Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ DR. ARNFRÍÐUR Guðmundsdóttir var í síð- asta mánuði ráðin í lektorsstöðu við guð- fræðideild Háskóla Íslands. Um leið og hún hlaut fastráðningu við deildina fluttist hún í stöðu dósents skv. framgangskerfi HÍ. Arn- fríður er fyrst kvenna til að hljóta fasta stöðu við deildina en áður hafa konur verið þar stundakennarar. Hún er ennfremur fyrsta konan hér á landi til að ljúka doktorsprófi í guðfræði, en því lauk hún frá The Lutheran School of Theology í Chicago árið 1996. „Ég flutti heim til Íslands það ár og varð stunda- kennari þá um haustið í guðfræðideild. Ég var síðan stundakennari fram til 1. janúar 2000, þegar ég var ráðin í tímabundna lektorsstöðu við deildina. Ég var í þessari tímabundnu stöðu í þrjú ár en föst staða var auglýst á síð- asta ári. Ég var síðan ráðin í hana í júní sl.“ Arnfríður segir að guðfræðideild HÍ eigi rætur sínar að rekja aftur til stofnunar Prestaskólans um miðja 19. öld og því eigi guðfræðimenntun sér í raun yfir 150 ára sögu hér á landi. „Þegar ég hóf nám við deildina, ár- ið 1981, voru ekki margar konur í guðfræði; þær voru í miklum minnihluta. Frá þeim tíma hefur þeim hins vegar fjölgað jafnt og þétt og á skólaárinu 1993 til 1994 varð hlutfall kynjanna jafnt. Síðan hefur konum fjölgað fram yfir karlana og eru kvenstúdentar núna um 75% af nemendum deildarinnar.“ Um 130 nemendur hafa að jafnaði stundað nám við deildina á sl. árum og eru fastráðnir kennarar sjö með Arnfríði; þar af fimm prófessorar, einn dósent og einn lektor. Arnfríður lagði í guðfræðinámi sínu sér- staka áherslu á femíníska guðfræði og hefur hún m.a. kennt námskeið í femínískri guðfræði í guðfræðideildinni. En skiptir það einhverju máli fyrir nemendur að Arnfríður sé kona? „Ég held það skipti máli,“ segir hún. „Ég kem að sjálfsögðu með femíníska áherslu á guð- fræðina; mín aðkoma að guðfræðinni er því femínísk en jafnframt lúthersk í samræmi við bakgrunn minn og menntun.“ Hún telur að það skipti máli að öllum guðfræðinemendum sé kynnt femínísk guðfræði enda sé sú áhersla mjög áberandi innan guðfræðinnar um þessar mundir. „Það var því mjög tímabært að mínu mati að koma á stöðu í deildinni með fem- íníska áherslu.“ Arnfríður telur að það skipti einnig máli að kona sé fastráðin við deildina vegna þeirrar fyrirmyndar sem slíkt gefi. Hún minnir á í því sambandi að þegar hún hafi hafið nám við deildina haustið 1987 hafi nýlega verið búið að vígja þrjár konur til prests en á árunum frá 1974 til 1981 hafi aðeins ein kona verið vígð til prests. Sjálf var Arnfríður áttunda konan til að vígjast hér á landi en árið 1981 varð hún prestur í Garðabæ. Þeirri stöðu gegndi hún í eitt ár eða þar til hún hélt utan í frekara nám. „Það má því segja að ég hafi fengið að vera hluti af þeirri breytingu sem átt hefur sér stað innan kirkjunnar í þessum efnum svo til frá upphafi,“ segir hún og á þá við breytingarnar á hlut kvenna innan kirkjunnar. Þegar Arnfríður er beðin um að útskýra nánar hvað femínísk guðfræði er segir hún að með femínískri sýn á guðfræðina sé verið að benda á hversu karllæg hin kristna guðfræði hefur verið; hversu upptekin hún hefur verið af reynsluheimi karla. T.d. hafi guðfræðingar og heimspekingar fyrr á öldum litið á konuna sem vanskapaðan karl, vegna þess að karlinn var „normið“ og allt þar fyrir utan, þar á með- al konan, fyrir utan það „norm“ eða „abnorm- al“. Arnfríður segir að í kristinni guðfræði hafi m.ö.o. ekki verið tekið tillit til reynsluheims kvenna eða hann a.m.k. ekki haft sama vægi og það sem karlar hafi verið að gera. „Konur, innan guðfræðinnar, hafa því verið að skrifa guðfræði út frá þeirra reynslu. Um leið hafa þær verið að gagnrýna þessa karllægu texta og það málfar sem þar er notað, t.d. ritning- artextana, þar sem segir m.a.: sælir eru ÞEIR... o.s.frv.