Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BECHTEL er gríðarstórteinkafyrirtæki og á sér105 ára langa sögu, allantímann í eigu sömu fjöl- skyldunnar. Nú er fjórða kynslóð Bechtel-ættarinnar við völd þar sem forstjórinn, Riley P. Bechtel, er langafabarn stofnandans, Warrens A. Bechtel. Riley tók við af föður sínum, Stephen Bechtel Jr., sem hafði verið við stjórnvölinn frá 1960. Þeir feðgar eru í hópi 50 ríkustu manna í Bandaríkjunum, sam- kvæmt lista Forbes, og Riley var á síðasta ári í 127. sæti yfir ríkustu menn veraldar með 3,5 milljarða Bandaríkjadala í árstekjur, eða rúma 262 milljarða króna. Fyrirtækið hefur komið að bygg- ingu og hönnun margra heims- þekktra mannvirkja, bæði eitt og sér eða í samstarfi við aðra verktaka og verkfræðistofur, en einnig tekið þátt í umdeildum verkefnum. Ef þekktu mannvirkin eru talin upp fyrst skal nefna Hoover-stífluna í Bandaríkjunum á fjórða áratug síð- ustu aldar, göngin undir Ermar- sund milli Englands og Frakklands, borgina Jubail í Sádi-Arabíu og flugvöllinn í Hong Kong. Standa þessi mannvirki kannski upp úr nærri 20 þúsund verkefnum í um 140 löndum í gegnum tíðina. Til marks um umfangið er fyrirtækið talið hafa reist um 350 efnaverk- smiðjur og kjarnorkuver, 200 aðrar verksmiðjur, tvö þúsund skrifstofu- byggingar, 75 flugvelli, 80 hafnir, lagt 27.000 km langa vegi og byggt brýr og borað göng upp á alls um 125 kílómetra. Bechtel er með höfuðstöðvar sín- ar í San Francisco í Bandaríkjunum og veitir um 47 þúsund manns at- vinnu víða um heim. Nú er fyrirtæk- ið með í gangi um eitt þúsund verk í 60 löndum heims. Ársveltan er í kringum 13 milljarða Bandaríkja- dala eða upp á nærri eina billjón ís- lenskra króna! Slökktu olíuelda í Kúveit og „einkavæddu“ vatnið í Bólivíu Í seinni tíð hefur Bechtel komist í heimsfréttirnar fyrir umtöluð og umdeild verk, fyrst eftir Persaflóa- stríðið 1991 er það var fengið til að slökkva olíueldana í Kúveit og nú eftir seinna Persaflóastríðið að það var fengið í uppbyggingarstarf í Írak. Gagnrýnisraddir voru uppi um að fyrirtækið hefði fengið verk- efnin vegna tengsla við Repúblik- anaflokkinn í Bandaríkjunum. Þau tengsl eru vissulega til staðar þar sem tveir fyrrum ráðherrar í rík- isstjórn Ronalds Reagans störfuðu um árabil hjá Bechtel og annar þeirra, George Shultz, fv. utanrík- isráðherra, situr í stjórn fyrirtæk- isins í dag og er um leið formaður ráðgjafarráðs nefndar um frelsun Íraks. Hinn er Caspar Weinberger, fv. varnarmálaráðherra, sem var einn hæstráðenda hjá Bechtel áður en hann varð ráðherra árið 1980. Fram kom í nýlegri grein Karls Blöndal í Morgunblaðinu að Bechtel hefði á árunum 1999–2002 greitt fúlgu fjár í kosningasjóði repúblik- ana, eða 1,3 milljónir dollara. Vitnað var til ummæla Schultz í New York Times sem sagði að Bechtel myndi ekki hagnast sérstaklega á verkefn- um í Írak. „En ef það er verk að vinna er Bechtel vissulega fyrirtæki sem gæti gert það. En enginn lítur á þetta sem eitthvað, sem hægt er að hagnast á,“ sagði Schultz við dálka- höfundinn Bob Herbert, sem einnig benti á í blaði sínu að varaforstjóri Bechtel, Jack Sheehan, sem áður var foringi landgönguliða banda- ríska sjóhersins, ætti sæti í svo- nefndri varnarmálanefnd varnar- málaráðuneytisins. Fleiri