþróttir 38/41 Landið 19 Fólk 42/45 Neytendur 19 Bíó 42/45 Listir 19/21 Ljósvakar 46 Umræðan 22/23 Veður 47 * * * TIL skoðunar er hjá framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins að setja hámark á magn tiltekinna efna í matvælum sem mynda svokölluð fjölhringakolefnissambönd og geta verið krabbameinsvaldandi. Þessi efni kallast PAH (Polycyclic aromatic hydrocarbons) og er meðal annars að finna í reyktum matvæl- um. Svenska Dagbladet greinir frá þessu og heldur því fram, að gangi þetta eftir, geti það falið í sér al- gjört bann við sölu á fjölmörgum tegundum reyktra matvæla í Evr- ópusambandslöndunum. Elín Guðmundsdóttir, forstöðu- maður matvælasviðs Umhverfis- stofnunar, segir að þessi efni hafi fundist í ólífuolíu og matarolíu í Evrópu og á Íslandi árið 2001. Tek- ið hafi verið á því máli og gefin út bráðabirgðahámark á PAH í olíum. Þetta sé því ekki ný umræða innan Evrópusambandsins. Hún segir að sum þessara efna séu krabbameinsvaldandi og geti myndast við reykingu matvæla við hátt hitastig. Engin ákvörðun hafi verið tekin hér á landi hvort magn þessara efna í reyktum íslenskum matvælum verði mælt. Þar sem engar mælingar liggja fyrir um hversu mikið magn af PAH finnst í íslensku hangikjöti, reyktum laxi eða silungi, og ekki er búið að gefa út viðmiðunarmörk ESB, er ekki hægt að segja til um hvort þessi tilskipun komi í veg fyrir sölu á þessum matvælum hér á landi og í Evrópu í framtíðinni. Svenska Dagbladet greinir frá sænskum rannsóknum sem hafa sýnt meira magn af PAH í kjöti eða fiski sem er reyktur eða grillaður. Einnig í grænmeti sem er ræktað á svæðum þar sem mikil bílaumferð er. Blaðið segir að í nýlegri rann- sókn sé komist að þeirri niðurstöðu að 30 einstaklingar í Evrópu af hverri milljón deyi árlega úr krabbameini sem orsakast af skað- legri neyslu á PAH í matvælum. Evrópusambandið vill setja hámark á magn PAH-efna í matvælum Skaðleg efni finnast í reyktum matvælum Óvíst hvort reglurnar myndu snerta reyktar íslenskar afurðir BALDURSBRÁ (Matricaria maritima) er gamall, inn- fluttur slæðingur, sem einkum óx á öskuhaugum gömlu bæjanna eða í hlaðvarpanum. Baldursbrá, sem er af körfublómaætt, fylgir byggð og er oft í röskuðu landi og í fjörum. Blómin eru hvít og gul og krakkar kalla þau stundum „túttublóm“. Íslenskt heiti plöntunnar er kennt við Baldur hinn hvíta ás. Baldursbráin þótti góð lækningajurt og var hún meðal annars talin góð við tannpínu. Systurnar Snædís Lind og Amelía Ösp Ein- arsdætur ásamt tíkinni Tinnu undu sér vel í „túttu- blómabreiðunni“ skammt frá heimili þeirra á Ægis- brautinni á Blönduósi í blíðunni í gær. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson „Túttublóm“ og sumarblíða FRÖNSK einshreyfilsflugvél missti afl þar sem hún flaug í 20.000 feta hæð og féll um 10.000 fet áður en mótorinn tók aftur við sér. Vélin var þá um 200 sjómílur undan Reykja- nesi á leið til Grænlands. Vélin hafði lagt af stað frá Reykjavíkurflugvelli áleiðis til Grænlands kl. 7.21 en klukkan 8.34 óskaði flugmaðurinn eftir að fá að snúa vélinni aftur til Reykjavíkur. Fjórum mínútum síðar var tilkynnt að vélin væri að missa hæð og kl. 8.42 var óskað eftir því að flugvélar Landhelgisgæslunnar og Flugmálastjórnar færu á móti frönsku vélinni. Sextán mínútum síð- ar var vél Flugmálastjórnar komin í loftið á leið til móts við frönsku vél- ina. Tuttugu mínútum síðar lagði flugvél Landhelgisgæslunnar af stað. Flugmanni vélarinnar tókst að lenda