Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 23 FÁAR flugferðir yfir höfðum okk- ar sem búum á Skólavörðuholti og í Þingholtum hafa vakið meiri athygli en villuflug tveggja flugmanna frá Litháen sunnudag- inn 29. júní. Ég var að elda kvöldmatinn þegar ískyggilegt vélarhljóð færðist nær og nær og út um eldhúsgluggann sá ég skelfingu lost- inn vegfaranda hörfa afturábak mænandi upp í loftið. Hann var á svipinn eins og maðurinn sem sagði „Holy shit“ þegar hann horfði á þot- urnar fljúga á turnana í New York. Fyrir tæpu ári, eða þann 10. júlí í fyrrasumar, olli lágflug risaþotu af gerðinni Boeing 747 enn meiri skelf- ingu hér á holtinu, enda um margfalt stærra loftfar að ræða og drunurnar eftir því. Báðar þessar vélar voru ut- an hefðbundinna flugleiða en þó í stefnu á Reykjavíkurflugvöll. Hvor- ug vélanna var í innanlandsflugi. Litháíska vélin var í ferjuflugi milli landa, Boeing-747 þotan reyndist vera í útsýnisflugi rétt vestan við Hallgrímskirkjuturn og frá jörðu séð vart nema í seilingarhæð yfir húsþökunum. Yfir litlu að kvarta Tilvikið frá 29. júní verður skoðað af Rannsóknarnefnd flugslysa, því það telst alvarlegt, en lágflug risa- þotunnar í fyrra mun hafa átt sér stað með leyfi flugmálayfirvalda. Vegna kvartana íbúanna óskaði borgarstjórinn í Reykjavík eftir skýringu Flugmálastjórnar á atvik- inu og í svari, dagsettu 27. ág. 2002, kemur fram að Flugmálastjórn telur ekki að öryggi borgaranna hafi verið skert með umræddu flugi. Bent er á að fólki á jörðu niðri geti virst svo stórar vélar fljúga bæði hægar og neðar en raun sé á og tekið fram að hljóðmælir á Hljómskálanum hafi ekki sýnt hávaða yfir eðlilegum mörkum. Af svarinu mátti skilja að íbúar á Skólavörðuholtinu hefðu yfir litlu að kvarta og ættu að sýna þá þjóðhollustu að gleðjast yfir glæst- um flugflota landsmanna. Hættumat að neðan Það dylst fáum að flug flugvéla er stórkostlegt ævintýri og eyþjóð eins og við eigum gríðarlega mikið undir því komið. En því fylgja bæði hættur og óþægindi og af þeim höfum við jafnlanga reynslu og af fluginu sjálfu. Það er alveg sama hversu óhræddir og öruggir flugmenn og flugliðar kunna að vera, flughræddir farþegar eru eftir sem áður stað- reynd og á jörðu niðri verður fólk í nágrenni flugvalla fyrir marghátt- uðum óþægindum vegna hávaða og mengunar. Bráður dauði er næsta vís ef eitthvað ber út af. Við sem bú- um á Skólavörðuholtinu teljum okk- ur því hafa haft fulla ástæðu til ótta vegna glæfraflugs tveggja flugvéla með tæplega árs millibili. Við vorum vissulega ekki með sírita við hendina þegar atvikin áttu sér stað, sem mældu aukinn hjartslátt, svitaút- slátt eða önnur algeng viðbrögð fólks við yfirvofandi hættu. Hættu- mat okkar á jörðu niðri byggist þó á slíkum viðbrögðum og fyrirliggjandi reynslu annarra af flugslysum í þétt- býli. Flugið allt til Keflavíkur Reykjavíkurflugvöllur í hjarta mesta þéttbýlis á landinu er tíma- skekkja, bæði út frá öryggissjón- armiðum og af skipulagsástæðum. Vonandi þarf ekki stórslys af völdum villtra útlendinga eða áhættufíkinna Íslendinga til þess að koma yfirvöld- um í skilning um það. Með tvöföldun Reykjanesbrautar og fyrirsjáan- legum brottflutningi herliðsins af Miðnesheiði eru að skapast aug- ljósar forsendur fyrir því að sameina miðstöð innanlandsflugsins höf- uðstöðvum millilandaflugsins á Keflavíkurflugvelli. Þar bætist hag- kvæmnisjónarmið við önnur rök. Hikum ekki lengur. Flytjum flugið. Hættumat frá jörðu Eftir Steinunni Jóhannesdóttur Höfundur er rithöfundur. ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR Íslend- inga er táknrænn dagur. Þá minnast Íslendingar þjóðfrelsisbaráttunnar og þeirra einstaklinga sem lögðu grunn að því að þjóðin stofnaði lýðveldi hinn 17. júní 1944 á sögufrægasta stað hennar, Þing- völlum. Allt frá þeim degi hefur Reykja- víkurborg, af miklum myndarskap, haldið daginn hátíðlegan og var engin undantekning á því að þessu sinni. Þó bar nokkurn skugga á þegar mark- aðsöflin gengu of langt í að yfirgnæfa hin táknrænu gildi hátíðarinnar. En sökin var ekki þeirra. Þjóðhátíð- arnefnd hafði selt þjóðhátíðardaginn og var ástæðan sögð að borgarstjórn skammtaði hátíðarnefndinni of lítið fjármagn. Fljótt á litið virðist ekki um stórt mál að ræða en þegar að er gáð þá er það nokkuð alvarlegt þegar ís- lenski fáninn hverfur fyrir erlendu vörumerki og það á sjálfan þjóðhátíð- ardaginn. Hér verða borgaryfirvöld að bregðast við. Þjóðfrelsið Þó íslensk þjóð hafi verið fullvalda í tæp 30 ár áður en lýðveldið var stofnað þá er miklu dýpri merking í þeim tímamótum þjóðarinnar og há- tíðleikinn allur annar og meiri. Ef við fórnum minningunni fyrir nokkrar krónur þá verður engin hátíð. Þá þarf ekki að flagga íslenska fán- anum, þá þarf fjallkonan ekki að flytja ættjarðarljóð og þá þarf ekki að minnast á frelsishetjurnar, vegna þess að það verður engin þjóðhátíð, það verður einhver auglýsingahátíð og sú hátíð á ekkert skylt við lýðveld- ishátíð Íslendinga. Það er eitt að leyfa smáuglýsingar á sölutjöldum en allt annað að merkja daginn einu fyrirtæki eins og nú var gert. Eins og fram hefur komið er ástæðan fyrir þessu uppátæki borg- arinnar sögð vera fátækt þjóðhátíða- nefndar. Varla er borgarsjóður það illa staddur að hann geti ekki með sóma fjármagnað stærsta hátíðardag borgarbúa. Því ef svo er þá er fokið í flest skjól þar á bæ. Formaður þjóðhátíðarnefndar og borgarstjóri hafa fagnað þessari sölumennsku og haft orð á því hve ánægjulegt það sé að fyrirtæki hafi áhuga á stærri við- burðum borgarinnar. Það kann að vera rétt þegar það á við en ekki þeg- ar þjóðhátíðardagurinn er annars vegar. Þá gilda önnur viðhorf með hliðsjón af sögu, menningu og tungu þjóðarinnar. Frá íslensku þjóðinni og … Miðað við ummæli ýmissa núver- andi ráðamanna borgarinnar má frekar búast við því að þessi lítils- virðing við þjóðina haldi áfram. Ekki er því ólíklegt að þegar lagður verð- ur blómsveigur við styttu Jóns Sig- urðssonar á næsta 17. júní muni standa á borðanum „Frá íslensku þjóðinni og …?“ Varla getur þetta talist heppileg þróun og því full ástæða fyrir borg- arstjórn að setja þjóðhátíðarnefnd vinnureglur þar sem sölumennska af þesari tegun er ekki leyfð. Frá íslensku þjóð- inni Og Vodafone Eftir Júlíus Hafstein Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.