Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 20
NEYTENDUR
20 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Þrjár auka-
sýningar
ÞRJÁR aukasýningar verða á
leikverkinu „Þið eruð hérna“
sem Leikfélag Hafnarfjarðar
sýnir í húsnæði Hafnarfjarðar-
leikhússins við Vesturgötu.
Sýningarnar verða í dag, mið-
vikudag, og fimmtudag kl. 20.
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
opnar sýningu í Walvis Bay í Nam-
ibíu. Opnun sýningarinnar er liður í
verkinu „40 sýningar á 40 dögum“.
Menningarmiðstöðin Skaftfelli,
Seyðisfirði Listakonan Ólöf Helga
Arnalds sýnir vídeótónverk sitt
,,Eins manns hljóð„ á Vest-
urveggnum til 17. júlí. Verkið er
innblásið af möguleikum hljóð-
upptökutækninnar.
Ólöf Helga er fædd árið 1980. Hún
stundar nám í tónsmíðum og nýjum
miðlum við LHÍ.
Opið er alla daga kl. 11–24.
Guðmunda Hulda Jóhann-
esdóttir sýnir nú vatnslitamyndir í
Listhúsinu í Laugardal, í Veislu-
gallery og Listacafé. Guðmunda
Hulda er sjálfmenntuð í listinni og
er þetta hennar fjórða einkasýning.
Hún er fædd í Reykjavík og byrjaði
ballettnám 8 ára gömul við list-
dansskóla Þjóðleikhússins. Hún
dansaði með honum í tæpa 2 ára-
tugi, frá 17 ára aldri, undan skilið
eitt ár sem hún dvaldi við ball-
ettnám í Bandaríkjunum.
Fyrir rétt um þremur árum fór hún
að mála með vatnslitum og er nátt-
úran henni hugleikin.
Sýningin, sem er sölusýning, stend-
ur fram eftir júlí mánuði. Opið kl.
9–18.30 alla daga, nema sunnudaga.
Í DAG
Guðný Einarsdóttir leikur á orgel
Dómkirkjunnar kl. 11.30 og næstu
miðvikudaga. Hún leikur í hálfa
klukkustund á undan bænarstund.
Guðný stundar framhaldsnám í
kirkjutónlist í Kaupmannahöfn.
Á MORGUN
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
„ÞAÐ er tíska í leikhúsunum um
þessar mundir að leika kvikmynd-
ir,“ segir Benedikt Erlingsson leik-
ari og leikstjóri, en hann leikstýrir
Erling eftir Ingvar Ambjørnsen í
leikgerð Axels Hallstenius í Loft-
kastalanum í september. Það er þó
ekki alls kostar rétt að hér sé um
að ræða leikgerð á bíómyndinni
frægu. „Fyrst komu skáldsögur
Ingvars Ambjörnsens um Elling og
félaga hans, – leikritið var gert eft-
ir þeim og varð óskaplega vinsælt,
og þá kom bíómyndin, sem vann til
fjölda verðlauna og varð mjög vin-
sæl. Við erum komin aftur í leik-
ritið,“ segir Benedikt. Hann segir
Bandaríkjamenn vera að gera nýja
mynd um Elling svo að þeir geti
notið hans líka. „Þeir verða að
hafa sína eigin útgáfu og þar verða
það Kevin Spacey og John Malkov-
ich sem fara með aðalhlutverkin en
hjá okkur verða það Stefán Jóns-
son í hlutverki Erlings, eins og við
köllum hann á íslensku og Jón
Gnarr í hlutverki Karls Bjarna.“
Benedikt segir það stórkostlegt
verkefni að leikstýra manni eins og
Stefáni Jónssyni, „Íslandsmeist-
ara“ í leikstjórn, sem hefur sér-
hæft sig í aukahlutverkum, svo vís-
að sé til Grímuverðlaunanna og
ræðu Stefáns við það tækifæri.
Gætu verið Óðinn og Þór
„Leikritið er um tvo þroska-
hamlaða einstaklinga – eins og við
erum öll að einhverju leyti – sem
glíma við það erfiða verkefni að
vera normal og virkir í samfélag-
inu. Þetta er ein heljarinnar sig-
urganga hjá þeim og verkið óskap-
lega skemmtilegt og fallegt. Um
leið er þetta saga um okkur öll.“
Benedikt segir að sögurnar um
Erling og Karl Bjarna séu þekkt-
ustu verk höfundarins, Ingvars
Ambjørnsens. „Þetta eru erkitýpur
úr mannkynssögunni, sá stóri,
sterki og treggáfaði, og hinn, litli
djöfullinn frústreraði, sem er líka
andans maður. Við sem Íslend-
ingar leggjum auðvitað þunga
áherslu á goðfræðilega vísun, eins
og þú getur ímyndað þér, – þetta
gætu verið Óðinn og Þór í nútíma-
búningi og innan gæsalappa.“
Það er framleiðslufyrirtækið
Sögn, sem stendur að uppfærsl-
unni, en það er í eigu Baltasars
Kormáks og Lilju Pálmadóttur og
verður verkið frumsýnt í Loftkast-
alanum 11. september.
