Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 29 svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þín nafna, Halldóra Jónsdóttir. Í dag kveðjum við Lóló frænku í hinsta sinn. Fráfall hennar bar snöggt að og lést hún um aldur fram. Ávallt var mikil gleði og hlátrasköll í kringum Lóló eins og við munum í Húsafelli þar sem Lóló og hennar bræður og fjölskyldur komu saman á hverju hausti í árvissu réttarferðina. Í gegnum árin áttum við góðar sam- verustundir heima hjá ömmu og afa á Hringbraut og einnig þegar við feng- um að gista hjá þeim hjónum Lóló og Hilmari úti á Álftanesi, eigum við þaðan margar góðar minningar. Ávallt stóðu dyr hennar opnar fyrir allri fjölskyldunni eins og 17. júní, heitt kaffi og kökur fyrir þá sem vildu. Þetta lýsir henni Lóló okkar best hversu hlý og indæl hún var. Algóður Guð blessi Hilmar, Nonna, Guðrúnu, Reyni, Berglindi, Svan og aðra ástvini og létti þeim sorgina. Guðrún Erla og Magnús Sigurðarbörn. Er okkur var tilkynnt andlát syst- ur okkar og mágkonu brá okkur ónotalega því enginn átti von á því. Þegar hugurinn leitar til baka koma upp í huga okkar ótal minningar. Við ólumst upp í Norðurmýrinni (Grett- isgötu) þar sem við áttum yndisleg æskuár og góða vini. Þar var oft glatt á hjalla og margt brallað. Lóló, eins og systir okkar var hef- ur alltaf verið kölluð, fór til Dan- merkur í húsmæðraskóla eftir hefð- bundna skólagöngu. Þegar heim var komið vann hún við afgreiðslustörf og kynntist síðar eiginmanni sínum, Hilmari Karls- syni, sem þá var sjómaður. Á þessum árum bjuggum við á Ný- lendugötu, á efstu hæð. Þar sást vel út á sjó og yfir höfnina svo systir okk- ar gat vel fylgst með komu togar- anna. Alltaf þekkti hún hans fley og þaut niður á bryggju. Þetta skildum við ekki. Okkur fannst allir togarar vera eins og vorum með það á hreinu að Hilmar setti upp einhverja veifu sem hún þekkti. En þetta voru okkar pælingar þá. Fljótlega fóru þau að búa og eign- uðust fimm yndisleg börn. Oft pöss- uðum við börnin og var þá glatt á hjalla. Fjölskyldutengsl hafa alltaf verið mjög sterk og eitt hefur verið fastur liður hjá okkur systkinunum gegn um árin. Það er hin árlega réttarferð. Þá er farið upp í Borgarfjörð á æsku- slóðir ömmu okkar, sem var frá Fljótstungu í Hvítársíðu. Við systk- inin, ásamt mökum, börnum og barnabörnum, gistum í húsum í Húsafelli, förum í sund hjá Sigrúnu og Kristleifi og höldum á vit ævintýr- anna. Við förum í hellaferðir, upp á Langjökul og rennum fyrir fisk. Há- punktur ferðarinnar er sjálfur rétt- ardagurinn, þar sem fylgst er með safninu koma af fjalli og síðan að hjálpa til við að draga í dilka. Í þeim látum fá margir byltur og marbletti en brosið hverfur ekki af andlitum þrátt fyrir það. Alltaf var farið í kaffi til Imbu og Árna í Fljótstungu og nú síðari ár til Stínu og Bjarna sem þar búa nú. Þegar kvölda tekur er haldið heim í hús, þar sem grillað er saman, kveiktur varðeldur, farið í leiki og sungið. Mikil gleði ríkir í þessum ferðum og tengir hún fjölskylduna vel sam- an. Það hlakka allir til þessarar ferð- ar. Í næstu ferðum vitum við að þú munt fylgjast með okkur. Er hinsti svefninn hjarta stöðvar mitt, Herra, sál mín þráir ríkið þitt. Í arma þína andinn glaður flýr, um eilífð sæll í návíst þinni býr. