Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 11 VESTNORRÆNU þingforsetarnir, Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Edmund Joensen, forseti færeyska Lögþingsins, og Jonathan Motz- feldt, forseti grænlenska Lands- þingsins, hafa lokið öðrum sameig- inlegum fundi sínum í Qaqortoq. Fyrsti fundur vestnorrænu þingfor- setanna var haldinn í nóvember 2002 í Reykjavík. Tilgangur funda þingforsetanna er að efla samvinnu vestnorrænu þinganna. Á fundi sínum á Græn- landi fjölluðu þingforsetarnir um starf þinganna og gáfu yfirlit yfir ástand stjórnmála í löndunum þrem. Forsetarnir voru sammála um að samvinnan innan Vestnorræna ráðs- ins sé löndunum þremur og svæðinu sem heild afar mikilvæg. Þeir styðja matsferlið sem unnið er að innan Vestnorræna ráðsins en í því hefur komið í ljós að samstarf við Norð- urlandaráð ásamt samvinnu við nor- rænar stofnanir á borð við NAPA og Norrænu húsin o.fl. er hluti af grunninum að góðu vestnorrænu samstarfi í framtíðinni, segir í fréttatilkynningu. Forsetarnir urðu einnig sammála um að koma samskiptum við Evr- ópusambandið á dagskrá Vestnor- ræna ráðsins og fylgjast stöðugt með málum sem snertir löndin þrjú innan sambandsins. Þing- forsetar funduðu í Qaqortoq UMFERÐARSLYS hafa ekki bara áhrif á þá sem í þeim lenda eða að- standendur þeirra. Fjöldi fólks kem- ur á vettvang þegar umferðaslys verða, lögregla, sjúkraliðar og veg- farendur. Einn af þeim sem oft er kallaður til er Anton Ársæll Gunn- steinsson, kranabílstjóri hjá Vöku. Hann hefur séð ófá alvarleg slys og þónokkur banaslys. Ársæll tekur þátt í þjóðarátaki Vátryggingafélags Íslands gegn umferðarslysum í sum- ar. „Það getur verið erfitt, bæði eru aðstæður á vettvangi mjög mismun- andi og bílarnir oft illa farnir,“ segir Ársæll. „Maður reynir alltaf að úti- loka sig frá þessu, og reyna að hugsa ekki um það hvað þetta er óhugn- anlegt á meðan maður er á staðnum.“ Eitt af ógeðfelldari verkefnum sem kranabílstjórar lenda í er að lyfta bílum sem eru fastir ofan á slös- uðu fólki. „Ég hef lent í því í tvígang að lyfta bílum ofan af fólki sem varð undir þeim. Það er svakaleg lífs- reynsla. Annars vegar varð fótgang- andi kona fyrir strætisvagni sem var að keyra vestur í bæ og festist undir honum að framan. Hins vegar var það sendiferðabíll sem keyrði á gangandi vegfaranda á gangbraut á gatnamótum. Í báðum tilvikum var um banaslys að ræða.“ Það hefur áhrif á menn að draga burtu þessa mikið skemmdu bíla, segir Ársæll: „Maður veit hvað það má lítið út af bera til þess að allt fari á versta veg. Það þarf svo lítið til að maður sé búinn að eyðileggja lífið hjá einhverjum öðrum. Augnabliks at- hyglisskortur getur kostað manns- líf.“ Sonurinn lenti í alvarlegu bílslysi Líf Ársæls breyttist haustdag einn fyrir 19 árum þegar keyrt var á Björn Kristin son hans, þá níu ára. Hann var búinn að vera hjá ömmu sinni og var að fara að taka stræt- isvagn heim. Slysið varð þegar hann fór yfir Sæbrautina á gangbraut og bíll tók fram úr öðrum bíl sem hafði stöðvað. Ökumaðurinn var 17 ára gamall og hafði haft ökuskírteini í 10 daga. „Ég kom á þann vettvang, en vissi ekki á þeim tíma að það væri sonur minn sem hefði lent í slysinu. Ég vissi ekkert um það fyrr en um kvöldið. Ég var ekki að vinna heldur var bara fastur í umferðarteppu. Það eina sem maður sá þar var skóla- taska og skór, en ég þekkti það ekki þá.“ Ársæll komst að því eftir á að hann hefði komið að slysi sonar síns: „Maður var svo dofinn að ég hugsaði lítið um það á þeim tíma. Maður var alltaf að reyna að loka augunum fyrir þessu. Eftirköstin af þessu urðu mikil. Björn var mikið slasaður og það blæddi inn á heila. Honum var haldið sofandi í öndunarvél í yfir þrjá mán- uði. Þetta setti heilmikið mark á allt okkar fjölskyldulíf og hafði skelfileg- ar afleiðingar fyrir fjölskylduna alla til frambúðar.