nafntogaðir embættismenn í Bandaríkjunum hafa tengst fyrir- tækinu í gegnum tíðina því yfirmað- ur bandarísku leyniþjónustunnar CIA á árunum 1961–1965, John McCone, var áður háttsettur stjórn- andi hjá Bechtel. Og til vitnis um hve fyrirtækið hefur starfað náið með bandarískum stjórnvöldum þá var þáverandi forseti Bechtel í Evr- ópu um borð í flugvél sem fórst í Króatíu árið 1996 með Ron Brown, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, og fleiri bandaríska embættismenn og forstjóra innanborðs. Var Brown þá ásamt fylgdarliði að vinna að uppbyggingu í gömlu ríkjum Júgó- slavíu með þátttöku bandarískra fyrirtækja. Forráðamenn Bechtel hafa ávallt neitað ásökunum um spillingu eða óeðlileg tengsl við stjórnvöld í Hvíta húsinu en fyrirtækið sat einnig und- ir ámæli fyrir þátttöku í einkavæð- ingu vatnslinda í borginni Cocha- bamba í Bólivíu fyrir fáum árum. Var Bechtel einkum gagnrýnt af heimamönnum fyrir að hafa hækk- að vatnsgjald í borginni og haft uppi harðar aðgerðir gegn þeim fjöl- skyldum sem ekki greiddu gjaldið. Eftir gífurlega hörð mótmæli borg- arbúa, sem stofnuðu sérstök samtök gegn einkavæðingunni, sögðu stjórnvöld í Bólivíu upp samningi við Bechtel. Fyrirtækið sætti sig ekki við þau málalok og höfðaði mál gegn ríkisstjórn Bólivíu í lok árs 2001 þar sem farið var fram á rúma tvo milljarða króna í skaðabætur. Egill Ólafsson, blaðamaður Morgunblaðsins, hitti skósmið frá Bólivíu að máli í Jóhannesarborg í S-Afríku fyrir tæpu ári þar sem þeir voru viðstaddir leiðtogafund Sam- einuðu þjóðanna um sjálfbæra þró- un. Skósmiðurinn, Oscar Olivera að nafni, flutti erindi á fundi andstæð- inga alþjóðavæðingar þar sem hann lýsti því hvernig einkavæðing vatnslindanna fór fram. Hélt hann því raunar fram að Bechtel hefði tekið þátt í því að reyna að einka- væða rigninguna því stjórnvöld hefðu sett ný ákvæði í lögin um að ekki mætti safna rigningarvatni! Bechtel er ekki að tengjast Ís- landi í fyrsta sinn því það vann á sín- um tíma hagkvæmniathugun fyrir Atlantsál-hópinn svonefn ráðgerði álver á Keilisnesi 15 árum. Komst Bechtel þ kynni við íslenskar verkfræ Fyrstu niðurstöður Becht að bygging álvers væri óh ari en áður hafði verið tali urðu niðurstöðurnar jákv viðræður Atlantsál-fyrir Alumax, Gränges og Hoog íslensk stjórnvöld komust áður en áformunum var frest árið 1991. Jóhannes Nordal, fv. seð stjóri, var formaður ísle samninganefndarinnar á árum. Hann segist aðeins reynslu af samskiptum við sínum tíma, þó að þau hafi ið mikil og náin. Hér sé þek og fjárhagslega sterkt fy ferðinni. Það hafi á þess verið í miklu samstarfi vi tækið Alumax, sem síðar s ist Alcoa. Því hafi það ek sér á óvart að Alcoa hafi va tel. Þó að fyrirtækið hafi áð við sögu stóriðjumála á Ís einhverjar framkvæmdir að verða að veruleika hjá þ Hoover-stíflan í Bandaríkjunum er líklega eitt þekktasta mannv Bandaríska fyrirtækið Bechtel, sem mun hanna og reisa álver Al- coa í Reyðarfirði ásamt íslenskri verkfræði- samsteypu, hefur víða komið við sögu und- anfarin 105 ár og er ekki í fyrsta sinn að tengjast Íslandi. Björn Jóhann Björnsson viðaði að sér ýmsum fróðleik um fyrirtækið. Warren Bechtel stofnaði fy árið 1898 í tengslum við lag járnbrauta í Bandaríkjunu Caspar Weinberg Warren A. Bechtel Stephen