“ Hún segir að konur hafi þó einnig bent á það sem jákvætt er að þeirra mati. Til að mynda sköpunartextann í fyrstu Mósebók þar sem segir að karl og kona séu bæði sköpuð í mynd Guðs. „Þar kemur t.d. fram að frammi fyrir Guði séu karlar og konur jöfn.“ Konur verði sýnilegar Arnfríður hefur verið formaður jafnrétt- isnefndar kirkjunnar sl. fjögur ár og hefur því fylgst vel með jafnréttisþróun innan kirkj- unnar á því tímabili. Aðspurð segir Arnfríður að kirkjan eigi enn langt í land þegar litið sé til jafnréttismála. Hún bætir því við að vissu- lega hafi margt áunnist í þeim efnum. „Hlut- fall kvenna meðal starfandi presta eru að nálgast þriðjung,“ segir hún, „en þegar maður fer að rýna nánar í þessar tölur kemur í ljós að hlutfall kvenna er miklu lægra meðal sókn- arpresta. T.d. hefur aðeins ein kona verið sóknarprestur á höfuðborgarsvæðinu frá 1986. Það hefur m.ö.o. ekkert breyst á tæpum tutt- ugu árum hvað það varðar.“ Hún leggur áherslu á að það sé mikilvægt að konur séu sýnilegar í æðstu embættum kirkjunnar. Á sama hátt og það sé mikilvægt að konur séu sýnilegar á kirkjubekkjunum og í öðru starfi innan kirkjunnar. Arnfríður fékk nýlega Fulbright-styrk til þess að vinna að rannsókn sinni um það hvern- ig Kristur er túlkaður í kvikmyndum. Hún mun því fara í rannsóknarleyfi næsta vetur við guðfræðideildina. Ætlun hennar er að stunda rannsóknina við Candler School of Theology, sem er guðfræðiskóli innan Emory University í Atlanta í Bandaríkjunum. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir er fyrsta konan til að hljóta fasta stöðu við guðfræðideild HÍ Kem með femíníska áherslu á guðfræðina Morgunblaðið/Arnaldur Arnfríður Guðmundsdóttir RANNÍS, Rannsóknamiðstöð Ís- lands, kynnti í gær úthlutun úr sjóði Markáætlunar um upplýsingatækni og umhverfismál. Um er að ræða rannsókna- og þróunaráætlun sem nær til áranna 1999–2004 en menntamálaráðuneytið veitir alls 580 milljónum til áætlunarinnar. Þetta er í síðasta sinn sem úthlutað er til nýrra verkefna en á næsta ári verða eingöngu veittir styrkir til framhaldsumsókna. Í ár var alls út- hlutað 84,2 milljónum króna ýmist til nýrra verkefna eða til verkefna sem áður höfðu fengið styrkveit- ingu. Í flokki umhverfismála var ein- göngu lýst eftir framhaldsumsókn- um og þar bárust fimm umsóknir. Fjögur verkefni hlutu samtals 18, 5 milljónir en hæstan styrk upp á 6,5 milljónir hlaut verkefni Bryndísar Brandsdóttur, „Sprungur, set, jarð- hiti og jarðskorpuhreyfingar á Tjör- nesbrotabeltinu“. Þetta er jafn- framt í þriðja sinn sem þetta verkefni hlýtur styrk. Í flokki rannsókna á sviði upplýs- ingatækni bárust 40 umsóknir, þar af 33 nýjar og sjö framhaldsum- sóknir. Úthlutað var 67 milljónum króna og hlutu 17 verkefni styrk, tvö framhaldsverkefni og 15 ný verkefni. Fjarfundir og fjarlækningar Rannís vekur sérstaka athygli á þremur verkefnum sem geta verið hagnýt fyrir ýmsa aðila. Verkefni undir stjórn Eiríks Arnar Arnar- sonar, forstöðusálfræðings Land- spítala – háskólasjúkrahúsi, hlaut 4,5 milljón króna styrk en verkefnið miðar að forvörnum þunglyndis meðal ungmenna. Verkefnið „Fjar- kennsla og fjarfundir með marg- varpstækni á Internetinu“ undir stjórn Dr. Gísla Hjálmtýssonar, Há- skólanum í Reykjavík, hlaut styrk upp á 5 milljónir í tvö ár. Mark- miðið er að smíða netþjónustu til fjarkennslu og fjarfunda en eins og staðan er í dag er slík þjónusta ekki eins aðgengileg og hún gæti verið. Þorgeir Pálsson, sviðsstjóri Land- spítala – háskólasjúkrahúsi, stýrir verkefni sem miðar að því að gera sérfræðiráðgjöf innan heilbrigðis- kerfisins aðgengilega með fjarlækn- ingum. Verkefnið hlaut 3 milljónir í styrk í tvö ár en markmiðið er að bjóða upp á reglubundna ráðgjöf sérfræðinga fyrir heilbrigðisstofnun í dreifbýli auk aðgangs að fræðslu- fundum Landspítala. Þjónusta sem þessi hefur verið reynd víða erlend- is en þetta er í fyrsta sinn sem gerð verður tilraun til þess