Hallgrímur Helgason þýddi og
staðfærði verkið, Axel Hallkell Jó-
hannsson sér um leikmynd og bú-
inga, ljósahönnun er í höndum Al-
freðs Sturlu Böðvarssonar og
hljóðmynd er gerð af Halli Ingólfs-
syni. Auk þeirra Stefáns og Jóns
Gnarr leikur Ilmur Kristjánsdóttir
fjöldan allan af gyðjum og freyjum
sem á vegi kumpánanna verða, en
Gísli Pétur Hinriksson leikur
Frank, stuðningsfulltrúa þeirra,
sem kennir þeim jafnt á símann og
samfélagið að sögn Benedikts.
Aðstandendur Erlings sem frumsýndur verður í Loftkastalanum í haust.
Glíma við það
erfiða verkefni
að vera normal
Leikritið Erling eftir Ingvar
Ambjørnsen sýnt í Loftkastalanum
INNBROT í heimahús verða tíðari
með hverju árinu en samkvæmt ný-
legri frétt blaðsins var brotist inn á
49 heimili í Reykjavík í júnímánuði.
Innbrotsþjófar láta gjarnan til skar-
ar skríða á sumarleyfistímanum,
enda standa mörg heimili mannlaus
svo dögum eða vikum skiptir á þess-
um tíma. Enginn vill koma að heimili
sínu eftir að innbrotsþjófar hafa far-
ið þar um, rænt verðmætum, rótað í
persónulegum munum og jafnvel
unnið einhverjar skemmdir.
Vöktun í skamman tíma
Ein leið til þess að minnka hætt-
una á innbrotum er leiga á örygg-
iskerfi í skamman tíma. Securitas og
Öryggismiðstöð Íslands bjóða upp á
skammtímaleigu á öryggiskerfum
sem tengd eru stjórnstöðvum fyrir-
tækjanna og eru kerfin vöktuð allan
sólarhringinn.
Hjá Securitas er stofnkostnaður
fyrir slíka leigu 18.249 krónur en
vikugjaldið 2.123 krónur. Fyrsta vik-
an kostar því 20.372 krónur en auka-
vikan 2.123 krónur. Hjá Öryggismið-
stöð Ísland kostar fyrsta vikan 9.565
krónur en aukavikan 6.696 krónur.
Verðmunurinn er minnstur þegar
kerfið er leigt í 3 vikur, kostar leigan
þá 24.618 hjá Securitas en 22.957 hjá
Öryggismiðstöð Íslands. Ef leigt er
til skemmri tíma er leigusamningur
Öryggismiðstöðvar Íslands mun
hagstæðari. Leigusamningur Sec-
uritas er hins vegar hagstæðari ef
leigt er til lengri tíma.
Langtímaleiga mun ódýrari
Langtímaleiga er mun ódýrari en
skammtímaleiga. Leiga á grunnkerfi
Securitas með bindingu í 12 mánuði
kostar 4.790 krónur á mánuði en
innifalið er meðal annars stjórnstöð,
tveir hreyfiskynjarar, reykskynjari,
sírena og slökkvitæki. Grunnkerfi
hjá Öryggismiðstöð Íslands með
bindingu í 36 mánuði kostar 4.986 á
mánuði en það samanstendur meðal
annars af stjórnstöð, hurðarrofa,
hreyfiskynjara, reykskynjarara og
vatnsskynjara.
Innbrot eiga sér alltaf stað
Bjarni H. Ingólfsson, markaðs-
stjóri Securitas, segir algengt að fólk
skipti yfir í langtímaleigu eftir að
hafa látið vakta húsið sitt í sumarfrí-
inu. „Innbrot eiga sér alltaf stað,
ekki bara í sumarfríinu. Menn fara
inn á heimilin á öllum tímum, jafnvel
um hábjartan dag eftir að heimilis-
fólk er farið til vinnu,“ segir Bjarni.
Jón Þór Helgason, hjá Öryggis-
miðstöð Íslands, segir að fólk sé að
mörgu leyti orðið betur meðvitað um
hættuna á innbrotum en áður. „Fyr-
ir ekki svo löngu þótti ekkert tiltöku-
mál þótt fólk læsti ekki á eftir sér
þegar það fór að heiman. Þetta hefur
sem betur fer breyst. Fólk er líka í
auknum mæli farið að líta á þjófa-
vörn sem eðlilegan og sjálfsagðan
hluta af vörnum heimilisins,“ segir
Jón Þór.
Þjófavörn kemur í veg fyrir innbrot
Skammtíma-
leiga dýrari
Morgunblaðið/Arnaldur
Innbrotsþjófar fara ekkert síður inn
í hús að degi til. Myndin er sviðsett.