flugvélinni heilu og höldnu kl. 10.05. Gangtruflanir í hreyfli Um borð voru feðginin Francois Blondeau og Anne Claire. Í samtali við Morgunblaðið sagði Blondeau að vélin hefði verið í um 24.000 feta hæð þegar bera fór á gangtruflunum og fljótlega stöðvaðist mótorinn alveg. „Við misstum helming flughæðarinn- ar á nokkrum mínútum. Og þegar við vorum í um 10.000 feta hæð tók mót- orinn aftur við sér. Hann gekk síðan sæmilega þannig að okkur tókst að komast til baka,“ sagði Blondeau. Blondeau taldi helst að vatn hefði leynst í eldsneytinu en hiti var um frostmark þegar vandræðin byrjuðu. Flugvirki mun úrskurða um hvort um vatnsleka hafi verið að ræða. Á leið á flugsýningu Þau Francois Blondeau og Anne Claire hófu sig á loft frá Frakklandi í fyrradag og stefndu til Kanada. Það- an ætluðu þau til Bandaríkjanna á flugsýningu í tilefni af því að í ár eru hundrað ár liðin frá því að bræðurnir Wilbur og Orville Wright flugu flug- vél í fyrsta skipti. Frönsk flugvél óskaði eftir aðstoð og lenti í Reykjavík Missti afl og þurfti að snúa aftur Morgunblaðið/Golli Francois Blondeau og Anne Claire voru á leið til Grænlands þegar flugvél þeirra missti skyndilega afl og þurfti að snúa aftur til Reykjavíkur. Verðmætum stolið úr bún- ingsklefum íþróttafélaga LÝSINGUM á klæðaburði og fasi manns, sem talinn er hafa látið greip- ar sópa í búningsklefa KA-manna á Fylkisvellinum í fyrradag, svipar til lýsinga á manni sem talinn er hafa farið ránshendi um eigur leikmanna Þórs frá Akureyri á meðan á leik liðs- ins gegn Haukum stóð yfir á Ásvöll- um 27. júní sl. Þetta segir starfsmað- ur á Ásvöllum. Svo virðist sem í báðum tilvikum hafi verið um ungan karlmann að ræða sem klæðst hafi úlpu af þeirri gerð sem algeng er meðal þjálfara og forráðamanna knattspyrnufélaga. Í báðum tilvikum laumaði maður sér inn í búningsklefa; í annað skiptið með að beita fyrir sig blekkingum og í hitt skiptið með því að smjúga inn í klefann þegar leikmennirnir fóru út á völlinn. Eftir leik Fylkis og KA á sunnu- dagskvöld kom í ljós að verðmætum hafði verið stolið af leikmönnum KA. Maður, sem kvaðst ganga erinda liðs- stjórnar KA-manna, fékk starfsmann á Fylkisvellinum til þess að opna klef- ann. Þegar þangað var komið læsti hann sig inni á salerni þó nokkra stund en kom út nokkrum mínútum síðar eftir að starfmaður á Fylkisvell- inum hafði kallað til hans og undrast hversu lengi hann hélt sig í klefanum. Þórsarar frá Akureyri fengu einn- ig að kenna á þjófi þegar þeir heim- sóttu Hauka að Ásvöllum föstudag- inn 29. júní sl. Starfsmaður á Ás- völlum segir að ungur úlpuklæddur maður hafi laumað sér inn í klefann þegar leikmenn Þórs voru að hópast út á völlinn. Örn Hafsteinsson, framkvæmda- stjóri Fylkis, sendi í gær forráða- mönnum knattspyrnuliða bréf þar sem greint er frá atvikinu sem átti sér stað á Fylkisvellinum. Hann sagði að í kjölfar atburðarins hefði verið ákveðið að herða öryggisreglur í Fylkisheimilinu. Haukar hafa einnig hert öryggisreglur hjá sér eftir atvik- ið 29. júní. SÝSLUMAÐURINN í Borgarnesi hefur ákært bónda á bæ í Borgar- byggð fyrir brot á dýraverndarlög- um. Er hann sakaður um að hafa vet- urinn 2001–2002 vanrækt aðbúnað, umhirðu og fóðrun á 74 ám með þeim afleiðingum að lóga varð níu ám og einum hrút. Þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar og til svipting- ar leyfis til að eiga eða halda búfé. Ákærður fyrir að vanrækja búfé ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.