hér á landi. Landspítali og Heilbrigðisstofnunin á Patreksfirði taka þátt í verkefninu en auk þess verður forverkefni í samvinnu við heilsugæslustöð í Reykjavík. Að sögn Jóhannesar Torfasonar, formanns úthlutunarnefndar, er nefndin ánægð með umsóknirnar sem bárust. Samvinna vísinda- manna og fólks úr atvinnulífinu endurspeglast í mörgum umsókn- anna auk þess sem margar nýjar hugmyndir koma fram. Rannís kynnir úthlutun úr markáætlun um upplýsingatækni og umhverfismál 84 milljónum úthlutað til fjölmargra verkefna Morgunblaðið/Árni Sæberg Hans Kr. Guðmundsson, forstöðumaður Rannís, Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, Jóhannes Torfason, for- maður úthlutunarnefndar, og Eiríkur Örn Arnarson, styrkþegi. Slysatrygging öku- manna er lögboðin Engar undanþág- ur fyrir bílaleigur BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra telur ekki efni til að bílaleigur verði undanþegnar kaupum á slysa- tryggingu fyrir ökumenn. Erlendir ferðamenn og aðrir sem leigja bíl hérlendis þurfa ekki að kaupa þessa tryggingu þar sem hún er lögboðin og á ábyrgð bílaleigna. Björn segir sjónarmið dómsmála- ráðuneytisins að allir ökumenn eigi að vera jafnsettir um trygginga- vernd og ekki sé rétt að skilja einn hóp ökumanna frá meginreglunni um slysatryggingu ökumanna. Í mars sl. hafi bílaleiga óskað eftir að reglum yrði breytt þannig að inn í 92. gr. umferðarlaga kæmi sérstakt undanþáguákvæði fyrir bílaleigur. Ráðuneytið fjallaði um málið, leitaði umsagnar Sambands íslenskra tryggingafélaga, og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væru efni til að hefja vinnu við slíkar breytingar. Telja fyrirkomulagið úrelt Stjórnendur AVIS bílaleigu telja þetta fyrirkomulag löngu úrelt. Þetta íþyngi almenningi með hækk- andi tryggingaiðgjöldum þar sem greiða þurfi út bætur vegna fleiri tjóna. Iðgjöld bílaleiga hækka vegna þessara tjóna og þær verða ekki samkeppnishæfar við önnur lönd um val á áfangastöðum. Einsdæmi sé að ökumenn þurfi ekki að kaupa sér sérstaka slysatryggingu, sem þá hefði lægri tjónabótaupphæð. Björn segir að í umsögn Sam- bands íslenskra tryggingarfélaga hafi meðal annars komið fram að regla íslensku laganna væri nokkurs konar millileið milli reglna sem gildi annars vegar í Danmörku og hins vegar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Ökumenn sem slasist hér njóti í raun svipaðs réttar og ökumenn í Finn- landi, Noregi og Svíþjóð og sé mun- urinn aðeins tæknilegur. Hann segir dómsmálaráðuneytið hafa skýrt sína afstöðu til málsins og landslög séu skýr að þessu leyti, sem Alþingi eitt breytir. Að sjálfsögðu verði öll rök og sjónarmið metin komi þau fram. Hlaut styrk úr sjóði markáætlunar Rannís Markmiðið að fyrirbyggja þunglyndi ungmenna „FORVÖRN þunglyndis meðal ungmenna“ er heiti verkefnis sem hlaut styrk úr sjóði mar- káætlunar Rannís. Eiríkur Örn Arnarson, forstöðusálfræðingur á Landspítala – háskólasjúkra- húsi, er verkefnastjóri en hann mun vinna verkefnið í samvinnu við Sjöfn Ágústsdóttur. Að sögn Eiríks hafa rann- sóknir sýnt fram á að um helm- ingur ungmenna sem greinast með einkenni þunglyndis á aldr- inum 14–15 ára fá sitt fyrsta þunglyndiskast fyrir tvítugt. Sá neikvæði þankagangur sem ein- kennir þunglyndi er talinn mót- ast snemma á táningsaldri og jafnvel fyrr. Verkefnið þeirra miðar því að því að koma í veg fyrir þetta ferli með forvarn- arefni. Þau munu byggja á verk- efninu Hugur og heilsa sem er fræðsluefni byggt á kenningum hugrænnar atferlismeðferðar. Helstu kostir verkefnisins er að dreifing margmiðlunardiska þarf ekki að vera kostnaðarsöm en engu að síður höfðar það til ungmenna. Er þetta ný og að- gengileg aðferð til að fyr- irbyggja og meðhöndla þung- lyndi en þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem fræðslu- og meðferðarefni í þessu formi er þróað hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.