Morgunblaðið - 08.07.2003, Qupperneq 17
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 17
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Heimsferðir kynna nú ferðir sínar til Kanaríeyja næsta vet-
ur og mestu verðlækkun sem um getur til Kanaríeyja frá
því flug hófst þangað. Í fyrra lækkuðu Heimsferðir verð
til Kanarí um 7-12%, og nú lækkum við verðið um allt
að 21% til viðbótar. Þeir sem bóka strax njóta nú for-
gangs að bestu gististöðunum og lægsta verðinu, og fyrstu
400 sætin, tryggja sér 10.000 kr. afslátt á manninn.
Heimsferðir kynna glæsilega nýja valkosti í vetur. Val-
entin Marieta, sem áður hét Stil Marieta sem margir
þekkja, en hótelið hefur nú verið opnað aftur eftir gagn-
gerar endurbætur með glæsilegum íbúðum. Einnig Las
Faluas, rétt hjá Corona Blanca, nýjar fallegar íbúðir á
besta stað á Ensku ströndinni. Og að sjálfsögðu eru í boði
okkar vinsælustu gististaðir, Roque Nublo, Los Tilos og
Tanife.
Beint flug er alla þriðjudaga í vetur og farið frá Kefla-
vík kl. 15.40 í eftirmiðdaginn.
Forsala til
Kanarí í vetur
10.000*kr.
afsláttur fyrir manninn
fyrstu 400sætin
Allt að
21% afsl.
frá í fyrra
6. janúar - vikuferð
kr. 38.453
M.v. hjón með 2 börn, Los Tunos, vikuferð,
6. janúar, með 10 þúsund kr. afslætti.
13. janúar - vikuferð
kr. 49.950
M.v. hjón með 2 börn, Los Tunos, vikuferð,
6. janúar, með 10 þúsund kr. afslætti.
27. janúar - 2 vikur
kr. 63.050
M.v. 2 í íbúð Las Faluas, 2 vikur, 27. janúar, með
10 þúsund kr. afslætti.
* 10.000 kr. afsláttur af fyrstu 400 sætunum.
Aðeins takmarkaður fjöldi sæta í hverju flugi á afslætti.
* Gildir ekki um flugsæti eingöngu.
* M.v. að bókað og staðfest sé fyrir 1. ágúst 2003
eða meðan afsláttarsæti eru laus.
Nokkur verðdæmi
Bestu gististaðirnir
Mesta þjónustan
Lægsta verðið
Vinsælustu gististaðirnir
TEKIN var fyrsta skóflustunga að
viðbyggingu leikskólans Holts í Innri-
Njarðvík sl. föstudag og voru það
tveir nemendur leikskólans sem sáu
um verkið. Framkvæmdaraðili verks-
ins er Eignarhaldsfélagið Fasteign
hf., sem er í eigu Reykjanesbæjar,
Seltjarnarnesbæjar, Íslandsbanka og
Landsbankans og eru verklok áætluð
í desember á þessu ári.
Tvöföldun nemendafjölda
Undirbúningur að stækkun leik-
skólans hefur staðið yfir í tæp tvö ár
en í ágúst 2001 skipaði þáverandi
bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Ellert
Eiríksson, fjögurra manna vinnuhóp
sem skilaði skýrslu um stækkun leik-
skólans úr tveggja deilda í fjögurra
deilda leikskóla. Viðbyggingin er
tæpir 300 fermetrar að stærð og mun
hýsa m.a. tvær leikskóladeildir, lista-
skála og aðstöðu fyrir starfsfólk. Þá
verður um 30 fermetra innigarður í
miðju hússins.
Alls eru leikskólabörn á Holti nú 50
talsins en að stækkun lokinni verður
hægt að tvöfalda nemendafjölda.
Jafnframt mun stækkunin verða til
þess að öll tveggja ára börn komast
inn í leikskóla bæjarins.
Leikskólinn Holt stækkar
Njarðvík
Biðlistar verða
úr sögunni
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Fyrsta skóflustungan tekin. Stefán Ari Bjarnason og Salka Björt Kristjáns-
dóttir fóru létt með verkið, enda vön skóflunum. Feimnin var þó eitthvað
að trufla Stefán sem fékk góða hvatningu frá Árna Sigfússyni, bæjarstjóra.
GLAÐVÆR stemning sveif yfir
vötnum á herstöðinni á Miðnesheiði
á föstudaginn þegar liðsmenn varn-
arliðsins og fjölskyldur þeirra
héldu upp á þjóðhátíðardag Banda-
ríkjanna, fjórða júlí. Starfslið vall-
arins klæddist skrautlegum grímu-
búningum og ók um herstöðina á
þar til gerðum vögnum sem voru
prýddir ýmiss konar litríkum borð-
um, fánum og dulargervum. Stóðu
börn við vegarkantinn ásamt for-
eldrum sínum og gripu sælgæti og
lítil leikföng sem sprellandi sam-
herjarnir köstuðu af vögnunum. Í
skrúðgöngunni mátti sjá ýmsar
skemmtilegar persónur sem not-
aðar eru við kennslu í bandarískum
grunnskólum. Ein af þeim var
Glæpahundurinn, spæjaralegur og
þungbrýndur hundur sem brýnir
fyrir börnunum mikilvægi þess að
halda sig frá glæpum. Einnig mátti
sjá þar Eiturlyfjaljónið, sem kennir
börnum að forðast eiturlyfin, og
Flotabankaoturinn sem kennir
þeim að spara peningana sína í
Flotabankanum.
Þegar skrúðgöngunni lauk var
þjóðsöngurinn sunginn og síðan var
leikinn hafnabolti. Opnað var tívolí
þar sem yngsta kynslóðin skemmti
sér konunglega í hringekjum og
hoppkastölum. Þar var einnig hægt
að fá ýmiss konar matvöru og syk-
urflos. Einnig var boðið upp á stutt-
an reiðtúr á íslenskum hestum og
yngstu börnin fengu að fara í öku-
ferð á hestvagni. Systkinin Carolyn
og Seth Snyder sögðu hápunkt há-
tíðarinnar tvímælalaust vera hest-
vagnsferðina, enda væru hestar fal-
leg dýr og gaman að sitja á
hestvagni. „Það var líka æði að fá
nammið úr vögnunum,“ bætti Seth
við með munninn fullan af góm-
sætri karamellu.
Shawn „Chief“ Gibbins, yfirmað-
ur pósthúss herstöðvarinnar og
Steven Williams, aðstoðarmaður
hans, voru afar ánægðir með hátíð-
arhöldin, enda skemmtu börnin sér
vel. „Þessi hátíð er fyrir börnin,“
sagði Gibbins, og bætti við „það
skiptir langmestu máli að þau séu
glöð og ánægð. Það er fyrir mér
andi fjórða júlí.“
Morgunblaðið/Svavar
Börnin fóru hring eftir hring í þartilgerðri hringekju. Golan lék við kinn og ekki vantaði gleðibros og hlátur.
Þjóðhátíðardagur Banda-
ríkjanna haldinn hátíðlegur
Miðnesheiði
Glæpahundurinn frækni var mörgu barninu kunnugur og hrópuðu þau í
hrifningu sinni „Crime dog! Crime dog!“ Á bak við Glæpahundinn er
árekstrarbrúðan sem minnir fólk á að spenna bílbeltin.