Bechtel Jr. Stephen Bechtel George Schultz Riley P. Bechtel Öflugt og umt fyrirtæki á heim ÖRYGGISRÁÐIÐ, MÁLEFNI OG ÞRÓUNARSAMVINNA Ísland hefur ákveðið að sækjast eftirsæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóð-anna árin 2009–2010. Þetta er liður í viðleitni íslenzkra stjórnvalda til að taka virkari þátt í alþjóðlegu samstarfi og axla þar meiri ábyrgð. Ísland þarf nú að sýna meira frumkvæði en áður til að tryggja hagsmuni sína í alþjóðlegu sam- starfi; annars vegar hefur dregið úr hernaðarlegu mikilvægu landsins og þeim beinu og óbeinu áhrifum, sem því fylgdu, hins vegar gerir umheimurinn nú meiri kröfur til okkar en þegar við vor- um fátækt, nýfrjálst ríki. Íslendingar eru í hópi ríkustu þjóða heims og verða að axla byrðar í alþjóðlegu samstarfi í samræmi við það. Í samantekt Davíðs Loga Sigurðsson- ar blaðamanns í sunnudagsblaði Morg- unblaðsins kemur fram að utanríkis- ráðuneytið telji að leggja verði áherzlu á að auka framlag Íslands til þróunarað- stoðar, eigi hið lága núverandi framlag ekki að skaða kosningabaráttu landsins vegna kjörs til öryggisráðsins. Ísland leggur nú af mörkum um 0,13% af þjóð- arframleiðslu til aðstoðar við fátækustu ríki heims. Sambærilegt hlutfall í hinum norrænu ríkjunum er upp undir 1% og í Evrópusambandsríkjunum er lágmarks- framlagið 0,3% af þjóðarframleiðslu. Í ljósi þess hversu þungt atkvæði þró- unarríkjanna vega á vettvangi Samein- uðu þjóðanna er rökrétt að gera þarna bragarbót á. Staðreyndin er líka sú að æ fleiri líta á þróunarsamvinnu sem fram- lag til þess að tryggja stöðugleika og ör- yggi í heiminum. Ríki, sem vill láta taka sig alvarlega í öryggismálum, verður að sýna að það hafi áhuga á því að láta gott af sér leiða í þróunarmálum. Áherzlan á þróunarmálin tengist öðr- um þætti, sem var til umfjöllunar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins; á hvaða málefni Ísland eigi að leggja áherzlu í kosningabaráttu sinni innan SÞ. Í skýrslu utanríkisráðuneytisins um málið er ekki talið tímabært að ákveða það, en David M. Malone, fyrrverandi varafastafulltrúi Kanada hjá SÞ, bendir á að mikilvægt sé að huga að þessum þætti í tíma, vilji Ísland setja mark sitt á starf ráðsins. Ýmsir hafa orðið til að benda á þörfina á málefnalegum undirbúningi fyrir framboð til öryggisráðsins. Þannig benti Björn Bjarnason, nýskipaður dóms- málaráðherra, á það í grein hér í blaðinu í október sl. að Ísland yrði að láta til sín taka í fleiri málaflokkum á vettvangi SÞ en til þessa. „Ef litið er á málaskrá ör- yggisráðsins, snerta um 70% viðfangs- efna þess Afríku. Virkari þátttaka Ís- lendinga í starfi SÞ krefst því til dæmis meiri þekkingar á málefnum Afríku. Ör- yggisráðið fjallar einnig um friðargæslu og beitingu hervalds í nafni SÞ. Fulltrú- ar innan þess eru lítils megnugir ráði ríkin, sem að baki þeim standa, ekki yfir þekkingu og reynslu á þessum sviðum,“ sagði í grein Björns. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, vakti máls á þess- um þætti undirbúningsins í ræðu sem hún flutti á fundi Samtaka um vestræna samvinnu í marz sl.: „Önnur lönd munu að öllum líkindum spyrja um framlög til þróunarsamvinnu, um umhverfisvernd, um aðstoð við flóttamenn, um viðhorf til frjálsrar verslunar og WTO, um at- kvæðagreiðslur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og framlög til stofnana þeirra.