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku systir og mákona, þín verð- ur sárt saknað. Hilmar og fjölskylda, missir ykkar er mikill. Megi góður Guð styrkja ykkur. Gunnar, Ríta, Sigurður og Ágústa. við örlitlar hnátur skottuðumst í heim- sókn með ömmum okkar stöku sinn- um, þá ekki byrjaðar í skóla, vorum af- ar feimnar hvor við aðra fyrst í stað, en það breyttist fljótt. Margoft sem barn og unglingur fékk ég að gista á Ærlæk hjá Soffíu. Það er ákaflega bjart yfir þeim minningum, það var svo margt skemmtilegt sem við gerðum og ég upplifði þar með henni, man t.d. hvað var gaman að fara og veiða hornsíli, sá þar í fyrsta sinn heimatekna kvik- mynd, oftar lærðum við saman og síð- ast en ekki síst sátum með handa- vinnu. Einnig minnist ég svokallaðra ævintýraferða með Soffíu og þeim á Ærlæk, fram í Fossundirlendi að smala og fram í Hafursstaði, að ógleymdum líflegum sundferðum svo fátt eitt sé nefnt. Gestrisni og alúð Gullu og Guð- mundar, foreldra Soffu, og bræðranna í minn garð var einstök og fyrir það kann ég þeim heilar þakkir. Og við vorum fimm fermingarbörn- in sem fermdumst saman vorið 1975 í Skinnastaðarkirkju, við tvær ferming- arsysturnar að sjálfsögðu í svipuðum fötum og höfðum mikil samráð um það. Ekki hugsa ég um Soffíu öðruvísi en með handavinnu. Hún var alltaf yfir- burða handavinnumanneskja, mjög handfljót og lagin, prjónaskapur fannst mér hennar sérgrein, en raunar var sama hvað hún tók sér fyrir hend- ur í þeim efnum, það virtist flest leika í höndum hennar og afköstin sam- kvæmt því. Soffía greindist með sykursýki barnung, hún ræddi það lítið, en um- hyggja og nákvæmni foreldra hennar hjálpuðu henni að meðhöndla það. Þegar árin liðu má segja að við höf- um farið hvor í sína áttina en höfðum þá alltaf fréttir hvor af annarri. En fyr- ir ekkert mörgum árum fórum við að hittast á ný. Fyrir þær alltof fáu stund- ir er ég afar þakklát, þó að liði einhver tími á milli samfunda eins og við sögð- um var alltaf eins og við hefðum talast við í gær, svo vel þekktumst við áður. Hún var svo einlæg og afar trygglynd sínum. Sérstaklega þótti mér vænt um þegar hún stóð allt í einu óvænt í dyr- unum heima hjá mér daginn eftir að sonur minn var skírður með fullt fang af hamingjuóskum og gjöf. Við spjölluðum mikið, m.a. um börn- in okkar, augljóst hve hún lagði alla sína alúð í þeirra velferð. Glöð í bragði sagði hún mér frá sumarbústað þeirra í Dranghólaskógi í Öxarfirði á sínum bernskuslóðum. Og síðar er ég heim- sótti hana þangað sá ég að það var hennar sælureitur, umhverfið eins og fegurst getur verið og þau hjónin svo ánægjuleg. Við Guðni sendum eiginmanni, börnum, foreldrum og öllum öðrum ástvinum hugheilar samúðarkveðjur. Ég kveð mína kæru vinkonu með virðingu og þakklæti fyrir allt. Aðalheiður Pétursdóttir. Elsku Soffía. Þvílík sorg. En hvað ég er hræðilega leið yfir að þú skyldir kveðja okkur svona snemma, Soffía mín. Ég veit ekki hvernig ég á að skýra út fyrir börnunum mínum að Soffía frænka sé dáin. Þau eru svo ung að þau skilja það ekki. Það var svo margt sem við áttum eftir að gera saman. Þú áttir eftir að heimsækja okkur í Kópavoginn og við áttum eftir að heimsækja þig norður. Ég hlakkaði svo til að fá fréttir af hvort lopapeys- urnar sem þú og Lilli hönnuðuð mynstrið á, slægju ekki í gegn. Og allt spjallið sem ég hlakkaði svo til að eiga með þér. Þær voru margar góðar stundirnar sem við áttum saman í vet- ur yfir prjónunum. Reyndar gleymd- ust nú prjónarnir oft þegar við vorum að ræða saman því við komum víða við og ræddum líka um þá harmleiki sem lífið hrífur okkur stundum inn í og grimmd mannanna. Þá glitruðu stund- um tár á hvörmum. Það sem mér finnst