Morgunblaðið - 08.07.2003, Side 34

Morgunblaðið - 08.07.2003, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MJÖG margir ferðamenn koma til landsins með þann fararskjóta sem unnt er að hafa með sér nánast hvert á land sem er. Er þar átt við reiðhjólið sem er sá farakostur sem mest reynir á áræði og úthald. En jafnframt er þetta langskemmtilegasti ferðahátt- urinn þó að seinlegt sé að fara um landið á þennan hátt. Einhverra hluta vegna hefur þessi tegund ferða- mennsku gleymst, hvers vegna sem það kann að vera. Oftast er um ungt fólk að ræða sem ekki hefur mikil auraráð, er enn í námi og vill gjarnan nota sem minnsta peninga til að ferðast og láta farareyrinn duga sem best. En þetta unga fólk er sá hópur sem á ábyggilega eftir að koma marg- sinnis aftur og auglýsa landið fyrir öðrum væntanlegum Íslandsförum. Mér er oft hugsað til þessara hug- uðu ferðamanna sem fara vítt og breitt um landið á þennan hátt. Marg- ir ökumenn líta því miður fjandsam- legum augum á þá meðan flestir sem betur fer, taka fullt tillit til þeirra. Hvernig skyldi upplýsingamiðlun vera háttað til þessa ferðafólks og hvernig mætti bæta aðstæður þess? Við skulum reyna að setja okkur í spor þessa hjólreiðafólks. Það byrjar á því að undirbúa ferð sína sem best áður en lagt er af stað, útvega sér bestu fyrirliggjandi upplýsingar um leiðir, fagra staði, tjaldsvæði, jafnvel gististaði og þar eftir götunum. Hvaða kort yfir góðar hjólreiðaleiðir eru fyrirliggjandi á Íslandi? Þau eru nánast engin þrátt fyrir að hér sé unnt að hjóla yst frá Seltjarnarnesi og allt upp að Gljúfrasteini í Mosfells- dal án þess að þurfa að leggja líf sitt í hættu þó fara þurfi yfir nokkrar göt- ur. Þetta er nálægt 35 km löng leið og væri til mikils unnið ef unnt væri að forðast slæmt umferðaslys, t.d. í Elliðaárbrekkunni og Vesturlands- veginum þar sem oft má sjá hjólandi ferðamenn á ferð í mikilli hættu vegna umferðarinnar. Þá eru umferðarmerkin eða öllu heldur merki til leiðbeiningar og verndar hjólreiðafólki. Mér vitanlega eru umferðarmerki tengd hjólreiðum allsendis óþekkt á gjörvöllu Íslandi með einni undantekningu þar sem al- farið er lagt bann við hjólreiðum. Það merki er t.d. í Laugardal en harð- bannað er að hjóla í Grasagarðinum og ástæðan er auðvitað sú, að verið er að vernda gagnvart óþarfa hættum þá sem eru með hugann við að skoða jurtir og njóta náttúrufegurðar garðsins. Við Íslendingar verðum að breyta þessu. Í ferðasögum þessa hugaða fólks sem leggur líf sitt í hættu að hjóla út frá Reykjavík og á móts við ævintýri íslenskrar náttúrufegurðar, er oft vikið að því hve erfitt það hafi verið að komast út úr þessum skelfi- legu umferðarmartröðum. Hvar- vetna erlendis er harðbannað að hjóla á hraðbrautum og hvers vegna ekki hér? Ég vona að við séum ekki að bíða eftir alvarlegu umferðaslysi þar sem ekið er á hjólreiðamann. Við eigum fremur að greiða fyrir leiðum þessa fólks en að leggja líf þess í hættu að óþörfu. Megi hjólreiðar verða meira not- aðar á Íslandi sem öllum er holl og góð hreyfing! GUÐJÓN JENSSON, bókasafnsfræðingur og leiðsögumaður. Erlent ferðafólk á reiðhjólum Frá Guðjóni Jenssyni: Á 18. ÖLD tóku bresk yfirvöld upp á því að skattleggja glugga. Hug- myndin á bak við það var að stuðla að tekjujöfnun þar sem þeir ríkari voru taldir hafa fleiri og stærri glugga í sínum húsum. Í kjölfarið var múrað upp í fjöldann allan af gluggum og byggður fjöldinn allur af gluggalaus- um húsum. Þetta fræga dæmi sýnir vel þá staðreynd að yfirvöld hafa áhrif á hegðun fólks með þeim reglum sem þau setja. Það á við á öllum sviðum þjóðfélagsins. Nú er litlum hluta veiða við Ísland stjórnað með sóknarmarki, sem tak- markar þann tíma sem bátum er heimilt að vera á sjó. Áhrif þess eru þó þegar orðin sýnileg á þeim hluta flotans sem er í kerfinu. Bátar í sókn- armarki verða sífellt hraðskreiðari og eru dæmi um að þeir séu komnir með jafnkraftmiklar vélar og 20 sinnum stærri bátar voru með. Þessi þróun mun halda áfram ef sóknar- mark festir sig í sessi og munu menn sífellt reyna að veiða sem mest magn á sem stystum tíma með hrað- skreiðari bátum og hraðvirkari veið- arfærum. Breytir þar engu þótt sóknardagar verði framseljanlegir. Jafnvel þótt svo sérkennilega vildi til að hagkvæmt væri fyrir útgerð- armenn að vera á eins hraðskreiðum bátum og mögulegt er og með eins hraðvirk veiðarfæri og mögulegt er, þá eru það ekki gild rök fyrir sókn- armarki. Útgerðarmenn eru bestu mennirnir til þess að haga sínum veiðum á hagkvæman hátt og þurfa ekki leiðbeiningar frá yfirvöldum. Hlutverk sjórnvalda er þvert á móti að hámarka afrakstur fiski- stofnanna og verða stuðningsmenn sóknarmarks að sýna fram á að hrað- skreiðari bátar og hraðvirkari veið- arfæri geri það. Þ.e.a.s. að afrakst- urinn sé því meiri því færri skip séu á sjó. Ef afrakstur fiskistofnanna er aft- ur á móti háður því magni sem tekið er úr sjó og þeim tegundum veiðar- færa sem notuð eru við veiðarnar, eiga stjórnvöld eingöngu að stjórna því. Það er gert t.d. með kvótum og línuívilnun. Stuðningsmenn sóknarmarks verða á næstu misserum að sann- færa landsmenn, virta hagfræðinga, alþjóðastofnanir og stjórnmálamenn að kostir sóknarmarks yfirgnæfi galla þess. Ef þeim tekst það ekki ber þeim að fylkja sér um þá stefnu sem flestir þessarra aðila aðhyllast nú, fyrningarleið, ef þeir á annað borð vilja afnema óhagkvæmni og óréttlæti gjafakvótans í næstu kosn- ingum. GUÐMUNDUR ÖRN JÓNSSON, verkfræðingur MBA, Laugalind 1, Kópavogi. Gluggar og sóknarmark Frá Guðmundi Erni Jónssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.