“ „Ótrúlegt hvað hann hefur náð sér eftir þetta alvarlega slys“ Í dag er Björn 28 ára gamall og með spastíska lömun sem er bein af- leiðing af slysinu. „Það er samt ótrú- legt hvað hann hefur náð sér eftir þetta alvarlega slys. Hann býr á sambýli fyrir fatlaða. Hann er búinn að taka bílprófið og vinnur hálfan daginn í verslun.“ Ársæll segist oft hugsa um það hvernig lífið hefði orðið ef Björn son- ur hans hefði aldrei lent í slysinu af- drifaríka. „Maður getur hlaupið hring eftir hring og ímyndað sér hvernig hlutirnir hefðu getað þróast á allt annan veg. Það er ljóst að það hefði orðið allt öðruvísi.“ Dregur burt bíla eftir alvarleg umferðarslys Verst þegar fólk klemmist undir bílum Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Anton Ársæll Gunnarsson hefur dregið burt bíla eftir fjölmörg slys. ÞAÐ hefur verið sannkölluð veð- urblíða á Snæfellsnesi og margir á ferð og flugi að njóta blíðunnar. Þessir ungu drengir, Tómas og Jak- ob, skelltu sér á sjóinn frá Ólafsvík og var sjórinn spegilsléttur og eng- in ástæða til að óttast sjóveiki. Drengirnir voru ánægðir með feng sinn, en þeir fengu tvær fallegar ýs- ur á veiðistöng og voru spenntir að komast heim til að elda þær. Morgunblaðið/Alfons Ánægðir með aflann Ólafsvík. Morgunblaðið. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 21 64 1 0 7/ 20 03 LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS Styrktara›ilar Lexus Cup Golf Lexus Golf Cup 2003 föstudaginn 11. júlí. Vi› hjá Lexus flökkum flann áhuga sem Lexus Cup hefur veri› s‡ndur, en fullbóka› er í móti›. ENN eru laxveiðiár á vestanverðu Norðurlandi og ofanverðu Vestur- landi, þ.e.a.s. fyrir vestan Mýrar mjög vatnslitlar, en á Vesturland- inu eru eigi að síður víða góðar göngur þrátt fyrir vatnsleysið og nú fer í hönd sá tími sem menn geta vænst þess að smálaxinn hellist inn á árnar norðan heiða. Þótt talsvert sé af laxi er þó ekki spurning að skilyrðin hafa valdið minni veiði en ella. Telja nú ýmsir spekingar að ef rigningu verði jafnt skammtað gæti virkilega gott veiðisumar verið í uppsiglingu. Líflegt á Iðu Stefán Hallur Jónsson var á Iðu í gær og sagði svæðið líflegt, lítið væri búið að skrá í veiðibók, aðeins sjö laxa er hann kom í hús, sem væri trúlega helmingur þess sem hefði veiðst. Hópur Stefáns náði síðan fjórum smálöxum og var ljóst að ganga af nýjum fiski var komin á svæðið. Kominn lax í Gljúfurá Lax er nú genginn í Gljúfurá, en hún byrjaði afar illa og kenndu menn fyrst og fremst um vatns- leysi. Það hefur hins vegar hækkað nokkuð í Norðurá og aðgengi í ósn- um batnað. Veiðimenn sem voru búnir með fyrri daginn sinn í gær- dag höfðu landað tveimur löxum og séð lax víða. Lax að ganga í Straumfjarðará Um tuttugu laxar eru komnir úr Straumfjarðará og hefur veiði ver- ið glettilega góð miðað við að mjög lítið vatn er í ánni og áin er síðsum- arsá. Eru þetta miklu fleiri laxar á land en á sama tíma í fyrra og auk þess er kominn lax um alla á. Menn hafa verið að setja í talsvert af laxi, en hann tekur grannt og hristir sig gjarnan af, enda mjög smáar flugur það eina sem dugar. Grálúsugir lax- ar hafa verið að veiðast í neðstu hyljum síðustu daga, en þar er meira vatn þökk sé Köldukvísl sem rennur í Straumu rétt ofan Sjávar- foss. Sigurður ekki Ingólfur Það skolaðist til í viðtali við Ing- ólf Ásgeirsson um 20 punda hæng úr Norðurá, að það var Sigurður Jensson veiðifélagi Ingólfs sem veiddi tröllið, ekki Ingólfur. Er það hér með leiðrétt. Miðá með lax Þrír laxar veiddust í Miðá í Döl- um í gærmorgun og voru þar með orðnir a.m.k. fimm í það heila, en áin opnaði 1. júlí og er síðsumarsá. Í ljósi þess er þetta gott laxaskot, en um nýgengna smálaxa var að ræða, 4 punda, sem veiddust á Birgis- eyrum. Það er einkum bleikju- svæði, en hugsanlegt að laxinn doki þar eitthvað lengur við nú um stundir vegna vatnsleysis í ánni. Göngur víða að aukast Feðgarnir Jón Þ. Einarsson og Róbert Jónsson með fallegan lax úr Elliðaánum sl. sunnudag, en þeir urðu fyrstir á sumrinu til að ná kvótanum, 4 löxum á vakt. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.