“ Á ýmsum sviðum blasir það við að kostnaður okkar af því að vera sjálfstætt ríki, sem vill gera sig gildandi á alþjóð- legum vettvangi, fer vaxandi. Þetta á við um kostnað vegna þróunarsamvinnu; framlög til fátækari ríkja ESB vegna EES-samningsins; fjárveitingar til okk- ar eigin varnar- og öryggismála; framlög til friðargæzlu og kostnað við eflingu ut- anríkisþjónustunnar, fjölgun sendiráða og uppbyggingu reynslu og þekkingar á hinum ýmsu sviðum alþjóðlegs sam- starfs. Þótt alltaf beri að gæta ýtrustu hagkvæmni, eru þetta byrðar sem við verðum að vera reiðubúin að axla. FRIÐUR Í LÍBERÍU? Ákvörðun Charles Taylors, forsetaLíberíu, um að þiggja boð Níger- íustjórnar um útlegð er mikilvægur áfangi ef takast á að binda enda á borg- arastríðið í Líberíu. Taylor hefur frá upphafi gegnt lykilhlutverki í borgara- stríðinu sem hófst á níunda áratug síð- ustu aldar og staðið hefur nær sam- fleytt síðan. Með samstilltu átaki Sameinuðu þjóðanna og ríkja í Vestur-Afríku hefur tekist að koma á friði í Sierra Leone. Ef sá árangur á að verða varanlegur verð- ur jafnframt að stilla til friðar í Líberíu. Brotthvarf Taylors skiptir þar miklu máli en er þó enginn trygging fyrir því að átökum linni. Þeir leiðtogar upp- reisnarmanna, sem eru líklegir til að sækjast eftir völdum, eru litlu skárri kostur en Taylor. Ef ekki næst að tryggja stöðugleika er hætta á að átökin í Líberíu haldi áfram að smita út frá sér líkt og þau hafa gert til þessa, til Gíneu, Sierra Leone og Fílabeinsstrandarinn- ar. Átökin í Líberíu eiga sér ekki stað í tómarúmi heldur er um að ræða flókinn vef átaka í þessum Vestur-Afríkuríkj- um síðastliðinn áratug. Margar tilraun- ir hafa verið gerðar til að stöðva átökin og hefur Nígeríustjórn haft forystu um að ríki á svæðinu beiti sér í þeim efnum. Fjölþjóðaher undir forystu Nígeríu hélt þannig inn í Sierra Leone árið 1998. Að undanförnu hafa verið uppi há- værar kröfur um að Bandaríkin skipti sér af deilunni með beinum hætti og sendi herlið til Líberíu. Meðal annars hefur Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatt til þess að Bandaríkin verði í forystu friðargæslu- sveita sem sendar verða til landsins. Innan Bandaríkjastjórnar hafa verið skiptar skoðanir um ágæti þess að senda herlið til Líberíu. Annars vegar er ástandið enn ótryggt og því spurning hversu mikið gagn fámennt herlið gæti gert. Þá hefur herafli Bandaríkjanna nú þegar viðamikil verkefni á sinni könnu jafnt í Afganistan sem Írak auk þess sem baráttan gegn hryðjuverkahópum víðs vegar um heiminn krefst jafnt mik- illar athygli sem mannafla. Á hinn bóg- inn hefur samband Líberíu og Banda- ríkjanna ávallt verið náið. Líbería var á sínum tíma stofnuð af bandarískum leysingjum og hefur alla tíð verið einn nánasti bandamaður Bandaríkjanna í álfunni. Má segja að Bandaríkin séu á vissan hátt skuldbundin til að leggja sitt af mörkum til að tryggja frið og stöðugleika í Líberíu. Verði sú raunin að Bandaríkin taki að sér þetta forystu- hlutverk glæðir það vonir um að hægt verði að rjúfa vítahring átaka í Vestur- Afríku sem þegar hefur valdið ómæld- um mannlegum harmleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.