!"#$
$$"!
! %
%&"&
%&
"!%
!%$"
ÝMUS ehf. hefur hafið innflutning á
Stérimar Mn-nefúða til að takast á
við árstíðabund-
ið ofnæmi. Stér-
imar inniheldur
97 stein- og snef-
ilefni sem gerir
það sérstaklega
áhrifaríkt en úð-
inn endurbyggir
eðlilegt raka-
jafnvægi og
styrkir slímhúð-
ina í nefinu.
Vegna fíngerðs
úðans hreinsar
Stérimar nefhol-
ið og hjálpar til að halda slímmyndun
í skefjum. Úðann má nota eftir þörf-
um í 14 daga í senn.
NÝTT
Nefúði við
ofnæmi
NÝR haust- og vetrarlisti Freem-
ans er kominn út. Freemans býður
meðal annars upp á fatnað fyrir
konur í stærðunum 42 til 56 og sér-
hannaðan fatnað fyrir lágvaxnar og
hávaxnar konur. Einnig öll þekkt-
ustu íþróttamerkin og vandaða
herra- og barnalínu. Listann er
hægt að nálgast í öllum helstu
bókaverslunum landsins.
Nýr Free-
mans-listi
AFSKORIN blóm eru mikið
augnayndi og gaman ef þau ná
að standa lengi áður en þau fara
að visna. Berta Hreiðarsdóttir,
blómaskreytir hjá Blómagalleríi
við Hagamel, segir að eigi blóm-
in að halda lögun sinni og feg-
urð í langan tíma sé grundvall-
aratriði að blómavasinn sé
tandurhreinn þegar blómin eru
sett í hann. Í öðru lagi sé mik-
ilvægt að skera nýtt sár á legg-
ina áður en blómin eru sett í
vatn. Þannig nái plantan örugg-
lega vatni upp í vatnsholur sín-
ar. Nota skuli hníf til þess að
skera leggina og skera á ská.
Berta segir að séu blómin
geymd á svölum stað yfir nótt-
ina geti það hægt á visnun.
Rósir þola sól sérstaklega illa,
þar sem útgufunin frá þeim
verður mikil og hrörnun hrað-
ari, að sögn Bertu. Hún segir
best að setja rósirnar í 45°C
heitt vatn og setja næringu út í
vatnið. Rósir eigi að geta staðið
í allt að 2 vikur fái þær rétta
meðhöndlun frá upphafi.
Aðspurð um harðger blóm
sem standi lengi nefnir Berta
flamingoblóm, sólliljur og svo-
kallaðar krísur sem hún segir
minna dálítið á Baldursbrár.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Látum blómin standa
Lífrænar
matjurtir
næringar-
ríkari
LÍFRÆNAR matjurtir innihalda
meira af vítamínum og steinefnum en
hefðbundnar matjurtir. Þetta kemur
fram í skýrslu breskra vísindamanna
sem Neytendablaðið hefur sagt frá.
Skýrsluhöfundar lögðu mat á tæplega
hundrað nýlegar rannsóknir þar sem
borið er saman næringarinnihald líf-
rænna matjurta og hefðbundinna en
af þeim 29 rannsóknum sem þeir
töldu uppfylla ströngustu kröfur um
marktækan samanburð fjölluðu 22
um efnainnnihald matjurta. Niður-
stöður þeirra rannsókna benda til
þess að í lífrænt ræktuðum ávöxtum
og grænmeti sé hærra hlutfall þurr-
efnis, mikilvægra steinefna og C vít-
amíns en í sambærilegum vörum sem
ræktaðar eru með tilbúnum áburði og
varnarefnum.
Skýrsluhöfundar segja að muninn
megi hugsanlega skýra með því að
jarðvegur sé frjósamari og næringar-
ríkari í lífrænni ræktun en hefðbund-
inni og að mikil notkun áburðar- og
eiturefna hafi vond áhrif næringar-
upptöku og efnaskipti nytjaplantna í
hefðbundinni ræktun.
ÚTSALAN í Next í Kringl-
unni hefst klukkan sjö á
fimmtudagsmorgun. Sverrir
Berg Steinarsson, annar eig-
enda verslunarinnar, segir
að ákveðið hafi verið að fara
að fordæmi Next-verslana í
Bretlandi en þar hefst útsal-
an alltaf árla morguns og
segir hann að fólk bíði þar í
biðröð nóttina fyrir útsölu,
slíkur sé spenningurinn.
Þótt Sverrir eigi ekki von á
að Íslendingar bíði nætur-
langt eftir að útsalan hefjist
segist hann eiga von á fjöl-
menni. Mátunarklefum versl-
unarinnar verður lokað til að
koma í veg fyrir langar bið-
raðir en ef fólk skilar út-
söluvöru innan sjö daga get-
ur það fengið endurgreitt.
Útsala
í Next