erfiðast að hugsa um er hvað hlýtur að vera erfitt hjá Lilla, Guðnýju Jónu og Guðmundi, já, og foreldrum þínum og systkinum, því þú varst styrkur þeirra sem þú unnir. Það eina sem huggar mig er sú hugsun að þú gafst svo mikið af þér og skilur svo mikið eftir þig. Börnin þín ganga inn í lífið með svo gott veganesti því þú gafst þeim tíma og ást sem ég held að fá börn fái að njóta í jafnríkum mæli. Og Lilli, þið áttuð eitt það ástríkasta hjónaband sem ég hef séð. Vinskap sem var aðdáunarverður, samheldni sem var undraverð, ást sem var öf- undsverð. Svo þótt þú kveðjir okkur svona snemma, Soffía mín, gafstu okk- ur sem fengum að njóta samvistar við þig svo margt. Margt til að hugsa um, margt til að njóta. Guð blessi og styrki fólkið þitt. Takk fyrir allt. Ég sakna þín. Þú munt alltaf vera í hjarta mér. Þín vinkona Sigríður Birna (Systa). Þegar ég fékk fréttina um andlát Soffíu fannst mér eins og tíminn stæði kyrr, ótal hugsanir og minningar flugu um huga minn. Ég eyddi ófáum dögum og stundum niðrá Brávöllum með Guðnýju og aldr- ei var Soffía langt undan. Hún hafði alltaf áhuga á hvað maður hafði fyrir stafni og hvernig manni leið. Það var hægt að sitja með henni tímunum saman og ræða allt milli himins og jarðar, auk þess sem hún rukkaði mig um frímerkin sem ég safnaði handa henni, og oftast var glaðlegur hlátur- inn ekki langt undan. Allir sem komu á Brávellina gátu stólað á að nýbakaðir snúðar eða ilm- andi skúffukaka biði þeirra, auk glæ- nýrra krema úr jurtum úr sveitinni, og falleg handavinnan var aldrei langt undan, Soffía var alltaf með eitthvað á prjónunum. Mér leið alltaf vel í návist Soffíu, hún tók mér sem einni af fjölskyldunni, og sagði að hún ætti smá í mér, því hef ég aldrei getað neitað, hún átti stóran hluta af mér, og á enn, ekki bara sem mamma bestu vinkonu minnar, heldur líka sem mjög góður og traustur vinur. Hulda. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Vesturgötu 32, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítala Landakoti fimmtu- daginn 26. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ingunn Ásgeirsdóttir, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Ásgeir Júlíus Ásgeirsson, Helga Ásgeirsdóttir, Rúna Ásgeirsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Mín kæra mágkona, DÓRA HARALDSDÓTTIR FRODESEN, lést í Osló föstudaginn 4. júlí. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Áslaug Stephensen. Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, JÓNÍNA MARGRÉT ÞÓRÐARDÓTTIR, Fannafold 23, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 4. júlí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánu- daginn 14. júlí kl. 13.30. Ófeigur Sigurðsson, Sigurður Ófeigsson, Sigurbjörg Sandra Guðnadóttir, Þórður Ófeigsson, Elsa Ófeigsdóttir og barnabörn. Ástkær stjúpfaðir okkar, SIGURBJÖRN JÓNSSON, Vallarbraut 3, Akranesi, lést laugardaginn 5. júlí. Elí Halldórsson, Sigrún Halldórsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúp- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, LEIFUR KRISTLEIFSSON, Bröttukinn 30, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi laugardaginn 5. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður Guðmundsdóttir, Birna Leifsdóttir, Sigurður Valgeirsson, Guðmundur Leifsson, Kristrún Runólfsdóttir, Sævar Leifsson, Sigrún Jóna Leifsdóttir, Elsa Óskarsdóttir, Hafsteinn Eggertsson, Ingvar Sigurðsson, Pálína Þráinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.